Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 11. mars fyrir 50 ár-um lést skoski læknir-inn og vísindamaðurinnAlexander Fleming(1881–1955) af völdum hjartaáfalls. Uppgötvun hans á pen- isillíni var upphaf notkunar fúkalyfja og eitt stærsta framfaraspor í lyfja- og læknisfræði á 20. öldinni. Hún gerði mögulega árangursríka með- ferð fjölmargra smitsjúkdóma, sem öldum saman höfðu verið kallaðir „plágur mannkynsins“. Trúlega eru flestar fullyrðingar í hástigi, og ef til vill einnig fyrirsögn þessarar greinar, hæpnar. En væru sérfróðir aðilar spurðir, hver væri mikilvægasta upp- götvun 20. aldarinnar á sviði heilsu- fræði mundu mjög margir svara að það væri uppgötvun penisillíns. Á þessu ári eru 77 ár liðin frá uppgötv- un þess og núna er 50 ára ártíð þess manns, sem átti stærstan þátt í upp- götvun þess. Saga þessarar uppgötvunar er mjög mikilvæg, en alltof lítið þekkt, jafnvel meðal þeirra fjölmörgu, sem hafa notið góðs af henni, jafnvel lífið sjálft. Sá, sem átti stærstan heiðurinn af þessari uppgötvun, var skoskur læknir og sýklafræðingur að nafni Al- exander Fleming. Aðlaður Nóbelsverðlaunahafi Ef hann hefði ekki verið haldinn þeirri áráttu að telja nauðsynlegt að uppgötva lyf gegn smitsjúkdómum og hefði hann alltaf tekið gaumgæfi- lega til eftir sig á vinnustað, hefði penisillín sennilega ekki uppgötvast. Alexander Fleming fæddist á bóndabæ í Lochfield í Skotlandi 6. ágúst 1881. Upphaflega vann hann hjá skipafélagi, en ýmsir styrkir, sem honum áskotnuðust gerðu honum kleift að hefja nám í læknisfræði í Sa- int Mary’s Hospital í Paddington árið 1901. Árið 1906 lauk hann námi og fékk læknisleyfi sem skurðlæknir. Hann starfaði þó aldrei sem slíkur. Árið 1908 hóf Fleming að vinna við rannsóknarstörf í bólusetningar- vinnustofu sjúkrahússins. Árið 1921 varð hann aðstoðaryfirmaður stofn- unarinnar og árið 1928 varð hann kennari í sýklafræði við háskólann í London. Í september sama ár upp- götvaði hann penisillín. Fleming var aðlaður árið 1944 og árið 1945 hlaut hann Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði ásamt Ernst Boris Chain (1906–1979) og Howard Walter Flor- ey (1898–1968). Sir Alexander Flem- ing lést 11. mars árið 1955 í Chelsea í London. Fleming hafði sem herlæknir í sjúkraskýli í fyrri heimsstyrjöldinni komist að raun um hve gagnlegt lyf gegn smitsjúkdómum gæti orðið. Hann hefur trúlega þekkt til skoðun- ar annars yfirburðamanns á sviði rannsókna í heilbrigðisfræði, Þjóð- verjans Paul Ehrlich (1854–1915), sem kallaði blóðeitrun „Horror auto- toxicus“ vegna þess, að hann gerði sér grein fyrir, hve hjálparvana læknar voru andspænis slíkum sjúk- dómi. Fleming sá í starfi sínu á víg- stöðvunum, að daglega létust her- menn af völdum sýkingar, en ekki af völdum sára. Það, sem stóð læknum þá til boða, voru sóttvarnarefni eins og karbólsýra (fenól), sem var sjúk- lingunum ekki síður hættulegt en sýklunum, ef ekki var farið varlega. Í upphafi var lysózym Fleming leitaði þess vegna ákaft að efnum, sem hefðu áhrif á sýkla og uppgötvaði gerhvata (ensím), lysó- zym, sem er meðal annars í tárum og nefslími, árið 1922. Lysózym hafði að vísu áhrif á nokkra sýkla, en kom ekki að gagni gegn alvarlegum sýkingum. Við rannsóknir sínar ræktaði Flem- ing örveruna Staphylococcus aureus. Þegar hann kom aftur