Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jakob Guð-mundsson fæddist á Hæli í Flókadal 31. maí 1913. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 26. september sl. Foreldrar hans voru Helga Jakobs- dóttir frá Varma- læk, f. 15. marz 1885, d. 6. október 1928, og Guðmund- ur Bjarnason frá Hömrum og Hæli, f. 28. desember 1886, d. 18. febrúar 1978, bændur á Hæli. Systur Jakobs eru: 1) Ingibjörg Andrína, húsfreyja á Hæli, f. 5. desember 1916, nú búsett í Kópa- vogi. Maður hennar Ingimundur Ásgeirsson bóndi á Hæli, d. 1985. 2) Herdís, húsfreyja á Þverfelli í haustið 1985 en búskapur Jakobs og Ingibjargar stóð til hausts 1991. Þar var um samvinnubú- skap að ræða. Eftir búskaparlok dvaldi Jakob áfram á Hæli í rúma tvo mánuði, síðan um skeið hjá Herdísi systur sinni á Þverfelli, en vorið 1992 flutti hann á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem hann átti heima til ævi- loka. Jakob var við nám í Reykholts- skóla 1933–1935. Hann vann mest að búinu á Hæli áður en hann hóf búskap sjálfur, en stundaði tíma- bundna vinnu utan heimilis, svo sem vegavinnu og önnur íhlaupa- verk. Einnig vann hann á haust- um í sláturhúsi á Hurðarbaki og hélt því áfram í mörg haust eftir að hann hóf búskap. Leitarmaður í Fljótsdrögum í fjölda ára og leit- arstjóri í allnokkur ár. Starfaði mikið í Ungmennafélagi Reyk- dæla, tók virkan þátt í byggingu félagsheimilisins, leikstarfsemi og skógræktarstarfi. Útför Jakobs var gerð frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. október. Lundarreykjadal, f. 7. júlí 1918. Maður hennar Björn Dav- íðsson bóndi á Þver- felli, d. 1998. 3) Val- gerður, f. 4. júní 1923, d. 21. júlí s.á. 4) Stúlka, f. 10. júní 1924, d. 11. júní s.á. 5) Margrét Þórey Stefanía leikkona í Reykjavík, f. 22. nóv- ember 1933. Dóttir Guðmundar og seinni konu hans, Stefaníu Arnórsdótt- ur. Tvígift. Fyrri maður Emanúel Cilia, þau skildu. Síðari maður Bessi Bjarnason leikari, d. 2005. Jakob var bóndi á Hæli frá vori 1938 til hausts 1991. Frá árinu 1943 hófu Ingibjörg og Ingi- mundur maður hennar búskap á móti Jakobi, Ingimundur lézt Látinn er móðurbróðir minn Jak- ob Guðmundsson frá Hæli. Minningabrot raðast saman frá hans löngu ævi, bæði frásagnir hans og minningar sem ég á frá heimsókn- um okkar upp að Hæli, einnig eftir að hann hætti búskap og fluttist á Dvalarheimi aldraðra í Borgarnesi. Jakob dvaldi hjá foreldrum mínum hér á Þverfelli um tíma eftir að hann hætti búskap á Hæli og beið eftir plássi á Dvalarheimilinu en þar var hans heimili síðustu árin. Hægt væri að segja frá og rifja margt skemmti- legt upp af spjalli okkar og ánægju- legum samverustundum, frásagnir af göngum á Arnarvatnsheiðinni, leiksýningum í Logalandi, ferðum á skemmtanir í nágrannasveitunum, hestamannamótum, dvöl hans í Reykholtsskóla svo eitthvað sé nefnt. Í einni af heimsókn minni nú á árinu barst talið meðal annars að heyskapnum, hvernig gengi og hvað væri eftir að slá. Jakob þurfti að fylgjast með og vita hvort allt væri ekki í lagi og þegar það var komið á hreint barst talið að breyttum tímum og vinnubrögðum. Og nú langar mig til að þið komið með mér í heimsókn til Jakobs þar sem hann sat á rúminu sínu, hallaði sér fram og studdi hönd- um á hné og rifjaði upp minningu frá því hann var 14 ára. Og fer frásögn hans hér á eftir. Sumarið 1927 var mikið grasleys- issumar. Það þurfti að fara vítt og breitt að leita að