Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 14

Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 14
14 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ E inhvers konar hugljómun sem Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir urðu fyrir á ferð um landið fyrir tveim- ur árum varð til þess að nú stend- ur yfir uppbyggingu á Land- námssetri í Borgarnesi. Eftir að hafa verið fararstjórar í hestaferðum á fjöllum í fimmtán sumur datt þeim í hug að ferðast um í byggð til tilbreytingar og aka hringinn í kring- um landið. Kjartan segir að þegar hann fór þessa ferð hafi hann ekki farið um byggðir Íslands frá því að hann þræddi hvert þorp og hvern bæ á leik- ferðalögunum í gamla daga. „Ég varð mjög hrif- inn af þeim breytingum sem orðið höfðu á þess- um stöðum,“ segir hann. „Á flestum þeirra voru komin söfn og alls kyns setur sem byggja á menningartengdri ferðaþjónustu. Þetta fannst mér mjög jákvætt að upplifa. Ég hreinlega öf- undaði mennina sem byggðu upp söfn eins og Vesturfarasetrið á Hofsósi og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Mig langaði til að gera eitthvað slíkt sjálfur og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að eiga eftir að gera. Fljótlega fann ég þó út hvað vantaði. Ég hafði saknað þess sem fararstjóri að geta ekki bent ferðafólki á einn stað þar sem fjallað var um landnám Íslands. Við höfum nefnilega þau forréttindi hér á landi að þekkja upphafssögu okkar, persónur, nöfn, örnefni og eigum af þessu dramatískar frásagnir.“ Landnámssetur það eina rétta Kjartan og Sigríður settust yfir þessar hug- myndir og fljótlega áttuðu þau sig á að upplagt væri að koma upp setri fyrir fólk sem vill fá að fræðast um landnámið á skýran og aðgengileg- an og helst leikrænan og dramatískan hátt. Eft- ir á hefði það lifandi og ljósa mynd af þessum at- burðum. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að land- námssetur væri það rétta. Strax datt okkur í hug að besti staðurinn fyrir það væri við upp- gröftinn í Aðalstræti, en nú er búið að byggja hótel yfir hann. Okkur þótti þá vænlegast að setrið yrði í um klukkustundarfjarlægð frá Reykjavík og þá komu helst Selfoss og Borg- arnes helst til greina. Niðurstaðan varð sú að Borgarnes væri kjörinn staður enda mitt sögu- svið flottustu landsnámssögunnar, Egils sögu.“ Þau skrifuðu strax greinargerð um hug- myndir sínar og komu þeim á framfæri við sveitarstjórnina í Borgarbyggð. Fyrstu hug- myndirnar byggðust á því að Landnámssetrinu yrði komið á fót í nýja mjólkursamlagshúsinu við Engjaás, en fljótlega var horfið frá því að vera inni í miðju iðnaðarhverfi. „Þá var okkur tjáð að eina húsið sem stæði til boða fyrir setrið væri gamla Pakkhúsið sem ný- lega hafði verið gert upp. Það var sem sagt pakkhús þegar verslun Akra-Jóns var í Búð- arkletti þar sem Thor Jensen þá faktor hóf sína atvinnustarfsemi. Þessi hús standa við brúna út í Brákarey, stutt frá höfninni, og voru nokkurs konar hlið inn í héraðið á sínum tíma. Pakkhúsið beið því raunverulega eftir hlutverki eftir að bú- ið var að gera það upp. Sama má í raun segja um Búðarklett. Búið var að gera það upp sem veit- ingastað og nú hefur verið samið við rekstr- araðila þess um að tvinna rekstur þeirra saman. Það er viðurkennt að söfn séu nokkurs konar segull á annan rekstur, svo sem hótelrekstur og veitingasölu og einnig verslunarrekstur. Þetta er að vísu ekki mikið pláss og í raun hefði setrið þurft að vera þrískipt en ekki tvískipt. Draum- urinn var að fjalla líka um söguöldina frá 930 til 1060 auk landnámsins og Egils sögu, en það væri efni í miklu stærra safn.“ Lætur sig dreyma um framtíð Brákareyjar Þótt allar þessar hugmyndir séu búnar að fá byr undir báða vængi og stefnan tekin á opnun í maí 2006 hefur Kjartan ekki hætt að láta sig dreyma. „Draumurinn er að Brákarey verði safnaeyja – Sögueyjan. Þar væri meðal annars hægt að bæta við jarðsögusafni, sem vantar tilfinnan- lega hér á landi. Í Brákarey sé ég líka fyrir mér lúxushótel og ýmislegt fleira. Ég hef meira að segja talað við fjárfesta um þessar hugmyndir þótt en sé ekkert ákveðið í þeim efnum. Bæj- aryfirvöld segja bara að auðvitað sé gaman að láta sig dreyma en benda mér jafnframt á að þetta er lágtekjusvæði. Ég held reyndar að það sé að breytast. Landnámssetur vantaði á Ís- landi og Borgarnes er kjörinn staður fyrir það.