Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 GAUTAVÍK 9 - JARÐHÆÐ OPIÐ HÚS MILLI KL. 16 OG 18 Nýleg og smekklega innréttuð neðsta sérhæð í þríbýli. Flísalögð forstofa með góðum skápum, hol, eldhús með fallegum innréttingum og góðum tækjum, borðstofa og stofa með útgengi á verönd. Tvö góð parketlögð svefnherbergi og rúmgott, flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Þvottahús/geymsla með hillum. Öll aðkoma góð. Íbúðinni fylgja tvö bílastæði. Verð 24,8 millj. OPIÐ Á LUNDI FRÁ KL. 12-14 Í DAG Vorum að fá í sölu mjög glæsilega og rúmgóða 124,6 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Eldhús er með fallegri eikarinnréttingu, gaseldavél og innbyggðri uppþvottavél. Stofan er mjög rúmgóð með útgengi á svalir í suður- átt. Stofan skiptist í borðstofu og stofu. Þvottahús innan íbúðar. Allar innréttingar eru úr ljósri eik. Íbúðin er sérstaklega björt þar sem gluggar ná alveg frá lofti niður í gólf. Ljóst eik- arparket er á öllum gólfum nema þvottahúsi og baðherbergi er þar eru flísar. Verð 27,2 millj. Lilja og Kjartan taka á móti gestum frá kl. 15-17 í dag, sunnudag. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason, sölumaður DP FASTEIGNA. NAUSTABRYGGJA 20 - 2. HÆÐ - OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS - ÞÓRÐARSVEIGUR 30 GLÆSILEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Til sýnis og sölu ný, björt og glæsi- leg 111,2 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í nýju lyftuhúsi, ásamt stæði í bílageymslu. Húsið er steinað með marmarasalla. Eignin er laus og til afhendingar við kaupsamning. Verð 25,9 millj. Jórunn sýnir eignina í dag, sunnudag, milli kl. 15:00 og 17:00. Opið Hús Heiðargerði 72 - Einbýli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Gullfallegt ca 197 fm einbýli á þremur hæðum (kjallari, hæð og ris) þ.m.t. 36,3 fm bílskúr sem var byggður árið 1996. Húsið hefur verið í endurbygg- ingu á síðustu árum og er búið að endurnýja nánast allt í húsinu s.s. ein- angra alla veggi upp á nýtt að innan, nýjar rafm. lagnir, nýjar pípulagnir, nýtt þak, nýir gluggar, innréttingar, hurðir, gólfefni og tæki. Eftir er að klára stiga á milli hæða (bráðabyrða stigi), leggja gólfefni á efri hæð, sólbekkir og ganga frá lóð. Verð 43,0 millj. Gunnar tekur á móti gestum milli kl. 14-16 í dag. Þorláksgeisli - raðhús Til afhendingar strax Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu skemmtilegt 205 fm raðhús á 2 hæðum á frábærum stað innarlega í botnlanga sunnanmegin í Grafarholtinu. 4 rúmgóð svefnherb. Glæsilegt útsýni á Grafarholtsvöllinn. Hægt að byrja að vinna í húsinu strax. Skilast frágengið að utan og málað og fokhelt að innan. Teikningar á nybyggingar.is eða á skrif- stofu. Verð 31 millj. Stórglæsilegt 252 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 34 fm innbyggðum bílskúr. Húsið er allt innréttað á afar vandaðan og smekklegan hátt úr ljósum viði, innréttingar úr birki og parket er allt úr massívri eik. Granít í gluggakist- um að stórum hluta. Lofthæð á efri hæð allt að 4 metrar. Setustofa með kam- ínu, stórt eldhús, stofa með útgangi á verönd, borðstofa, fjögur herbergi og glæsilegt baðherbergi auk gesta w.c. Stórar suðursvalir. Húsið er teiknað af Guðmundi Gunnlaugss. og er vel staðsett, innst í botnlanga og við opið svæði. Mikils útsýnis nýtur yfir Hafnarfjörðinn og út á sjóinn. Verð 69,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15 Verið velkomin. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Lindarberg 90- Hafnarfirði Glæsilegt einbýlishús Opið hús í dag frá kl. 13 - 15 Skólavörðustígur - Laust Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Mjög sjarmerandi 26,8 fm ósamþykkt studioíbúð (sérbýli) í miðbænum. Eignin skiptist í baðherbergið með sturtuklefa og parketi á gólfi. Óvenju skemmtileg stofa (opið rými) með fallegum hleðslusteinum. Stofan og eldhúsaðstaða eru í opnu rými með parketi á gólfi. Búið er að endur- nýja þak, rafmagn og skolplagnir að sögn eiganda. Lyklar eru á skrif- stofu Húsavíkur. Sjá nánari uppl. á www.husavik.net Verð 8,5 millj. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli NÝJASTA tölublað Vikunnar er helgað umfjöllun um brjóstakrabba- mein en í október vekur Krabba- meinsfélagið sérstaka athygli á þess- um sjúkdómi og meðferð. Er það í fjórða sinn sem blaðið gefur út sér- stakt blað sem helgað er baráttunni gegn brjóstakrabbameini og segir í frétt frá útgefanda að þannig vilji blaðið leggja þeirri baráttu lið og um leið upplýsa lesendur um að batahorf- ur þeirra sem greinast séu góðar. Í blaðinu er lögð áhersla á ungar konur, rætt við fjórar konur sem allar hafa greinst með brjóstakrabbamein. Hvetja þær jafnöldrur sínar til að vera vel á verði og láta skoða sig finni þær eitthvað athugavert við þreifingu brjósta sinna. Um 170 konur greinast árlega hérlendis með brjóstakrabba- mein. Einnig er rætt við konur um viðhorf fólks til þeirra sem greinast. Vikan helguð brjósta- krabbameini STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að nú hilli undir að gleraugu fyrir börn verði skilgreind sem hjálpartæki. Í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir Alþingi sæki heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um heimild til að greiðsluþátttaka ríkisins vegna gleraugna barna verði í takt við það sem gildir um önnur slík hjálpartæki. „Ungir framsóknarmenn lögðu áherslu á þetta málefni í aðdraganda síðustu alþingiskosninga, enda er hér um að ræða kostnað sem kemur veru- lega við budduna hjá þeim barnafjöl- skyldum sem um ræðir. Stjórn SUF fagnar því mjög að í sjónmáli sé efnd þessa réttlætismáls og hvetur alþing- ismenn til að samþykkja þá heimild sem sótt er um í fjárlagafrumvarp- inu,“ segir í ályktuninni. SUF fagnar frumvarpi FÉLAG ábyrgra feðra hefur sent frá sér ályktun þar sem allir feður eru hvattir til að nýta sér lögbund- in réttindi til fæðingarorlofs, óháð stöðu þeirra og stétt. Félagið hvetur Alþingi til að breyta barnalögum þannig að sam- eiginleg forsjá verði sjálfkrafa áfram eftir skilnað foreldra, líkt og er í ýmsum nágrannalöndum og Forsjárnefnd lagði til í lokaskýrslu sinni til dómsmálaráðherra. Upp- eldisskyldum beggja foreldra ljúki ekki þó parasambandi þeirra ljúki. „Félagið fagnar þeirri umræðu sem hefur verið undanfarið um framkvæmd og úrlausn umgengn- ismála. Úrlausnartími umgengnis- mála er of langur og of margar stofnanir koma að málum. Félagið hvetur Alþingi og stjórnsýslu sifja- mála á Íslandi til að taka höndum saman og finna leiðir til að gera meðferð þessara mála hraðvirkari og skilvirkari. Félagið hvetur Alþingi til skoða stöðu meðlagsgreiðenda og koma með tillögur til úrbóta. Það er al- varlegt mál þegar yfir helmingur meðlagsgreiðenda er í vanskilum.“ Félagið fagnar þeirri jafnréttis- umræðu sem hefur verið í sam- félaginu en bendir á að hvergi sé kynjabundinn munur meiri en í forsjármálum. Börn búi í um 90% tilfella hjá móður eftir skilnað, um 97% af meðlagsgreiðendum séu karlmenn. „Það þarf að hlúa að stöðu feðra og forsjárlausra, og tryggja að réttur barna til beggja foreldra haldist eftir skilnað/sambúðarslit. Foreldrajafnrétti mun leiða til launajafnréttis,“ segir í ályktun fé- lagsins. Hvatning frá Félagi ábyrgra feðra ♦♦♦ ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.