Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 12. október 1975: „Um alla heimsbyggð hefur veiting friðarverðlauna Nóbels til sovézka vísindamannsins og forystumanns andófshreyf- ingarinnar innan Sovétríkj- anna, Andrej Sakharov, vak- ið verðskuldaða athygli og henni verið fagnað alls stað- ar, þar sem menn hafa enn frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar og tjá hug sinn með ein- um eða öðrum hætti. Hverri þjóð þykir það mikill virðing- arvottur, þegar þegnar henn- ar hljóta hina æðstu viður- kenningu, en svo er ekki um stjórnvöld í Sovétríkjunum. Þegar Pasternak hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels var hann neyddur til að afsala sér þeim. Þegar Solzhenitsyn hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels var honum bannað að fara úr landi til þess að veita þeim viðtöku, og ofsóknir gegn honum margfölduðust í kjölfar þessarar viðurkenn- ingar og enduðu með því að hann var fluttur nauðugur úr landi. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Andrei Sakharov fær ferða- leyfi frá Sovétríkjunum til þess að taka við frið- arverðlaunum Nóbels og þess skulu stjórnvöld í Sov- étríkjunum vera minnug að með því er fylgzt um heim allan.“ . . . . . . . . . . 6. október 1985: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera áætlun um end- urreisn Viðeyjarstofu og lendingarbætur á eynni í samráði við borgarstjórn Reykjavíkur. Áætlunin verið við það miðuð að verkinu verði að fullu lokið fyrir 18. ágúst 1986. Kostnaðaráætlun verksins verði lögð fram í tæka tíð fyrir afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1986. Þannig hljóðar þingsályktun – viljayfirlýsing Sameinaðs þings – um endurreisn Við- eyjarstofu frá 9. maí í vor. Flutningsmenn tillögunnar, sem samþykkt var, voru úr öllum þingflokkum, tíu þing- menn úr Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum. Fyrsti flutningsmaður var Jón Baldvin Hannibalsson.“ . . . . . . . . . . 8. október 1995: „Á und- anförnum mánuðum hefur töluvert verið rætt um launa- mun hér og í nálægum lönd- um. Þær umræður eru smátt og smátt að leiða fram í dags- ljósið skýringar á þessum launamun a.m.k. að hluta til. Á fundi, sem Alþýðu- bandalagsfélögin, Birtingur og Framsýn efndu til sl. þriðjudagskvöld sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Ís- lands, að Íslendingar, sem starfa við fiskvinnslu í Hanst- holm á Jótlandi hafi 160 þús- und krónur á mánuði í laun fyrir dagvinnu. Á sama fundi vísaði Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks, til skýrslu frá 1985, sem benti til þess, að norsk fiskvinnsla væri skil- virkari en sú íslenzka og að danskur matvælaiðnaður væri fremstur á öllum svið- um. En jafnframt kom fram að bæði í Noregi og Dan- mörku nýtur sjávarútvegur mikilla styrkja frá stjórn- völdum og jafngilda norsku styrkirnir því t.d. að fyr- irtæki á borð við ÚA og Granda fengju hvort um sig 100 milljónir á ári í slíkan styrk. Það gefur augaleið, að þeir, sem fá slíka styrki úr al- mannasjóðum, geta borgað hærra kaup.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að er víðar en á Íslandi sem trúverðugleiki fjölmiðla er til umfjöllunar um þessar mundir. Eftir kosningarnar í Þýskalandi eru þýskir fjöl- miðlar komnir undir smá- sjána. Margir hafa orðið til þess að velta fyrir sér hvort fjölmiðlar í landinu séu á villigötum. Er þá horft til þess með hvaða hætti þeir hafa fjallað um þýsk stjórnmál og þá sérstaklega í kosningabarátt- unni. Iðulega hafi nálgun fjölmiðla verið þvert á hina raunverulegu stemningu í landinu. Fjöl- miðlar hafi látið stjórnast af skoðanakönnunum, sem kosningarnar hafi leitt í ljós að áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Sérstaklega hefur verið bent á umfjöllun fjölmiðla eftir fyrstu