Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björgvin Bjarna-son, plötu- og
ketilsmiður, fæddist í
Reykjavík 15. októ-
ber 1916. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Bjarni Sig-
tryggur Jónsson, f. í
Ási í Rípurhreppi í
Skagafirði 28. des-
ember 1890, d. 12.
apríl 1969, og Ragn-
hildur Einarsdóttir,
f. í Norður-Vík í Mýr-
dal í V-Skaftafellssýslu 9. febrúar
1893, d. 3. ágúst 1973. Systkini
Björgvins eru fimm: Einar Val-
garð, f. 26. september 1918, d. 12.
mars 1993, Ragnar, f. 13. júní 1920,
Fjóla Valdís, f. 23. desember 1922,
d. 12. mars 1993, Jón, f. 20. júní
1924, d. 2. janúar 1999, og Hólm-
fríður Sigríður, f. 19. maí 1928.
Fyrir hjónaband átti Björgvin
son, Björn Thomsen, f. 6. septem-
ber 1938. Börn hans eru Lars
Björn, f. 15. janúar 1968, Anders
Björn, f. 12. apríl 1969, d. 1. júlí
1997, og Tue Björn, f. 25. desember
1972.
Hinn 7. nóvember 1938 kvæntist
Björgvin Ingibjörgu Árnadóttur
hárgreiðslumeistara, f. 4. septem-
ber 1916. Foreldrar hennar voru
Árni Björnsson, f. í Höfnum í Vind-
hælishreppi í A-Hún. 1. ágúst 1863,
d. 26. mars 1932, og Líney Sigur-
Pétur, f. 22. maí 1988. 4) Líney, f.
16. febrúar 1949. 5) Guðný, f. 12.
mars 1952, gift Antoni Erni Guð-
mundssyni, f. 3. desember 1951.
Börn þeirra eru Guðmundur Örn,
f. 19. mars 1974, Björgvin Örn, f. 2.
september 1977, og Sigríður, f. 7.
október 1982. 6) Páll, f. 5. septem-
ber 1953, kvæntur Áslaugu Þor-
móðsdóttur, f. 14. mars 1953. Börn
þeirra eru Þormóður Ingi, f. 8. des-
ember 1975, og Steinunn Björk, f.
3. júlí 1985.
Björgvin ólst upp í föðurhúsum,
lengst af á Skólavörðustíg 27,
Framnesvegi 13, og í Hamarshús-
inu við Norðurstíg í Reykjarvík.
Hann nam plötu- og ketilsmíði í
Vélsmiðjunni Hamri og í Iðnskól-
anum í Reykjavík og starfaði í
Hamri til ársins 1944. Þar hafði
Björgvin meðal annars þann starfa
að gera við skip sem sigldu í skipa-
lestunum á milli Evrópu og Banda-
ríkjanna. Bjarni, faðir Björgvins,
var þá yfirverkstjóri í Hamri og
sendi hann son sinn út í skipin sem
lágu í þurrkvínni í Hvalfirði. Árið
1944 hóf Björgvin störf hjá Lands-
smiðjunni í Reykjavík. Á vegum
Landssmiðjunnar stjórnaði Björg-
vin uppsetningum á síldarmjöls-
verksmiðjum og virkjunum víða
um landið til ársins 1966, en það ár
hóf hann störf hjá Kópavogsbæ,
þar sem hann tók m.a. þátt í að
stofnsetja Vinnuskólann og
Birgðastöð bæjarins. Hann starf-
aði síðan hjá Kópavogsbæ allt til
starfsloka, árið 1986.
Björgvin var einn af stofnendum
glímudeildar Breiðabliks og var
formaður deildarinnar um árabil.
Björgvin verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju í dag hefst athöfn-
in klukkan 13.
jónsdóttir, f. á Laxa-
mýri í Reykjahreppi í
S-Þing. 6. október
1873, d. 8. október
1953.
Björgvin og Ingi-
björg stofnuðu heimili
á Skólavörðustíg 27 í
Reykjavík. Foreldrar
Björgvins, Bjarni og
Ragnhildur, voru með-
al frumbyggja í Kópa-
vogi og börn þeirra öll
settust þar að þegar
bærinn var enn
sumarbústaðabyggð.
Björgvin og Ingibjörg
byggðu sér hús, Hlíðarveg 33, sem
í dag er Hlíðarvegur 57 og ólu þar
upp börnin sín 6 frá árinu 1953.
Börn þeirra eru: 1) Árni, f. 10.
mars 1939. Dóttir hans er Jónína
Ingibjörg, f. 6. sept. 1957. Árna er
kvæntur Jennýju Bergljótu Sig-
mundsdóttur, f. 8. maí 1940.
