Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 45

Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 45 MINNINGAR Á Rafael er ekki minnstbeinum orðum íþeirri útgáfu Heil-agrar ritningar semÍslendingar nota jafnan. Ástæðan er sú, að aðal heimild um þann erkiengil er Tobítsbók, sem er eitt apókrýfu- rita Gamla testamentisins. Þau fylgdu íslenskum útgáfum Bibl- íunnar fram á 19. öld, voru þó ekki höfð með 1813 og 1866, eða 1908 og 1912, en munu koma inn aftur á næsta ári. Tobítsbók var rituð á grísku, hebresku eða amameisku u.þ.b. 175 f.Kr. og greinir frá því, að Rafael er sendur til jarðar eftir bænir góðs fólks, annars vegar að lækna Tobít Tóbíelsson nokkurn af blindu, en hann var af kynkvísl Naftalí er sagt þar, og hins vegar að hjálpa Söru Ragúelsdóttur í Ekbatana í Medíu í baráttu henn- ar við illan anda, Asmódeus, og að gefa hana svo Tobíasi Tobíts- syni að konu. Er Rafael þar í gervi manns og kveðst heita As- aría („Guð hjálpar“). Í þeirri för kemur hundur nokkuð við sögu, og einnig fiskgall, en það er ein- mitt meðalið sem færir augum Tobíts bata. Verndarmáttur erki- engilsins er hvarvetna að verki í reisunni inn í Medíu. Þegar fullnaðarsigur er unninn kallar Rafael þá feðga til sín af- síðis, og heldur þar lokaræðu, og segir m.a.: „Lofið Guð og þakkið honum og gefið hon- um dýrðina, og þakkið honum fyrir það, sem hann hefir við yður gjört í áheyrn alls þess, sem lifir. Það er gott að lofa Guð og mikla nafn hans með því að víðfrægja verk hans. Frestið eigi að tjá honum þakkir [...] Gjörið gott, og þá mun yður ekkert illt henda. Góð er bæn ásamt föstu, vel- gjörðasemi og réttlæti. Betra er lítið með réttu en mikið með röngu. Betra er að veita velgjörðir en að leggja gull í sjóð.“ Svo kemur enn glæsilegri og áhrifaríkari kafli í framhaldinu: „Og nú, þegar þú og Sara tengdadóttir þín báðust fyrir, bar eg bænarfórn ykkar fram fyrir hinn heilaga; og þegar þú jarðaðir hina dánu, var eg sömuleiðis hjá þér. Og þegar þú stóðst hiklaust upp og yfirgafst máltíð þína, til að fara og búa hinum dána gröf, þá var mér eigi dulið góðverkið, sem þú varst að vinna, heldur var eg með þér. Og nú sendi Guð mig til að lækna þig og tengdadóttur þína, Söru. Eg er Rafael, einn af þeim sjö heilögu englum, sem bera bænir heilagra til hæða og mega ganga fram fyrir dýrð hins heilaga.“ Þeir urðu báðir hræddir og „féllu á ásjónu sína“ við að heyra þessi miklu og óvæntu tíðindi. En hann sagði við þá: „Óttist ekki, ykkur mun vel farnast. En lof- ið Guð að eilífu. Því að eg kom ekki af eigin vild, heldur að vilja Guðs vors; lofið hann því að eilífu. Alla þessa daga hefi eg birzt yður í sýn, og neytti hvorki matar né drykkjar […]. Og þakkið nú Guði, því að eg stíg upp til hans, sem sendi mig […].“ Flestar myndir af Rafael hafa að yrkisefni þetta ferðalag hans, sem Tobítsbók greinir frá. Sem förumaður er hann í sandölum, með göngustaf, og hárið er bund- ið upp með linda. Stundum er vatnsflaska fest við belti. En þeg- ar hann er teiknaður sem vernd- arengill, er hann ríkulegar búinn, oft með aðra hönd upprétta, til merkis um varúð, og sverð í hinni. Myndin sem þessum pistli fylgir nefnist „Tobías og engill- inn“ og er eftir ítalska listmál- arann Francesco Bacchiacca (1494–1557). Rafaels er einnig getið víða í Enoksbók, einu psevdepígraf- ískra opinberunarrita Gamla testamentisins, frá 2. öld f.Kr., m.a. sem „græðari“ jarðarinnar, eftir að fallnir englar höfðu saurgað og vanhelgað hana með afbrotum sínum. Rafael er líka oft talinn vera engillinn á Betlehemsvöllum (Lúkasarguðspjall 2: 10–11), er sagði við fjárhirðana: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Þá er hann stundum tengdur við eftirfarandi frásögu í Jóhann- esarguðspjalli (5: 2–4): Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra sem biðu hrær- ingar