“ Viðskiptaáætlun var gerð veturinn 2003– 2004. „Við skrifuðum hana í samvinnu við Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi og nutum að- stoðar Áslaugar Sturludóttur. Við könnuðum önnur söfn bæði hér á landi og í Noregi. Í ljós kom að þessar hugmyndir eru mjög vænlegar til árangurs. Við gerum ráð fyrir rekstrartapi í fyrstu en jafnvægi frá árinu 2008 og síðan hagn- aði. Talið er að um ein milljón manna komi við á Brúartorgi í Borgarnesi á hverju ári. Þá er verið að tala um þá sem eiga viðdvöl og versla þar. Það er varlega áætlað að um 2,5% þessa hóps heimsæki Landnámssetur árið 2008, eða 25.000 manns.“ Leikhúsmaðurinn ekki langt undan Kjartan sagði að undirbúningurinn sé að mörgu leyti eins og í leikhúsinu. „Opnunardag- urinn var ákveðinn og þá verður bara allt að vera tilbúið. Nú er allt í fullum gangi við und- irbúninginn og ég vona að hafist verði handa við millibygginguna sem Sigríður Sigþórsdóttir teiknaði og mun tengja saman Pakkhúsið og Búðarklett sem fyrst. Í millibyggingunni, eða skálanum, verður aðalinngangur inn í safnið, miðasala og minjagripaverslun auk veitinga- sölu. Landnámssýningin verður á miðhæð Pakkhússins og Egilssýningin í kjallaranum, sem búið er að grafa út og dýpka. Á Pakkhús- loftinu gefst gestum kostur á að hlusta á sagna- menn. Í Búðarkletti verður veitingasala og ýms- ar uppákomur.“ Og leikhúsmaðurinn Kjartan hefur ákveðnar hugmyndir um með hvaða hætti landnámi Ís- lands verður miðlað til gesta setursins auk sýn- inganna og frásagna sagnamanna því Benedikt Erlingsson leikari hefur verið fenginn til að semja sérstakt leikrit fyrir Landnámssetrið. Það nefnist Mr. Skalla-Grímsson og verður frumsýnt opnunarkvöldið, 13. maí í tenglsum við opnun Listahátíðar. Á Landnámssýningunni verður sagt frá því hvernig Ísland fannst, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvers vegna þeir yfirgáfu fyrri heimkynni. Sagt verður frá þeim norrænu mönnum sem fyrstir stigu hér á land og hvernig land var numið, fram til stofn- unar Alþingis á Þingvöllum árið 930. Lauslega verður sagt frá helstu landnámsmönnunum samkvæmt Íslendingabók með megináherslu á landnám Skalla-Gríms í Borgarfjarðarhéruð- um. Ólíkar sýningar og margs konar verkefni Á Egilssýningunni verður sagt frá helstu þáttunum í ævi Egils Skalla-Grímssonar á ein- faldan en spennandi hátt. Þarna verður lögð áhersla á ævintýraheim sögunnar og persónuna Egil Skalla-Grímsson. „Sýningarnar verða þó með mjög ólíkum hætti. Við munum nota tæknina út í ystu æsar á Landnámssýningunni og þar fer fólk með tæki með hljóðleiðsögn í gegnum sýninguna. Aftur á móti verður Egilssýningin meira byggð á hand- verki, útskornum fígúrum og þess háttar,“ sagði Kjartan. Hluta verkefnis, Egils saga sýnileg, er þegar lokið, en reistar hafa verið níu vörður víðs vegar í Borgarfirði á slóðum Egils sögu. Þá hefur ver- ið samið við Snorrastofu í Reykholti um sam- vinnu um ferðir með leiðsögn um héraðið, ann- ars vegar Söguhringinn og hins vegar um Egilsslóð. „Ferðamennska á söguslóðum er óþrjótandi brunnur. Íslendingasögurnar verða fyrst veru- lega skemmtilegar þegar maður fræðist og ferðast um svið sagnanna og upplifir landslagið og örnefnin sem koma fyrir í sögunum og er svo vel lýst,“ sagði Kjartan Ragnarsson. „Ferðamennska á söguslóðum er óþrjótandi brunnur“ Millibyggingin milli Búðarkletts og Pakkhússins sýnd með teikningu. Búðarklettur og Pakkhúsið eins og þau líta út í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan Ragnarsson stendur milli Búðarkletts og Pakkhússins þar sem millibyggingin á að rísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.