Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
kl. 2, 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 1.45 B.i 10 ára
Sýnd kl. 2 og 3.50 ísl tal
Sýnd kl. 4 ísl tal (kr 400)Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára
Sími 564 0000í i
Miðasala opnar kl. 13.15i l r l. 5.
Sýnd kl. 8 og 10.20
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 4(kr 400), 6 og 8 b.i. 14 ára
O.H.H. / DV. . . /
H.J. / Mbl.. . / l.
TOPPFIMM.IS
DV
KVIKMYNDIR.IS
kvikmyndir.comkvik yndir.co
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Night Watch is F***ING COOL!
Quentin Tarantino
Night Watch is F***ING COOL!
Quentin Tarantino
Til að hafa stjórn á hrottum og
illmennum
er sett á laggirnar sérstök sveit
sem kallar sig Night Watch!
il að hafa stjórn á hrottu og
il ennu
er sett á laggirnar sérstök sveit
se kal ar sig ight atch!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Fyrsti hluti í epískum fantasíu
þríleik
Aldrei annað eins hefur sést í bíó
hérlendis áður!
Mynd sem slegið hefur í gegn!
Missið ekki af þessari
Harðasta löggan í bænum er þann mund að
fá stórskrýtinn félaga!
ÞEGAR EKKI ER
MEIRA PLÁSS Í
HELVÍTI MUNU
HINIR DAUÐU
RÁFA UM
JÖRÐINA
Harðasta
löggan í
bænum
er þann
mund að
fá stórs
krýtinn f
élaga!
FRÁBÆR GRÍN OG
SPENNUMYND
FRÁBÆR GRÍN OG
SPENNUMYND
Harðasta löggan í bænum er
þann mund að fá
stórskrýtinn félaga!
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Clarence „Gatemouth“Brown, sögufrægur gítar-leikari og söngvari, lést í
fæðingarbæ sínum, Orange í Tex-
as, á laugardaginn fyrir viku.
Gatemouth, sem var orðinn 81
árs, þurfti að yfirgefa heimili sitt
í Louisiana vegna fellibyljarins
Katrínar og þoldi ekki flutn-
ingana, enda hafði hann þjáðst af
hjartabilun og lungnakrabba-
meini. Heimili hans í Slidell eyði-
lagðist í hamförunum.
Björgvin Gíslason gítarleikari
spilaði með Gatemouth árið 1981,
þegar hann var búsettur í Banda-
ríkjunum. „Þetta var nú bara
þannig að ég lenti í bandinu hjá
honum. Ég hafði hitað upp fyrir
hann áður og eitt kvöldið mætti
píanóleikarinn hans ekki, þannig
að ég hljóp í skarðið. Skömmu
seinna hringdi hann í mig og
fékk mig til að koma með í fimm
vikna túr,“ segir hann.
Gatemouth var mikill hæfi-leikamaður, góður gítar-
leikari og með sérstakan stíl,
segir Björgvin. „Enda segir í
ævisögu Jimis Hendrix að hann
hafi hlustað á Gatemouth og Elv-
is Presley hlustaði á hann áður
en hann byrjaði. Það er sagt að
hann hafi verið 81 árs, en mig
grunar reyndar að hann hafi ver-
ið eldri,“ segir Björgvin. Gate-
mouth notaði ekki gítarnögl, en
festi hins vegar alltaf klemmu á
gítarinn til að hækka grunntón-
inn.
Björgvin og Gatemouth voru
ekkert sérstaklega góðir vinir til
að byrja með. „Einu sinni otaði
hann nú byssu að mér. Þetta var
einhvers staðar í norðurríkjunum
og það var verið að gera sjón-
varpsþátt. Upptökuliðið kom inn
í búningsherbergið í pásunni eða
eftir tónleikana og tók viðtal við
hann. Einhvern veginn barst talið
að aldri sveitarmanna og hann
fór að spyrja alla um aldur. Ég
svaraði einhvern veginn út í hött;
að ég væri sjötugur eða eitthvað
í þá áttina og það fór eitthvað í
taugarnar á honum. Karlinn dró
upp 38 kalibera byssu úr skjala-
töskunni sinni og beindi að mér.
Ég er nú ekkert mjög mikið fyrir
skotvopn, þannig að ég lýsti því
yfir að ég væri hættur í hljóm-
sveitinni, þótt á endanum héldi
ég samt áfram,“ segir Björgvin.
Þrátt fyrir þessi stormasömu
samskipti urðu Björgvin og
Gatemouth á endanum mjög
góðir vinir. „Hann var veikur og
ég aðstoðaði hann við að komast
upp á svið,“ segir hann. Þannig
tókust með þeim góð kynni.
Gatemouth var skap-ofsamaður, segir Björgvin.
„Hann átti til að garga á svert-
ingjana út um gluggann „fáið
ykkur vinnu“ og kalla þá öllum
illum nöfnum. Hann var líka vís
með að elta heilu dagana bíl sem
hafði svínað á hann,“ segir
hann.
„Þetta var góður tími,“ segir
Björgvin. „Karlinn gerði eitt
mjög snjallt; hann lét hljóðfæra-
leikarana heyra það eftir hverja
tónleika, hvað þeir hefðu gert
vitlaust. Hann hakkaði menn í
sig. Ég man eftir því að maður
varð hálfframlágur fyrsta kvöld-
ið, á meðan maður beið eftir að
það kæmi að manni. En fyrir
bragðið varð bandið alltaf betra
og betra. Hann vissi nákvæm-
lega hvað hann var að segja,
enda var hann frægur fyrir að
vera einn yngsti stórsveitar-
stjórnandi sögunnar, 18 ára
gamall,“ segir hann.
Eftir fimm vikna stanslausatónleikaferð, með eins
kvölds hléi, fór Björgvin til
Íslands og Gatemouth að spila í
Evrópu. Gatemouth hafði boðið
honum að vera áfram í hljóm-
sveitinni, en Björgvin sá sér það
ekki fært. „Hann var nú búinn
að vera „on the road“ frá því
1947, en þessar fimm vikur voru
alveg ljómandi góðar fyrir mig.“
Skapofsa- og hæfileikamaður
’Einu sinni otaði hannnú byssu að mér. Þetta
var einhvers staðar í
norðurríkjunum og það
var verið að gera sjón-
varpsþátt.‘
AF LISTUM
Ívar Páll Jónsson
Gatemouth dró eitt sinn upp byssu og beindi að Björgvini.
ivarpall@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Björgvin Gíslason var í hljómsveit Gatemouths í fimm vikur.