kappræður Gerhards Schröders kanslara og Angelu Merkel, kanslaraefnis kristilegra demókrata. Greinilegt var að Schröder hafði betur í kappræðunum, en fjölmiðlar gerðu því þó skóna að Merkel hefði ekki síður hagnast á þeim vegna þess að hún hefði staðið sig mun betur en búist var við. Þær raddir hafa heyrst að í stað þess að leggja kalt mat á kappræðurnar hafi fjölmiðlar eða fjöl- miðlamenn dregið taum frambjóðandans, sem þeir töldu að myndi hafa betur í kosningunum. Deilt um þátt þýskra fjölmiðla Í þýska vikuritinu Die Zeit birtist grein eftir Giovanni di Lorenzo þar sem hann segir að fjölmiðlar hafi dottið út úr hlutverkinu. „Þegar blaðamenn búa til stemningu tefla þeir sinni helstu inneign í hættu: trúverðugleikanum.“ Hann mælist til þess að „við blaðamenn“ höldum ekki áfram strax eftir kosningar eins og ekkert hafi í skorist: „Það voru nefnilega ekki aðeins stjórnmálamenn og skoðanakönnuðir, sem túlk- uðu ótta og óskir kjósenda vitlaust og spáðu af- gerandi sigri kristilegu flokkanna. Fjölmiðlar urðu sér einnig til skammar. Þeir treystu alfarið á spárnar og styrktu hverjir aðra í fölsku mati sínu í stað þess að sannreyna þær úr fjarlægð. Að því leyti erum við blaðamenn hluti af vanda- málinu, sem opinberaðist með hinum óvæntu úr- slitum 18. september: skynbragðið á fólk fyrir ut- an hina pólitísku hringiðu er dautt.“ Lorenzo rekur ásakanir jafnaðarmanna og græningja, sem sitja í fráfarandi stjórn. Reyndar hafi stjórnin fallið, en með mun minni mun en bú- ist var við: „Nú hefur Otto Schily innanríkisráð- herra fylgt í kjölfarið á Gerhard Schröder kansl- ara og Joschka Fischer utanríkisráðherra með ásakanir á hendur fjölmiðlum. Á þingi dagblaða- útgefenda kvartaði hann undan lítt duldum ásetningi margra blaðamanna að veita kristilegu flokkunum og frjálsum demókrötum hjálp í kosn- ingabaráttunni. Stjórnmálamenn í forustu hjá jafnaðarmönnum og græningjum breiða meira að segja út að um hafi verið að ræða samantekin ráð yngri blaðamanna hjá hinum ýmsu útgef- endum að beita sér gegn jafnaðarmönnum og græningjum.“ Lorenzo segir að þessar ásakanir, sem einnig megi líta á sem tilraun til að skjóta blaðamönnum skelk í bringu, endurspegli ekki raunveruleikann á ritstjórnum blaðanna, heldur þá kennisetningu stjórnmálamanna að allar jákvæðar fréttir séu hlutlausar, en öll gagnrýni herferð: „Það var ekki um að ræða samsæri gegn stjórnarflokkunum. Engu að síður á pirringur Ottos Schilys og hinna rétt á sér vegna þess að fréttaskýringar um kosningabaráttuna í ár voru í raun frábrugðnar umfjölluninni undanfarna áratugi. Í fyrsta lagi sýndu blöð á borð við Der Spiegel, Stern og Süd- deutsche Zeitung, sem í upphafi fjölluðu jákvætt um rauð-græna samstarfið, að þessu sinni engan stuðning við áframhaldandi samstarf jafnaðar- manna og græningja eða aðeins í undantekning- artilfellum (sem ef til vill mátti rekja til ástands stjórnarinnar og kringumstæðna þess að gengið var til kosninga).“ Ný gerð af blaðamönnum Lorenzo segir að stjórnmálamenn hafi fengið á tilfinninguna að fram sé komin ný gerð af blaðamönnum: „Í Þýskalandi hefur orðið til hefð fyrir pólitíska blaðamennsku, sem er til fyrirmyndar, en nokkurra lærimeistara er sárt saknað. En einnig er til pólitíski blaðamaðurinn, sem áratugum saman hefur sérhæft sig í tiltekn- um flokki og fáeinum stjórnmálamönnum, í ár- anna rás hafa þeir orðið það nánir að þeir þúast og blaðamennirnir veita jafnvel ráðgjöf. Yngri blaðamenn hafa hvorki haft tíma né áhuga á að mynda slík sambönd. Verið getur að þeir séu óút- reiknanlegir í hugum stjórnmálamanna vegna þess að þeir kjósa að mynda sér frá grunni skoð- un á hverju máli. Í grunninn er það reyndar framför vegna þess að það þýðir trúnað við les- endur, en ekki flokk. Þessi afstaða verður hins vegar að vandamáli þegar hún birtist í ærandi skoðanaflökti, þegar byrjað er á því að skrifa sig framhjá umbótum og síðan eru þær rakkaðar niður, þegar eftir situr heildartilfinning, sem varla er meira en hættuleg einföldun og gerir stjórnmálamanninn að aðhlátursefni.