vatnsins. En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatns- ins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann. Og menn telja sig aukinheldur þekkja hann sem engilinn í Op- inberunarbókinni (8: 3–4), sem hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heil- ögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu. Og reykurinn af reykelsinu steig upp með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði. Rafael hefur lengi verið í met- um í kristna heiminum, sér- staklega í austurkirkjunni. Hann er verndardýrlingur lækna og blindra, en einkum þó pílagríma og annarra ferðalanga. Auk stafs- ins er aðal tákn hans fiskur. Messudagur hans er ýmist sagður vera 29. september eða 24. október. Ekki veit ég hvort er réttara. Í Íslam er Rafael einn fjögurra erkiengla sem gæta hásætis Allah. Nafn hans merkir „Guð læknar“, „hinn bjarti sem lækn- ar“,„Guð hefur læknað“, „mis- kunn Guðs“ eða eitthvað í þá veruna. Rafael erkiengill sigurdur.aegisson@kirkjan.is Rafael er oftast nefnd- ur á eftir Mikael og Gabríel, og er – að því er virðist – fyrst getið í rituðu máli í einni apókrýfubóka Gamla testamentisins. Sigurður Ægisson fjallar í dag um þenn- an ljúfa sendiboða Guðs og hjálpara mannkynsins í bar- áttunni við hið illa. HUGVEKJA ✝ Örn Ólafssonfæddist á Hamri í Hamarsfirði 13. nóvember 1932. Hann lést á Land- spítala Fossvogi 28. september síðastlið- inn. Foreldrar Arn- ar voru hjónin Ólaf- ur Þórlindsson bóndi á Hamri, f. 15. mars 1891, d. 16. ágúst 1971, og Þóra Stefánsdóttir, f. 4. júlí 1895, d. 6. ágúst 1973. Systkini Arnar eru Stefán Steinar, f. 24. október 1920, d. 2. desember 1960; Jón lögreglumaður á Eski- firði, f. 28. febrúar 1923, d. 5. nóvember 2002, kvæntur Valdísi Ármann, f. 11. júní 1926, þau eiga fjögur börn; Ingibjörg, f. 10. desember 1925, býr á Djúpa- vogi, gift Jóni Björnssyni, f. 3. maí 1920, d. 19. október 1991, þau eiga tvær dætur; og Hrefna, f. 12. febrúar 1928, d. 9. apríl 2001, bjó í Ytri-Fagradal, gift Steinólfi Lárussyni, f. 26. júní 1928, þau eiga fjögur börn. Örn kvænist Traudel Winkler 1965, þau skildu 1970. Dóttir þeirra er Alexandra Sól- veig, f. 9. júní 1966, gift Unn- steini Guðmunds- syni, þau eru bú- sett á Grundarfirði. Börn þeirra eru Örn Ingi, f. 6. maí 1989, Rúna Ösp, f. 20. apríl 1996 og Lydia Rós, f. 7. jan- úar 2001. Örn varð stúdent frá Mennta- skólanum að Laugarvatni 1956 og var í Þýskalandi 1958 til 1960 og nam hagfræði við háskólana í Freiburg og Tübingen. Hann var ráðunautur við búreikningadeild Búnaðarfélags Íslands frá 1963 til 1971 og bjó á Hamri við Ham- arsfjörð frá 1971 til 1982, það ár flytur hann til Reykjavíkur og var búsettur á Barónstíg 41 til dánardægurs. Útför Arnar fór fram frá Djúpavogskirkju 8. október, í kyrrþey að ósk hins látna. Frændi minn, Örn Ólafsson, lést á Landspítalanum í Fossvogi, hinn 28. september sl. Örn fæddist á Hamri í Hamarsfirði hinn 13. nóvember 1932, sonur hjónanna Ólafs Þórlindssonar og Þóru Stefánsdóttur, sem þar bjuggu frá árinu 1919 til æviloka. Ólafur lést árið 1971, en Þóra 1973. Á Hamri var mjög gestkvæmt, ekki síst á árunum fyrir bílaöldina, þegar fólk sótti lífsnauðsynjar á Djúpavog. Má segja að flestir, sem um þjóðveginn fóru, kæmu við á Hamri. Þar voru alltaf sömu góðu viðtökurnar af hálfu heimilisfólks, matur, kaffi og notalegt spjall. Á Hamri var ég tíður gestur, enda var þar margt af ungu og hressu fólki. Systkinin á Hamri, börn hjónanna, voru fimm og Örn þeirra yngstur. Auk þess starfaði þar sú merka menningarstofnun, farskóli, nokkra vetur og þar komu við sögu margir góðir kennarar. Hlotnaðist mér sú hamingja að sitja á skólabekk hjá tveimur þeirra, þeim Einari Sveins- syni frá Breiðdalsvík og Torfa Stein- þórssyni frá Hala í Suðursveit, tvo vetrarparta. Varð mér þeirra leið- sögn notadrjúg, er ég þurfti að spjara mig í öðrum skólum síðar á lífsleið- inni. Eftir venjulegt