Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 37

Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 37 MINNINGAR Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himinsins helgu borgar. En lofað get ég þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljós þó að leiðin sé myrk. Mundu svo barnið mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Æi, Limbi minn, aldrei hélt ég að ég ætti eftir að upplifa þetta, þó svo, að eitt af því síðasta sem mamma þín bæði mig um væri að hlúa vel að Drífu Sól og Huldu, því það yrði aldrei langt á milli ykkar mæðgna, ég játti því bara, fannst það nú frek- ar fjarlægt að svo gæti orðið, en „gamla“ hafði nú rétt fyrir sér með þetta eins og svo margt annað, og skal ég reyna að standa við það lof- orð eins og mér er framast unnt. En elsku Harpa, margs er að minnast og margs er að sakna. Ég hef svo margt að segja við þig sem ég segi þér seinna …og líka margt að þakka þér fyrir, þú kenndir okkur margt á þinni stuttu ævi, kærleika, vináttu, ást og traust. Þú varst alltaf vinur vina þinna, þó ég viti að þú hafir kannski ekki átt marga trausta og góða vini, þá áttir þú mjög marga góða kunningja, sem þú hefur kynnst á þinni lífsins göngu, en því fólki sem þú hleyptir að þér og sýnd- ir þitt rétta andlit, þótti svo óend- anlega vænt um þig. Ekki valdir þú nú alltaf greiðustu og auðförnustu leiðirnar í lífinu, elsku kerlingin, en þú sýndir okkur hinum alltaf þitt rétta andlit og varst aldrei með neina tilgerð, maður fékk að finna til tevatnsins, ef þér þótti svo, og margt hefur vakið mann til umhugsunar eftir „lesturinn“ því þú varst sanngjörn í dómum þínum um menn og málefni, þótt manni hafi stundum þótt nóg um, en sannleik- anum er hver sárreiðastur. Mikil hagleiksmanneskja varstu í höndun- um og góður penni, óteljandi eru myndirnar þínar og ljóðin þín fal- legu, og prýða veggir heimilis míns nokkrar af myndunum þínum. Ég vil enda þetta með erindum úr ljóði eftir Bubba Morthens, sem þér þótti svo vænt um. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. Ég bið góðan Guð að varðveita litlu Drífu Sól, Huldu og pabba þinn, og gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir að hafa verið til, elsku Harpa. Kveðja, Guðrún. HARPA SKJALDARDÓTTIR ✝ Harpa Skjaldar-dóttir fæddist á Akureyri 19. septem- ber 1967. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Skjöldur Tómas- son, f. 19. október 1938, búsettur á Akureyri og Drífa Gunnarsdóttir frá Tjörnum í Eyja- fjarðarsveit, f. 25. febrúar 1942, d. 30. desember 2004. Syst- ir Hörpu er Hulda Tómasína Skjaldardóttir, f. 19. janúar 1964. Dóttir Hörpu og Sveins Guð- finnssonar, þáverandi sambýlis- manns hennar, er Drífa Sól, f. 16. mars 1994. Útför Hörpu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Harpa frænka fædd- ist á Akureyri og sleit barnsskónum í faðmi ástríkra foreldra og systur. Harpan vex úr grasi, flyst suður með móður og systur og ættingjar hennar njóta þess að hafa hana í návist sinni. Hlátur hennar hljómar um húsið og vakað er til kl. 4 við að baka jólasmákökur með undirritaðri og eftir þær stöllur liggja 16 smákökutegundir. Harpan á ferðalagi með okkur fjölskyldunni á Ströndum og þá var mikið gaman og mikið grín. Harpan klífur stóra og mikla múra, stundum svo háa að enginn nema fuglinn fljúgjandi ætti að kom- ast yfir, en Harpan er seig og hún klífur þetta. Harpan sest að á Akureyri og eignast mann, heimili og barn og all- ir eru glaðir. Harpan er listræn og