slægjum, helst var eitthvað að hafa í starar- og brokfló- um. Við á Hæli fórum fram í Djúpa- flóa. En þar var lítið að hafa og ekki verið þar nema einn dag. Flóinn er líka ófær fyrir hesta, aðeins hægt að komast yfir hann á einum stað. Þá var brugðið á það ráð að fá leyfi til að slá á afrétti Lunddæla fram hjá Sandfellum en þau eru á Lundar- tungu. Þar var verið við heyskap í eina viku. Þeir sem þangað fóru og lágu þar við voru faðir minn (Guð- mundur Bjarnason) og tvær kaupa- konur sem voru kallaðar Sissa og Rúna en þær voru kaupakonur á Hæli í nokkur sumur. Pabbi var góð- ur sláttumaður og þær afburða dug- legar. Pabbi sló og batt en þær rök- uðu og þurrkuðu eins og tími var til. Við Steindi (Steingrímur Oddsson) fórum á milli með hestana, ætli ég hafi ekki verið 14 ára og Steindi á 13. ári. Við höfðum 14 reiðingshross sem heybandið var borið á heim og tvo reiðhesta, svo var eitthvað af folöld- um og trippum sem fylgdu merun- um, þau fengu sér sopa af og til og lærðu líka að rekast með. Léttustu sáturnar voru látnar á hryssurnar en þær þyngstu á stærstu og dugleg- ustu klárana. Það var mikið verk að beisla og leggja á öll þessi hross á morgnana og spretta af og koma þeim í haga á kvöldin. Hvert hross átti sitt beisli og sinn reiðing, það fór best þannig. Farin var ein og hálf ferð á dag enda langur engjavegur. Við sváfum heima aðra nóttina en framfrá í tjaldinu hjá engjafólkinu hina. Fólkið sem var heima tók við sátunum, breiddi heyið og þurrkaði til fulls. En heima voru Jón Jóseps- son sem var vinnumaður í 9 ár, Hall- fríður Narfadóttir hún var í 17 ár, Helga Þórðardóttir (var á Hæli til ársins 1974) Gauja (Guðbjörg Ei- ríksdóttir) hún hjálpaði til inni og svo auðvitað stelpurnar Inga (11 ára) og Dísa (9 ára). Sú sem allt hvíldi á heima var mamma (Helga Jakobs- dóttir) hún sá um alla matseld bæði fyrir þá sem heima voru og fyrir fólkið sem var á engjunum. Hafa allt tilbúið og útbúa matinn sem fluttur var á klakk frameftir og búa vel um hann svo hann kæmist óskemmdur til fólksins. ... Það mátti ekki gleyma neinu. … Við rákum reiðingshestana á milli en teymdum þá ekki í lest eins og var vaninn, það fór betur með þá. … Það hallaðist varla á og fór aldrei ofan í þessum ferðum. … Þetta gekk mjög vel, sennilega höfum við fengið um 250 sátur. … Það var siður á Hæli þegar túnaslætti var lokið að hafa töðugjöld, farið í leiki og jafnvel dansað og leikið undir á hárgreiðu eða munnhörpu. … Svo var alltaf haldið kaupakonuball á haustin upp í Reykholtsdal. Þetta var skemmtileg- ur tími og það hjálpuðust allir að. Sagði Jakob. Hafðu kæra þökk fyrir þessa frá- sögn og allar hinar sem við hér á Þverfelli geymum í huga okkar og nokkrar komnar á blað. Myndbrot af einni viku er ekki langur tími af þeim rúmlega 92 árum sem þú lifðir, en lýsir vel þeirri trúmennsku og sam- viskusemi sem einkenndi þig alla tíð. En eitt er víst að það eru margir sem eiga eftir að sakna þín og minnast góðs félaga, frænda og vinar. Frændfólkið frá Hæli, hafið hjartans þökk fyrir umhyggju og umönnun Jakobs, einnig „stelpurnar“ á Dval- arheimilinu, ykkur öllum verður seint fullþakkað. Systir þín Dísa, Jakob Guðmundur og Rúnar, við þökkum þér margar góðar stundir og trygglyndi í okkar garð. Hvíldu í friði. Þín frænka, Inga Helga. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast gamals og góðs granna og vinar. Jakob á Hæli var fæddur þar og ól þar mestan aldur sinn. Hann lést 26. sept sl. Hann fór að búa árið 1938 á Hæli 25 ára að aldri, á móti föður sín- um. Árið 1943 fór Ingibjörg systir hans og maður hennar Ingimundur Ásgeirsson að búa á jarðarhluta Guðmundar, föður þeirra systkina. Blandað bú var á Hæli. Jakob sinnti alla tíð meira sauðfénu. Kynnin af Jakob eru orðin löng og öll þannig að eftir stendur ljúf minn- ing og söknuður. Lönd Hæls og Brennistaða liggja saman og meiri hluti landsins ógirtur. Tæpur kíló- metri er á milli bæjanna. Samgangur kinda og hrossa var því óhjákvæmi- lega mikill. Smölun til rúnings á vor- in og til rétta á haustin fór fram á sama tíma og samvinna við flest, sem að því laut. Unga fólkið á bænum minnist oft þessara góðu daga. Rekstur óskilafjár til Rauðsgilsrétt- ar, sundurdráttur og heimrekstur var unninn sameiginlega. Jakob var ævinlega mættur fyrstur manna og sá um að rétt væri dregið og ekki rekið of hratt. Hann var mikill dýra- vinur og kom það hvarvetna fram. Umhyggja, greiðvikni og hjálpsemi voru honum í blóð borin. Varla er hægt að renna huganum til baka nema Jakob komi þar við sögu. Á langri ævi hans urðu flestar framfarir hér á landi. Fyrstu minn- ingar um Jakob tengjast vinnu með frumstæðum verkfærum. Árið 1937 hófst mjólkursala hér í nágrenni. Fyrsta veturinn var mjólkin flutt á reiðingum yfir háls og á veginn neð- an við Reykholt. Eitt sinn á heimleið gerði hörku suðvestan byl á hálsin- um. Brúsarnir sviptust af klökkun- um og út í bylinn. Jakob batt þá sem fundust við nálæga girðingu. Þetta er eftir sögn hans sjálfs. Allir flutningar voru mjög seinleg- ir og erfiðir á þessum árum. Vegir voru frumstæðir. Á hverju ári var reynt að tosa þeim áfram og nær bæjum. Á vorin unnu flestir vinnu- færir í vegavinnu. Hestvagnar voru flutningstækin og mokað í með skófl- um. 10 ára var undirritaður kúskur í vegavinnunni. Það er teymdi hesta fyrir vögnum. Samferðamaður var Jakob ásamt fleirum, bæði í og úr vinnu. Hann og faðir minn mokuðu saman. Tveir og tveir unnu saman. Sex árum seinna stóð ég við hlið Jak- obs og mokaði á bíla, sem þá var far- ið að nota. Tveim eða þrem árum seinna komu vélskóflur. Í matartím- um bar gamanmál oft á góma um það sáu Jakob og Guðmundur, faðir hans með sinni léttu kímni. Hæll átti áveituengi tæpa 2 km frá bænum. Það spratt vel. Alltaf var sama undrunarefnið hve fljótt og hve mörg heysæti risu á enginu, þegar gerði þurrk. Næsta þurran dag var heyið síðan bundið og heybandslest- in sást þokast heim Hælsásinn. Jak- ob var milliferðamaður. Vinnukappið mikið og allt unnið með handverk- færum. Á fjórða áratugnum var Jakob tvo vetur í Reykholtsskóla. Þar var hann ásamt öðrum matarstjóri. Þeir unnu við slátrun gripa handa mötuneytinu og sinntu ýmsum störfum við mat- aröflun. Þetta þykir einkennilegt núna. Þessu eins og öðru sinnti Jak- ob með sinni kunnu samviskusemi. Ekki kom þetta niður á náminu, enda hafði hann trútt minni, sem hann hélt til hins síðasta. Þegar Jakob hafði aldur til fór hann að starfa með Ungmennafélagi Reykdæla. Félagar æfðu og sýndu leikrit mörg ár. Margir minnast Jak- obs þar í ýmsum hlutverkum. Leik- hæfileikar voru honum í blóð bornir og hlutverkunum skilaði hann með mestu prýði. Laust fyrir miðja síðustu öld hófst veruleg uppbygging í sveitum. Bændur unnu mikið að mannvirkja- gerðinni sjálfir en alltaf þurfti aðstoð við steypu og annað sem unnið var í skorpum. Marga vinnudaga skuldum við