Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 27
því að léttsteikja ferska sveppi í smjöri, svo var piparostur bræddur í rjóma og kjötkraftur settur út í. Ferskt salat, rjómasveppasósa og bakaðar kartöflur var framreitt með lambinu. Morgunblaðið/Golli Hjónin Eiríkur Guðbjartur Guð- mundsson og Ragna Óladóttir ásamt aðstoðarkokkunum Þór Þráinssyni, Sigurði Karlssyni og Karli Ómari Jónssyni. join@mbl.is Vantar fleiri söngmenn Karlakór Kópavogs hefur aðeins starfað í þrjá vetur, en kórinn stofn- aði Natalía Chow, sem stjórnar hon- um ásamt manni sínum Julian Hewl- ett. „Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og stemmningin er fín, en okkur vantar fleiri söngmenn. Það er alltaf pláss fyrir nýja kórfélaga og við stefnum að því að fjölga um helm- ing í hópnum. Það þarf enginn að vera hræddur við að mæta því hér eru engir atvinnusöngmenn," segir Eiríkur og Þór Þráinsson bætir við að kórstarfið liggi ávallt niðri yfir sumartímann. „Við ætlum hinsvegar að byrja æfingar snemma í haust því við stefnum að því að taka þátt í Landsmóti Sambands íslenskra karlakóra sem haldið verður í Hafn- arfirði þann 29. október nk., en síðast var slíkt landsmót haldið fyrir ald- arfjórðungi. Allir kórarnir verða svo í lokin settir saman í einn sem mynda mun eitt þúsund manna karlakór." MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN ÞAÐ skiptir máli að velja alltaf besta fáanlega grænmetið hverju sinni. Það er hægt að tryggja með ýmsum hætti að maður kaupi það ferskasta hverju sinni.  Leitið að litríku grænmeti. Besta grænmetið er freistandi í útliti, það er blettalaust, stinnt og heldur lögun sinni.  Þegar heim er komið skoðið þá vel grænmetið ef mörg stykki hafa verið keypt í poka. Hendið út því sem er útlitsgallað því það kann að mygla og skemma út frá sér allt annað sem í pokanum er. Hendið líka blöðum af salati sem ekki er litríkt og stökkt.  Veljið grænmeti árstíðabundið því þá er verið að kaupa ferska vöru. Hikið ekki við að spyrjast fyrir ef engar upplýsingar um þetta liggja frammi í versluninni.  Kaupið bara grænmeti til nokkurra daga. Langur geymslu- tími rýrir næringargildið og bragðið líka.  Stundum er næringargildið í frosnu grænmeti meira en í „fersku“ grænmeti sem orðið er gamalt.  Ef niðursoðið grænmeti verð- ur fyrir valinu ætti að velja teg- undir þar sem engu salti er bætt við.  MATUR Morgunblaðið/Þorkell Paprikur eiga að vera litsterkar og stinnar viðkomu. Ef þær eru orðnar of gamlar verða þær linar og hrukkóttar. Stundum borgar sig að kaupa frosið grænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.