Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 53 DAGBÓK Hve lengi trónar króna ÉG MAN þá tíma þegar verðbólgan byrjaði að herja á okkur Íslendinga, þá gerði ríkisstjórnin spá um verð- bólgu næsta árs, eins og hún gerir enn. Ég var bara unglingur og hafði ekkert vit á flóknum efnahagsmálum þessarar þjóðar. En ég gat aldrei skilið hvernig það gat gengið upp, að þeir spáðu ákveðinni verðbólgu og sömdu svo fjárlög sem hækkuðu jafn- mikið, reyndar oftast meira en þeirra eigin verðbólguspá, vitandi það að ár eftir ár, við uppgjör ríkisreiknings árið eftir, kom ætíð í ljós að bæði tekjur og kostnaður ríkisins höfðu hækkað meira en fjármálaráðuneytið hafði gert ráð fyrir í gerð fjárlaga- frumvarps. Í mínum augum sem ung- lings á þessum árum var það ljóst að ríkisstjórnin var helsti verðbólgu- valdurinn í landinu. Þau 30 ár sem ég hef fylgst með þessu hefur sú skoðun mín ekki breyst . Því hefur sú spurn- ing vaknað í huga mínum, hvort stjórn íslenskra efnahagsmála sé í eðli sínu ofviða sérhverri ríkisstjórn á Íslandi. Það eru nokkur grundvall- aratriði í íslensku efnahagslífi sem skjóta stoðum undir þá skoðun. Meira um það seinna. Sigurjón Jónsson, Skólastíg 25, Stykkishólmi. Vísur í bændaferð Í SÉRBLAÐI Morgunblaðsins hinn 5. október sl., sem að vísu er helgað vinnuvélum, er frásögn af fyrstu bændaferð sem farin var á bílum á síðastliðinni öld. Það voru Sunnlend- ingar sem árið 1938 héldu 140 saman norður í land. Þar eru tilgreindar tvær vísur, sem ortar voru þegar Húnvetningar tóku á móti ferðalöngunum. Sá sem þetta ritar telur sig geta bætt einni við. Langt á kvöldið liðið er lóan hætt að kvaka. Nóttin faðmar nyrstu sker, nú fer Guð að halla sér, en Húnvetningar halda áfram að vaka. Vísuna lærði undirritaður af vörum Þórodds Jónassonar frá Grænavatni í Mývatnssveit, sem var héraðslæknir í Suður-Þingeyjarsýslu og seinna á Akureyri á síðari helm- ingi nýliðinnar aldar. Guðmundur Gunnarsson lífeyrisþegi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hecht-bikarinn. Norður ♠D108 ♥ÁD5 N/AV ♦K8642 ♣52 Vestur Austur ♠G76 ♠Á2 ♥73 ♥K982 ♦Á109 ♦D73 ♣KG974 ♣Á863 Suður ♠K9543 ♥G1064 ♦G5 ♣D10 Vestur Norður Austur Suður – 1 grand * Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass Pass Pass * 10–12 punkta grand. Fljótt á litið virðist sagnhafi vera í góðum málum í tveimur spöðum – með því að hitta í trompið er ekki að sjá að vörnin fái nema fimm slagi. Útspilið er smátt lauf. Lítum aðeins á sagnir: Norður vekur á „mini-grandi“ og suður spyr um háliti með tveimur laufum. Norður neitar há- lit með tveimur tíglum og suður sýnir fimm spaða og fjögur hjörtu með tveimur spöðum. Spilið er frá Hecht-mótinu í Kaup- mannahöfn og danski meistarinn Steen Möller var með spil austurs. Möller tók fyrsta slaginn á laufás og skipti yfir í … … hjarta! Danska landsliðskonan Nadia Bekkouche var í sæti sagnhafa og hún tók slaginn á hjartadrottningu blinds. Spilaði svo spaðatíu og lét hana rúlla yfir á gosa vesturs. Knud-Aage Bo- esgaard í vestur spilaði hjarta til baka, sem Nadia svínaði „auðvitað“, en nú drap Möller með kóng og gaf makker stungu í hjarta. Tveir niður og toppur í AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is dóttir kemur og segir frá stefnu Fram- sóknarflokksins í málefnum eldri borgara. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. vinnustofur opnar með og án leiðsagnar, dans, létt ganga um ná- grennið, spilasalur opinn, sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Veit- ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Sími 575 7720. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skráning stendur yfir á framsagnarnámskeið. Gönguferð „út í bláinn“ alla laug- ardaga kl. 10. Bókmenntaklúbbur hefst kl. 20. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga á morgun frá Grafarvogskirkju kl. 10. Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldr- aðra í Reykjavík æfir á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 13–16, nýir kórfélagar velkomnir. Nánari upplýs- ingar í síma 535 2740. Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venju- lega. Aðstaða til frjálsrar hópamynd- unar. Postulínsnámskeið hefst 7. okt. kl. 9. Framsögn mánudaga kl. 13.30. Skráning í Biblíuhóp stendur yfir. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Haustfagnaður FEBK og FEBA verður haldinn á Breiðinni Akranesi laugardaginn 29. okt. Upplýsingar og skráningarlistar í félagsmiðstöðv- unum. Skrá þarf þátttöku fyrir 15. okt. Miðar seldir á skrifstofu FEBK kl. 10– 11.30 mánud. 