Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 2
Geðhlaup þreytt í Nauthólsvík Í TILEFNI af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem haldinn verður hátíð- legur á morgun, var efnt til svonefnds geðhlaups í Nauthólsvík í gær- morgun. Fjöldi fólks lagði leið sína í víkina til að leggja málefninu lið í verki en einnig var efnt til sjósunds ásamt því að gengið var afturábak niður Laugaveg undir yfirskriftinni „Það er engin heilsa án geðheilsu.“ Kristján Helgason hláturleiðbeinandi sá um upphitun og kom öllum í gott skap. Hlauparar létu kalda loftið ekki aftra sér, enda veðrið að öðru leyti stillt og gott. Morgunblaðið/Ómar 2 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HARÐUR JARÐSKJÁLFTI Geysiharður jarðskjálfti, a.m.k. 7,6 stig á Richter, varð í Kasmír- héraði, sem skiptist milli Pakistans og Indlands, í gærmorgun og var óttast að yfir 1000 manns hefðu far- ist. Sums staðar munu heil þorp og bæir hafa jafnast við jörðu. Tíu hæða íbúðarhús í Islamabad í Pak- istan hrundi og var talið að tugir manna hefðu grafist undir brakinu. Óttast var að tala látinna myndi hækka þegar nánari fregnir bær- ust. Gróf kynferðisbrot Thelma Ásdísardóttir og systur hennar fjórar voru um árabil beitt- ar andlegu, kynferðislegu og ýmiss konar líkamlegu ofbeldi af hálfu föður síns. Eftir löng málaferli var hann sýknaður í Hæstarétti og gagnrýnir Thelma réttinn harðlega. Raunar segir hún að öryggisnet samfélagsins hafi brugðist að öllu leyti. Hrakið út í eyðimörk Samtökin Læknar án landamæra saka Marokkómenn um að hafa hrakið um 500 ólöglega innflytj- endur, sem vísað var frá spænsku borgunum Melilla og Ceuta á Afr- íkuströnd, út í eyðimörk í sunn- anverðu landinu. Sé fólkið án matar og vatns. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gær áhyggjum af örlögum fólksins. Áætlun til Alicante Iceland Express mun næsta sum- ar hefja áætlunarflug til Alicante. Fyrsta flugið verður 17. maí og verður flogið tvisvar í viku. Sömu verðflokkar gilda og á aðra áfanga- staði félagsins, þ.e. ódýrustu sætin verða seld á 7.995 krónur, aðra leið. Byr í Borgarbyggð Mikil uppbygging er í Borgar- byggð um þessar mundir. Áhugi á lóðum er töluverður og hafa bæj- aryfirvöld vart undan að úthluta þeim til áhugasamra íbúa. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GERT er ráð fyrir að 300 fermetra viðbygging við flugstöðina á Egilsstöðum verði tekin til athug- unar við næstu endurskoðun samgönguáætlunar 2006, að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmda- stjóra flugvalla- og leiðsögusviðs Flugmálastjórn- ar. Með auknum farþegaflutningum hafa orðið vax- andi þrengsli í flugstöðinni á Egilsstöðum, einkum vegna stórframkvæmda á Austurlandi. 2004 lét Flugmálastjórn því hanna og gera kostnaðaráætl- un um stækkun flugstöðvarinnar og er bygging- arkostnaður viðbyggingarinnar áætlaður 100 milljónir króna. Haukur segir að farþegafjöldi um Egilsstaða- flugvöll hafi verið rúmlega 108.000 árið 2004. Gert sé ráð fyrir að farþegafjöldinn verði um 120 þús- und í ár og nái hámarki 2006 til 2007 en verði um 90 þúsund á ári að loknum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði. Flug- málastjórn, samgönguráð, samgönguráðuneyti og Alþingi hafa með samgönguáætlun að gera. Haukur segir að í forgangi séu öryggismál, flug- vernd og aðbúnaður farþega. Egilsstaðaflugvöllur uppfylli skilyrði um flugvernd en ýmislegt megi endurbæta varðandi aðbúnað og aukið starfslið, og fari rekstur og framkvæmdir eftir fjárveiting- um hverju sinni. Haukur Hauksson segir að reglugerð um flug- vernd, sem byggist á kröfum Evrópusambands- ins, hafi í för með sér auknar kröfur um aðbúnað og starfslið á millilandaflugvöllum. Til dæmis skuli frá og með næstu áramótum öryggisskoða bæði farþega og starfsmenn sem fara um svonefnt haftasvæði á flughlaði og það kalli á aukinn tækja- búnað og fleiri til að sinna því starfi. Þessu fylgi mikill kostnaður í aðbúnaði og starfsmannahaldi, sérstaklega að því er varði Reykjavíkurflugvöll. Miðað við núgildandi ákvæði flugverndarreglu- gerðarinnar sé hins vegar öllum kröfum fullnægt á Egilsstaðaflugvelli. Fullyrðing um að flugstöðv- arbyggingin sé að einhverju leyti inni á skil- greindu