“ Grein Lorenzos lýkur á því að hann veltir fyrir sér hver sé trúverðugleiki þýskra fjölmiðla eftir kosningaslaginn: „Nánast allir fréttaskýrendur myndu taka undir þann harmagrát að í stjórn- málum ríki trúverðugleikakreppa. Þeir taka hins vegar ekki allir eftir því að fjölmiðlar eru fyrir löngu orðnir hluti af þessari kreppu vegna þess að þeir líta of sjaldan í eigin barm. Helstu fjöl- miðlaveldin eru að mestu hætt að gagnrýna hvert annað og gera það ekki einu sinni þegar lagst er í herferðir eða um „hefndarblaðamennsku“ gegn gagnrýni er að ræða. Þegar allt kemur til alls snýst málið hins vegar um trúverðugleika okkar hjá lesendum og áhorfendum. Eins og í pólitík snýst trúverðugleiki um sjálfstæði. Og að geta greint á milli.“ Ekki er hægt að fjalla um þýska fjölmiðlun án sögulegs samhengis. Sterkustu fjölmiðlarnir í Þýskalandi urðu til á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina síðari. Í aðdraganda valdatöku Adolfs Hitlers kiknuðu þýskir fjölmiðlar og brugðust hlutverki sínu og í valdatíð hans urðu þeir að tæki í markvissri áróðursvél Josephs Goebbels. Rétt er að skoða þýska fjölmiðla nútímans og heilbrigða áherslu þeirra á sjálfstæði í því ljósi. Þessi reynsla skýrir líka þá tortryggni, sem gæt- ir í þýskum fjölmiðlum þegar stjórnvöld og stjórnmálamenn reyna setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Í framhjáhlaupi má velta því fyrir sér hvort reynslan af nasismanum og misnotkun og skrumskæling nasista á vísindum liggi að baki því að hvergi hafa fjölmiðlar fjallað af jafn mikilli tortryggni um Íslenska erfðagreiningu og gagnagrunnsmálið og í Þýskalandi. Gagnrýnin umfjöllun Der Spiegel Lorenzo hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að þýskir fjöl- miðlar hafi nánast all- ir sem einn afskrifað stjórnarsamstarf jafn- aðarmanna og græningja, en ekki eru allir til- búnir að taka undir þau orð hans að fjölmiðlar hafi brugðist. Í nýjasta tölublaði vikuritsins Der Spiegel, sem Lorenzo nefnir í grein sinni, fjallar Stefan Aust, ritstjóri blaðsins, um samband blaðamanna og stjórnmálamanna í forustugrein. Greinin hefst á tilvitnun í Rudolf Augstein, sem enn er titlaður útgefandi blaðsins þótt þrjú ár séu liðin frá andláti hans, frá árinu 1999: „Blaðamað- ur getur ekki verið vinur stjórnmálamannsins til lengdar.“ Þegar Augstein heitinn mælti þessi orð hafði Schröder verið kanslari í eitt ár og var far- inn að finna fyrir gagnrýni útgefandans. Aug- stein átti ekki auðvelt með að gegna því hlutverki eins og hann sagði sjálfur: „Sá sem hefur setið með Gerhard Schröder yfir bjórglasi dregur náttúrlega eins lengi og hægt er að gera upp reikningana þótt kominn sé eindagi, einnig ég má kalla hann Gerd.“ Schröder fékk ekki langa hveitibrauðsdaga hjá Der Spiegel og rifjað er upp í leiðara blaðsins að Wolfgang Schäuble, einn af forustumönnum kristilegra demókrata, hafi varað Schröder við því í ræðu að tímaritið myndi verða honum jafn óþægur ljár í þúfu og það var Helmut Kohl þau 16 ár, sem hann sat í embætti. Augstein benti þá á að einn grundvallarmunur væri á nýja og gamla kanslaranum: „Þessi kansl- ari er öðruvísi. Hann trúir því ekki eitt augnablik að hann geti vegna þess eins að hann situr með mér til borðs mildað gagnrýna grein í Der Spiegel, hvað þá komið í veg fyrir að hún birtist; þaðan af síður heldur hann að hann geti hagnast á því. Maður þyrfti að vera verulega langt leidd- ur til að leggja slíkt mat á gangverk frjálsrar fjöl- miðlunar.