Morgunblaðið - 18.09.2005, Page 12

Morgunblaðið - 18.09.2005, Page 12
12 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ K osningaslagurinn sem hefur staðið hér í Þýskalandi síðustu vikurnar hefur um margt verið óvenjuleg- ur. Þar kemur margt til. Í fyrsta lagi sú staðreynd að kosn- ingabaráttan hefur verið óvenju stutt. Í kjölfar þess afhroðs sem jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, galt í kosningunum til fylkisþingsins í Nordrhein-Westfalen í lok maí lýsti Gerhard Schröder kanslari því yfir að hann hygðist efna til nýrra þing- kosninga á haustdögum, í stað þess að bíða með þær til næsta vors, eins og lög gerðu ráð fyrir. Jafnaðar- menn höfðu farið halloka í hverjum fylkiskosningunum af öðrum; ósig- urinn í hinu forna höfuðvígi flokks- ins, Nordrhein-Westfalen, var korn- ið sem fyllti mælinn. Þar með var flokkur Schröders búinn að missa síðasta haldreipi sitt í efri deild þýska þingsins, Bundesrat, sem er skipuð fulltrúum þýsku fylkjanna og endurspeglar þau valdahlutföll sem ríkja í þeim. Í ljósi alls þessa taldi kanslarinn sér ekki stætt á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu við græningja. Þar við bættist að Schröder fannst skorta bæði einhug og nægilega samstöðu í sínum eigin herbúðum til að ljúka þeim umbót- um í efnahags- og velferðarmálum sem hann taldi nauðsynlegar. Sú ákvörðun kanslarans að fá eig- in liðsmenn til að greiða atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórn- ina, svo að hann gæti rofið þing, mæltist misjafnlega fyrir. Tveir þingmenn úr stjórnarliðinu, annar græningi og hinn jafnaðarmaður, töldu þessa ákvörðun brjóta gegn stjórnarskránni og kærðu hana til hæstaréttar Þýskalands. Hæstirétt- ur komst þó, eins og búist hafði ver- ið við, að þeirri niðurstöðu að í ljósi aðstæðna væri ákvörðun kanslarans lögmæt og réttlætanleg. Kanslaraefnið Angela Merkel Fljótlega eftir að kosningabarátt- an hófst varð ljóst að kristilegir demókratar, CDU og systurflokkur þeirra í Bæjaralandi CDU, voru staðráðnir í að fylkja sér um for- mann flokksins, Angelu Merkel, sem kanslaraefni. Þetta þótti tíðindum sæta. Aldrei fyrr hafði kona verið í framboði til kanslara í Þýskalandi. Þar við bætt- ist að Angela Merkel, sem er eðl- isfræðingur að mennt, er borin og barnfædd í Þýska alþýðulýðveldinu sáluga. Hún er sem sagt Austur- Þjóðverji, eða „Ossí“, eins og þeir eru uppnefndir af Vestur-Þjóðverj- um – sem á móti eru kallaðir „Wess- ís“ af löndum sínum í austurhéruð- um landsins. Þegar fram liðu stundir kom í ljós að Angela Merkel axlaði þá byrði að stýra flokksskútunni í ólgusjóum kosningabaráttunnar mun betur en margir höfðu búist við. Menn höfðu óttast að hún yrði fremur rislág þeg- ar kæmi að því að munnhöggvast við Schröder kanslara, enda væri það ójafn leikur með hliðsjón af langri reynslu Schröders og þeirri leikni í kappræðum sem hann er þekktur fyrir. Þess vegna reyndu margir af samherjum hennar að telja hana of- an af því að mæta Schröder í póli- tísku sjónvarpseinvígi. Hún lét slík- ar úrtölur hins vegar ekki á sig fá og í byrjun september öttu þau kappi hvort við annað í þætti sem var sýndur beint á fjórum stærstu sjón- varpsstöðvum Þýskalands. Miðað við það hversu lítils menn höfðu vænst af Angelu Merkel í þessum kappræðum var það mál manna að hún hefði staðið sig mun betur en flestir höfðu búist við. Schröder var að vísu talinn hafa átt sterkari leik og í skoðanakönnun sem var gerð á meðan þátturinn var á skjánum taldi mikill meiri hluti þeirra sem voru spurðir, að kansl- arinn hefði farið með sigur af hólmi í flestöllum málaflokkum sem bar á góma. Fjölmiðlamenn, bæði þeir sem stýrðu kappræðunni og aðrir, voru hins vegar flestir á einu máli um að Angela Merkel hefði veitt honum harðari keppni og rökrætt af mun meiri krafti en þeir áttu von á. Þrátt fyrir að hún hafi þótt standa sig von- um framar í þessari snörpu orðahríð var einvígið talið hafa leitt til þess að kanslarinn og flokkur hans juku fylgi sitt í skoðanakönnunum. Það sem menn finna