Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ó venju mikið verið að gerast á þessu sumri, fleira en skarar Listahátíð, sérstæðasti gerningurinn án efa mál- verkasýning Einars Há- konarsonar í risastórri tjald- búð í Hljómskálagarðinum um miðjan ágúst. Þá þegar uppi sumarsýning á meintum lykilverkum Listasafns Íslands: „Úr- val verka frá 20 öld“ að Kjarvalsstöðum í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur (til 25. sept- ember). Í septemberbyrjun opnaði svo framkvæmdin „Íslensk myndlist 1945–1960“ í öllum aðalsölum safnsins, og kom þá Listasafn Reykjavíkur aftur við sögu með því að lána nokkur myndverk úr eigu sinni (til 30. október). Tjaldbúðarsýn- ingin átti öðru fremur að beina sjónum manna að ógagnsæi mynd- listar hér á landi og hve róður málverksins hef- ur verið erfiður inn í sali listasafnanna um ára- bil, þó með nokkrum undantekningum. Óforvarandis afhjúpaði hún um leið hina tilvilj- unarkenndu og vilgjörnu myndlistarumræðu hérlendra dagblaða og ljósvakamiðla, sömu- leiðis hve listpólitíkin er kaldhömruð, hending- arkennd og vanþroska þegar rótgróni geirinn á í hlut, þannig sinnti Morgunblaðið eitt þessum svipmikla og óvænta gjörningi. Alveg má þó bóka, að framkvæmdin hefði hvarvetna vakið drjúga athygli og umræðu, einnig hér á landi, hefði hann verið undir merkjum núlista og/eða ungu kynslóðarinnar. Fréttahaukar, sem rækta hlutverk sitt öllum betur og skilvirkar hvar ég þekki til á byggðu bóli, ef um er að ræða tilfallandi skúmaskot í kjöllurum, bakgörðum, einkaheimilum og kaffihúsum, sem af vangá fá virðulega nafnið gallerí eða listhús, létu sig fullkomlega vanta. Einkum sýnist þeim bitastætt ef viðkomandi hafa skilið eftir sig eitthvert kusk eða grunn- færða óvirkni á veggjum eða gólfi undir heitinu samtímalist, ekki síst ef virktin getur verið til- efni heimspekilegs spuna kringum þjóðfélags- rýni og hvunndaginn. Framkvæmdirnar ósjaldan styrktar af hinu og þessu fyrirtækinu ef ekki bönkum, eins og stundum getur lesa í smáa letrinu neðanmáls, iðulega á fjölrituðum einblöðungum ef slíkt er þá að finna. En þegar liðlega sextugur og lands-þekktur málari stendur að dirfsku-fullri risaframkvæmd sem hannneyðist til að kosta einn, hlaupa þeir í felur. Hér nefnilega ekki um hinn við- urkennda og skjalfesta rétttrúnað núsins að ræða sem ímyndað einvalalið safnast um eins og mý á mykjuskán, heldur eitthvað ískyggi- legt sem hinir réttsýnu gætu óhreinkað sig á hér við heimskautsbaug, og ber að forðast eins og smitsjúkdóm. Einvalalið, sem telst orðið hið íhaldsamasta og einsýnasta norðan Alpafjalla ef trúa má eigin augum á rölti milli listviðburða stórborganna eða uppflettingu helstu list- tímarita heimsins. Ber öll einkenni einangr- unar og nesjamennsku, raungerir votta Jehóva sjónarheimsins. Þetta ankannalega yfirlæti og áhugaleysi á öllu öðru en sjálfum sér sækir mögn sín og eldsneyti til nokkurs konar hópsálar- réttrúnaðar, sem undir heitinu samtímalist er troðið í ungt fólk í listaskólum nútímans, áður voru ungir bólusettir en á seinni tímum heila- þvegnir. Öllum fyrri grundvallaratriðum myndlistar er skipað á lægra þrep, um leið eiga stefnumörkin merkilega margt sameiginlegt með „ég“-kynslóð áttunda áratugarins. Skrifara er satt að segja afskaplega lítiðuppsigað við sértrúarsöfnuði, hvorki ítrúarbrögðum né listum, en segirstopp þegar hugtökin frelsi og gagnsæi eru fótum troðin og afmörkuðum við- horfum lyft á stall á kostnað annarra. Tákn- rænt hér um, að margt það sem hefur verið of- arlega á baugi í listheiminum vestan hafs og austan á nývakinni öld hefur ekki náð hingað nema í litlum mæli. Sér í lagi sú gæfulega þró- un að myndlistin hefur verið gerð aðgengilegri og gagnsærri en nokkru sinni fyrr og ekkert lát á byggingu listasafna og sýningarhalla. Þróunin hófst fljótlega eftir seinni heimsstyrj- öld og fékk byr undir báða vængi þá örtölvu- og