Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 23 til Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík. Jörgensen kom ekki aftur til starfa hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Munu þeir Egill Thorarensen hafa lítið ræðzt við eftir að Jörgensen var sett- ur stöðvarstjóri Mjólkurstöðvarinn- ar í Reykjavík, en Jörgensen segir þá hafa fyrir rest komið á skilningi sín í milli. Honum var formlega veitt lausn frá starfi mjólkurbússtjóra Mjólkurbús Flóamanna 1. ágúst 1936 og við ráðningu eftirmanns hans hugsaði stjórnin sem svo, að hann yrði aðeins vinnslustjóri, en yf- irbókhaldið falið öðrum manni – ís- lenzkum – undir handleiðslu stjórn- arinnar. Leiðindalok í Reykjavík Carl Jörgensen starfaði hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík í rúmt ár. Í þrjátíu ára afmælisriti Mjólk- ursamsölunnar segir Sigurður Ein- arsson í Holti: „C. Jörgensen for- stjóri stöðvarinnar var mjög dugandi maður og fær í sinni grein og nokk- urveginn augljóst af ýmsum gögn- um, að rekstur stöðvarinnar og vinnuhættir bötnuðu undir stjórn hans.“ En pólitískir sviptivindar léku um fyrirtækið og það næddi um forstjór- ann: „Ég verð því miður að segja, að það var ekki minn besti tími á Ís- landi. Það var pólitískt stríð milli rík- isstjórnarinnar og Mjólkurfélags Reykjavíkur, sem átti Mjólkurstöð- ina. Hún var tekin leigunámi og ég var tekinn frá Mjólkurbúi Flóa- manna og látinn stjórna henni. Þótt ég hefði sett að skilyrði, að ég héldi stöðu minni hjá MBF einnig, gat ég ekki haldið áfram að ferðast milli Reykjavíkur og Selfoss í hverri viku og þegar lagt var hart að mér að ég yrði í Reykjavík fluttum við þang- að 1936. Það var erfiður tími og vinn- an við Mjólkurstöðina gekk ekki vel. Ég vildi ekki blanda mér í ágreining MR og ríkisstjórnarinnar. Daglega voru langar greinar í blöðunum og aðfinnslur um allt sem skeði í mjólk- urstöðunni og um sjálfan mig, sem ég átti enga sök á.“ Jörgensen minnist þess að eitt sinn, þegar hann sótti fund í forsæt- isráðuneytinu, hafi Hermann Jónas- son sagt honum að hann ætti að láta skrif Vísis sem vind um eyru þjóta. Ég svara fyrir alla pólitíska útúr- snúninga. Kærðu þig bara kollóttan, sagði ráðherrann. Jörgensen segist þó ekki hafa staðizt mátið að svara sumu af því sem hann taldi persónu- lega að sér vegið. „Allt þetta var byrjað að fara í taugarnar á mér og að lokum sagði ég starfinu lausu 1938 og fór heim til Danmerkur. Þetta var leiðinlegur endir á níu góð- um árum á Íslandi.“ Þrátt fyrir þennan endi minntist Jörgensen ávallt lands og þjóðar með elsku og ánægju. Þau hjón eign- uðust góða vini og náðu að ferðast því næst um landið allt utan Austur- lands. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið á Íslandi, en misstu það yngra, Tove Ósk, á fyrsta ári og var hún jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Skyr fyrir Íslendinga Þegar Jörgensen kom aftur til Danmerkur keypti hann lítið mjólk- urbú í Óðinsvéum á Fjóni og rak það í þrjú ár. Þar barst honum áskorun frá sendiherra Íslands í Kaupmanna- höfn, Sveini Björnssyni, síðar forseta Íslands, um að búa til íslenzkt skyr því í Danmörku væru margir Íslend- ingar, sem myndu kunna að meta þá framleiðslu. Jörgensen sneri sér til fornvinar síns, Jónasar Kristjánssonar á Ak- ureyri, sem sendi honum skyr og með því byrjaði Jörgensen skyr- framleiðsluna í Danmörku. Fyrstu viðskiptavinirnir voru Sveinn Björnsson og Jón Sveinbjörnsson konungsritari. „Þetta var byrjunin á stærri við- skiptum, sérstaklega eftir að ég keypti 1941 Jyllinge-Mejeri fyrir norðan Hróarskeldu. Nú var ég kom- inn nær Kaupmannahöfn og átti auð- veldara með að senda vöruna til borgarinnar. Ég byrjaði þá samtímis að fram- leiða aðra vöru, sem ég kallaði „Salma“ sem líktist skyri en var ekki eins súrt. Salma seldi ég stórum sal- atverksmiðjum í Kaupmannahöfn. Síðar var það einnig selt í búðum.