til vinnu sinnar á Saint Mary’s sjúkrahúsinu í London 3. september árið 1928 eftir nokkurra daga leyfi, hafði blágrænn myglu- sveppur breitt úr sér á petrískál með klasasýklum, sem hann hafði gleymt. Hann tók eftir því, að kringum myglusveppinn höfðu bakteríurnar leyst upp. „Hefði ég ekki haft reynslu af lysózymi, hefði ég sennilega fleygt petrískálunum,“ skrifaði Fleming síð- ar. Fleming tók sýni af sveppnum, rannsakaði hann og flokkaði sem Penicillium rubrum, sem er röng flokkun. Tveimur árum síðar flokkaði bandarískur sveppafræðingur stofn- inn sem Penicillium notatum. Flem- ing ræddi þessa óvenjulegu uppgötv- un sína við aðra vísindamenn, en fékk dræmar undirtektir. En grein um þessa uppgötvun var góðu heilli birt í Journal of Experimental Pathology. Fyrstu tilraunir Fleming gerði tilraunir með brún- an ræktunarvökvann, sem sveppur- inn gaf af sér og komst að raun um, að hann var virkur gegn þeim örverum, sem valda barnaveiki, skarlatsótt og lekanda. Sérlega áhugavert fannst honum, að vökvinn truflaði ekki starf- semi hvítu blóðkornanna eins og þau sóttvarnarlyf, sem hann þekkti, gerðu. Þar sem sýklagróðurinn drapst í nokkurra sentímetra fjar- lægð umhverfis sveppinn, varð fljót- lega ljóst, að hann gaf frá sér efni, sem Fleming kallaði penisillín. Hann hafði komið auga á möguleikana, sem sveppurinn bauð upp á, en honum hafði ekki heppnast að vinna sýkla- drepandi efnið í hreinni mynd. Það gerðist ekki fyrr en árið 1939, þegar Ernst Boris Chain og Howard Walter Florey í Oxford leituðu einnig að sýkladrepandi efnum. Chain leitaði þá í gömlum fagtíma- ritum að greinum um lysózym og rakst þá einnig á vinnu Flemings á öðrum og þriðja áratugnum og þar með taldar greinar hans um penisill- ín. Vinnan vakti áhuga Chain og Flo- rey og annar þátturinn í þróunarsögu penisillíns var hafinn. Chain, sem var lífefnafræðingur og hafði flúið of- sóknir nasista í Þýskalandi, tókst fljótlega að styrkja penisillín þúsund- falt og hann hófst þegar handa að prófa verkun hins nýja efnis í dýra- tilraunum ásamt yfirmanni sínum Howard Florey. Árangurinn var ótrúlegur. Mýs, sem voru sýktar með klasasýklum, urðu skjótt albata. Chain tók saman niðurstöður sínar í grein, sem birt var í fagtímaritinu Lancet árið 1940 og vakti heimsathygli. Að sjálfsögðu las Alexander Fleming greinina og fór til Oxford, þar sem Chain gaf starfs- bróður sínum frá London sýnishorn af hinu styrkta penisillíni. Í millitíðinni hafði önnur heims- styrjöldin hafist og þörfin fyrir lyf til meðferðar á sárasmitunum hafði auk- ist. Þess vegna leið ekki langur tími þar til fyrsti sjúklingurinn var meðhöndlaður með penisillíni hinn 12. febrúar árið 1941. Sjúklingurinn var 23 ára gamall lögreglumaður að nafni Albert Alexander, sem þjáðist af blóðeitrun. Þar sem penisillín- magnið, sem var til ráðstöfunar nægði ekki til þess að drepa alla sýkla í líkama hans, dó hann hinn 15. mars árið 1941 eftir að hafa náð töluverðum bata. Eftir að Fleming hafði komist að raun um hinar árangursríku dýra- tilraunir í tímaritinu Lancet, setti hann sig í samband við Florey og bauð honum myglusvepparæktun sína til ráðstöfunar. Í staðinn fékk hann penisillín frá Florey til frekari tilrauna. Árið 1942 meðhöndlaði Fleming sjúkling að nafni Harry Lambert með þessu penisillíni, en læknar Saint