Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 33 MENNING HALDIÐ verður í dag í Súlnasal Hótel Sögu 27. listmuna- uppboð Gallerís Foldar. Hefst upp- boðið kl. 19 en verkin sem til sölu eru verða til sýnis í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg frá kl. 12 til 17 í dag. Á uppboðsskrá eru 133 verk af ýmsu tagi. „Það er nokkuð um geómetrísk verk á uppboðinu, t.d. ab- straktverk eftir Svavar Guðnason og góð verk eftir Þor- vald Skúlason. Og svo eru alveg frábær- ar myndir eftir Kjar- val,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson, einn af aðstand- endum uppboðsins. Meðal verka á upp- boði er verk Kjar- vals, „Árstíðirnar“ frá 1936 og verk Svavars Guðnasonar „Sangfugl fra Elysium“. Gallerí Fold heldur listmunaupp- boð að jafnaði fjórum sinnum á ári. Tryggvi segir uppboðin yfirleitt ganga vel og langmestur hluti verk- anna sem boðin séu upp seljist. Ósjaldan seljast verk töluvert yfir matsverði en Tryggvi bætir við að vitaskuld sé alltaf vandasamt að verðmeta verk. Uppboðinu skipt í tvo flokka Uppboðinu er skipt í flokka, sem ættu að gera öllum kleift að finna eitthvað sem hæfir smekk og fjár- hag. „Við skiptum uppboðunum niður eftir gerð myndanna. Ódýrari verkin eru seld fyrr um kvöldið og þau dýr- ari síðast. Það hefur gefið góða raun því þeir sem hafa engan áhuga á dýru verkunum geta þá farið fyrr en þeir sem sækjast eftir dýrari verk- unum mætt seinna um kvöldið,“ seg- ir Tryggvi Páll. Mismunandi verð Verkin á uppboðinu að þessu sinni eru af ýmsum gerðum. Þau ódýrustu eru verðmetin frá 5.000 krónum en það dýrasta allt að hálfri þriðju milljón. Dýrustu verkin eru vita- skuld í minnihluta, en Tryggvi tekur sérstaklega fram að ódýrari verkin séu alls ekki slæm, þó þau séu hóf- lega verðlögð. Uppboðsskrá og reglur uppboðs- ins má nálgast á vef Gallerís Foldar, www.myndlist.is. Verk Svavars Guðnasonar „Sangfugl fra Elysium“ frá árinu 1980 er meðal muna til sölu á uppboðinu. Sangfugl og Árstíðirnar meðal verka Listmunauppboð Gallerís Foldar KIRKJULISTAHÁTÍÐ 200520.–28. ÁGÚSTHallgrímskirkju í Reykjavík Stjórn Kirkjulistahátíðar 2005 færir þakkir öllum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem gerðu kleift að halda hátíðina. „Söngur kórsins var ávallt hreinn, en líka hljómmikill og tilfinningaþrunginn og túlkunin var svo hrífandi undir vandaðri stjórn Þor- gerðar að maður gleymdi stund og stað.“ (Jónas Sen í Morgunblaðinu um tónleika Hamrahlíðarkórsins 27. ágúst). „...hlýtur hann að teljast meðal fremstu kóra í heimi. Slíkur var örðulaust samtaka og ótrúlega sveigjanlegur söngurinn, er ýmist heillaði mann upp úr skónum eða nísti innst að beini.“ (Ríkarður Örn Pálsson í Morgunblaðinu um flutning Dómkórsins í Osló á Matteusarpassíu Tronds Kverno á lokatónleikum hátíðarinnar 28. ágúst). „Rödd [Markus] Brutschers var líka unaðsleg áheyrnar og túlkun [Robins] Blaze á aríunni Erbarme dich hlýtur að teljast hápunktur tónleikanna.“ (Jónas Sen í Morgunblaðinu um flutning Matteusarpassíu Bachs 21. ágúst). „Um túlkun Sangers má hafa fá orð, því hún var að öllu leyti ekki aðeins óaðfinnan- leg, heldur hreint út sagt, „súper-dúper“, eins og það hét í mínu ungdæmi.“ (Ríkarður Örn Pálsson í Morgunblaðinu um orgeltónleika Davids Sanger 25. ágúst). „Noémi Kiss söng af ótrú- legum innileik og andakt, ekki síst í Aus Liebe will mein Heiland sterben en sú aría er eins og tákn fyrir allt inntak þessa tónverks.“ (Sigurður Þór Guðjónsson í DV um flutning Matteusarpassíu Bachs 21. ágúst). „Síðast en ekki síst verður að hæla kórunum fyrir frammistöðu sína. Þetta voru Mótettukór og Unglingakór Hallgríms- kirkju og Drengjakór Reykjavíkur og var söngur þeirra þéttur og hrífandi.“ (Jónas Sen í Morgunblaðinu um flutning Matteusarpassíu Bachs 21. ágúst). „Í heild var þessi flutning- ur á Matteusarpassíunni afar fallegur og eins og áður er að vikið alveg einstaklega kærleiksríkur en jafnframt blátt áfram og yndislegur.“ (Sigurður Þór Guðjónsson DV). „Í stuttu máli sagt var hljóðfæra- leikurinn listræn opinberun og ég veit að ég á aldrei eftir að hlusta á barokktónlist á sama hátt héðan í frá.“ (Jónas Sen í Morgunblaðinu um tónleika Ensemble L’Aia 23. ágúst). FINNSKA SENDIRÁÐIÐ NORSKA SENDIRÁÐIÐ FRANSKA SENDIRÁÐIÐ ÞÝSKA SENDIRÁÐIÐ HOLLENSKA SENDIRÁÐIÐ Í NOREGI „Með þessu verki hefur henni tekist ... að miðla sann- færingu sinni á afgerandi hátt með skynsemi hreinnar tilfinningalegrar upplifunar.“ (Þóra Þórisdóttir í Morgunblaðinu um gjörning Rúríar 27. ágúst) Kristnisjóður MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ BRESKA SENDIRÁÐIÐ Antikmunir • Gistiheimilið Snorri • Guðrún Hrund Harðardóttir • Ingólfur Guðbrandsson Peter-Paul Schautes • Rafrún • Rut Ingólfsdóttir Starfsfólk og sóknarnefnd Hallgrímskirkju Tónlistarskólinn í Reykjavík www.kirkjan.is/kirkjulistahatidmbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.