“ Niðurstaða leiðarahöfundar Der Spiegel er sú að nú sé fjölmiðlakanslarinn Schröder orðinn svona langt leiddur. Nú tali hann um „vald fjölmiðla“ og „stýringu fjölmiðla“ og hafi meira að segja hótað blaðamanni tíma- ritsins með orðunum: „Stétt yðar má vara sig.“ „Fimmta fjandsamlega stórveldið“ „Gagnrýnin umfjöllun um stjórnarherra af öllum gerðum leiðir reglulega til slíkra ásakana,“ segir í leið- aranum. „Skömmu fyrir orrustuna um Waterloo kallaði Napóleon blaðið „Rheinischer Merkur“, sem Joseph Görres gaf út, „fimmta fjandsamlega stórveldið“. Rudolf Augstein leit á þetta sem ýkjur, en hafði skilning fyrir tilfinningum stjórnmálamanna: FRIÐARVERÐLAUNIN OG KJARNORKUVÁIN Val norsku Nóbelsverðlauna-nefndarinnar á friðarverð-launahafa í ár er varla til að verðlauna stórkostlegan árangur. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) og yfirmaður hennar, Mo- hammed ElBaradei, hafa nefnilega ekki unnið neina stóra sigra í baráttu sinni gegn útbreiðslu kjarnorku- vopna á undanförnum árum. En markmiðin eru vissulega háleit og enginn efast um heilindi ElBaradeis og stofnunarinnar í störfum sínum. Líklegt verður að teljast að Nób- elsverðlaunanefndinni hafi fremur gengið til að vekja athygli á því graf- alvarlega vandamáli, sem er út- breiðsla kjarnorkuvopna og kunnátt- unnar til að smíða þau. Í rök- stuðningi hennar segir enda að nú séu tímar, þar sem kjarnorkuváin færist í aukana á ný og eina leiðin til að berjast gegn þessari ógn sé með eins umfangsmiklu alþjóðasamstarfi og unnt er. Í greinargerð Nóbels- verðlaunanefndarinnar segir reynd- ar líka að markmið hennar sé útrým- ing kjarnorkuvopna. Það er falleg hugsjón, en varla raunhæf. Þekking- in, sem þarf til að smíða kjarnorku- sprengjur, verður ekki þurrkuð út. Hættan á því að kjarnorku- sprengja verði sprengd – eða notuð til að skelfa og kúga einstök ríki eða heimsbyggðina alla – er meiri nú en á tímum kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna fór kjarnorkuelds- neyti á flakk. Herskáir harðstjórar í Íran og Norður-Kóreu leggja allt kapp á að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Þekkingin á kjarnorku- tækninni hefur verið seld út um allar jarðir án eftirlits IAEA, meðal ann- ars frá Pakistan. Hættan á að kjarnorkusprengja falli í hendur vit- firrtra hryðjuverkamanna, sem svíf- ast einskis, er því miður ekki lengur aðeins skáldskapur bíómynda og spennusagna, heldur raunveruleg ógn. Við þessar kringumstæður þarf al- þjóðlega samstöðu um að nota kjarn- orkuna eingöngu í friðsamlegum til- gangi. En ríki heims þurfa líka að vera reiðubúin að sýna þeim, sem neita að taka þátt í slíku samstarfi, fulla hörku. Það hljómar vissulega vel að Mohammed ElBaradei hafi beitt sér fyrir að fara samningaleið- ina gagnvart t.d. Norðu-Kóreu og Ír- an. En sú afstaða hans endurspeglar a.m.k. að hluta til þá stöðu, sem hann er í sem yfirmaður einnar af stofn- unum Sameinuðu þjóðanna. Það get- ur verið snúið að ná samstöðu í stjórn IAEA um að senda t.d. mál Ír- ana til öryggisráðsins, eins og full ástæða virðist vera orðin til. Einstök ríki hafa oft aðra hagsmuni en heild- arhagsmuni heimsbyggðarinnar í huga þegar taka þarf slíkar ákvarð- anir. Það má halda því fram að bæði Norður-Kóreu og Íran hafi verið sýnd of mikil linkind; að þessi ríki hafi komizt upp með að nota kjarn- orkuáætlanir sínar til að kúga póli- tískan og efnahagslegan stuðning út úr umheiminum. Hvorugt ríkið verð- skuldar slíkt, að óbreyttum stjórn- arháttum. Nóbelsverðlaunin verða vonandi til að styrkja Mohammed ElBaradei og stofnun hans í starfi sínu, eins og hann nefndi sjálfur á blaðamanna- fundi í Vín í gær. Þau auka kannski líkurnar á að sigrar vinnist í barátt- unni gegn útbreiðslu kjarnorku- vopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.