nám í farskólanum í Álftafirði lá leið Arnar til Laugar- vatns þar sem hann lauk námi í hér- aðsskólanum og síðar stúdentsprófi úr menntaskólanum. Eftir stúdents- próf stundaði hann um skeið háskóla- nám í Þýskalandi. Eftir nám þar flutt- ist hann aftur heim og vann um skeið hjá Bændasamtökum Íslands, mest við gerð búreikninga. Fór hann víða um land í þeim erindum. Eftir lát foreldra sinna tók hann við búrekstrinum á Hamri, fjölgaði sauð- fénu og byggði ný gripahús. En starf bóndans á landmikilli sauðjörð er erf- itt og heilsa hans gaf sig. Lauk því hefðbundnum búskap á Hamri með því að Örn keypti litla íbúð í Reykja- vík og flutti þangað. Bjó hann þar síð- ustu árin ásamt sambýliskonu sinni, Guðveigu Sigfinnsdóttur frá Norð- firði. Áður hafði hann verið giftur, þýskri konu, Traudel, en leiðir þeirra skildu. Eignuðust þau dótturina Alexöndru Sólveigu, sem er gift og býr í Grundarfirði ásamt manni sín- um, Unnsteini Guðmundssyni. Eiga þau þrjú börn. Að leiðarlokum vil ég þakka Erni frænda mínum gömlu árin, einkum þau ár sem við vorum strákar í Ham- arsfirði, eignuðumst reiðhjól og fór- um ýmsar ferðir. Ef til vill er það mest honum að þakka að ég lærði að aka bíl eftir að rauði vörubíllinn var keyptur að Hamri. Vegna breyttrar búsetu og margvíslegra anna varð samband okkar lítið árum saman, en síðustu árin tókum við upp löng sím- töl, mest um mannlíf í syðstu dölum Suður-Múlasýslu, en fyrir sögunni, landinu og fólkinu hafði hann brenn- andi áhuga. Það allt vil ég þakka hon- um að leiðarlokum. Ingimar Sveinsson. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! Þessar upphafslínur Einars Bene- diktssonar í kvæðinu Norðurljós koma mér í hug nú þegar frændi minn Örn Ólafsson hefur verið lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Hermannastekkum í mynni Hamars- fjarðar, þar sem fyrir eru foreldrar hans, bræður og fleiri úr hans frænd- garði. Óvíða eiga þessi upphafsorð skáldsins betur við en um þau mögn- uðu hughrif sem skapast geta á Ham- arsfirðinum á stjörnubjörtum haust- kvöldum undir iðandi dansi norðurljósanna þegar blikar á sund og voga. Einar Benediktsson, sem Örn hélt mikið upp á, segir líka í Einræðum Starkaðar; Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið sem hrapandi straumur. – Eilífðin sjálf, hún er alein til. – Vor eigin tími er villa og draumur. Örn var yngstur fimm systkina og fékk tækifæri til að komast til mennta sem engan veginn var sjálfgefið þá um fólk úr heimkynnum hans. Hann sótti framhaldsnám erlendis sem ekki var þá heldur svo algengt sem nú er. Einhvern veginn, líklega samofið í eðli hans sjálfs og tilviljunum, sem saman ráða mestu um líf manna, æxl- aðist svo að hann náði ekki þeirri fót- festu sem ætlunin var með náminu, taldi raunar sjálfur síðar, að betur hefði hentað að haga því með öðrum hætti. Kom heim með konu sína, Traudel, og eignaðist með henni dótt- urina Alexöndru og bjó í Reykjavík. Starfaði um árabil eftir nám við leið- beiningar og hagfræðilega úrvinnslu búreikninga á vegum Búnaðarfélags Íslands, sem þá var nokkur nýlunda. Ferðaðist þá mikið og átti mikil sam- skipti við bændur og líkaði um margt vel. Tók síðan við ábúð á föðurleifð sinni, Hamri í Hamarsfirði og bjó þar í rúman áratug í sambúð með Guð- veigu en þau brugðu síðan búi og fluttu aftur suður þar sem hann starf- aði við ýmis skrifstofustörf fyrstu ár- in þar á eftir en hafði mörg síðustu ár verið lélegur til heilsu. Örn var um margt hafsjór af fróð- leik, vel heima í hinum aðskiljanleg- ustu bókmenntum, þekkti til ótrúlegs fjölda fólks, sérstaklega úr sinni sam- tíð og eldra, og kunni ættir og ein- kenni manna, ekki síst ýmissa þeirra sem skáru sig úr fjöldanum. Minni hans í þessum efnum og fleiru var óvenjulegt. Frásagnargáfa hans var mikil. Því er þó ekki að neita að stundum þurfti nokkra þolinmæði viðmælandans þegar Örn komst