eftir hana liggja ótal myndir og listaverk. Að endalokum er komið, Harpan getur ekki klifið fleiri múra, múrinn varð einfaldlega of hár. Krabbinn kom og sleppti ekki takinu. Hljómar Hörpunnar eru þagnað- ir. Blessuð sé minning Hörpu frænku. Sofðu rótt. Þín frænka, Rósa Rútsdóttir. Elsku Harpa. Þú hafðir yndi af að gleðja aðra með gjöfum og þetta ljóð gafstu mér fyrir tæplega tveimur árum. Þessi erindi eru mér sem fjársjóður, sem innihalda mikinn boðskap og ég les ljóðið aftur og aftur og finnst það eiga erindi til mín, rétt eins og til allra hinna. Þetta er ljóðið sem snertir strengi í hjarta mínu og ég vil á þessum degi helga það minn- ingu þinni og móður þinnar. Til minningar um Hörpu Skjaldardóttur sem lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, 5. júní síðastliðinn og móður hennar Drífu Gunnarsdóttur, sem lést 30. desember árið 2004. Hver fær lesið letur hugans, leynirúnir innra manns! Hver er sá sem kannað geti, kafað sálardýpi hans! Margt í hafsins hyljum djúpum hulið er, sem enginn leit. Margt í sálum manna leynist, meira og betra en nokkur veit Skammt vér sjáum, blindir blínum báðum augum, látum hægt. Hví skal ,,myrða“ menn í orðum? Margt er hulið, dæmum vægt. Auðlegð hjartans, enginn reiknar eða sálar-fátækt manns. Hvar er vog, sem vegið geti, vonir eða sorgir hans. (Richard Bech.) Þú kvaddir þennan heim á sjó- mannadaginn. Vaðlaheiðin skartaði sínu fegursta, sólin ,,faðmaði“ Súlu- tindinn og bjartur kvöldhimininn var prýddur litum listamannsins … konunnar … litunum þínum. Kraftur fylgir kærleikanum eins og allri list. Óskir ástvina þinna og vina, um Frið þinn, kærleika Guðs og ást til þín, fylgdu þér í ný og betri heimkynni. ,,Hvað er að deyja? Ég stend á bryggj- unni. Skúta siglir út á sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeild- arhing. Einhver nærstaddur segir með trega í röddinni: ,,Hún er farin.“ Farin, hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram sigl- ingu sinni, með seglin þanin í sunn- anþeynum, og ber áhöfn sína til annarrar hafnar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið. Þá er það aðeins fyrir augum mínum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: ,,Hún er farin!“ Þá eru aðrir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: ,,Þarna kemur Hún!“ – og svona er að deyja. (Charles Henry Brent.) Vertu Guði falin, elsku Harpa, og megi Hann blessa, hugga og leiða Drífu þína Sól, Huldu, föður þinn og aðra ástvini. Þín, Unnur Huld. Harpa var ein af mörgum eldri frænkum mínum sem ég leit afskap- lega mikið upp til þegar ég var barn. Á þeim tíma var ég viss um að hún hlyti að kunna allt og geta allt. Það er sérstakt að rifja upp þessa miklu aðdáun og trú á eldra frændfólkinu þegar manni er löngu orðið ljóst að þau þurfa eins og aðrir að velja úr þeim tækifærum og takast á við þá erfiðleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Ein besta og fyrsta minning mín um Hörpu hefur varðveist vel í huga mér. Sú minning er sterk en eins og í þoku vegna þess hve ég var lítil. Hún sat við rimlarúmið mitt með hendur í bænastöðu og sagði eitt- hvað mjög fallegt sem ég skildi þó ekki alveg. En mér fannst hún svo falleg og leið alveg yndislega vel af þessum orðum hennar. Með innilegri þökk fyrir bænina þína, Guð geymi þig Harpa. Kveðja, Vala Björt. Harpa Skjaldardóttir er látin, þrjátíu og sjö ára að aldri, eftir stutt en snörp veikindi. Það voru ekki margir sem þekktu Hörpu eins og hún var í raun og veru því hún