Mary’s sjúkrahússins höfðu örvilnaðir reynt að bjarga lífi hans í sex vikur. Eftir sótthitaköst og kvalafulla krampa hafði Lambert fall- ið í ómegin. Fleming, sem hafði sann- kennt heilabólgusýkil, framkvæmdi fyrstu penisillíninndælinguna hinn 6. ágúst 1942. Eftir að frekari inndæl- ingar höfðu verið framkvæmdar á þriggja klukkustunda fresti féll lík- amshitinn niður og varð eðlilegur eft- ir 24 klukkustundir. Penisillíninndæling var fram- kvæmd í 7 daga, en þá steig líkams- hitinn á nýjan leik. Þá ráðlagði Florey að dæla penisillíni beint í mænugöng, sem leiddi til bata. Mánuði síðar gat Lambert yfirgefið sjúkrahúsið heill heilsu. Notkun penisillíns í heimsstyrjöldinni Meðal fyrstu sjúklinga, sem nutu góðs af uppfinningu Flemings, voru flugmenn í konunglega breska flug- hernum, sem höfðu brennst illa í orr- ustunni um Bretland. Lítið eitt af lyf- inu var einnig sent til Pulvertafts, sem var sýklafræðingur við her- sjúkrahúsið í Kaíró, til þess að hann gæti notað það handa særðum her- mönnum úr áttunda hernum. Sá fyrsti, sem naut góðs af lyfinu þar, var ungur Nýsjálendingur, sem þjáðist af útbreiddri smitun, er hann hafði hlot- ið við opið beinbrot á fæti. Hann hafði háan sótthita og var svo alvarlega veikur, að sængurföt hans flóðu í greftri, sem draup úr sárinu. Þegar hann hafði verið veikur í sex mánuði og að dauða kominn, var litlum gúmmíslöngum komið fyrir í smitaða vefnum á vinstra fæti og mjög veik lausn af penisillíni var látin drjúpa gegnum þær. Innan tíu daga var sárið á fætinum gróið og að mánuði liðnum var hann aftur kominn á fætur. Pul- vertaft hafði nægar birgðir af penis- illíni til þess að meðhöndla tíu slík til- felli og af þeim náðu níu sjúklingar fullum bata. Þessi glæsilegi árangur kom miklu róti á hugi manna og varð mjög tíð- ræddur innan heilbrigðisstéttanna og hinn 24. ágúst 1942 birti The Times í London forystugrein, sem bar yfir- skriftina „Penicillium“. Í þessari for- ystugrein var rætt um notagildi lyfs- ins og bent á, að það væri hundrað sinnum virkara en súlfalyf, en að erf- itt væri að framleiða það. Í greininni var eindregið mælt með, að leiðir yrðu sem fyrst fundnar til þess að framleiða lyfið í miklu magni. Svo fast var kveðið að orði, að næstum því mátti skilja forystugrein- ina sem fyrirskipun til bresku ríkis- stjórnarinnar um, að henni bæri skylda til þess að búa svo um hnút- ana, að nægilegt magn yrði framleitt af því eins og öðrum stríðsnauðsynj- um. Ótrúleg spádómsgáfa var að baki titilsíðu hins virta bandaríska tíma- rits Time 15. maí árið 1944, þar sem birt er mynd af Alexander Fleming og sagt orðrétt: „Penisillínið, sem hann uppgötvaði, mun bjarga fleiri mannslífum en styrjaldir fá grand- að.“ Framleiðsla penisillíns í stórum stíl Þegar hér var komið sögu, hafði vaknað mikill áhugi í Bandaríkjunum á framleiðslu penisillíns í stórum stíl. Árið 1943 heppnaðist í fyrsta skipti að framleiða penisillín í kristölluðu formi hjá lyfjaverksmiðjunni E. R. Squibb. Síðar uppgötvaðist, að hægt var að auka uppskeru penisillíns sjötíufalt með því að nota sveppinn Penicillium chrysogenum í stað Penicillium no- tatum, en það gerði framleiðslu lyfs- ins í miklu magni mögulega. En rannsóknir héldu áfram og árið 1948 heppnaðist að framleiða afbrigði af penisillíni, sem þolir áhrif maga- sýru