Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 27 VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Jógaskólinn hefst að nýju í október en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi, en kennt er eftirfarandi helgar: 21.-23. október, 25.-27. nóvember, 20.-22. janúar, 24.-26. febrúar, 24.-26. mars og 28.-30. apríl (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). Námið er viðurkennt af International Yoga Federation. Allar nánari upplýsingar á www.jogaskolinn.is S K Ó L I N N Skeifan 3B, Reykjavík Skráning í símum 862 5563 og 862 5560 eða á www.jogaskolinn.is Kraká 3. nóv. frá kr. 49.290 Munið Mastercard ferðaávísunina Fegursta borg Póllands Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Kraká 3. nóvember. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem slegið hefur í gegn hjá Íslendingum. Úrval góðra hótel í hjarta Kraká. Verð kr. 49.290 Netverð á mann. Flug, skattar, sérstakt eldsneytisgjald, gisting með morgun- verði í 3 nætur á Hotel Eljot og íslensk fararstjórn, 3. nóvember. Halldór Blöndal, þingmaðurSjálfstæðisflokksins,hyggst leggja fram frum-varp til laga um breytingar á lögum um veiðar á villtum dýrum og vegur þar þungt áhersla sem hann vill leggja á að banna veiðar á fuglum frá sólarlagi til sólarupprásar. Þetta segir hann gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir veiðar að næturlagi með svo- kölluðum nætursjónaukum þar sem greina má bráðina þrátt fyrir svarta- myrkur. Í greinargerð með frumvarp- inu segir Halldór m.a.: „Það hefur færst í vöxt, að skotveiðimenn liggi fyrir gæsum við vötn og fljót eftir að fer að rökkva og dimmt er orðið. Þeg- ar gæsirnar síðan koma fljúgandi ofan af heiðunum eru þær auðveld bráð, sumar falla, aðrar flögra burt helsærð- ar og enn aðrar sleppa eins og geng- ur.“ Í gildandi lögum um veiðar á villtum dýrum þar sem tiltekið er hvaða bún- að má ekki nota segir í 13. grein: Bún- að til þess að miða í myrkri með raf- eindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni. Þarna er greinilega átt við nætur- sjónauka og því algjörlega óþarft að setja önnur lög sem hnykkja á því sama. Tímasetningar Halldórs Blön- dals um að banna veiðar frá sólarlagi til sólarupprásar til að hindra að menn stundi veiðar í myrkri benda einnig til þess að þingmaðurinn sé ekki alveg upplýstur um birtutíma sólarhrings- ins. Birtutími á morgnana er yfirleitt klukkutíma fyrir sólarupprás svo þá er orðið albjart og við sólarlag líða yf- irleitt 60–90 mínútur þar til myrkur er skollið á. Þessi tími fyrir sólarupprás og eftir sólarlag er aðalveiðitíminn bæði á önd og gæs svo algjörlega er fráleitt að halda því fram að veiðarnar séu stundaðar í myrkri. Það segir sig í rauninni sjálft að rangt er að halda því fram að það hafi færst í vöxt „að skot- veiðimenn liggi fyrir gæsum við vötn og fljót eftir að fer að rökkva og dimmt er orðið“. Enginn veiðir í myrkri vegna þess að það er ekki hægt en klukkutíminn eftir sólarlag (meðan enn er bjart) er hinn hefð- bundni veiðitími á heiðagæs en margir skotveiðimenn eru á þeirri skoðun að rangt sé að veiða grágæs er hún kem- ur í náttstað. Munurinn á þessu tvennu stafar af því að heiðagæsin vel- ur sér stöðugt nýja náttstaði og því ekki hægt að sitja fyrir henni með neinni vissu á kvöldin. Grágæsin held- ur sig hinsvegar við sömu náttstaði verði hún ekki fyrir truflun og því auð- veldara að veita henni fyrirsát á kvöldin. Hefðbundnar grágæsaveiðar eru stundaðar í morgunsárið fyrir og eftir sólarupprás svo botninn væri úr hvorutveggja veiðum á grágæs og heiðagæs ef frumvarp Halldórs Blön- dals næði óbreytt fram að ganga. Þröngt sjónsvið Þá er það rangt að nætursjónaukar séu notaðir við kvöldveiðar á fuglum. Fyrir það fyrsta eru sjónaukar nánast eingöngu notaðir á riffla en ekki haglabyssur. Við fuglaveiðar í fyrir- sát, bæði á morgnana og kvöldin nota veiðimenn alltaf haglabyssur. Fuglinn er skotinn á flugi þegar hann ber við himin og segir sig sjálft að ekki er hægt að nota riffil við slíkar veiðar þar sem fuglinn er aðeins nokkrar sek- úndur í færi. Sjónsvið sjónauka er svo þröngt að fugl næst ekki í mið á þeim stutta tíma sem hann gefur færi á sér. Loks er þess að gæta að gæsir eru einfaldlega ekki á flugi eftir að myrk- ur er skollið á svo ekki er um það að ræða að veiða þær með slíkum hætti með eða án sjónauka. Einu hugs- anlegu aðstæðurnar þar sem hægt væri að koma nætursjónaukum við er ef skytta læddist að gæsum í náttstað í svartamyrkri með riffil að vopni og hefði