hér á bæ honum Jakob. Enga greiðslu vildi hann fyrir. Þegar þurfti að fella uppáhalds reiðhest eða annað sem manni var ekki sama um var hringt í Jakob. Öllu þessu enda- lausa kvabbi sinnti hann með sömu geðprýðinni og ljúfmennskunni. Mjög gestkvæmt var á Hæli. Það sem að veitingum sneri naut Jakob að sjálfsögðu systur sinnar en gest- risni var einstök hjá Hælsbændum. Á mannamótum var Jakob hrókur alls fagnaðar. Alltaf var glaðværð í kring um hann. Ingimundur mágur Jakobs lést 1985 og eftir það bjó Jak- ob, með systur sinni, á Hæli til ársins 1991. Þá flutti hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar átti hann nokkur góð ár. Heilsan góð og marg- ir góðir kunningjar. Seinustu mánuði var Jakob orðinn þjáður af sjúkdómi þeim sem flesta leggur að velli núna. Fjölskyldan á Brennistöðum flytur honum þakkir fyrir samfylgdina í líf- inu. Börnum okkar var hann sem um- hyggjusamur afi. Það eru hrein for- réttindi að eiga slíka nágranna. Árni Theódórsson, Brennistöðum. Kynni okkar Jakobs Guðmunds- sonar, bónda á Hæli í Flókadal í Borgarfirði, hófust fyrir 55 árum. Hann var ungur, kraftmikill og vinnusamur bóndi. Ég var 12 ára stráklingur, sem var svo heppinn að vera sendur í sveit á þennan bæ. Enginn staður á Íslandi er mér hjartfólgnari en Hæll í Flókadal. Hjá engu fólki hefur mér þótt betra að vera en fólkinu þar. Að vera í sveit hjá góðu fólki er betri undirbúningur undir lífið en allt annað. Í sumar frétti ég að Jakob ætti ekki langt eftir. Ég fór upp á Akra- nes ásamt konu minni og einum dótt- ursona okkar, en þar lá Jakob á sjúkrahúsi. Hann var þreyttur en mér fannst hann ekki vera að deyja. Hann var á tíræðisaldri en það sást varla grátt hár á höfði hans. Hann var eins og hann hafði alltaf verið, rólegur, íhugull, gamansamur, spurði margs og gerði lítið úr veik- indum sínum. Okkur leið betur þeg- ar við fórum. Mér hefur alltaf liðið betur þegar ég hef hitt fólkið frá Hæli. Ég fylgdi honum eftir út um allt. Út á tún. Í fjósið. Í fjárhúsin. Í hlöð- urnar. Við skurðgröft. Girðingar- vinnu. Við smölun. Á næstu bæi. Yfir í Reykholtsdal. Í Rauðsgilsrétt. En aldrei í leitir. Það var ævintýrabrag- ur á því, þegar Jakob fór í leitir á haustin. Og alltaf töluðum við saman. Upp- eldið sem ég fékk á Hæli var ekki bara fólgið í því að þar lærði ég að vinna heldur ekki síður í samtölum við fólkið þar, Jakob, Guðmund föður hans, Ingimund mág hans frá Reykj- um í Lundarreykjadal og Ingu syst- ur hans. Það voru þroskandi samtöl. Þá kjölfestu, sem ég kann að hafa fundið í lífinu öðlaðist ég hjá þessu fólki. Jakob Guðmundsson hafði ákaf- lega jákvæða afstöðu til lífsins og fólksins í kringum sig. Það var mannbætandi að kynnast honum og þekkja hann. Hann var einhleypur og barnlaus en óþreytandi við að snúast í kringum dætur mínar litlar, þegar þær komu í heimsókn að Hæli. Sú vinna, sem mér líkaði bezt á Hæli var vinnan í fjósinu. Að hand- mjólka kýr og moka flór. Suma daga finnst mér að vinna mín á Morgun- blaðinu snúist um það sama – að moka flór. Við sem þekktum Jakob Guð- mundsson söknum hans. Ég mun aldrei getað þakkað forsjóninni nóg- samlega fyrir að hafa kynnzt honum og hans fólki. Hann var jarðsettur í kyrrþey frá kirkjunni í Reykholti í gær, laugardag. Sem var í samræmi við þá hófsemd og hlédrægni, sem einkenndi líf hans allt. Styrmir Gunnarsson. JAKOB GUÐMUNDSSON Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.