Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Áhugi Ragnars Arnalds áDananum Jörgen Jörg-enson kviknaði þegarhann var ungur maður.„Ég gerði mér snemma grein fyrir því að hann væri stór- merkilegur. Það eru hreinar línur að Jörundur er fyrsti maðurinn sem setur fram kröfu um sjálfstæði Ís- lands; það gerir hann tveimur árum áður en Jón Sigurðsson fæðist og aldarfjórðungi áður en Fjölnismenn koma fram með sínar hugmyndir. Jör- undur er í raun og veru mörgum áratugum á und- an þeim sem koma af stað sjálfstæðisbaráttunni, sem stóð svo í rúma öld,“ segir Ragnar í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í tilefni þess að hann sendir senn frá sér sögu- lega skáldsögu um bylt- ingu Jörundar á Íslandi. Ragnar segir Íslands- ferðir Jörundar hafa verið mjög viðburðaríkar. „Maður- inn var tvímælalaust afar lit- rík persóna, hann var góð- menni mikið og framdi aldrei nokkurt grimmdarverk en í hon- um leyndist líka skúrkur. Hann var bæði hetja og andhetja.“ Fyrirleit konunga Bók Ragnars nefnist Eldhuginn. „Jörundur var lýðræðissinni á ein- veldistímum. Sannkallaður eldhugi í baráttunni fyrir réttlæti; bæði kraft- mikill og þrautseigur, en hann hafði vissulega ýmsar skrautlegar hliðar. Hann var lífsglaður prakkari og gat verið lyginn áróðursmeistari ef þess þurfti með og hikaði ekki við að sigla undir fölsku flaggi ef hann þurfti á því að halda til að koma sínu fram.“ Ragnar segir Jörund hafa verið áhættufíkil og það leiddi að öllum lík- indum til þess að hann varð spilafíkill með aldrinum. „Það byrjaði að ein- hverju leyti áður en hann kom til Ís- lands en sótti æ meira á hann þegar á leið. Hann var afleitur hvað þetta varðaði. Maðurinn var hins vegar eld- klár, sjálfmenntaður og víðlesinn, og skrifaði m.a. leikrit. En hann var fyrst og fremst sjómaður; stýrimaður og skipstjóri. Á það reyndi sannarlega í Íslandsferðinni og engin furða er að hann slægi flestum við á því sviði því hann hafði siglt tvívegis í kringum hnöttinn þegar hann var þrítugur. Ég efast um að nokkur Norðurlandabúi annar hafi á þeim tíma siglt í kringum hnöttinn – hvað þá tvisvar.“ Aldrei er rætt um Jörund öðru vísi en hann sé nefndur hundadagakon- ungur. Ragnar segir þá nafngift frá andstæðingum Jörundar komna í háðungarskyni, eftir að hann var far- inn frá landinu. „Staðreyndin er sú að hann var ekki kóngur fyrir 2 aura! Hann var lýðveldissinni fram í fingurgóma og fyrirleit konunga eins og margir framfarasinnaðir menn, enda ýmsir kóngar á þessum tíma úrkynjaðir aumingjar, bæði líkamlega og and- lega, og sumir geðveikir en héldu þó embættum sínum þó þeir ættu að heita einvaldar. Ég vil taka fram að geðveiki er ekkert óhuggulegri sjúk- dómur en hver annar en ákaflega óheppilegur þegar viðkomandi hefur líf og örlög heillar þjóðar í sínum höndum. Og þetta átti bæði við um konung Dana og Breta þegar þessir atburðir gerast.“ Ragnar segir óspart hafa verið log- ið upp á Jörund eftir að hann yfirgaf landið og „mjög lengi eimdi eftir af því viðhorfi sem þannig skapaðist hér á landi til hans. Það var litið á hann sem hálfgerðan glæframann, jafnvel flón; að hann skyldi láta sér detta í hug að gera Ísland að sjálfstæðu ríki! Og til varð sú þjóðsaga að varðliðar hans hefðu komið úr röðum fanganna sem hann gaf frelsi. Þetta er lygi sem upphaflega kom beint frá Trampe greifa, hans aðal fjandmanni, en sú saga hefur lifað góðu lífi fram á þenn- an dag.