“ Árið 1950 var leitað til Jörgensens um að hann tæki að sér forstjóra- stöðu á mjólkursamsölu í nágrenn- inu; Vigen, sem átti í erfiðleikum. Hann rak svo bæði Jyllinge og Vigen, en 1956 vildu eigendur Vigen selja honum fyrirtækið og varð það úr að hann keypti. Þá seldi hann Jyll- inge byggingameistara nokkrum undir verksmiðju. Jörgensen lýsir framhaldinu svo: „Mjólkurstöðin í Vigen var alveg nýbyggð og langtum betur innréttuð en Jyllinge og betur hæf til skyr- gerðar. Þegar fram liðu stundir voru framleidd u.þ.b. 150.000 kg á ári. Allt gekk vel, þangað til olíukreppan kom og allar framleiðsluvörur hækkuðu í verði. Mjólkin sem ég þurfti að kaupa hækkaði stöðugt. Verð á olíu, rafmagni og laun verkafólksins hækkuðu einnig, svo verð á skyri og Salma varð líka að hækka, sem or- sakaði það, að salan minnkaði svo við urðum að hætta. Hinn 1. janúar 1982 hætti fyrirtækið og byggingarnar voru seldar til annarra nota.“ Þrisvar til Íslands Carl Jörgensen andaðist í Dan- mörku á tíræðisaldri. Elzti sonur þeirra hjóna, Niels Jörgen, varð stöðvarstjóri British European Air- lines í Kaupmannahöfn. Karl Kjeld, sem fæddist á Íslandi 1933, fetaði í fótspor föður síns og varð mjólkur- fræðingur og starfaði að iðn sinni í Danmörku. Hann kom til Íslands um tvítugt og starfaði um tíma í mjólk- ursamlaginu í Borgarnesi. Yngsta barnið, Edda Ósk, giftist til Sviss og gerðist húsmóðir þar. Carl Jörgensen kom þrisvar sinn- um til Íslands eftir að hann flutti aft- ur heim til Danmerkur; 1955 bauð Mjólkurbú Flóamanna Jörgensen- hjónunum til 25 ára afmælisfagnaðar MBF. Þar flutti Jörgensen ávarp á íslenzku, sagðist reyndar vera farinn að ryðga í málinu en vonaði að áheyr- endur skildu hann eins og bændurnir hefðu gert meðan hann var bústjóri! Í lok ræðunnar færði hann MBF fundarbjöllu að gjöf. Árið 1972 kom Carl Jörgensen einn, þar sem kona hans var þá látin. Þeir Jón Pálsson dýralæknir fóru um Suðurland og heimsóttu bændur og hitti Jörgensen þar víða vini í varpa. Árið 1979 kom hann í síðasta skipti til Íslands. freysteinn@mbl.is Carl Jörgensen í heimildaviðtali við Erling Brynjólfsson 1988. Carl Jörgensen í viðtali við Jón Gísla Högna- son. Heima er bezt, 35. árgangur. Sigurgrímur Jónsson, Jón Guðmundsson og Páll Lýðsson: Flóabúið – Saga Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi 1989. Sigurður Einarsson í Holti: Mjólkursamsalan í Reykjavík 1935-15.janúar-1965, Þrjátíu ára afmælisrit. Reykjavík 1965. Jón Pálsson: Fyrsti bústjóri MBF. Suðurland 24. september 1955. Gunnar Jónsson mjólkurfræðingur í samtali við Freystein Jóhannsson. Opnum kosningamiðstöð! Stuðningsmenn Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga, sem haldið verður dagana 4. og 5. nóvember 2005, opna kosningamiðstöð að Síðumúla 13 í dag kl. 14.00. Við bjóðum alla velkomna til þess að líta inn og þiggja kaffiveitingar milli kl. 14.00-17.00. Stuðningsmenn. Skrifstofan verður opin milli kl. 15.00 og 21.00 virka daga og 11.00 og 18.00 um helgar. Kosningaskrifstofa Kjartans Magnússonar, Síðumúla 13, 108 Reykjavík. Sími 5 530 530. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.