nægan tíma til að sigta út eina gæs og skjóta hana með þessum út- búnaði. En svo yrðu þær ekki fleiri því hinar væru fljótar að koma sér á brott. Undirritaður hefur satt að segja aldr- ei heyrt af slíkum veiðiskap og í gild- andi reglum er þetta bannað eins og áður sagði og því óþarfi að festa það í ný lög með svo undarlegum hætti. Þess er einnig að gæta að nætursjón- auka er ekki hægt að nota nema í svartamyrkri; ef einhverrar birtu nýt- ur eru þeir gagnslausir. Ef reynt er að sjá fyrir sér alla möguleika þá er sá einn eftir að menn séu með lausan nætursjónauka og staðsetji bráðina með honum og leggi hann síðan frá sér og taki upp skot- vopnið. Þá gerist tvennt. Skyttan sér ekki neitt og bráðin er horfin á braut. Áhyggjur þingmannsins af notkun nætursjónauka eru því algjörlega óþarfar og byggðar á einhverjum furðulegum misskilningi á því hvernig og nákvæmlega hvenær fuglaveiðar á Íslandi fara fram. Hitt er hinsvegar réttmætt áhyggjuefni þingmannsins að þegar menn eru að veiða fugla í ljósaskiptunum, rétt eftir sólarlag, þá er hættan sú að þeir finni ekki fugla sem falla á myrkvað landið. Þá er lyk- ilatriði að hafa góðan sækjandi veiði- hund sem beitir þefskyninu til að finna dauða eða særða bráð. Nær væri að huga að því að skylda veiðimenn sem stunda kvöldveiðar á gæsum og öndum að hafa með sér hund við veið- arnar einsog gert hefur verið í löndun- um í kringum okkur. Það er hinsvegar vandséð hver tilgangurinn er með því að þrengja svo að skotveiðimönnum með þessari lagasetningu að gæsa- og andaveiðar sé hreinlega ekki hægt að stunda. Þá væri nær að koma til dyr- anna eins og menn eru klæddir og leggja til algjöra friðun á þessum fuglategundum fremur en reyna að draga fjöður yfir raunverulegan til- gang lagasetningarinnar sem virðist vera sá að koma í veg fyrir veiðar á andfuglum (Andfuglar = gæsir og endur). Umhyggja Halldórs Blöndals fyrir öndum ekki síður en gæsum hefur ekki farið framhjá mönnum undan- farin misseri og nægir að benda á frumvarp hans frá því í fyrra þar sem hann vildi friða endur yfir vetrartím- ann. Þetta frumvarp féll í rauninni um sjálft sig eftir að sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfis- stofnun höfðu bent á þá staðreynd að flestar endur sem Halldór vildi friða væru farnar af landi brott á þeim tíma sem friðunin tók til. Menn eru einnig almennt sammála um að vetrarveiðar á þeim fáu andategundum sem hér hafa vetursetu, séu stundaðar í svo litlum mæli hér á landi vegna erfiðra aðstæðna til slíkra veiða að engar lík- ur séu á að þær hafi minnstu áhrif á stofninn. Rök og tilfinningar Slíkar röksemdir mega sín þó lítils þegar tilfinningasemi á í hlut; sumum þykir einfaldlega ljótt að veiða dýr og vilja banna allt slíkt. Það sjónarmið á vissulega rétt á sér og skapar nauð- synlegt jafnvægi við hugmyndir þeirra sem vilja engin boð eða bönn en hvorutveggja er í rauninni jafnfráleitt sem útgangspunktur við lagasetningu um veiðar á villtum dýrum. Kjarni málsins er sá að yfirgnæf- andi meirihluti skotveiðimanna er hlynntur því að ganga um veiðistofn- ana af hófsemd, draga úr magnveiði og banna alla verslun með villibráð. Stjórnvöld ættu að taka höndum sam- an við félög skotveiðimanna um að skilgreina skotveiðar í lögum sem sportmennsku og leggja meiri áherslu á að uppfræða veiðimenn um góða siði og umgengni við veiðistofna og nátt- úruna í heild sinni. Þannig mætti t.a.m.koma í veg fyrir að einstakir menn séu að skjóta mörg hundruð gæsir til að hafa upp í kostn- að við leigu á ökrum og túnum. Hér er jafnvel enn brýnna að spyrna við fót- um en með verslun á rjúpu þó sölu- bann á henni sé vonandi upphafið á því að koma í veg fyrir alla verslun með villibráð hverju nafni sem hún nefnist. Það eru mörg atriði í sambandi við skotveiðar á Íslandi sem þarfnast at- hugunar og að gerðar séu breytingar á reglugerðarumhverfinu. Auk þess sem hér hefur verið nefnt er einnig verðugt verkefni að tryggja löggæslu- yfirvöldum nægilegt fjármagn til að halda uppi eftirliti samkvæmt þeim reglum sem þegar eru í gildi í stað þess að setja nýjar reglur sem auka enn frekar á togstreitu milli vel þenkj- andi skotveiðimanna og löggjafans. Sólargangur og birtutími Morgunblaðið/Árni Torfason Margir skotveiðimenn eru á þeirri skoðun að rangt sé að veiða grágæs er hún kemur í náttstað. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is SKOTVEIÐAR | HALLDÓR BLÖNDAL VILL BANNA VEIÐAR FRÁ SÓLARLAGI TIL SÓLARUPPRÁSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.