Morgunblaðið - 10.06.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.06.2005, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GÓÐUR heilsársvegur um Arn- kötludal og Gauksdal er mjög mik- ilvægur fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Þessi vegur mun stytta leiðina til Reykja- víkur um rúmlega 40 km. Þéttbýlis- staðir á því svæði sem mestan hag munu hafa af þessari styttingu eru helstir Bolungarvík, Hnífsdalur, Ísa- fjörður, Suðureyri, Flateyri, Súða- vík, Hólmavík, og Drangsnes. Fjöldi íbúa á þessu svæði er 6 til 7 þúsund manns. Sveitafélögin á þessu svæði eru búin að samþykkja fyrir sitt leyti að þessi framkvæmd hafi forgang. Þess má geta að sýslumaðurinn í Bolungarvík hefur unnið mjög ötul- lega að þessu máli. Verktakar telja að þessi vegur kosti síst meira en vegurinn um Klettsháls. Þessi vegur mun að mestu leyti liggja um lág- lendi og yfir einn háls þar sem halli vegarinns yrði mestur 6% sam- kvæmt athugunum sem Línuhönnun hefur látið framkvæma. Vegur um Arnkötludal og Gauksdal yrði 25 km langur frá þjóðvegi 61 að Gilsfjarð- arbrú. Þessi vegur mun verða val- kostur á móti Strandavegi. Á þeim kafla Strandavegar eru 38 km mal- arvegur og þar að auki er stór hluti leiðarinnar með einbreiðu slitlagi. Á slíkum vegi getur verið erfitt og hættulegt að mæta öðrum bílum, ekki síst stórum flutningabílum sem mikið er af á þessari leið, ekki síst eftir að strandsiglingar lögðust af að mestu leyti. Á þessari leið eru einnig 14 einbreiðar brýr og Ennisháls sem er erfiður yfirferðar að vetrarlagi. Ég hef verið í vöruflutningum frá Reykjavík um langan tíma og veit því vel hvað vegur um Arnkötludal mun bæta samgöngur á þessu svæði. Þessi stytting á leiðinni mun spara um tvær milljónir á ársgrundvelli í rekstrarkostnað á hvern flutningabíl með vagni. Þó ótrúlegt megi virðast þá er ekki búið að ákveða hvort eða hve- nær ráðist verður í þessa þörfu vegalagningu um Arnkötludal og Gauksdal en vonandi verður það sem fyrst því þetta er hvorki dýr né flók- in framkvæmd.Ég held því hiklaust fram að ekki finnist á Íslandi önnur vegaframkvæmd þar sem hægt er að stytta vegalengd jafnmikið fyrir jafnlitla fjármuni. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, fyrrverandi flutningabílstjóri, Höfðagötu 5, Hólmavík Veglagning um Arnkötludal er bráðnauðsynleg Frá Guðmundi Björnssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í ÞEIRRI umræðu um framhalds- skóla sem nú er áberandi í fjölmiðlum er einkum fjallað um lengd námsins, og kem ég brátt að því. Vandi verk- námsins hefur að mestu orðið út- undan. Réttilega er á það bent, að unglingar í íslenskum skólum setjast að jafnaði árinu eldri í háskóla (eða öðlast rétt til slíks náms) en félagar þeirra í mörgum ná- grannalöndum okk- ar, sem við berum okkur gjarnan saman við. En hitt gleymist oft, sem skiptir þó meira máli þegar upp er staðið, að hlutur starfsmenntunar er miklum mun rýrari hérlendis en í þess- um löndum. Ég hef því miður engar tölur handbærar, en ljóst er, að sama er hvort litið er á hlutfall þeirra nemenda sem stunda iðnnám eða annað starfstengt nám eða á hlut verknáms í almennu grunnnámi, þá vantar mikið á að verknám skipi sama sess í skólakerfi okkar og í grannlöndunum. Verknám og bóknám Þrátt fyrir yfirlýst markmið stjórnvalda um að vegur starfsnáms í menntakerfinu skuli aukinn er nem- endum markvisst stýrt inn á bók- námsbrautir framhaldsskólanna. Samræmdum prófum er sífellt víðar skotið inn í námsferilinn, sem öll eiga það sammerkt að greina hæfileika ungmennanna til bóknáms. Eðlilega leggja stjórnendur og starfsmenn grunnskóla metnað í að byggja skóla sína þannig upp að þeir standist sam- anburð við aðra skóla í þessu efni. Mér sýnist að börnunum hafi aldr- ei meir en nú verið stýrt inn