Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 35 „Allir flokkar vilja losna við blaðaumfjöllun, sem er óháð [valdi þeirra], það er mannlegt.“ Hann sjálfur fékk að reyna sitt hvað af hálfu kanslara og ráðherra lýðveldisins. Franz-Josef Strauß bar með öðrum ábyrgð á því að útgefandi Der Spiegel sat í fangelsi í 103 daga. Helmut Kohl veitti Der Spiegel í 16 ára valdatíð ekki eitt ein- asta viðtal og þegar hann ferðaðist til útlanda var reglan sú að ekki var sæti fyrir blaðamenn Der Spiegel í kanslaravélinni.“ Aust skrifar í leiðaranum að gagnrýnin fjar- lægð á hina kjörnu fulltrúa sé rekstrarforsenda óháðs tímarits: „Þannig var það áður hjá Der Spiegel, þannig er það nú og þannig verður það áfram, sama hver stjórnar, í Berlín eða annars staðar.“ Ummæli Augsteins um nálægðina við stjórn- málamenn eru athyglisverð. Þessi nálægð gerir það að verkum að blaðamenn sjá stjórnmála- menn í öðru ljósi en hinn almenni kjósandi, sem ekki á þess kost á að komast í sama návígi við þá og kynnast hinum mannlegu hliðum þeirra, þótt vissulega sé sýnu meiri fjarlægð milli stjórn- málamanna í stóru landi á borð við Þýskalandi, en litlu samfélagi á borð við Ísland. Hversu oft heyrist ekki sagt að persónuleiki stjórnmála- manna komist ekki til skila í fjölmiðlum? Angela Merkel virkaði í kosningabaráttunni óörugg í fjölmiðlum. Hún átti til að mismæla sig og vera klaufaleg. Á ritstjórnarskrifstofum Der Spiegel er til siðs að bjóða málsmetandi fólki að koma í heimsókn og fara yfir blaðið með umsjón- armönnum tímaritsins. Eitt sinn þáði Merkel slíkt boð og hafði greinilega sín áhrif á ritstjórn- ina. Einn þeirra, sem var viðstaddur, lýsti fund- inum með Merkel þegar hann hitti erlenda blaða- menn á ritstjórnarskrifstofum Der Spiegel í ágúst og sagði að hún hefði verið heillandi og sýnt mikið innsæi. Gagnrýni hennar á greinar blaðsins og efnistök hefðu alls ekki verið af póli- tískum toga heldur verið faglegar og átt fullkom- inn rétt á sér. Merkel hefði sýnt að mikið væri í hana spunnið og virkað þvert á þá ímynd, sem hún hefði haft í fjölmiðlum. Der Spiegel hefur nokkra sérstöðu á þýskum blaðamarkaði. Umfjöllun blaðsins er allt annað en hlutlaus og má segja að blaðamenn tímaritsins geri sér far um að segja ekki aðeins frá heldur leggja mat á umfjöllunarefnið. Umbrot á þýskum fjöl- miðlamarkaði Umræðan um frammistöðu þýskra fjölmiðla í umfjöllun sinni um kosningabar- áttuna kemur í kjöl- farið á miklum um- brotatímum í fjölmiðlun þar í landi og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Stefan Simons, frétta- stjóri í erlendum fréttum hjá tímaritinu, segir að lesendur blaðsins hafi einnig sérstöðu. Þeim líki blaðamennskan, sem stunduð sé hjá Der Spiegel, ekki vegna þess að þeir vilji láta mata sig á skoð- unum, heldur vilji þeir að tímaritið ögri þeim og jafnvel ergi þannig að þeir reiti hár sitt yfir efnis- tökunum. Lesendurnir vilji jafnvel láta tímaritið fara í taugarnar á sér. Þegar hann er spurður hvort gagnrýnin umfjöllun blaðsins fari í taug- arnar á auglýsendum bendir hann á að lesendur lesi ekki fjölmiðla vegna auglýsinga, hvort sem þær séu beinar eða í formi umfjöllunar. Auglýs- endur vilji ná til ákveðinna hópa og lagi jafnvel auglýsingar sínar að ákveðnum miðlum. Þannig megi búast við því að auglýsendur bíla í Der Spiegel leggi áherslu á umhverfisvæna þætti á meðan til