Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 59

Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 59 MENNING Tríó Reykjavíkur hefur sennsitt sextánda starfsár, enhópurinn er skipaður þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleik- ara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara. En þrátt fyrir að kenna sig við höf- uðborgina hefur tríóið aðsetur í ná- grannasveitarfélagi; nánar tiltekið í Hafnarborg í Hafnarfirði, og þar verða hinir fimm tónleikar sem eru á dagskrá í vetur allir haldnir.    Fyrstu tónleikarnir verða haldn-ir í kvöld kl. 20. Verða þar meðal annars leikin verk tveggja ís- lenskra tónskálda, Ballaða fyrir einleikspíanó eftir Hjálmar H. Ragnarsson frá árinu 1993 sem samið var fyrir Peter Máté og frumflutt á listahátíð í Hafnarfirði sama ár, og tvö verk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Hið fyrra er einleiks- verk fyrir fiðlu, In Vultu Solis frá árinu 1980, sem samið var fyrir Guðnýju Guðmundsdóttur og píanótríó samið árið 1987 fyrir Tríó Reykjavíkur. Eftir hlé verður síðan flutt tríó nr. 3 op. 110 eftir Robert Schu- mann, hárómantískt verk sem sjaldan eða jafnvel aldrei hefur heyrst á Íslandi áður. Tónleikarnir hefjast hins vegar á sónötu fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Händel. „Það er mjög ljúft og fallegt stykki, sem öllum – bæði áheyrendum og flytjendum – ætti að þykja gott að byrja á. Við höfum hins vegar aldr- ei spreytt okkur á þessu magnaða tríói eftir Schumann áður, sem er alveg sérstaklega vel samið, svo við hlökkum mikið til að spila það,“ segir Gunnar Kvaran í samtali við Morgunblaðið. Hann segir það ganga vel upp að blanda saman verkum frá ólíkum tímum, líkt og gert verður á tón- leikunum í kvöld, og bætir við að það sé ennfremur mikilvægt að halda áfram að spila nokkurra ára gömul íslensk verk. „Það er alltaf verið að frumflytja glæný íslensk verk, sem er auðvitað jákvætt, en mér finnst líka mikilvægt að flytja aftur verk sem hafa kannski verið samin fyrir 15-20 árum eða jafnvel lengra síðan, þannig að þau týnist ekki.“ Alls verða verk eftir fimm íslensk tónskáld á efnisskrám Tríós Reykjavíkur í vetur, og segist Gunnar ánægður með það. „Það er mikilvægt að sinna íslenskum tón- skáldskap, en auðvitað er stærsti hluti tríótónlistarinnar frá róm- antíska tímabilinu. En okkur þykir gott að blanda þessu saman,“ segir hann.    Þann 13. nóvember verða tón-leikar undir yfirskriftinni „Klassík við kertaljós“ og munu Brahms og Beethoven ráða þar ríkjum. Joseph Ognibene hornleik- ari mun leggja tríóinu lið í stað Gunnars á þessum tónleikum, þar sem flutt verða tríó fyrir horn, fiðlu og píanó eftir Brahms, sónata fyrir horn og píanó eftir Beethoven og hin sívinsæla Vorsónata Beethov- ens fyrir fiðlu og píanó. Þann 22. janúar á næsta ári verða hinir hefðbundnu nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur. Að þessu sinni mun Ólafur Kjartan Sigurðarson bregða á leik með tríóinu í skemmtidagskrá af léttara taginu, en undanfarin ár hafa Diddú og Bergþór Pálsson komið fram á ný- árstónleikunum. „Við ákváðum í sameiningu að breyta til, og fáum Ólaf Kjartan barítón til liðs við okk- ur í staðinn,“ segir Gunnar.    