hátæknibyltingin gekk í garð. Reyndust höfundar hennar sannspáir um vægi skapandi kennda, sem myndu stórlega aukast í framtíð- inni, upp rísa blómatímar lista. Mönnum má ekki yfirsjást, að hátæknin nærist á forvitni og skapandi kenndum sem fæða af sér landvinninga í ríki örtölvuheimsins síður mötun, eitt sér og einangrað gengur dæmið ekki upp. Samt hefur þróunin orðið sú að þrátt fyrir ótakmarkaða möguleika á milli handanna sem opna umheiminn upp á gátt, hefur undirstöðugreinum eins og lestri og stærðfræði víða stórlega hrakað í skólakerfinu, almennri þekkingu um leið. Þróunin í listaskól- um hefur sömuleiðis stefnt í svipaða átt með höfnun grunnatriða eins og rissi, málun auk annarra frumgreina, sem allir geirar mynd- listar sóttu áður safa og vaxtarmagn til. Þær léttvægar fundnar, helst burtkústaðar, ei held- ur ýtt undir áhuga nemenda að kynna sér um- heiminn með eigin og galopnum augum, for- vitnin þó alla tíð dugað mannkyninu mest og best í þekkingarleit sinni. Nauðsynlegt að hafa allt þetta á hreinu þeg- ar skilgreina skal tilhneigingu sýningarstjóra og listsögufræðinga til að handstýra sögunni. Heitir að laga að eigin geðþótta, og mjög áber- andi á áttunda áratugnum og gekk í endurnýj- aða lífdaga á þeim tíunda svo stundum líktist uppvakningu og draugagangi. Með tilkomu óformlegu listarinnar og poppsins í lok sjötta og upphafs sjöunda áratugarins losaði bless- unarlega um heljartök strangflatalistarinnar, en það reyndist skammgóður vermir, þarnæsta áratug sá naumast til sólar fyrir ofríki hug- myndafræðinnar og málverkinu fullkomlega úthýst. Á tímum strangflatalistarinnar voru flestir þeir sniðgengnir og útskúfaðir sem ekki þóttu með á nótunum, hvað þá ef þeir risu upp og mótmæltu opinberlega, slíkir helst ekki til, verk þeirra falin í geymslum og brugðið fæti fyrir þá. Þannig fékk Kjartan Guðjónsson rækilega að finna til tevatnsins þá hann fyrstur manna vakti máls á hérlendri einstefnu op- inberlega í lok sjötta áratugarins, var þó fjarri því að vanmeta gildi strangflatalistarinnar í sjálfri sér heldur hinum þröngu og óvægu sjón- arhornum. Sumir fyrrverandi félagar Kjartans heilsuðu honum ekki á götu um langt skeið jafnvel árabil og er hann enn að bíta úr nálinni að best verður séð. Og að sjálfsögðu endurtóku viðhorfin sig á hugmyndafræðilega tímabilinu en nú á allt öðrum forsendum. Fleiri hafa rekið sig harkalega á hvílíkan háska það inniber að reifa skoðanir sínar á opinberum vettvangi meðan slík óáran einsýnisviðhorfa gengur yfir, þar á meðal Einar Hákonarson, sem þó eftir miðbik sjöunda áratugarins afrekaði að koma fígúrunni aftur inn í íslenskar núlistir, mörgum til sárrar gremju. Endurtekið má hér minna á að strangt tekið dó fígúran aldrei, henni ein- ungis rutt út af vettvanginum vegna augna- bliks framsláttar meistara Picassos, þá úr hon- um hrökk í heyranda hljóði: „fígúran er dauð.“ Hitt að leggja bókstaflegan skilning á þennan framslátt hins djúphugula og meinfyndna prakkara sem lagabókstafur væri, má telja í meira lagi grunnhyggið. Sjálfur var hann of stór til að ánetjast eigin vísdómi nema skamma hríð ef þá nokkurn tíma, og skilur þar á milli meistara og ósjálfstæðari sporgöngumanna sem fylgja fjarstýrðri listspeki í blindni, og fyr- ir vikið verður fallgjarnt. Að blindur leiðir blindan er alþekkt úr mannkyns- og myndlista- sögunni samanber hið fræga málverk Pieters Brueghel: Dæmisaga af blindum, frá 1568, sem ber í sér ýmsar táknrænar vísanir til mannlegs atferlis. Hinn óviðjafnanlegi málari var einneg- inn nafntogaður fyrir meinfyndna málshætti, einkum þá tólf sem hann myndlýsti og alla tíð hafa lifað á vörum landa hans. Ílistum skal engu slegið föstu og er und-angengin öld til vitnis um hve nýstílarganga hratt yfir og hve miklum skaðaráðandi einsýni getur valdið, og hvergi meiri en í fámennum og einöngruðum sam- félögum. Til að mynda í meira lagi misvísandi