dæmis sé kraftur viðkomandi bifreiða auglýstur í öðrum miðlum. Líkt og víða annars staðar í heiminum hefur blaðaútgáfa átt erfitt uppdráttar í Þýskalandi á undanförnum árum. Þýski blaðamarkaðurinn er líkur þeim bandaríska að því leyti að blöðin í stærstu borgunum eru það öflug að ekkert dag- blað hefur mikla útbreiðslu á landsvísu, reyndar að einu undanskildu, sem vikið verður að á eftir. Reyndar er vísað oftar í blöð á borð við Die Welt, Frankfurter Allgemeine Zeitung og Süd- deutsche Zeitung þegar fjallað er um þýska fjöl- miðlaflóru, en þótt þessi blöð séu skoðanamynd- andi í mikilvægum hópi er útbreiðsla þeirra ekki í samræmi við það. Útbreiðsla Frankfurter Allgemeine Zeitung er til dæmis ekki nema um 300 þúsund og þó stendur í hausnum á því að það sé „dagblað fyrir Þýskaland“. Mörg hundruð dagblöð eru gefin út í Þýskalandi og taka les- endur staðarblöðin fram yfir blöð, sem gefin eru út lengra í burtu. Þetta skapar fyrirtækjum, sem vilja reka auglýsingaherferð á landsvísu, mikil heilabrot vilji þau ná til sem flestra. Þetta er þó ekki vandi blaðanna. Hann er fólg- inn í því að nýir lesendur bætast ekki í hóp þeirra, sem fyrir eru, og af þessu hafa útgef- endur nokkrar áhyggjur. Um 80% Þjóðverja lesa dagblöð og er það nokkuð hátt hlutfall, en það fellur niður í 50% meðal Þjóðverja undir þrítugu. Blaðamarkaðurinn í Berlín er gott dæmi um vandamál útgefenda. Eftir að múrinn hrundi var mikið fé lagt í Berlínarblöðin. Útgefendur blaðs- ins Berliner Zeitung ákváðu að blaðið skyldi komast í fremstu röð. Ralph Kotsch, starfsmaður á ritstjórn blaðsins, lýsti því í samtali í höfuð- stöðvum blaðsins í austurhluta Berlínar hvernig ráðnir hefðu verið blaðamenn í fremstu röð til blaðsins frá virtum fjölmiðlum á borð við Der Spiegel á síðasta áratug 20. aldarinnar. „Við vor- um á tímabili besta dagblaðið í Þýskalandi,“ sagði hann. 150 milljónir marka voru settar í Berlínarblöðin í því skyni að auka gæðin og ná um leið aukinni útbreiðslu en allt kom fyrir ekki. „Þessum peningum var hent út um gluggann,“ sagði Kotsch. Blaðamarkaðurinn í Berlín hefur sérstöðu að því leyti að borgarbúar virðast síður lesa dagblöð en íbúar annarra stórborga Þýska- lands og eiga menn fáar skýringar á því. Borgin hefur einnig sérstöðu að því leyti að það fer eftir borgarhlutum hvaða blöð menn lesa. Í austur- hlutanum verður Berliner Zeitung yfirleitt fyrir valinu, en vestan megin Der Tagesspiegel og Berliner Morgenpost og þó eru blöðin ekki það ólík að það skipti sköpum. Á ritstjórn Berliner Zeitung er sameining Þýskalands enn mikið mál og sennilega hefur ekkert af stóru blöðunum í Þýskalandi jafn góð tengsl í austurhluta lands- ins. Helmingur blaðamanna blaðsins er frá aust- urhlutanum og hinn helmingurinn frá vestur- hlutanum og umræðan um samskipti austurs og vesturs setur mikinn svip á blaðið. Þetta á ekki við um önnur dagblöð og leiddi heimsókn á Frankfurter Allgemeine Zeitung í ljós að þar líta menn svo á að sameiningin sé ekki lengur stór- mál og því ekki nauðsynlegt að ritstjórnin end- urspegli samsetningu þjóðarinnar eftir samein- ingu. Þar á bæ líta menn einfaldlega á það sem óhagganlega staðreynd að dagblöðum í Vestur- Þýskalandi muni ekki takast að ná lesendum í austurhlutanum á sitt band hafi þeir náð þrítugu – þeir séu of mótaðir af fortíðinni – án þess að því er virðist að velta fyrir