13. okt. og miðvikud. 15 okt. og í Gjábakka miðvikud. 15. okt. kl. 15–16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Þórhildur Líndal lögfræðingur verður til viðtals 12. október frá kl. 10–12, panta þarf tíma, sími 588 2111. Fræðslufundur verður föstudaginn 14. okt. kl. 15 í Stangarhyl 4. Siv Friðleifs- Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í ÆFAK (Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju) kl. 20. Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs- félagsins alla sunnudaga kl. 17–18.30. Unglingar á aldrinum 13–15 ára eru boðnir velkomnir. Garðasókn | „Konur eru konum best- ar“. Námskeið þetta er haldið í sam- ráði við Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar, sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu sem er haldið í safnaðarheimili Garðasókn- ar, Kirkjuhvoli 17. og 24. okt. kl. 20–23. Námskeiðsgjald er 1.000 kr. Skráning í síma 565 6380 fyrir 14. okt. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk er með fundi á sunnudög- um kl. 20–21.30. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fyrsti fundur vetrarins verður í safn- aðarheimilinu mánudaginn 10. októ- ber kl. 20. Skemmtiatriði og kaffiveit- ingar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Brúðkaup | Gefin voru saman 27. ágúst sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Hafdís Mjöll Guðmundsdóttir og Róbert Ericsson. Heimili þeirra er í Engihjalla 19, Kópa- vogi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Mynd, ljósmyndastofa, Hafnarfirði ● Rótgróið íbúðahótel á góðum stað í miðbænum. 8 vel búnar íbúðir. ● Heildverslun með frosnar matvörur. ● Rótgróðið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðadúns. Góð afkoma. Hentar til flutnings út á land. ● Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 520 mkr. ● Heildverslun - sérverslun með tæknivörur. Ársvelta 120 mkr. Góður hagnaður. ● Stórt tréiðnaðarfyrirtæki. ● Þekkt raftækjaverslun á góðum stað. Eigin innflutningur. Ársvelta 200 mkr. ● Sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 260 mkr. ● Rótgróið framleiðslufyrirtæki. 5 starfsmenn. Ársvelta 100 mkr. ● Stór heildverslun með byggingavörur. ● Lítil heildverslun með vefnaðarvörur. ● Stórt bakarí með mikla veltu í heildsölu. ● Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr. ● Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameingingar. ● Vel þekkt iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma. ● Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr. ● Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd. ● Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður hagnaður. ● Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð verkefnastaða. ● Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr. ● Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir. ● Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr. Námskeið í hugleiðslu með zen meistaranum Jakusho Kwong-roshi í Gerðubergi 10. okt. kl. 18.00 Skráning í síma 697 4545 og á www.zen.is Brúðkaup | Gefin voru saman 10. september sl. í Háteigskirkju af sr. Guðmundi Karli þau Rakel Há- konardóttir og Víkingur Þórir Vík- ingsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Mynd, ljósmyndastofa, Hafnarfirði GALLERÍ Lind heitir sölugallerí sem tekið hef- ur til starfa við Bæjarlind 2 í Kópavogi. Ýmsir listmunir verða til sölu, eftir yfir tuttugu lista- menn. „Við erum með bæði málverk, glermuni og leirmuni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, sem rekur Gallerí Lind. Hún segir vali á listamönn- um háttað þannig að hún og eiginmaður henn- ar, sem rekur galleríið með henni, velji það inn sem þau telji smekklegt. „Við fórum á sýningar og heimsóttum gallerí og reyndum að hafa op- inn huga um að velja inn í galleríið þá listamenn sem höfða til viðskiptavina okkar,“ segir hún. Þegar galleríið var opnað þann 1. september voru 15 listamenn á mála hjá því, en þeim hefur fjölgað ört síðan. „Gallerí Lind er vettvangur lista- manna til að koma verkum sínum á framfæri og við erum alltaf að bæta við nýju listafólki,“ segir Sigríður. Til stendur að vera með svokallaðan listamann mánaðarins í galleríinu, sem verður kynntur sérstaklega, og hefst sú röð í nóvember. Hægt er að skoða öll verk sem eru til sölu í galleríinu á vefsíðu þess. Gallerí Lind opnað Dulúð eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur. www.gallerilind.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.