Á næsta ári verður eitt virtastatónskáld Íslendinga, Jón Nor- dal, áttræður. Af því tilefni efnir Tríóið til tónleika honum til heiðurs hinn 12. mars, í samvinnu við Tón- skáldafélag Íslands. „Okkur finnst ákaflega skemmtilegt að geta gert þetta og vel til fundið,“ segir Gunn- ar, en á tónleikunum verða ein- göngu flutt verk eftir Jón. Lokatónleikar vetrarins verða síðan haldnir þann 9. apríl. Þar verða flutt verk sem öll eru frá síð- ustu öld, en þó afskaplega ólík. Tvö íslensk tríó verða fyrir hlé, eftir Hafliða Hallgrímsson og Svein- björn Sveinbjörnsson. „Eftir Svein- björn leikum við hið fræga e-moll tríó, og síðan tríó eftir Hafliða,“ segir Gunnar. „Eftir hlé munum við hins vegar flytja rómönsur eftir Shostakovits ásamt Elínu Ósk Ósk- arsdóttur, sem voru samdar hvorki meira né minna en fyrir Galinu Vishnevskayu, Mstslav Rostropo- witch, Svjatoslav Richter og David Oistrach. Þau frumfluttu þær í Moskvu undir lok 7. áratugarins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tríóið spreytir sig á þessu verki, því þau fluttu það ásamt Margréti Bóasdóttur fyrir þó nokkrum árum. „Hún lagði á sig að læra þetta á rússnesku og það ætlar Elín Ósk líka að gera. Þetta er mjög sterkt og óvenjulegt verk,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn hug í sér og félögum sínum í Tríói Reykjavíkur fyrir þennan sextánda vetur. „Það er bara svo ótrúlegt hvað tíminn líður,“ segir hann. „Þetta hefur verið ákaflega góður tími í Hafn- arborg, aðstaðan þar er svo góð og við höfum notið mikils stuðning frá fólkinu þar, ekki síst Pétrúnu Pét- ursdóttur forstöðukonu. Það er nú einu sinni þannig að ef maður ætlar sér að halda saman kammerhóp þarf að hafa fastan grundvöll fyrir tónleikahaldi. Raunar mætti kannski taka þau mál til nánari at- hugunar hjá hinu opinbera, að veita hópum styrki til nokkurra ára til að renna stoðum undir starfsemi af þessu tagi. Því nóg er nú af góðu tónlistarfólki og því er alltaf að fjölga.“ Frá Händel til Shostakovits ’Það er nú einu sinniþannig að ef maður ætl- ar sér að halda saman kammerhóp þarf að hafa fastan grundvöll fyrir tónleikahaldi.‘AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Tríó Reykjavíkur heldur fimm tónleika í Hafnarborg í vetur. ÞAÐ var svo sannarlega troðfullt á Kaffi Reykjavík á lokatónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur enda Ragnheiður Gröndal meðal vinsæl- ustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Hin unga söngkona og hljóðfæra- leikararnir sjö stóðu sig einnig með prýði og voru verðugur lokapunkt- ur 15. Jazzhátíðar Reykjavíkur. Ragnheiður söng fimmtán lög á tónleikunum auk þess sem hljóm- sveitin lauk hvorum hálfleik fyrir sig á Bird feathers með vest- urstrandarblæ, en sá hljómur ríkti gjarnan í útsetningunum; sér í lagi á fyrri hluta tónleikanna. Því miður heyrir maður alltof sjaldan hinn skemmtilega raddsetningastíl er vesturstrandarmeistarar á borð við Mulligan, Shorty Rodgers og Bob Cooper skópu og þeim síðastnefnda tókst oft snilldarlega að skrifa fyrir eiginkonu sína, söngkonuna June Christy, en þær Ragnheiður Grön- dal eiga þó fátt sameiginlegt. Segja má að efnisskráin hafi skipst í tvennt, annars vegar góð- kunna söngdansa og hins vegar blúsa margvíslegrar ættar. Svo var toppurinn á dagskránni ópus eftir Monk, Pannonica, sem hin unga söngkona söng með glæsibrag og sannaði að framfarir hennar hafa