Angelu Merkel helst til foráttu er að hún skyldi hafa valið fyrrverandi hæsta- réttardómara og prófessor að nafni Kirchhof til að fara með fjármálin í „skuggaráðuneyti“ sínu. Þessi merki fræðimaður sem hefur getið sér orð fyrir frumlegar hugmyndir um fjár- málapólitík reyndist ekki það „leyni- vopn“ sem kanslaraefnið hélt að hann yrði. Þar ræður mestu baga- legt reynsluleysi prófessorsins á stjórnmálasviðinu og skortur hans á næmleika fyrir því, hvað menn „mega“ segja og hvað menn ættu heldur að láta ósagt í hita kosninga- bráttunnar. Stoiber og „lýðurinn fyrir austan“ Það er ekkert launungarmál að ýmsir forystumenn kristilegra demókrata voru alls ekki sáttir við Angelu Merkel sem kanslaraefni. Þeir urðu þó að sætta sig við að hún tæki þetta hlutverk að sér. Einn þeirra manna sem áttu hvað erfiðast með að kyngja því að Angela Merkel tæki slaginn var Edmund Stoiber, formaður systurflokksins CSU og forsætisráðherra Bæjaralands. Stoiber átti að vissu leyti um sárt að binda. Hann var kanslaraefni kristi- legu flokkanna í síðustu kosningum og laut þá í lægra haldi fyrir Ger- hard Schröder. Þær kosningar voru nokkuð tvísýnar og mjótt á munum, ekki síður en nú. Ýmsir telja að það hafi einkum verið atkvæði austur- þýskra kjósenda sem réðu því að Schröder kanslari og stjórn hans héldu velli. Það kom því ekki alls kostar á óvart þegar Stoiber missti fram af sér beislið í kosningaræðu og sagði það ekki líðandi að „von- svikinn og þrúgaður lýðurinn fyrir austan“ réði því hver yrði næsti kanslari Þýskalands. Þessi ummæli vöktu að vonum takmarkaða hrifn- ingu í austurhéruðum landsins. Og þó að Stoiber færði það fram eftir á sér til málsbótar að hann hefði verið að tala um þá sem fylgdu gamla austur-þýska kommúnistaflokknum að málum þótti mörgum þessi orð hans miður vel til fundin, ekki síst í ljósi þess að kanslaraefni flokksins er sjálf Austur-Þjóðverji. Á hinn bóginn er ekkert launungarmál, að Vestur-Þjóðverjum svíður mjög undan þeim miklu fjármunum sem settir hafa verið í að endurreisa at- vinnulífið í Austur-Þýskalandi. Þess vegna má telja víst að Stoiber hafi með orðum sínum valdið mörgum löndum sínum vestan megin óbland- inni „þórðargleði“. „Nýja“ vinstri hreyfingin Á vordögum þegar kosningabar- áttan hófst sýndu kannanir að kristi- legir demókratar og samherjar þeirra í flokki frjálsra demókrata, FDP, nutu nægilegs fylgis til að geta myndað samsteypustjórn. Um tíma leit því út fyrir að þetta yrði fremur daufleg barátta þar sem úr- slitin væru fyrirfram gefin. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Fyrir utan breytingar á fylgi jafn- aðarmanna kom fram á sjónarsviðið nýr – og þó um leið gamall – vinstri flokkur sem átti eftir að gjörbreyta heildarmynstri flokkanna í þýskum stjórnmálum. Forystumenn þessarar „nýju“ vinstri hreyfingar eru þeir Gregor Gysi, einn af oddamönnum gamla austurþýska kommúnistaflokksins sem nú kennir sig við lýðræðislegan sósíalisma (PDS), og Oskar Lafont- aine, fyrrverandi formaður þýska jafnaðarmannflokksins. Þetta sér- stæða tvíeyki hleypti nýju lífi í kosn- ingabaráttuna. Það vakti ekki síst athygli að Osk- ar Lafontaine, sem á árum áður var einn af helstu forystumönnum jafn- aðarmanna og ráðherra í fyrstu rík- isstjórn Schröders, skyldi nú geys- ast fram á völlinn að nýju og að Gerhard Schröder kanslari og Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata, mættust ásamt fleiri frambjóðendum í pólitískum spjallþætti í upphafi liðinnar viku. Þjóðverjar kjósa í dag. Tvísýnar kosningar Þjóðverjar ganga að kjör- borðinu í dag eftir stutta en snarpa kosningabaráttu. Stjórnarflokkarnir hafa smám saman verið að saxa á forskot stjórnarandstöð- unnar og nú er svo komið að erfitt er að segja fyrir um úr- slit kosninganna. Arthúr Björgvin Bollason fjallar um kosningarnar og stjórnmála- umræðuna í Þýskalandi.  Oskar Lafontaine og Gregor Gysi, leiðtogar nýja vinstri flokksins í Þýskalandi, koma til kosningafundar í Saarbrücken. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.