á brautir verk- og listnáms með neikvæðum formerkjum: Góðum námsmönnum er beint inn á bóknámsbrautir, en nemandi, sem getur ekki valið yfsil- oni réttan stað í orðum eða leyst ann- ars stigs jöfnur, dæmist nánast til náms í handmenntum, óháð því hvort þumalfingurnir eru tveir eða tíu. Hvergi örlar á að fræðsluyfirvöld leiti að áhuga eða hæfni á sviði hand- mennta, að ekki sé minnst á listræna talentu. Í mörgum Evrópulöndum þróuð- ust á miðöldum öflug og fjársterk samtök iðnaðarmanna í ýmsum greinum, gildi, sem sömdu um kjör félaga sinna, tryggðu fjölskyldum þeirra lífeyri og sáu sonum þeirra fyrir þjálfun í iðn feðranna. (Til dæm- is um veldi þessara stofnana má nefna það, að þegar smíði hlaðinna kirkna úr steini lagðist af, notuðu steinsmiðirnir fé og skipulag gilda sinna til að stofna leyndarreglu frí- múrara.) Með gildunum, og því meistarakerfi sem innan þeirra þró- aðist, var lagður grunnur að öflugu kerfi iðnmennta í Evrópu og síðar í Norð- ur-Ameríku, auk þess sem mörg stórfyrirtæki í iðn- aði halda uppi markvissri endurmenntun fyrir starfsmenn sína. Formleg skólun í iðn- greinum og öðrum verk- þáttum kom seint til hér á landi. Æðri menntun á Ís- landi var löngum sniðin að því að sjá þjóðinni fyrir prestum, læknum, sýslu- mönnum og öðrum emb- ættismönnum. Þar til seint á 19. öld tók atvinnulífið til sjávar og sveita litlum breytingum, og unglingar lærðu vinnubrögðin á heimilunum. Síðan hafa risið margir ágætir skólar á sviði verkmennta. Meðal annars gera fjölbrautaskólarnir sveitar- félögum víða um land kleift að sam- nýta skólahúsnæði og starfskrafta kennara til verk- og bóknáms. En bóknámið er enn heimaríkt eins og fyrr segir. Ég dreg stundum í efa þörfina á þeirri miðstýringu á starfi grunn- og framhaldsskóla sem felst í tíðum samræmdum prófum. Gæti ekki verið að þeim tíma kennara og nemenda, sem fer í undirbúning og töku þessara prófa, væri betur varið í annað? En ef yfirvöld fræðslumála telja að þeirra sé þörf til að tryggja samhæfingu í námi og námskröfum, verður að sjá til þess að prófin taki jafnt til færni í verklegum greinum og bóklegum. Mér er ljóst að það kallar á önnur vinnubrögð við prófa- gerð en til þessa hefur tíðkast hér- lendis. En þangað til menntamála- ráðuneytið og prófastofnun þess treystast til að setja fram þannig próf, eru samræmd próf í grunnskóla atlaga við þá yfirlýstu stefnu yfir- valda menntamála að auka veg verk- menntunar í landinu. En það er fleira en samræmd próf, sem stendur í vegi fyrir því að nem- endur leiti í framhaldsnám á sviði starfsmennta. Unglingur, sem velur framhaldsskóla í lok grunnskóla- náms, veit kannski hvort áhugi hans og hæfileikar beinast að námi á sviði tungumála og bókmennta ellegar tækni, raunvísinda og stærðfræði. En hvernig er hann settur til að meta eigin hæfni og forsendur til starfs- náms? Ég fæddist og sleit barnsskóm í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, þar sem faðir minn var skólastjóri. Árið 1930, þegar skólinn tók til starfa, voru þar fullbúnar sérstofur til kennslu í smíðum, matreiðslu, saumum og teikningu, bíósalur með leiksviði þar sem nemendur gátu sýnt listir sínar, svo og sundlaug og leik- fimisalur. Mér sýnist að nokkuð vanti upp á að þeir barna- og grunnskólar sem síðan hafa risið hérlendis, stand- ist, þegar kemur að þjálfun nemenda í hand- og verklagni, samanburð við þennan skóla, sem reistur var á tím- um heimskreppu, og engum virðist þá hafa dottið í hug að það væri borg og þjóð ofviða að reisa og innrétta slíkt stórhýsi í einum áfanga! Fyrir réttum þrjátíu árum var ég veturlangt við nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskólann í Ed- inborg, og bauðst raunar síðar, í hópi skólameistara, tækifæri til að end- urnýja kynnin við skoska skólakerfið. Þar