og er kallað fenoxímetylpenisill- ín (penicillín V). Þar með var einnig hægt að gefa hið nýja lyf í töfluformi til inntöku, en upprunalega penisill- ínið hafði þann ókost, að einungis var hægt að gefa það í formi stungulyfs. Átta árum síðar var bygging pen- isillíns uppgötvuð, sem var forsenda þess, að hægt væri að framleiða það með samtengingu. Þó ekki tækist að framleiða penisillín í stórum stíl með samtengingu, hafði þessi uppgötvun mikla þýðingu. Penisillín fór sigurför um heiminn enda þótt það væri aðeins virkt gegn svokölluðum gram-jákvæðum sýkl- um. En efasemdir vöknuðu um nota- gildi þess, þegar í ljós kom, að sumir sýklar lærðu að verjast áhrifum pen- isillíns á þann hátt að framleiða ger- hvatann penisillínasa, sem hvetur breytingu á penisillíni og gerir það óvirkt. Skömmu eftir uppgötvun penisill- íns var farið að rannsaka aðra myglu- sveppi með tilliti til hæfileika þeirra til þess að framleiða sýkladrepandi efnasambönd og má því með sanni segja, að penisillín hafi ekki einungis sannað gildi sitt sem slíkt, heldur hafi það einnig vísað veginn að uppgötvun annarra gagnlegra lyfja í þessum flokki, sem var gefið samheitið fúka- lyf (antibiotika). „Mjór er mikils vísir“ „Mjór er mikils vísir“, segir gamalt og gott orðtak og á það í fáum til- vikum jafnvel við og í því tilfelli, sem lýst hefur verið, það er þróun hins ósýnilega myglugrós, sem upphaf- lega lenti af tilviljun í petrískálinni hjá Alexander Fleming í það að verða eitt af undursamlegustu og gagnleg- ustu lyfjum, sem völ er á og hefur ekki aðeins sjálft bjargað milljónum mannslífa og gert öðrum lífið bæri- legra, heldur einnig markað brautina fyrir vísindamenn til uppgötvunar á öðrum undralyfjum í náttúrunni, hin- um svokölluðu fúkalyfjum. Þó að oft hafi verið um það ritað, að þessi uppgötvun hafi verið einskær tilviljun, fer ekki hjá því, að náttúran verðlaunar aðeins þá, sem með þrot- lausu starfi og óeigingirni hafa öðlast nokkurn skilning á eðli hennar ásamt lotningu fyrir lífinu og hinni miklu móður eða eins og Louis Pasteur orð- aði það svo snilldarlega: „Tilviljunin er hagstæðust fyrir hinn þroskaða huga“. Það er í frásögur fært, að enda þótt Fleming væri fagnað af öllum hinum siðmenntaða heimi, var hann áfram hinn sami, hæverski en ein- beitti og lítilláti vísindamaður. Hann gerði sjálfur lítið úr afreki sínu og ýtti dyggilega undir áðurnefndan orðróm um tilviljun er hann lýsti því yfir, að hann hefði uppgötvað penisillín af einskærri tilviljun og bætti við: „Ég gerði ekki neitt. Móðir náttúra býr til penisillín, ég fann það aðeins“. Mikilvægasta uppgötvun tuttugustu aldarinnar „Penisillínið, sem hann uppgötvaði, mun bjarga fleiri mannslífum en styrjaldir fá grandað,“ sagði á forsíðu tíma- ritsins Time 15. maí 1944 yfir mynd af Alexander Fleming. Vilhjálmur G. Skúlason segir forsíðuna hafa lýst ótrúlegri spádómsgáfu og rekur líf og starf Flemings, sem sagðist hafa uppgötvað penisillínið fyrir einskæra tilviljun. Alexander Fleming var ávallt hógvær þegar uppfinning hans var rædd: „Ég gerði ekki neitt. Móðir náttúra býr til penisillín, ég fann það aðeins.“ Höfundur er prófessor emeritus í lyfjaefnafræði í HÍ. Þörfin fyrir lyf til meðferðar á sárasmiti jókst mikið í seinni heimsstyrjöldinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.