“ Hálfgert kraftaverk Þegar Ragnar er spurður hvernig sjómaðurinn Jörundur komst í þá að- stöðu að taka völdin á Íslandi, segir hann: „Það var eitt helsta viðfangsefni mitt í þessari skáldsögu að útskýra hvernig í ósköpunum þetta gat gerst því að í eðli sínu er atburðurinn hálf- gert kraftaverk. Jörundur er stríðs- fangi Breta þegar þetta gerist og á í miklum útistöðum við bresku lögregl- una. Í Danmörku var hann hreinlega landráðamaður og svikari og það var dauðasök á þeim tíma. Hann fékk því ekki nokkurn stuðning landa sinna til að taka hér völd og Íslendingar tóku honum með eðlilegri tortryggni til að byrja með.“ Jörundur var því sannarlega ekki í heppilegri stöðu. „En það sem gerði þetta mögulegt voru klókindi hans og einbeittur vilji til þess að bæta úr hörmulegu ástandi sem ríkti hér á landi.“ Ragnar segir að vegna gríðarlegrar óánægju með verslunareinokun Dana hafi breytingar átt hljómgrunn með þjóðinni. „Að vísu hafði verið slakað á einokuninni nokkru áður og kaupmönnum fjölgað talsvert en þeir urðu allir að vera þegnar Danakonungs. Þegar Danir lentu svo í stríði við Breta, sem rændu eða sökktu flestum skipum Dana, gátu þeir ekki gegnt því hlutverki að sjá lendum sínum á Norður-Atlantshafi fyrir nauðþurftum.“ Jörundur tók upp boðskap Breta um frjálsa verslun og átti þannig greiða leið að hjörtum landsmanna. Hugmyndir hans um nýja verslun- arhætti féllu í góðan jarðveg, en hvað um lýðveldis- og sjálfstæðistal. Hvað fannst fólki um það? „Þetta kom auðvitað eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir landann en stað- reyndin er sú að hann eignaðist mjög fljótlega stuðningsmenn úr öllum stéttum. Benedikt Gröndal skáld – mjög virtur maður sem sat í yfirrétt- inum með Magnúsi Stephensen – varð hægri hönd Jörundar. Líka má nefna Jón stúdent úr Örfirisey og Jörundur fékk svo alla helstu emb- ættismenn íslenska til þess að fallast á sína yfirstjórn. Það var því áróð- ursblekking, sem síðar var reynt að halda fram, að bara þjófar og bandít- ar hefðu snúist á sveif með honum.“ Líf og fjör Ragnar fjallar talsvert um lífið í Reykjavík í bókinni; lífið í þessu fá- menna þorpi í Kvosinni við upphaf 19. aldar, en það var árið 1809 sem Jör- undur lýsti yfir sjálfstæði Íslands. „Maður getur spurt sig hvort lífið hafi ekki verið ósköp dapurlegt hér á þessum hörmungartímum, en ég svara því hiklaust neitandi. Fólk get- ur verið fátækt en samt kunnað að skemmta sér. Það var tvímælalaust líf og fjör í Reykjavík, jafnvel svo að mörgum sveitamanninum ofbauð.“ Ragnar rifjar upp að á þessum tíma ráku lögreglumenn bæjarins skemmtistað, sem nefndist Klúbbur- inn. „Ég er hræddur um að eitthvað yrði sagt í dag ef lögreglan í Reykja- vík sæi um að halda fólki á fylliríi í borginni! Ég segi frá því að þegar bylting Jörundar stóð sem hæst braust út allsherjarfyllirí sem stóð í marga daga og Jörundur lenti í mestu vandræðum með að berja gleðskap- inn niður þegar honum fannst nóg komið! Þetta fyrirbrigði, allsherjar- fyllirí í marga daga, er reyndar ekki óþekkt frá öðrum löndum. Það er t.d. frægt úr rússnesku byltingunni og á sér sjálfsagt einhverjar sálfræðilegar skýringar.