sér hvort ástæðan fyrir því geti einmitt verið afstaða þeirra til samein- ingarmála. Ný útgáfa í kjöl- far samdráttar Þegar samdráttur hófst í þýsku efna- hagslífi um aldamótin fóru fjölmiðlar ekki varhluta af því. Auglýsingar drógust saman og grípa þurfti til aðhaldsaðgerða á fjölmiðlum. Ástandið hefur breyst aftur til batnaðar og virð- ist þýskur fjölmiðlamarkaður vera að vakna til lífsins á ný þótt ekki séu dagblöð almennt komin úr öldudalnum. Smá- eða raðauglýsingar færðust í samdrættinum yfir á Netið og hafa ekki snúið aftur í blöðin og misstu þau þar vænan bita. Á undanförnum árum hefur hafist útgáfa á fleiri titlum en 60 árum þar á undan. Fjögur dæmi um blöð, sem eiga að höfða til yngri lesenda, eru 20 Cent, sem útgefandi í Austur-Þýskalandi gefur út, Direkt, sem kemur út í Köln, News í Frank- furt og Welt Kompakt, sem Axel Springer forlag- ið gefur út og byggir á efni Die Welt og Berliner Morgenpost. Lesendur Welt Kompakt eru á aldrinum 18 til 35 og helmingur þeirra las ekki dagblað áður. Margir efast þó um að þessi blöð muni ná árangri því að innihaldinu svipi um of til blaðanna, sem þau eru sprottin af. Í heimsóknum á fjölmiðla í Þýskalandi kemur fram að þar eiga menn nú von á því að von bráðar verði hafin útgáfa ókeypis dagblaðs. Voru tveir útgefendur nefndir, Schibsted-hópurinn og Metro. Schibsted hefur reynt fyrir sér áður með ókeypis blaði í Köln, sem hét 20 Minuten. Þýskir blaðaútgefendur kæfðu þá tilraun í fæðingu. Norska útgefandanum var gert erfitt að koma blaðinu bæði í prentun og dreifingu. Auk þess byrjuðu keppinautarnir að gefa út ókeypis blöð og hættu því samstundis þegar 20 Minuten lagði upp laupana. Framkvæmdastjóri Springer-for- lagsins, Mathias Döpfner, lýsti því yfir fyrr í þessari viku að forlagið myndi svara öllum til- raunum til að gefa út ókeypis dagblað í Þýska- landi um hæl og reyna að kæfa slíkt í fæðingu. Hann varaði einnig við „laumuauglýsingum“, sem hann sagði að stefndu þýskri fjölmiðlun í hættu. Með því að blanda saman efni og auglýs- ingum væru fjölmiðlar að saga af greinina, sem þeir sætu á. Ein undantekning er frá reglunni um að í Þýskalandi þrífist dagblöð ekki á landsvísu. Dag- blaðið Bild, flaggskip Springer-forlagsins, er ekki aðeins útbreiddasta blað Þýskalands heldur útbreiddasta blað í Evrópu. Það selst í rúmlega fjórum milljónum eintaka á dag og lesendurnir eru í kringum 12 milljónir. „Til að halda völdum í Þýskalandi þarft þú Bild, Bild am Sonntag og sjónvarpið,“ sagði Gerhard Schröder einhverju sinni. Hann hefur ekki haft þessi blöð á sínu bandi og í kosningabaráttunni voru þau einstak- lega hvöss í garð stjórnarflokkanna. Hvort úrslit kosninganna eru til marks um að áhrif Bild séu vanmetin eða ekki skal hins vegar ósagt látið, en umræðunni um áhrif, hlutverk, stöðu þýskra fjöl- miðla og skort þeirra á sjálfsgagnrýni er ekki lokið og verður hún seint útkljáð. Hins vegar hlýtur umræðan sjálf að bera heilbrigðu fjöl- miðlaumhverfi vitni. Morgunblaðið/ÞÖK Haust og vetur mætast. Þetta er þó ekki vandi blaðanna. Hann er fólginn í því að nýir lesendur bætast ekki í hóp þeirra, sem fyrir eru, og af þessu hafa útgefendur nokkrar áhyggjur. Um 80% Þjóðverja lesa dagblöð og er það nokkuð hátt hlutfall, en það fell- ur niður í 50% meðal Þjóðverja undir þrí- tugu. Laugardagur 8. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.