Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 37 UMRÆÐAN Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími sölutími fram- undan ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND Ægisíða - tilboð óskast! Draumahús ehf. Hjalti Pálmason hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar. Glæsilegt 247,7 fm einbýlishús með aukaíbúð á frábærum útsýnisstað við Ægisíðu í Reykjavík! Íbúð á hæð er 179,5 fm, en aukaíbúð í kjallara er 68,2 fm. Samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi er heimilt að byggja ris með kvistum, létta viðbyggingu innan byggingareits auk bílageymslu! Tilboð óskast fyrir 18. október 2005. Vel skipulögð, hlýleg og sólrík 140 fm efri sérhæð með sérinngangi, þar af 32 fm frístandandi bílskúr. Stutt í alla þjónustu, s.s. heilsugæslu, skóla, íþróttir, sund og tónlistarskóla. Fjögur svefnherbergi. Nýlega flísalagt baðherbergi (hvítt) með nýrri hvítri innréttingu, nuddbaðkari, sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni, t.f. þvottavél og þurrkara og hita í gólfi. Frá hjónaherbergi er gengið út á flísalagðar svalir með fallegu ÚTSÝNI yfir sjóinn. Eldhús með nýlegri kirsuberjainnréttingu. Að sögn seljanda er þak nýlegt, gluggar og gler í fínu standi. Góð fjölskyldueign á frábærum stað. Verð 32,9 millj. TJARNARSTÍGUR 1 - SELTJARNARNESI - OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG - ÞVERÁRSEL 16 Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega einbýli sem er 283 fm með góðri sér 2ja herbergja íbúð á neðri hæð (góðar leigutekjur) og ca 80 fm viðbótarrými. Inn- byggður bílskúr tvöfaldur 42 fm með geymslurisi. Efri hæðin skiptist í tvær stofur m/arni, gott eldhús m/eikarinnr. Rúmgott baðherbergi og þrjú herbergi. Parket- lagður stigi niður á neðri hæðina sem skiptist í 2 herbergi, þvottahús og 40 fm parketlagt rými ásamt standsettu baðherbergi. Fallegur garður með sólpalli. Verð 59,2 millj. Hrafnhildur tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is REYKÁS 45 – OPIÐ HÚS 132,5 fm mjög góð 5-6 herbergja íbúð á þriðju hæð, auk 23,6 fm bílskúrs, í sérstæðri lengju. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi og sjónvarpshol. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, for- stofa, stofa, baðherbergi, þvottahús og eldhús. V. 29,9 millj. 5496 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Ólafur og Magný sýna í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Glæsileg 227 fm efri sérhæð í hjarta miðborgarinnar ásamt fimm sér- bílastæðum á lóð. Hæðin skiptist m.a. í bjarta stofu með útsýni til norðurs, borðstofu með útgangi á svalir, rúmgott eldhús, fjögur herbergi og stórt flísalagt baðherbergi auk gestasalernis, þvottaherbergis og geymslu. Mikil lofthæð, stórar svalir til suðurs og fallegt útsýni úr stofum. Arinn í íbúð og innfelld lýsing í öllum loftum. Hús nýmálað að utan. Laus fljótlega. Eignin er í bakhúsi við Laugaveg 39 og verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-16. Örn og Fríða sýna, s. 893 2311. Verið velkomin FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Glæsileg efri sérhæð í miðborginni. Mikið útsýni og fimm sérbílastæði Til sýnis í dag frá kl. 13-16 ÞAÐ ER kaldhæðnislegt að ein alvarlegasta heilsufarsógnun fólks í hinum vestræna heims skuli vera af- leiðingar rangs mat- aræðis og hreyfing- arleysis. Sífellt fleiri þjást af offitu svo nánast er hægt að tala um far- aldur og það sem er e.t.v. enn alvarlegra er að þetta er ekki einasta vandamál hinna full- orðnu heldur er offita í vaxandi mæli vandamál hjá börnum og ungling- um. Hvernig má það vera að þrátt fyrir allt upplýsingaflóð samtím- ans skuli þetta henda okkar vel upplýstu og vel menntuðu kynslóð, því orsök vandans er í flest- um tilfellum tiltölulega einföld; við borðum meira en líkaminn brennir. Að kunna sér hóf Gamalt máltæki segir að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Í allsnægtunum hefur okkur ekki auðnast að læra að velja milli hollra matvæla og miður hollra, hvað þá að kunna okkur magamál. Fremur en að ganga nokkrar húslengdir tökum við heimilisbílinn, við ökum börn- unum í skólann og sendumst með þau á íþróttaæfingar og aðra tóm- stundaiðju og þegar heim kemur setjum við þau í sófann fyrir framan sjónvarpið. Það er sorglegt til þess að hugsa að með hátterni okkar er- um við að svipta okkur þeirri gleði og lífsfyllingu sem þær allsnægtir sem okkur flestum eru búnar geta fært okkur ef við kunnum með þær að fara. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft Í hinu daglega amstri gleymum við oft að í öllu því sem við gerum erum við í hlutverki uppalandans. Við erum fyrirmynd barnanna okk- ar. Um leið og við ákveðum hvað er í kvöldmatinn leggjum við drög að neysluvenjum framtíðarinnar. Í okkar uppvexti sem komin erum á miðjan aldur var það lambakjötið, fiskurinn, kartöflurnar, mjólkin og skyrið. Hvaða skilaboð erum við að senda framtíðinni ef hamborgarar með sósu, franskar og gos ná yfir- höndinni á kvöldverðarborðinu? Samræmt átak Sem betur fer er heilbrigðisyfir- völdum og almenningi orðið ljóst hvaða vá er fyrir dyrum ef ekki verður spyrnt við fæti og við temj- um okkur hollara mataræði, spörum heimilisbílinn og rífum okkur upp úr sófanum. Fagna ber því frumkvæði sveitarfélaganna eftir að þau tóku við rekstri grunn- skólans, að gefa börnum kost á hollri og næringarríkri máltíð í skólanum. Á árinu 2004 fóru Ís- lendingar með for- mennsku í norrænni samvinnu. Eitt af áherslumálum mat- vælaráðuneytanna þriggja, landbún- aðar-, umhverfis- og sjávarútvegsráðu- neytis var sameig- inlegt norrænt átak til aukinna lífsgæða með áherslu á hollan mat og hreyfingu. Á fundi matvælaráðherranna á Akureyri í ágúst 2004 var samþykkt ályktun um samræmt norrænt átak á þessu sviði til stuðnings þeim aðgerðum sem þegar eru hafnar í hverju landi. Þessi ályktun var ítrekuð á fundi ráðherranna í Árósum í júní sl. og verður verkefninu hrundið af stað nú á haustmánuðum. Fullt hús matar Með skipulegu átaki ætti okkur Íslendingum ekki að verða skota- skuld úr því að ná tökum á offitu- vandanum með því að temja okkur hollari neysluvenjur og iðka daglega hreyfingu. Óvíða á byggðu bóli er meira framboð af úrvals matvörum á boðstólum, landbúnaðarvörur í hæsta gæðaflokki, heimsins besti fiskur og lindarvatnið tæra. Við höf- um því öll skilyrði til þess að verða fremst meðal þjóða hvað varðar heilbrigði og líkamshreysti – fögur þjóð og hraust í fögru landi. Listin að lifa í vellystingum Guðni Ágústsson fjallar um hollar neysluvenjur ’Í allsnægtunum hefurokkur ekki auðnast að læra að velja milli hollra matvæla og miður hollra, hvað þá að kunna okkur magamál.‘ Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.