þegar einhverjir telja sig geta bókað og skjal- fest hver séu lykilverk í íslenskri myndlist, því slíkt mat getur aldrei orðið annað en ein- staklingsbundið og ber skilyrðalaust að eyrna- merkja sem sérálit viðkomandi. Annars blekkj- andi og býður auðveldlega sögufölsun heim, minnir mjög á norræna róttæklinga 68 kyn- slóðarinnar sem settu saman bókmenntasögur þar sem gengið var framhjá mörgum við- urkenndum rithöfundum og skáldum, kannski frægast þegar Tove Ditlevsen var allt í einu ekki til í dönskum bókmenntum og var þá mörgum brugðið, einnig á róttæka vængnum. Að sjálfsögðu stóðust ekki þessi viðhorf tímans tönn voru „borte med blæsten“ að fáum árum liðnum. og svo komið helst vísað til þeirra sem víti til varnaðar. En hér uppi á Íslandi verðum við á því herrans ári 2005 að þola tvær sýn- ingar frá æðstu listastofnun þjóðarinnar þar sem þessum gömlu viðhorfum er lyft á stall, einkum hvað sýninguna að Kjarvalsstöðum snertir. Listrýnir blaðsins Þóra Þórisdóttir fann blessunarlega hjá sér hvöt til að afgreiða sýninguna með heilsíðugrein undir fyrirsögn- inni: „Mótun listasögunnar, einsýni, geðþótti og valdbeiting“ og er skeleggasta og gagn- orðasta skrif sem lengi hefur sést frá hendi fulltrúa yngri kynslóðarinnar hér í borg. Bjarmar af því að sú þróun sem menn hafa orð- ið varir við í Evrópu á undanförnum árum hafi loks náð hingað bæði í röðum ungra myndlist- armanna sem listsögufræðinga og boði nýja og skilvirkari tíma. Tek undir flest sem Þóra seg- ir, einkum hvað varðar SÚM hópinn, þar á ferð hrein og bein markaðssetning sem hefur minnst með hugtakið lykilverk eða úrval að gera, en verið viðvarandi kækur listasafnsins á hinum árlegu sumarsýningum og að sjálfsögðu á kostnað allra framsækinna samtíðarmanna þeirra. Brugðið fæti fyrir þá, settir hjá, faldir, einfaldlega gefið í skyn að þeir hafi ekki verið til… Á sýningunni hafa samt þau stórmerki gerst að rykið hefur verið dustað af myndverkum Kjartans Guðjónssonar, Kristins Péturssonar og bræðranna Benedikts og Veturliða Gunn- arssona og kemur náttúrulega ljós að framlag þeirra eykur á gagnsæi tímabilsins. Allir voru mjög virkir á sjötta áratugnum og lengi eftir það, samt næsta lítið sést til verka þeirra í söl- um safnsins um áratuga skeið. En á móti kem- ur að líkast er sem þeir ágætu málarar Þor- valdur Skúlason og Svavar Guðnason hafi á þessu tímabili verið öllum öðrum virkari miðað við fjölda verka þeirra, þeir jafnframt hand- hafar einkaleyfis á óhlutbundnum og fram- sæknum viðhorfum á landi hér, helst í þá veru að aðrir sem aðhylltust önnur stílbrögð væru að taka eitthvað frá þeim. Málið þó að margt annað og frábrugðið var á döfinni vestan hafs og austan sem framsæknir sóttu til, en íslensk list leið í það heila fyrir að vera boltuð niður í listheimspeki þeirra í Frans, dagskipunum um hið eina og sanna alþjóðamál listarinnar. Birtingarmyndin skyldi einfaldlega und- anrenna og bergmál Parísarskólans. Segir okkur að eitthvað hefur skort á hlutlæga yf- irsýn, og sami meinbugurinn virðist uppi á ten- ingnum varðandi hin íhaldsömu og handstýrðu vinnubrögð Listasafns Íslands. Engin vanhyggja né oflæti að biðja um hlut- lægari vinnubrögð en fram koma í báðum til- vikum, helst um alla framtíð. Umfram allt ít- arlegri úttekt, sér í lagi á öllu því sem var að gerast á undan og samtíða SÚM á sjöunda ára- tugnum og fram eftir þeim áttunda. Minni á að ekki lifðu nema átta mánuðir af þeim sjöunda er SÚM kom fyrst fram sem sýningahópur. Jafnframt að samantektir á lykilverkum í Ís- lenskri list verði framvegis rækilegar eyrna- merktar viðkomandi sýningarstjórum. Loks engu slegið föstu þegar um jafn ábyrgð- armiklar og tímamótandi framkvæmdir er að ræða. „Úrval og lykilverk“ Pieter Brueghel eldri (1525–1569): Dæmisaga af blindum, 1568, olía á léreft, 86x154 cm. Þjóðlistasafnið í Napólí. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.