Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 57 MENNING SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 9 0 5 KLASSÍSK HROLLVEKJA VIÐ UNDIRLEIK SINFÓNÍUHLJÓMSVEITARINNAR kvikmyndatónleikar í háskólabíói MIÐVIKUDAGINN 12. OKTÓBER KL. 19.30 Samhljómur meistara kvikmyndasögunnar og sinfóníu- hljómsveitar er einstök upplifun. Það sannast örugglega þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur ískyggilega tónlist Emmy-verðlaunahafans Ashley Irwin undir klassískri hrollvekju meistara Hitchcocks. Ekki missa af því. Alfred Hitchcock ::: Leigjandinn (The Lodger, 1927) Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel pallborðsumræður í norræna húsinu MÁNUDAGINN 10. OKTÓBER KL. 18.00 Pallborðsumræður helgaðar kvikmyndum Hitchcocks. Fyrirlesarar ::: Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður verður með erindi um kvikmyndir Hitchcocks. Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og einn af stofnendum rannsóknarhópsins Deus Ex Cinema fjallar um kvikmynd Hitchcocks Svima (Vertigo, 1958) og áhrif hennar á aðrar myndir. Frank Strobel, hljómsveitar- stjóri og tónskáld fjallar um kvikmyndatónlist og tónlistina við Leigjandann og aðrar myndir Hitchcock. Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og rithöfundur fjallar um trúarleg tákn í kvikmyndum Hitchcocks og áhrif mynda hans á frönsku nýbylgjuna. Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur og þáttastjórnandi hjá RÚV fjallar um konurnar í myndum Hitchcocks. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. SÖGUR úr sagnasafninu, The Mabinogi, (goðsögulegar frásagnir frá Wales) nefnist sagnaleikhús Nigels Watsons sem sýnt verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 og endurflutt á miðvikudaginn á sama tíma. The Mabinogi („Sögur af æsk- unni“) er dramatískt sögusafn frá miðöldum. Sögurnar voru skráðar af munkum í Wales, en höfðu fram að því gengið í munnmælum welskrar sagnahefðar í allt að því 1000 ár. Í sögunum sameinast goðafræði og þjóðsagnahefð, það sem gæti hafa gerst og það sem ætti að hafa gerst, og mikil- fenglegar frásagnir birtast eins og fyrir tilstilli galdra; hið ólíklega blandast hinu ótrúlega, gamanleik- urinn við hina sérstæðu keltnesku þrá eftir návígi við yfirnáttúruleg öfl – öfl sem eru samofin lífi okkar og þó jafnframt ósnertanleg. Nigel Watson er Wales-búi sem hefur starfað sem atvinnusagnaþul- ur og leikari í yfir 40 ár. Hann hef- ur skemmt víðs vegar og við fjöl- breyttar aðstæður: Á Bretlandi hefur hann komið fram í fé- lagsheimilum lítilla þorpa jafnt sem Royal Festival Hall í London, og við 40 ára afmælisfagnað Þjóð- aróperu Wales; auk þess hefur hann skemmt vítt og breitt um heiminn, allt frá Kjarvalsstöðum til hofa á Balí og afrískra þorpa, frá söfnum í Tékkóslóvakíu til mexí- kóskra hátíða. Nigel hefur staðið fyrir átta klukkustunda uppá- komum í Georgíu, en einn eft- irminnilegasti atburður á ferli hans er næturlangur flutningur á Mab- inogi fyrir framan þúsundir áhorf- enda í þorpum Indlands – með að- stoð túlks og gjallarhorns. Nigel lítur á Ísland sem annað heimili sitt, enda er hann hér reglulega gestkomandi. Síðast var hann hér á landi í janúar, þar sem hann vann að þýðingum og flutti fyrirlestra um Shakespeare. Nigel Watson leikari. Goðsögu- legar frá- sagnir Watsons FORMLEGUR stofnfundur Fé- lags íslenskra söngkennara verður haldinn í dag, sunnudag, kl. 16.00 í sal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54. Félagar geta orðið allir þeir sem hafa lokið söngkennaranámi eða hafa stundað söngkennslu að ein- hverju marki í 3 ár. Félagið tekur til faglegra þátta starfsins. Félaginu er ætlað að vera um- ræðuvettvangur um hvaðeina sem tengist faginu, stuðla að nám- skeiðahaldi, símenntun, upplýs- ingaflæði milli félaga um kennslu- efni o.s.frv. Slíkt félag á rétt á inngöngu í alþjóðasamtök og Evr- ópusamtök söngkennara og hefur í gegnum þau fjölmarga möguleika til kynningar, fræðslu, ferðalaga og vináttutengsla. Alþjóðasamtökin, Evrópusam- tökin og bandarísku samtökin eru öll mjög virk í starfi og haldnar eru fagráðstefnur á hverju ári til skiptis í heimsálfunum. Bandarískur stjórnarmaður al- þjóðasamtakanna; Marvin Keenze, prófessor í söng og kennslufræð- um við Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum, verður sérstakur heiðursgestur fundarins og mun hann ávarpa fundarmenn. Frumkvöðlum færður þakklætisvottur Einnig mun við þetta tilefni verða minnst ómetanlegs framlags nokkurra frumkvöðla í söng- kennslu á Íslandi og þeim færður lítill þakklætisvottur. Þetta eru þau Þuríður Pálsdóttir, Sigurður Demetz Fransson og Guðmundur Jónsson. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar. Morgunblaðið/Ásdís Undirbúningshópurinn vegna stofnunar félagsins: Margrét Bóasdóttir, Bergþór Pálsson, Marta G. Halldórsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. Á myndina vantar þær Þórunni Guðmundsdóttur og Björk Jónsdóttur. Félag söngkennara stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.