“ Margt þekktra manna kemur við sögu í bók Ragnars. „Fyrstan verður auðvitað að nefna Trampe greifa sem var hér landstjóri; ákaflega misheppnaður landstjóri sem átti stóran þátt í að gera Jörundi þetta mögulegt. Hann hafði meiri áhuga á því að selja hér korn á ok- urverði fyrir eigin reikning en að stjórna landinu á skynsamlegan hátt. Og það framferði hans gekk fram af fólki. Svo má nefna Geir biskup góða sem kemur talsvert við sögu. Hann mátti ekkert aumt sjá og góðvildin gerði hann hreinlega gjaldþrota.“ Magnús Stephensen „hinn stórætt- aði háyfirdómari“ kemur líka við sögu í bók Ragnars. „Hann var ákaflega vel menntaður og vel meinandi maður og vildi afnema verslunareinokun Dana. Magnús var í miklum tengslum við Breta, sem vafalaust ætluðust til þess að hann styddi þá meira en hann gerði, en hann var hins vegar alger andstæðingur lýðræðis, þingræðis og sjálfstæðis. Hann taldi af og frá að Ís- lendingar hefðu nokkuð með slíkt að gera og það leiddi til þess að hann varð í rauninni hættulegasti andstæð- ingur Jörundar.“ Þá er að geta þeirra mæðgna, Guð- rúnar, ástkonu Jörundar, og Málfríð- ar móður hennar. Heimildir eru litlar sem engar um þær en Ragnar leggur áherslu á að bók sín sé ekki sagn- fræðirit. „Þetta er söguleg skáldsaga og hún byggist á heimildum svo langt sem þær ná en til þess að gefa heildar- myndinni líf og lit þarf óspart að fylla í eyður; það þarf að sviðsetja atburði og síðan túlka ég þá eftir mínu höfði og bæti við og breyti við persónum eftir þörfum. En ég fylgi yfirleitt þeirri reglu við gerð sögulegra skáld- verka – í það minnsta þegar nöfnum er ekki breytt – að hagga sem minnst við mikilvægum staðreyndum. Læt staðreyndirnar standa en að því sögðu verður auðvitað að breyta minniháttar atriðum og færa til í tíma og rúmi til að sagan nái nægilegum hraða og sé aðgengileg fyrir lesand- ann.“ Lítt þekktur En skyldi Ragnar hafa fundið ein- hverjar nýjar heimildir um Jörund við vinnslu bókarinnar? „Það er fátt nýtt fyrir vel lesna sagnfræðinga en hins vegar gríðar- lega margt að finna í þessari sögu sem hinn almenni lesandi getur fræðst um því að það hefur ekki mikið verið skrifað um Íslandsferðir Jör- undar á íslensku. Í bók sem Jörundur skrifaði sjálfur og kom út á íslensku fyrir nokkrum áratugum eru til dæm- is bara fimm blaðsíður um Íslands- ferðina.“ En hefur þá íslenska þjóðin kannski aldrei þekkt Jörund eins og hann var í raun og veru? „Nei, mér finnst það ekki. Það hef- ur alveg vantað að lýsa Jörundi sem stjórnmálamanni og byltingarmanni. Vinur minn, Jónas Árnason, skrif- aði afbragðs gamanleikrit um Jörund, en það var ekki raunsæisverk. Það má vera að sumum þyki það djúpt í árina tekið að tala um að Ísland hafi orðið sjálfstætt við byltingu Jörundar en ég legg mig fram um að lýsa því hvernig Ísland varð í raun og veru sjálfstætt ríki og styðst þar við stórfróðlegt rit Helga B. Briem. Hann fjallaði mjög ítarlega um þetta mál á sínum tíma, fyrst og fremst út frá því sjónarmiði að sanna það að Ísland varð sjálfstætt ríki í tvo mánuði í lögfræðilegum og þjóðréttarlegum skilningi.