Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 15

Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 15 FRÉTTIR ’Þetta snýst þó ekki um þaðhverjir þeir eru. Þetta snýst um það hverjir við erum.‘John McCain , öldungadeildarþingmaður frá Arizona, var fyrsti f lutningsmaður ti l lögu um að banna bandarískum her- mönnum að pynta og niðurlægja fanga, sem samþykkt var með 90 atkvæðum gegn níu. Sagt er að George W. Bush Bandaríkjaforseti kunni að beita neit- unarvaldi gegn samþykktinni . ’Það er misskilningur að þaðsé allt í klessu í efnahags- málum.‘Geir H. Haarde , f jármálaráðherra, í utandagskrárumræðu á Alþingi um efna- hagsmál. ’Þetta er jafnfáránlegt og aðkalla Queen Drolluna.‘Andri Freyr Viðarsson , útvarpsmaður, um nafnið Bítlana sem þýðingu á The Beatles. ’Þetta er svo sannarlega sögu-legur dagur fyrir Evrópusam- bandið og alla heimsbyggð- ina.‘Jack Straw , utanríkisráðherra Bret- lands, um viðræður Evrópusambandsins við Tyrki varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í sambandið. ’Þeir taka okkur aldrei inn.Þeir munu nota okkur og auð- mýkja okkur, þeir munu leika sér að okkur og eftir 15 eða 20 ár munu þeir hafna okkur.‘Úr fréttaskýringu í tyrkneska blaðinu Posta um viðræðurnar við Evrópusam- bandið. ’Hvernig á gömul amma, einsog ein amman í myndinni, að sætta sig við að sofa undir sama þaki og barnabarn sem hefur kannski myrt tugi manna, og kannski hennar eig- in nánustu aðstandendur líka? Hver vill áfellast hana og segja að hún sé vond? En svona eru stríð. Þau eyðileggja sálirnar, eyðileggja fólk, eyðileggja samfélagið.‘Ali Samadi Ahadi kvikmyndagerðar- maður og leikstjóri myndarinnar Týndu börnin. ’Væri barátta fyrir bættu lífibarnanna í Norður-Úganda ekki verðugt verkefni þjóðar sem stefnir á Öryggisráðið?‘Elva Björk Sverrisdóttir , blaðamaður, í Viðhorfi í Morgunblaðinu. ’Viltu ekki frekar tala við migum stjórnmál, ræðu mína til dæmis?‘Hlynur Hallsson , þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs, svarar spurningu um það hvers vegna hann hafi farið gegn venjum Alþingis og mætt bindislaus í ræðustól . Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Ásdís Ferðamenn á Austurvelli reyna að taka myndir án þess að láta haust- rigninguna á sig fá. Vélin virðist þó standa eitthvað á sér og vindurinn vera regnhlífunum ofviða. Regnvotir ferðamenn HANN var ábyrgðarfullur og starfi sínu vaxinn kötturinn sem leiddi ungu konuna með barnavagninn yfir umferðargötu í í höfuðborginni á dögunum og lét sig engu skipta þótt regnskúrir gengju yfir. Nú sjást þess skýr merki að haust og vetur eru að mætast og styttist í að frost og fannbreiður leggist yfir borg og bæ. Norðlæg átt með frem- ur köldu veðri verður fram í miðja viku, búast má við él eða snjókomu víða um land en útlit fyrir þurrt og frostlaust veður sunnanlands. Tals- vert bætir í vind og því tilvalið að taka fram vetrarklæðnað. Köttur fylgir konu Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.