Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 43 FRÉTTIR Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Lómasalir - Kópavogi Nýkomin í einkasölu glæsileg þriggja herbergja 106 fm íbúð á efstu hæð í góðu lyftuhúsi. Sérinngangur af svölum. Vand- aðar innréttingar og gólfefni. Stæði í bílageymslu. Glæsilegt útsýni. Verð 23,9 millj . 95517 Túngata Stórglæsilegt einbýlishús á þessum eft- irsótta stað. Í húsinu hafa verið innréttuð sex afar vönduð hótelherbergi með bað- herbergjum og eldhúsaðstöðu og tvær nýlega innréttaðar stúdíóíbúðir í kjallara. Bílskúr innréttaður sem eldhús og þvottaaðstaða. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Heiðargerði 152 fm fallegt og vel staðsett einbýlis- hús á tveimur hæðum auk 42,0 fm sér- stæðs bílskúrs með mikilli lofthæð. Eign- in skiptist m.a. í sjónvarpshol, rúmgott eldhús með eyju, borðstofu, setustofu með miklum frönskum gluggum, þrjú herbergi og flísalagt baðherbergi, auk gestaw.c. Ræktuð lóð með hellulagðri verönd með skjólveggjum. Hiti í innkeyrslu og hluta af stéttum. Góð staðsetning efst í götu í lokuðum botnlanga. Verð 49,0 millj. Melhæð - Garðabæ Einbýlishús á tveimur hæðum í Hæða- hverfi í Garðabæ. Húsið er um 230 fm auk 62 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með allt að 6 metra loft- hæð, eldhús með sérsmíðuðum innrétt- ingum, eldunareyju og góðri borðað- stöðu, fimm herbergi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf auk bað- herb. innaf hjónaherb. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Gott útsýni úr stofum. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stéttum og fyrir framan bílskúr. Verð 68,5 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Langholtsvegur Fallegt 221 fm endaraðhús með góðum garði og möguleika á studióíbúð. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús með miklum eikarinnréttingum, stofu, borðstofu, þrjú herbergi og baðherbergi auk gesta w.c. Ræktuð lóð með timburverönd og heit- um potti. Hellulagt plan fyrir framan hús. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Verð 38,9 millj. Logafold Afar vel staðsett 309 fm einbýlishús á tveimur hæðum með möguleika á auka- íbúð á neðri hæð. Stendur á útsýnisstað, neðst í botnlanga með útsýni til sjávar. Eignin skiptist m.a. í rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu, stofu með arni, sól- stofu, 5 herbergi auk fataherbergis og tvö flísalögð baðherbergi auk gestaw.c. Aukin lofthæð er á báðum hæðum hússins. Gróin lóð með veröndum, skjólveggjum og lýsingu. Hiti í hluta inn- keyrslu sem er hellulögð. Verð 59,0 millj. Skaftahlíð - neðri sérhæð með bílskúr Mjög vel skipulögð 142 fm neðri sérhæð í góðu þríbýlishúsi í Hlíðunum auk 26,4 fm sérherbergis í kjallara, sérgeymslu og 22,8 fm sérstæðs bílskúrs. Stórar sam- liggjandi stofur með útg. á flísalagðar suðursvalir, stórt hol, þrjú herb., rúmgott eldhús með bæsuðum eikarinnrétt. og góðum borðkrók og flísalagt baðherb. Verð 34,9 millj. Hraunteigur - neðri sérhæð Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 143 fm 5 herb. neðri sérhæð. Hæðin skiptist í forstofu, hol með góðu skápaplássi, eld- hús með nýlegum innréttingum og eyju, borðstofu með útg. á svalir, bjarta stofu með fallegum gluggum og svölum til suðurs, 3 herb. og baðherbergi flísalagt í gólf og veggi. Rauðeik og flísar á gólf- um. Tvær sérgeymslur í kj. Húsið er í góðu ástandi að utan, gler og gluggar endurnýjaðir að hluta. Verð 35,9 millj. Ægisíða Mjög góð og þó nokkuð endurnýjuð 106 fm 5 herb. íbúð á 1. hæð, aðalhæð, í þrí- býlishúsi. Íbúðin skiptist í hol með arni, rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu og spautulökkuðum innréttingum, sam- liggjandi bjartar sofur með útgangi á suðursvalir, þrjú herb., öll með skápum og nýlega endurnýjað flísalagt baðher- bergi. Sérgeymsla i kj. Laus fljótlega. Verð 25,9 millj. Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Fallegt 250 fm einbýli, ein og hálf hæð, í enda á lokaðri götu. Húsið má nota sem tvær íbúðir eða 9 herbergja einbýli. Einnig með vinnuaðstöðu á neðri hæðinni t.d. smáframleiðslu, studío eða skrifstofur. Innbyggður bílskúr, og nokkur bílastæði. Vandað hús með vel ræktaðri lóð og fallegu útsýni. Glæsileg eign á góðum stað í austurborginni. Arkitekt Skarphéðinn Jóhannsson. Ásett verð kr. 56 millj. eða tilboð. Allar upplýsingar og teikningar af húsinu eru hjá fasteignasölunum Höfða 533 6050. EINBÝLISHÚS AUSTURGERÐI 5 BÚSTAÐAHVERFI 108 REYKJAVÍK www.hofdi.is skráð eign er seld eign Opið hús Arnarsmári 28 - Fallegt útsýni Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mjög falleg 93,2 fm 4ra herb. íbúð auk 4,3 fm geymslu. Eignin skiptist í anddyri með skáp og flísum á gólfi, 2 barnaherb. með dúk á gólfi, skápum og fallegu út- sýni. Baðherb. er flísalagt með baðkeri og fallegri innr. Hjónaherb. er með stórum skáp og fallegu útsýni. Þvottah. með góðum hillum. Bjart opið, eldhús með borð- krók, flísum á gólfi, hvítri innr. og fallegu útsýni m.a. upp í Bláfjöll. Hol og stofa eru með fallegu eikarparketi. Svalir eru sólríkar og stórar. Stutt í leikskóla og aðra leikaðstöðu. Þetta er einstaklega falleg eign. Verð 22,9 millj. Herdís og Marinó taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 17 í dag. Bjallan er merkt 203. Fannborg 5 - Efsta hæð Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Frábært útsýni. Góð 3ja herb. 83 fm íbúð á 2. hæð (efstu). Íbúðin skiptist í flísal. and- dyri með skáp, 2 rúmg. herbergi með skápum, hol, opið eldhús, bjarta borðstofu og stofu, flísal. baðherb. með nýl. sturtuklefa og tengi f. þvottavél. Stórar sólríkar svalir með fjallasýn til suðurs. Frábær staðsetning, stutt í ýmsa þjónustu, s.s. heilsugæslu, félagast. og verslanir. Verð 16,9 millj. Þórey og Gunnar taka vel á móti gestum milli kl. 14 og 16. Bjallan er merktGunnar. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli „ÞÆR aðstæður sem nú eru í efna- hagsmálum skapa útflutningsat- vinnuvegunum mikla erfiðleika. Gengi krónunnar er allt of hátt og mun hærra en þessar greinar geta búið við,“ segir í ályktun Útvegs- mannafélags Norðurlands sem sam- þykkt var á aðalfundi félagsins á Akureyri nýlega. Í ályktuninni segir einnig að af- leiðing þessa sé óviðunandi afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi, taprekstur valdi því að eigið fé fyrirtækja glatist verði haldið áfram á sömu braut. Þessi staða leiði til þess að störfum í greininni muni fækka og vari þetta ástand áfram séu þúsundir starfa í uppnámi. Þá segir að atvinnugreinin hafi þegar hagrætt mjög mikið en því séu takmörg sett hve langt er hægt að ganga á þeirri braut. „Það er ein- ungis til að auka enn frekar á þjóð- félagsvandann að koma sjávarútveg- inum í vonlausa samkeppnisstöðu og kippa undan honum rekstrargrund- velli. Á sama tíma og allt of hátt gengi er að sliga útflutningsgreinarnar hefur olíuverð hækkað gríðarlega milli ára, sem þegar hefur leitt til þess að óhagkvæmt er að veiða teg- undir sem eru háðar mikilli olíu- notkun. Nauðsyn ber til að rjúfa þessa óheillaþróun þegar í stað svo komist verði hjá kollsteypu í íslenskum sjávarútvegi,“ segir í ályktuninni. Útvegsmenn á Norðurlandi segja gengið of hátt ÍSLANDSPRENT hefur flutt starfsemi sína í nýtt 2.600 fermetra húsnæði á Steinhellu 10 í Hafnar- firði. Fyrirtækið hefur verið í mik- illi uppbyggingu síðustu misserin og m.a. aukið verulega við vélbúnað sinn. Viðskiptavinir og velunnarar Ís- landsprents skoðuðu nýja húsnæðið á opnunarhátíð í síðustu viku. Raggi Bjarna og Paparnir léku fyr- ir gesti. Íslandsprent í nýtt húsnæði ♦♦♦ Í FRÉTT Morgunblaðsins af opnum fundi Vélhjólaíþróttaklúbbsins sl. mánudag féll niður orð í síðustu setningu hennar. Þar hefði með réttu átt að koma fram að Jóhann Halldórsson stjórn- armaður í VÍK hefði sagt að slysa- tíðni í motocross væri minni en í skíða- og boltaíþróttum. LEIÐRÉTT Orð féllu niður ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.