“ Að síðustu leikur blaðamanni for- vitni á því að vita hvort það hafi verið stjórnmálamaðurinn Ragnar Arnalds sem á sínum tíma fékk fyrst áhuga á stjórnmálamanninum Jörundi – eða hvernig kynni þeirra hófust? „Það má segja að ég hafi, eins og flestir aðrir, heillast af ævintýra- manninum Jörundi. En ég sá líka að hann var stórmerkilegur stjórnmála- maður og það var þegar um og eftir stúdentspróf sem ég fór að viða að mér heimildum um Jörund. Þá eign- aðist ég m.a. þessa merku ritgerð Helga B. Briem. Mig langaði mjög til að semja leikrit um Jörund en svo dróst ég sjálfur inn í pólitík fljótlega eftir stúdentspróf og skrifaði ekkert af þessu tagi í 20 ár. Ég var sem sagt með rithöfundadrauma rétt eins og Jörundur og margir aðrir ungir menn en lagði það allt á hilluna. Byrjaði svo ekki aftur að skrifa fyrr en um það bil sem ég hafði lokað dyrunum á eftir mér í fjármálaráðuneytinu.“ Fyrir hálfum öðrum áratug skrifaði Ragnar kvikmyndahandrit um Jör- und fyrir Umba en myndin var aldrei framleidd „vegna þess að fljótt varð ljóst að kvikmynd af þessu tagi yrði geysilega dýr“. Nokkrum árum seinna skrifaði Ragnar svo leikritið Hans hátign um Jörund. „Mér fannst ég hafa unnið svo mikið í Jörundarmálum að ég þyrfti að nýta efnið. En leikritið hefur enn ekki verið sett á svið, enda mann- margt og dýrt í uppsetningu. Auk þess hefur skáldsagan heillað mig seinustu árin. Í fyrra kom út eftir mig fyrsta skáldsaga mín, Maríumessa, og eftir það kom ekkert annað til greina en að leiða Jörund fram í þeirri næstu.“ Blómstraði í Ástralíu Ragnar segir Jörund hafa farið mjög illa út úr Íslandsævintýrinu. „Hann lenti í illræmdum fangabúðum þar sem hann dvaldi í eitt og hálft ár. Þar held ég að spilafíknin hafi ráðist á hann af alefli og þegar hann sleppur úr fangelsi er hann að glíma við þá fíkn í mörg ár; fellur aftur og aftur niður í svaðið vegna hennar. Jörundur var dæmdur til dauða af breskum dómstól en fékk þeim úr- skurði breytt í lífstíðarfangelsi eftir margra ára baráttu. „Þá var hann sendur til Ástralíu og þar blómstraði Jörundur á nýjan leik, varð merkur landkönnuður, skrifaði margar bæk- ur og var virtur maður þar í landi.“ Eldhugi og lífsglaður prakkari Jörundur hundadagakon- ungur var ekki aðeins frumlegur og skemmtilegur maður, hann var einnig stórmerkilegur stjórn- málamaður, segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. Skapti Hallgrímsson ræddi við Ragnar, sem skrifað hefur sögulega skáldsögu um Íslandsævintýri Jörundar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Ég segi frá því að þegar bylting Jörundar stóð sem hæst braust út allsherjarfyllirí sem stóð í marga daga og Jörundur lenti í mestu vandræðum með að berja gleðskapinn niður þegar honum fannst nóg komið!“ Ragnar Arnalds hefur skrifað sögulega skáldsögu um Jörund hunda- dagakonung: „Ekki kóngur fyrir 2 aura! Hann var lýðveldissinni fram í fingurgóma og fyrirleit konunga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.