Fósturbörn Árna eru Soffía Mich-
iko Gústafsdóttir, f. 8. maí 1960,
Silvía Bergljót Gústafsdóttir, f. 22.
febrúar 1963, og Davíð Örn Guð-
jónsson, f. 29. maí 1977. 2) Ragn-
hildur, f. 11. júlí 1942, gift Stein-
grími Bjarna Björnssyni, f. 5. maí
1928. Börn þeirra eru Björn, f. 6.
nóvember 1962, og Ingibjörg Lí-
ney, f. 27. mars 1968. 3) Bjarni, f.
16. desember 1946, kvæntur Láru
Magnúsdóttur, f. 11. nóvember
1952. Börn þeirra eru Björgvin, f.
25. desember 1972, Sigurlaug
Helga, f. 29. júní 1975, og Stefán
Elskulegi faðir minn, nú ert þú bú-
inn að fá hvíldina og kominn yfir
móðuna miklu. Himneski faðir okkar
hefur tekið á móti þér.
Þú varst yndislegur faðir og sterk-
ur persónuleiki. Stutt var alltaf í
glettnina hjá þér. Þú varst mikið
náttúrubarn og veiðiferðirnar þínar á
sumrin í Ölfusá voru þér ómetanleg-
ar. Þangað fóruð þið mamma oft sam-
an og áttuð góðar stundir. Þakka þér
allar okkar samverustundir, pabbi
minn. Nú ert þú Guði falinn og líður
vel.
Elsku móðir mín, Guð styrki þig og
verndi.
Ragnhildur Björgvinsdóttir.
Tengdafaðir minn Björgvin
Bjarnason er fallinn frá eftir langa og
farsæla ævi. Komið að leiðarlokum
og hinstu kveðjustund.
Í hugann koma margar hlýjar og
góðar minningar allt frá fyrstu kynn-
um.
Glaður og brosmildur tók hann
ávallt á móti mér og sýndi mikinn
áhuga á hugðarefnum mínum. Hann
var jákvæður og æðrulaus í eðli sínu,
svolítið stríðinn og skein þá glettnin
ávallt úr augum hans, þægilegur í
framkomu og velviljaður í garð ann-
arra.
Laxveiðar voru hans yndi og helsta
áhugamál. Margar voru ferðirnar
farnar í litla veiðikofann við ána. Þar
átti hann sér ljúfar stundir með veiði-
stönginni sem dró til sín vænan fisk
og ekki var það leiðinlegt að fá að
njóta aflans með honum.
Ingibjörg og Björgvin voru afar
samhent hjón. Oft datt mér í hug
þegar við fyrirvaralaust kíktum í
heimsókn að þau hlytu að eiga sér
töfrasprota, slíkar voru kræsingarn-
ar sem þau framreiddu á engri
stundu.
Ógleymanleg er stund sem við
móðir mín heitin og systir áttum með
þeim í sumarhúsi í Munaðarnesi en
þar höfðu þau dvalið í nokkra daga.
Við mæðgurnar höfðum verið að
þvælast um Borgarfjörðinn í sunnu-
dagsbíltúr og var komið að kveldi, við
ætluðum aðeins að heilsa upp á þau
áður en við brunuðum í bæinn en eins
og alltaf var töfrasprotinn komin á
fleygiferð og ekki við það komandi
annað en að stoppa í dágóða stund.
Alsælar og óþreyttar héldum við út í
sumarnóttina heim á leið eftir dýr-
mæta samverustund sem móðir mín
og systir þreyttust aldrei á að rifja
upp.
Þannig voru Björgvin og Ingi-
björg, ávallt hlý og höfðingjar heim
að sækja hvort sem það var á Hlíðar-
veginum eða að heiman.
Fyrir rúmu ári síðan tók heilsu
Björgvins að hraka og í kjölfar þess
dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð. Það var aðdáunarvert
hvernig hann tók þessum erfiðu um-
skiptum að þurfa að dvelja fjarri
Boggu sinni og heimili en með æðru-
leysi sínu sýndi hann sína sterku
skapgerð og tók okkur fagnandi og
jákvæður er við komum til hans og
gerði um leið okkur hinum allt létt-
ara. Hugurinn var þó ávallt hjá
Boggu sinni.
Ég kveð Björgvin tengdaföður
minn með þakklæti, bið góðan guð að
styrkja og blessa elskulega tengda-
móður mína og alla hans nánustu.
Jenny.