öryggissvæði sé ekki rétt. Staðsetning hennar sé ekki á öryggissvæði miðað við kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Úrbætur fyrirhugaðar Bent hefur verið á að ýmsar úrbætur séu aðkall- andi við Egilsstaðaflugvöll. Má þar nefna þætti varðandi eldsneytisþjónustu, bílastæði og lýsingu. Haukur tekur undir þessa gagnrýni en segir að miklu fjármagni hafi verið veitt í Egilsstaðaflug- völl á undanförnum árum og frekari úrbætur séu fyrirhugaðar. Gerð núverandi flugbrautar hafi lokið 1993 og hún hafi verið höfð um 2.000 m löng vegna hlut- verks vallarins sem varaflugvallar fyrir milli- landaflug. Í núgildandi samgönguáætlun sé hins vegar gert ráð fyrir athugun á lengingu flugbraut- arinnar og hafi sú athugun hafist á þessu ári. Til að bregðast við kröfum um endaöryggis- svæði sé í samgönguáætlun gert ráð fyrir að byggja 90 metra svæði við hvorn enda flugbraut- arinnar 2007 og 2008. Byggingu flugstöðvarálmu ásamt endurgerð eldri flugstöðvar hafi lokið 1997, þannig að hún hafi verið sem ný. Það sé því nokk- uð djúpt í árinni tekið að kalla Egilsstaðaflugvöll barn síns tíma. Í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir úrbótum í bílastæðismálum 2007 og 2008. Þá hafi Flugmála- stjórn óskað eftir því að olíutankar á flugvellinum verði fluttir. Í ár verði keypt ný slökkvibifreið og uppsetning aðflugsljósa hefjist árið 2006 sam- kvæmt samgönguáætlun. Stækkun flugstöðvarinnar á Egilsstöðum til athugunar Morgunblaðið/RAX Til stendur að stækka byggingar á Egilsstaða- flugvelli á næstu árum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LÖGREGLAN í Borgarnesi tók á föstudag fyrir sölu- mennsku tíu írskra farandsala sem farið höfðu víða um land og boðið rafstöðvar og raf- magnsverkfæri til sölu. Fólk á Vesturlandi hafði hringt ítrek- að í lögreglu og kvartað und- an sölumönnunum, sem þóttu ágengir og reiddust þegar fólk vildi ekki kaupa neitt. Þeir höfðu farið um landið á bílaleigubílum, allt frá fólks- bílum til sendibíla, sem sumir hverjir voru hlaðnir verslun- arvöru að sögn lögreglu. Allur varningur var nýr. Í ljós kom að þeir höfðu ekki verslunarleyfi og voru þeir því beðnir að hætta sölu- mennskunni. Að sögn lög- reglu framvísuðu þeir toll- skýrslum vegna innflutn- ingsins. Áður hafði lögreglan á Ísa- firði og Hólmavík haft afskipti af mönnunum. Lögreglan í Reykjavík og á Sauðárkróki hefur rætt við mennina sem og lögreglan í Kópavogi. Farandsalar stöðvaðir ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins var sent að verslunarmiðstöð- inni Smáralind í fyrrinótt eftir að boð bár- ust um eld í húsinu. Eldurinn hafði kviknaði í ruslastampi inni á veit- ingastaðnum Pizza Hut og hafði örygg- isvörður slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu barst boð um eldinn um klukkan tvö og var allt tiltækt lið, þ.e. allir slökkviliðsmenn á vakt, sent á staðinn. „Þegar tilkynnt er um eld á svona stað er því tekið af fullri al- vöru,“ sagði Eyþór Leifsson hjá slökkvilið- inu í samtali við Morgunblaðið í gær. Rækilega var ræst út þegar eldurinn hafði verið slökktur og var reykjarlyktin horfin af göngum um morguninn. Líklegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá vindlingaglóð. Allt tiltækt slökkvilið sent að Smáralind ÚTFLUTNINGUR til Úkraínu á ákveðnum vörutegundum verður tollfrjáls eftir að landið fær aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sem gert er ráð fyrir að verði á næsta ári. Meðal annars er um að ræða hvers kyns óunna síld og kolmunna. Tollur á loðnu, loðnuhrognum og laxi verð- ur afnuminn eftir tvö ár, en hann hefur verið 5–10%. Þetta kemur fram á vefriti við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, Stiklum. Ennfremur kemur þar fram að fyrsta samningalota um fríverslun milli EFTA-ríkjanna og Taílands er að hefjast og mun Ísland leiða viðræðurnar. Útflutningur á síld til Úkr- aínu tollfrjáls Í dag Fréttaskýring 8 Hugvekja 45 Ummælin 15 Myndasögur 52 Hugsað upphátt 25 Dagbók 52/55 Menning 32, 57/65 Víkverji 52 Sjónspegill 28 Staður og stund 53 Forystugrein 34 Leikhús 58 Reykjavíkurbréf 34 Bíó 62/65 Umræðan 36/38 Sjónvarp 66 Bréf 39 Staksteinar 67 Minningar 45/50 Veður 67 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.