í landi setjast börnin tólf ára í framhaldsskóla og eru þar flest við nám næstu sex árin. Oftar en ekki eru þetta stórir framhaldsskólar, þar sem allir nemendur stunda nám bæði til bókar og handar, hver sem loka- áfanginn er. Í vel búnum, skoskum „comprehensive school“ standa öllum til boða kennslustofur í tré- og málm- smíðum, aðskilin kennslueldhús fyrir gaseldun og rafmagnseldun og stofur til hannyrða- og myndlistarnáms. Tölvukennsla var á bernskustigi þeg- ar ég var þarna í kennaranámi. Það er mun brýnna verkefni fyrir íslensk fræðsluyfirvöld að leiðrétta þá slagsíðu í námsframboði sem hér hefur verið vikið að, og auka jafn- framt virðinguna fyrir starfsnámi, en að stytta framhaldsskólann. Verknám og bóknám Örnólfur Thorlacius fjallar um menntamál ’Hvergi örlar á aðfræðsluyfirvöld leiti að áhuga eða hæfni á sviði handmennta, að ekki sé minnst á listræna tal- entu.‘ Örnólfur Thorlacius Höfundur var rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. FYRIR stuttu kom ég formlega út úr skápnum sem sósíalisti. Þetta gerðist í kjölfarið af því að ég var að lesa mér til um kommúnismann og fattaði þá allt í einu hvað þetta er frábær hugmynd. Jafnrétti er aðal- hugtakið, að allir geti verið jafnir og unnið saman að uppbyggingu rík- isins. Vinna er ekki eitthvað sem fólkið þarf að gera til að berjast við að lifa af heldur er vinna framlag til samfélagsins. Vinna verður grunnur sem síðan er hægt að byggja ofan á og þá getur fólk farið að hugsa um að leyfa hæfileikum sínum að þrosk- ast. Í kjölfarið fór ég að hugsa um hvað það væri mikið um fordóma í garð kommúnismans og var að velta fyrir mér af hverju. Málið er að það hefur aldrei verið til vel heppnað kommúnistaríki, ástæðan er einn stóri gallinn í kommúnismanum. Maðurinn. Mannlegi þátturinn, sú staðreynd að maðurinn er gráðugur og þráir völd og er ekki nógu þrosk- aður til að geta myndað og lifað í samfélagi þar sem fólk hjálpast að við að ná saman á toppinn. Í staðinn troðum við hvert annað niður í lífs- gæðakapphlaupinu. Það verð alltaf einhverjir undir og að sama skapi eru líka alltaf einhverjir sem græða, en af hverju að hafa það þannig þegar allir geta grætt. Ef við stöndum saman getum við myndað sterka heild sem sigrar heiminn saman. Kommúnisminn hefur alltaf farið til fjandans sem stjórnarfar en það er vegna spill- ingar á þeim tíma sem verið er að byggja grunninn og mynda heild- ina. Þeir fordómar sem komið hafa upp í garð kommúnismans hafa ver- ið á þessa leið að þetta sé bara önn- ur mynd af fasisma og eitthvað í þá áttina. Þetta er rangt. Þegar komm- únisminn er kominn yfir þetta milli- tímabilsástand er ríkið óþarfi. Þar að segja er ríkið bara umsjónar- maður um að hugmyndafræðinni sé fylgt eftir. Þessir fordómar byggjast á þekk- ingarleysi sem er einmitt það sem ég ætlaði að tala um. Við gerum of mikið af því að dæma hluti án þess að hafa kynnt okkur þá. Að hafa skoðun er náttúrulega ekkert nema gott en maður verður að hafa rök fyrir því. „Típískar klisjur“ eru t.d. þegar fólk segir að klassísk tónlist sé ömurleg. Hefur þetta fólk virki- lega kynnt sér klassíska tónlist? Svarið er tvímælalaust nei. Ástæð- an fyrir því að ég er svona óhrædd- ur um að fullyrða þetta er sú að í öllum tónlistastefnum, stjórnmála- stefnum, myndlist o.s.frv. eru góðir hlutir að gerast. Það er til fullt af lélegri klassískri tónlist en aftur á móti líka fullt af frábærri. Jafnvel í kántrý eru góðir hlutir að gerast (þótt mér finnist erfitt að viður- kenna það). Nú hver er þá ástæðan fyrir þessum fordómum. Svarið er bæði að hluti sem við þekkjum ekki og skiljum ekki dæmum við. Í hvaða aðstöðu var Bush til dæmis að ráð- ast inn í Írak. Hann ræðst inn í Írak í krossferð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum, sannfærður