orðið miklar síðan djassskífa henn- ar kom út, samfara auknum þroska, því það þarf mikið til að syngja þennan ópus jafnsannfær- andi og hún gerði. Annars var Ragnheiður sterkust í þeim söng- dönsum sem voru í hægu tempói. Lög á borð við A ghoast of a chance eftir Victor Young og Embraceble you eftir George Gershwin voru sungin af næmri til- finningu, en stundum þótti mér nokkuð vanta upp á valdið á söng- dönsum á borð við East of the sun og You stepped out of a dream í hröðu tempói þótt hún hafi farið á kostum í The song is you. Ragn- heiður hefur mikla tilfinningu fyrir blúsnum, hvort sem um er að ræða hina einfaldari eins og Evil gal blues og Rivers invitation eða þá sem hafa sterka skírskotun í djass- söguna eins og þann sem í útgáfu oktettsins nefndist Muddy water, en heyra má í sinni klassískustu mynd með mönnum á borð við Jack Teagarden: Íd rather drink muddy water Lord, sleep in a hollow log,/ Than be up here in New York, treated like a dirty dog. Sem fyrr segir voru útsetningar Hauks Gröndal sérlega áheyrilegar og það voru líka sólóar hljóðfæra- leikaranna allra. Skemmtilegast var þó er blásararnir spunnu tveir og tveir saman og gekk þar allt upp eins og í góðu ævintýri. Hryn- sveitin var þétt og ekki slæmt að hafa jafnsterktóna bassista og Earle hinn kanadíska innanborðs. Það var líka gaman þegar blúsinn var villtastur að ekkert fékk hagg- að hinum klassíska djasstóni Ás- geirs Ásgeirssonar. DJASS Kaffi Reykjavík Ragnheiður Gröndal söngur, Haukur Gröndal útsetningar, klarinett og altó- saxófón, Jóel Pálsson, tenórsaxófón og bassaklarinett, Sigurður Flosason barrý- tonsaxófón og flautu, Ólafur Jónsson ten- órsaxófón, Ásgeir J. Ásgeirsson gítar, Graig Earle bassa og Erik Qvick trommur. Oktett Ragnheiðar Gröndal Vernharður Linnet Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Kristján Rúnar Kristjánsson eðlisfræðingur, 28 „Mér hefur alltaf þótt gaman að glíma við krefjandi verkefni — og það er sérstaklega heillandi að fást við rannsóknir sem hafa það lokamarkmið að skilja innsta eðli náttúrunnar,“ segir Kristján Rúnar Kristjánsson sem varði nýverið doktorsritgerð við raunvísindadeild Háskóla Íslands undir heitinu Lotubundið hraðeindasvið og rafhlaðin svarthol. Áður lauk hann BS-prófi bæði í stærðfræði og eðlisfræði frá HÍ og MS-prófi í kennilegri eðlisfræði frá sama skóla. „Svarthol eru dularfull fyrirbæri sem hafa svo mikið aðdráttarafl að þaðan sleppur ekkert í burtu — ekki einu sinni ljósið,“ segir Kristján, sem m.a. hefur sökkt sér í rannsóknir á þessum furðufyrirbærum og verið í samstarfi við erlenda vísindamenn um allan heim. Hann er leiftrandi í áhuga sínum á vísindunum og nær þar líka að sameina vinnu og ferðalög, sem eru eitt áhugamála hans. En Kristján á sér fleiri áhugamál og segist t.d. frá unga aldri hafa verið mikill áhugamaður um froska. Hann á nokkra slíka sem nú hefur verið komið í fóstur því Kristján er fluttur til Kaupmannahafnar þar sem hann mun stunda rannsóknir næsta árið hjá Nordita, norrænu stofnuninni í kennilegri eðlisfræði, og halda þar áfram að fást við krefjandi verkefni á sínu sviði. Sjá nánar um rannsóknir Kristjáns á vefnum www.visindi2005.is [svarthol og froskar] Vísindi – minn vettvangur P R [ p je e rr ]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.