varð snemma á ævinni undir í lífinu. Þrátt fyrir margar tilraunir náði hún sér aldrei á strik og varð það til þess að hún dró sig í hlé. Það var miður því að undir niðri leyndist perla sem gaman var að kynnast. Hún var mikill húmoristi og var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Hún hafði svo sérstaka sýn á lífið sem reynsla hennar mót- aði og hún hafði einnig ríkan húmor fyrir sjálfri sér. Hún var frábær listamaður og skildi eftir sig ógrynni málverka sem eru auðþekkjanleg vegna hennar sérstaka stíls. Þau heimili sem Harpa hélt voru ávallt mjög sérstök og báru hennar per- sónulega smekk fagurt vitni, því hún hafði lag á að gera mikið úr svo litlu. Það var eftirtektarvert að þar sem hún dvaldi hverju sinni var alltaf snyrtilegt og regla á hlutunum. Harpa var mjög listræn, málaði mikið eins og áður sagði, teiknaði og hafði gaman af tónlist og ljóðum. Hér er eitt sem henni var mjög kært, eftir Bubba Morthens; Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Drífu Sólar, Huldu og Skjaldar. Helga og Jón Eggert. Elsku hjartans Harpa. Mikið er lífið skrýtið. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær, ég þú og tvíburarnir ásamt fleirum á leiðinni á Sauðárkrók að sýna á tískusýn- ingu. Ætluðum sko að „meika“ það. Hulda systir þín var umboðsmaður okkar. Þetta var sko alvöru hópur. Við tvær í ljósum hjá Karolínu, ætl- uðum að verða brúnar á „no time“ eins og við orðuðum það. Ég og þú í rökkrinu með fullt af kertaljósum og reykelsi að hlusta á Bob Marley og Leonard Cohen og ræða lífið og til- veruna. Ég ætlaði að verða ljós- myndari og þú listamaður og við ætluðum að halda sýningu saman. Þú varst listamaður. Við ætluðum að eldast saman og hafa fjör á elliheim- ilinu. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku vinkona. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín, þú áttir falleg heimili. Ég sakna þín. Þú varst mikið fyrir að spegla þig, það var aðalbrandarinn okkar. Manstu í sjoppunni í Amaro þegar þú máttir ekkert vera að því að afgreiða liðið, það gat sko beðið á meðan þú leist „aðeins í spegilinn“ og lagaðir hárið. Við áttum okkar leyndarmál og okkar drauma. Og nú ertu farin, mér finnst þetta allt saman svo skrýtið. Ævi þín var ekki alltaf dans á rós- um en á milli blómstraðir þú og á einu svoleiðis tímabili eignaðist þú Drífu Sól, sólargeislann þinn. En myrkrið kom alltaf aftur og þá varstu horfin okkur hinum. En í hjarta mínu gleymdi ég þér aldrei. Ég bað til Guðs að þú kæmir til baka, en allt kom fyrir ekki. Elsku Harpa, nú er rós þín fölnuð og við fáum engu breytt. Ég bið Guð að styrkja elsku Drífu Sól, Huldu og Skjöld. Hugur minn er hjá ykkur. Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini – jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að þeir eru til. Hvorki fjarlægð né tími, fangavist né stríð, þjáning né þögn megnar að slá fölskva á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim vex hún og blómgast. (Pam Brown.) Guð geymi þig, þín vinkona, Guðrún Margrét. Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyr- um þegar Hulda hringdi í mig á mánudaginn var og sagði mér að Harpa væri dáin. Hulda hafði að vísu hringt í mig tveimur vikum áð- ur til að segja mér frá veikindum Hörpu en það var svo fjarri mér að hún ætti svo stutt eftir. Ég kynntist Hörpu í gegnum Huldu systur hennar fyrir um 23 ár- um. Sex árum síðar var ég fram- kvæmdastjóri fyrirtækis sem rak nokkrar verslanir. Báðar systurnar unnu hjá fyrirtækinu en Harpa þó aðeins tímabundið á útsölumarkaði á Laugaveginum. Hún var hörkudug- leg og mikil „pjattrófa“. Henni var mikið í mun að halda sér til og halda umhverfi sínu hreinu. Mér er minn- isstætt þegar ég heimsótti þær syst- ur á Tjarnargötuna þá hélt maður fast utan um kaffibollann því um leið og maður setti hann frá sér var Harpa búin að taka hann og þvo. Harpa átti við mikil veikindi að stríða sem barn og hefur það eflaust sett svip sinn á líf hennar. Hún var mjög listræn en eins og oft virðist fylgja því fólki þá var hún mjög við- kvæm sál. Harpa var greind stúlka með skemmtilegan húmor og hefði eflaust náð mjög langt ef hún hefði gengið menntaveginn. Fyrir ellefu árum auðnaðist henni þó það dýr- mætasta af öllu en það var að eign- ast Drífu Sól. Drífa Sól var skírð í höfuðið á Drífu mömmu Hörpu en aðeins eru sex mánuðir síðan hún dó úr krabbameini eins og Harpa. Sorg fjölskyldunnar er því mikil. Ég bið góðan guð um að vernda og blessa Drífu Sól, Huldu, Skjöld og aðra ættingja á erfiðum tímum. Ásdís Höskuldsdóttir. Elsku Harpa mín. Ég minnist þess allt mitt líf er leiðir okkar lágu saman. Þú varst svo sterk í þínum persónuleika, að þú náðir alltaf þínu fram, með þínum skemmtilega orðaforða og þú varst alltaf númer eitt. Og af hæfileikum áttir þú nóg og þú blómstraðir á hverjum einasta degi. Er mér það minnisstætt þegar við sigldum til Vestmannaeyja, hversu snögglega þú tókst fegurðina inn í hjarta þitt. Það var þér svo kærkomið að þig langaði til að mála mynd af þeirri náttúrufegurð sem þú varðst vitni að og geymir innra með sjálfri þér. Og ég þakka þér Harpa mín fyrir þau spor sem við áttum saman – kraftinn og styrkinn, ásamt þinni hlýju sem þú gafst mér. Þú kenndir mér svo margt gott til að lifa með. En nú ert þú farin, elsku Harpa mín og ég kveð þig með miklum söknuði og ég bið Guð að vefja þig örmum sínum að eilífu. Votta ég fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kristinn S. H. Styrmisson Harpa mín, nokkur fátækleg kveðjuorð. Samvistir okkar voru góðar og allaf þótti mér gott að sjá þig. Þig langaði alltaf í hús við hafið, kannski er það þarna fyrir handan. Trega þig og allir vinir þínir í Reykjavík. Þinn Björgvin.  Fleiri minningargreinar um Hörpu Skjaldardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hildur, Þorgeir, Margrét og Sigríður, Sig- urdís Gunnarsdóttir og Ásdís Hösk- uldsdóttir. Við viljum minnast vinar okkar og félaga Leifs Einarssonar og þakka honum samfylgdina. Leifur var gæddur gleði og lífs- krafti og átti mjög auðvelt með að hrífa okkur með sér í glettni sinni og kátínu. Hann hafði ánægju af þeim verkefnum sem fyrir hann voru lögð og leysti þau hratt og vel af hendi. Í okkar samheldna hópi er nú stórt skarð, guð blessi minningu Leifs. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, LEIFUR EINARSSON ✝ Leifur Einarssonfæddist á Geit- hellum í Álftafirði 22. desember 1955. Hann lést á heimili sínu í Svöluhrauni 19 í Hafnarfirði mánu- daginn 23. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hofs- kirkju í Álftafirði 3. júní. þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Ný strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blakti síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Samúðarkveðjur sendum við ætt- ingjum Leifs, sambýlisfólki og starfsfólki, Svöluhrauni 19 í Hafnar- firði. Þjónustunotendur og starfsfólk Hæfingarstöðvarinnar, Bæjar- hrauni 2, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.