um að lýðræði væri svarið fyrir Írak. Ekki misskilja mig, ég fyrirlít Saddam, en var rétt af Bush að reyna að troða öðrum menningar- heimi upp á fólk? Þegar kvenrétt- indasamtök segja arabakonum að taka niður slæðurnar, er það rétt? Til þess að þroskast verðum við að kynna okkur hluti og síðan get- um við haft skoðun á þeim. Við verðum að geta séð hlutina frá öðr- um sjónarhornum því þröngsýni þjónar engum tilgangi. Núna er ég búinn að blaðra hérna um hitt og þetta í frekar ómark- vissri grein, en það sem ég er að reyna að segja er að gefið hlutunum séns áður en þið dæmið. Kynnum okkur hluti sem við skiljum ekki því þá fyrst getum staðið upp og sagt: „Vér mótmælum öll.“ STEINAR LOGI HELGASON, Smáragötu 3, Reykjavík. Þröngsýni og þekkingarleysi Frá Steinari Loga Helgasyni: LÍTIÐ bæjarfélag með íbúafjölda rétt innan við 5000 manns kúrir upp við hlið höfuðborgarinnar. Það tekur aðeins nokkrar mín- útur að aka niður í miðbæ Reykjavíkur, enda ekki nema rösk klukkutímaganga niður í Austurstræti. „Er það ekki bara eins og að búa í einu af úthverfum Reykjavíkur að búa þarna?“ hafa gamlir nágrannar frá því að ég bjó í Reykjavík spurt mig. Nei, svo ótrúlegt sem það nú er þá er það, samkvæmt minni reynslu, bara ansi ólíkt vegna þess að litli bærinn sem heitir Seltjarnarnes býr yfir nokkuð sér- stöku mannlífi. Hér ríkir sterk sam- kennd á meðal íbúa sem hefur sýnt sig margoft og íbúar láta sig líka miklu skipta málefni bæjarfélagsins. Birtingarmynd þessarar sam- kenndar getur verið með ýmsu móti en hvernig svo sem hún birtist þá endurspeglar hún skýra samfélags- vitund Seltirninga. Stuttu eftir að ég hóf að taka þátt í sveitastjórnarmálum átti ég tal við Sigríði Gyðu Sigurðardóttur mynd- listarmann og eiginkonu Sigurgeirs Sigurðssonar fv. bæjarstjóra á Sel- tjarnarnesi. Hún lýsti fyrir mér blómlegu menningar- og félagslífi eins og það hafði verið á fyrstu bú- skaparárum þeirra hjóna hér á Sel- tjarnarnesi. „Það var svo gaman“ sagði hún, „það voru sýndar revíur í Félagsheimilinu og það var dansað, það var svo mikil stemmning hér á Nesinu“. Orð þessarar listrænu og fallegu konu, sem ég hitti reyndar aðeins tvisvar sinnum því hún lést nokkrum mánuðum síðar, hafa orðið mér hugstæð. Það er einmitt stemmning í þessum anda sem við sem nú sitjum í menn- ingarnefnd viljum efla og styrkja. Um næstu helgi, 10.-12. júní, ætlum við að freista þess en þá verður hald- in Menningarhátíð Seltjarnarness í annað skipti. Hátíðin 2005 verður „grasrótarhátíð“ og við höfum fengið fjölda fólks til liðs við okkur. Lista- menn, félög, stofnanir og ein- staklingar á öllum aldri taka þátt og eru flestir þeir sem að hátíðinni koma Seltirningar. Samstarfið við alla þessa aðila hefur verið mjög gefandi. Það eru forréttindi að fá að upplifa slíka samstöðu og vilja til að leggja á sig vinnu til að skapa stemmningu og menningarlegt andrúmsloft í bæn- um. Dagskrá menningarhátíðarinnar hefur verið dreift í hvert hús á Sel- tjarnarnesi, hún auglýst víða og að auki má finna dagskrána á heimasíðu bæjarins, www.seltjarnarnes.is. Nú þegar menningarhátíðin fer í hönd vil ég hvetja Seltirninga og aðra þá sem leggja leið sína á Nesið til að taka virkan þátt í hátíðinni svo að á mánu- daginn næsta geti sem flestir sagt „það var svo gaman“. „Það var svo gaman“ Sólveig Pálsdóttir segir frá menningarlífi á Seltjarnarnesi og minnir á hátíð bæjarins sem er nú um helgina ’Það eru forréttindi aðfá að upplifa slíka sam- stöðu og vilja til að leggja á sig vinnu til að skapa stemmningu og menningarlegt and- rúmsloft í bænum. ‘ Sólveig Pálsdóttir Höfundur er formaður menningar- nefndar Seltjarnarness. TENGLAR .............................................. www.seltjarnarnes.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.