Með virðingu og eftirsjá kveð ég
vin minn, tengdaföður og veiðifélaga
Björgvin Bjarnason. Ég var svo lán-
samur að fá hann sem tengdaföður
fyrir rúmum 30 árum þegar ég giftist
Guðnýju dóttur hans. Urðum við
snemma góðir félagar sem áttu sam-
eiginlegt áhugamál: Við vorum báðir
með veiðidelluna. Efst í huga mínum
eru allar veiðiferðirnar okkar við
Ölfusá og hinar ýmsu ár og vötn víða
um landið, þar áttum við margar góð-
ar stundir saman. Hann hafði alveg
sérstaklega góða frásagnarhæfileika,
þegar glettið bros kom á varir hans
kom alltaf góð saga á eftir, ýmist
skemmtisaga eða fróðleikur því hann
var hafsjór af fróðleik. Þessar stundir
geymi ég til minningar um góðan vin.
Þegar við hjónin ákváðum að
byggja okkur hús þá mjög ung og
óreynd hvatti hann okkur áfram með
elju atorkumannsins: Bara byrja,
þetta klárast að lokum, hálfnað verk
þá hafið er. Þetta lýsir vel hve bjart-
sýnn hann var og erum við honum
ævinlega þakklát.
Á heimili þeirra hjóna Björgvins
og Ingibjargar á Hlíðarvegi 57 í
Kópavogi var gott að koma og njóta
nærveru þeirra, hlýhugar og gest-
risni.
Síðasta eitt og hálfa árið dvaldi
Björgvin á Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar
áttum við saman góðar stundir.
Starfsfólki Sunnuhlíðar þakka ég fyr-
ir góða umönnun og sendi þeim hlýj-
ar kveðjur.
Kveðjustundin er alltaf sár, þegar
lagt er upp í ferðina miklu yfir landa-
mæri lífs og dauða. Björgvini fylgja
góðar fyrirbænir og þakklæti vanda-
manna og vina. Öll eigum við þessa
ferð fyrir höndum og þá ber okkur til
sama lands. Þar munum við hittast að
nýju og gleðjast við þá endurfundi.
En þangað til yljum við okkur við
góðar minningar um ljúfan mann.
Ingibjörgu, börnum hennar, fjöl-
skyldum þeirra og systkinum Björg-
vins sendi ég og fjölskylda mín inni-
legar samúðarkveðjur.
Guð geymi þig kæri vinur.
Anton Örn Guðmundsson.
BJÖRGVIN
BJARNASON
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og
barnabarnabarn,
KRISTÓFER BIRGIR ÓLAFSSON,
Rørmose 71,
Roskilde,
Danmörku,
lést af slysförum laugardaginn 4. júní sl. í
Danmörku. Hann verður jarðsettur í Øster-
kirkegård í Danmörku föstudaginn
10. júní.
Kolbrún Björnsdóttir, Ólafur Birgisson,
Alexandra Líf, Ronja
Sigrún Tryggvadóttir, Björn Jóhannsson,
Elín Þorbergsdóttir, Birgir Þormóðsson,
Svava Hjögaard, Þorbergur Skagfjörð
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON
f. 8. september 1913,
lést á heimili sínu, Hvammi, dvalarheimili
aldraðra á Húsavík, aðfaranótt föstudagsins
3. júní.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 11. júní kl. 14:00.
Jósep Sigurðsson, Guðrún Árný Guðmundsdóttir.
Sigurjón Sigurðsson, Elín Hildur Jónsdóttir,
Örn Sigurðsson, Sólveig Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengda-
föður afa og langafa,
KRISTJÁNS ÞORLEIFSSONAR,
Hrauntungu 20,
Hafnarfirði.
Arndís Jónasdóttir,
Þorleifur Kristjánsson,
Hlíðar Kristjánsson, Björk Arnardóttir,
Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Tryggvi Jóhannsson,
Jónas Sigurðsson, Elísabet Óladóttir,
Stefanía Sigurðardóttir, Snorri Rafn Snorrason,
Kristrún Ásta Sigurðardóttir, Snorri Þórsson,
Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
VIKAR DAVÍÐSSON,
Hátúni 8,
Reykjavík,
lést í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, mánudag-
inn 6. júní.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 15. júní kl. 15.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Hjálparliðasjóð
Sjálfsbjargar.
Ólína Sæmundsdóttir,
Davíð Vikarsson, Magnea Jónasdóttir,
Andrea Vikarsdóttir, Óskar Ævarsson,
Hrafn Þór Hákonarson, Snjólaug Soffía Óskarsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Kæri bróðir okkar,
KRISTINN SIGURÐUR HELGI
JÓHANNESSON,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi mánu-
daginn 23. maí síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fanney Sigurðardóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Benedikt Jóhannesson,
og aðrir aðstandendur.