á skrið í upprifjunum um minnisverða skólabræður frá Laugarvatni, ýmsa kynlega kvisti sem hann kynntist á lífsleiðinni og almennt menn og mál- efni. Á fyrstu árum mínum í Reykja- vík dvaldist ég töluvert á heimili hans og stend alltaf í þakkarskuld fyrir. Á þessum árum kynntist ég Erni vel og hygg að ég hafi um sumt þekkt hann betur en flestir. Örn var ekki ein- faldrar gerðar frekar en fleiri af hans ættstofni. Gat verið afundinn og snú- inn, gustmikill og stundum meinyrtur þannig að fólki stóð stuggur af. Þeir sem betur þekktu til vissu þó að undir þessu hrjúfa yfirborði bjó viðkvæm sál, örugglega miklum gáfum gædd en stundum var hann sjálfum sér verstur. Á þessum tímamótum koma upp í hugann ótal minningabrot sum kát- brosleg, m.a. frá búskaparárum Arn- ar en þar, sem í ýmsu öðru, fór hann ekki alltaf troðnar slóðir. Ég lýk þessum fáu eftirmælum mínum um frænda minn, Örn Ólafs- son, með erindi úr kvæði Jóns Sig- urðssonar frá Rjóðri, Kveðja til Ham- arsdals, sem átti í Erni miklar taugar eins og fleirum í hans ætt. Í fjöllum þínum á ég ótal spor, hér urðu fegurst bernsku minnar vor. Í lofti tæru lyngsins ilm ég fann. hér lærði ég margt það besta sem ég kann. Guðjón Ármann. Látinn er bekkjarbróðir okkar, Örn Ólafsson. Haustið 1952 er við hófum nám við Menntaskólann að Laugarvatni varð okkur strax mjög minnisstæður einn nemandinn sem settist með okkur í fyrsta bekk. Örn hét hann og var Ólafsson frá Hamri í Geithellnahreppi í Suður Múlasýslu. Örn hafði þá stundað nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni í þrjá vetur og taldist heimavanur á staðnum. Samvist okkar Arnar á Laugarvatni stóð í fjóra vetur og lauk við stúdents- próf 1956. Þrír okkar deildu með hon- um 14 fermetra herbergi alla þá tíð og við eigum margar og mætar minn- ingar um hann sem rifjast nú upp þegar hann er allur. Örn var með hæstu mönnum í skól- anum, þriggja álna maður og vel það. Hann var þrekinn, ekki þó gildvax- inn, hnarreistur í göngulagi, hallaði lítið eitt höfði. Andlitsdrættir frekar sterkir, augnsvipur hýr. Hann var fé- lagslyndur maður þegar hann vildi, sagnasjór og kunni gnótt af tækifær- isvísum. Frásagnarhæfileikar hans voru miklir, og ef hann átti það til að dæma menn, valdi hann til þess sög- ur, sumar ærið hnyttnar því skop- skyn hafði hann gott. Mannþekkjari var Örn og var honum ekki mikið þokað ef einhver ætlaði að abbast upp á hann. En hann hafði jafnframt við- kvæma lund, sennilega meir en okkur félaga hans grunaði, enda flíkaði hann lítt tilfinningum sínum. Bros- andi andvarp yfir ölkrús í lok góðrar sögu. Örn var góður námsmaður ef hann vildi taka á því. Saga og náttúrufræði voru honum kærar námsgreinar, einnig var íslenskukunnátta hans ágæt, og þau tungumál stundaði hann sem honum þótti einhver veigur í. Stærðfræði lét hann minna með, enda var hann máladeildarmaður. Honum tókst vel upp með bókfærslu enda kom honum það vel síðar í lífinu. Hann var karlmenni að burðum og íþróttamaður góður þar sem afl og líkamsstyrkur réðu árangri. Erni var margt annað vel gefið og í lok sam- verutíma okkar var hann farinn að fást við yrkingar, orti alvöruleg heim- spekiljóð, en ekki hélt hann þeirri iðk- un við. Það birtir í hug okkar bekkj- arsystkina Arnars þegar við minnumst hans og menntaskólaár- anna á Laugarvatni. Örn fór til náms við Háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Eftir heim- komuna fékkst hann við margvísleg- ustu störf, vann m.a. sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands í mörg ár og bjó í 11 ár á ættaróðalinu Hamri í Hamarsfirði unz hann missti heilsuna og flutti til Reykjavíkur. Við kveðjum nú þennan skólabróð- ur og góða félaga með harm í huga og vottum Alexöndru dóttur hans, barnabörnum og öðrum vandamönn- um hluttekningu okkar. Bekkjarsystkin ML. ÖRN ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.