Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Helsingfors virtist iða aforku samfélags meðfjölbreytt menningar-líf.Það var eins og fjöl- þjóðlegur blær svifi þar yfir vötnun- um í sumarblíðunni. Talsvert er af innflytjendum sem setja sinn svip á mannlífið, sumir langt að komnir eins og t.d. sumir matargerðarmeistaranna á mark- aðnum, tónlistarflytjendur í göngu- götunni og listamenn frá framandi og fjarlægum slóðum með verk á ýmsum sýningum listasafnanna. Að vera í réttu eða röngu landi Manneskjan leitar út til annarra landa af ýmsum og mismunandi ástæðum. Stundum er það af knýjandi nauð- syn, stundum er leitað að betri lífs- skilyrðum. „Ég held ég sé í vitlausu landi,“ sagði Afríkumaðurinn í samtali við vegfaranda sem lýsti ánægju með tónlistina. Hinn afríski söng og spil- aði af miklum krafti í göngugötu einni og lagði sig allan fram en veg- farendur voru þó ekki á því að detta út í seiðandi taktinn. Þó var ein og ein kona sem lét sig hafa það að taka nokkur spor svo lítið bæri á. Margt eigum við ólært í norðrinu! Finnar hafa oft leitað út og þá er það oft til að kynnast heiminum eða leita hughrifa. Landkönnuðir og mannfræðingar koma síðan heim með fróðleikinn. Listamenn hafa sumir fundið sig knúna til að fara burt og leita. Í Helsingfors má kynnast í gegnum söfnin og byggingar að þangað hafa legið straumar úr ýmsum áttum. Landamæri og list Listamenn og fleiri hafa oft sótt langt til að skoða heiminn og til- veruna til að leita nýrra leiða og finna samband við stærri heim og opna sjónarhornið eða kannski bara að komast burt frá einhverju heima fyrir. Meðal þeirra sem leituðu út var listmálarinn Axeli Gallen-Kallela. Hann tók sig upp árið 1909 með alla fjölskylduna og fór til Kenía. Hann naut velgengni heima fyrir, var þekktur og vinsæll. Hann hafði kom- ið inn í finnska myndlist eins og hetja úr Kalevala-þjóðkvæðunum. Honum var snemma hugstætt að lýsa finnsku alþýðufólki og dró fram bæði fegurð og hin hörðu lífskjör þess. Á Atheneum-listasafninu í Helsingfors eru slík verk eftir hann sem eru tímalausar tengingar við persónur og mannlíf frá liðnum tíma. Þegar Gallen-Kallela taldi sig vera kominn í þrot og þurfa að leita að nýjum tilgangi í málverkið leitaði hann út í heim. Endurnýjaðan til- gang fann hann svo í Kenýa og mál- aði þar ný verk sem sýndu önnur tök, t.d. kröftugri pensildrætti og meiri glóð í litum. Þegar heim var komið með árangurinn voru ekki allir sáttir við þessa Afríku-inspírasjón hins ramm-finnska málara sem var þekktur fyrir að lýsa finnskum veru- leika svo vel. Þröngsýni og stýring Ástæður fyrir leitinni út eru vissu- lega margar og stundum þrengir að heima fyrir í þessum „minni sam- félögum“. Finnskir listamenn skil- greina sitt samfélag sem lítið þótt allt sé það afstætt. En hver er ástæð- an fyrir því eða hvað þrengir að? Stýring listaheimsins svokallaða eða markaðarins verður fyrir suma hamlandi. Þá er ýmiss konar flokkun og dómar um hvað sé hin „rétta“ samtímalist ekki til örvunar og hefur ekki alltaf mikið að gera með gæði. Þótt slíka stýringu sé vissulega að finna í hinum stóra svokallaða vest- ræna listaheimi þá er þó fjölbreytnin meiri í stærri samfélögum og mögu- leikarnir fjölbreyttari. „Listamennirnir sjálfir fá núorðið minna að segja um val á því hvað er sett fram, a.m.k. hefur orðið stór breyting á því síðustu 10–20 árin í Finnlandi sem og annars staðar á Norðurlöndum.“ Svo segir Ulla Rantanen en hún er listakona sem skaraði fram úr snemma á ferli sín- um og var áberandi í finnsku listalífi upp úr ca 1975. Var sýning á verkum hennar hér í Norræna húsinu í Reykjavík í boði FÍM 1986. Í byrjun ferils Rantanen var það tjáningarfullt raunsæi sem ein- kenndi risastórar og kröftugar teikningar hennar en síðar þróuðust vinnubrögðin í abstrakt útfærslur á náttúru og manneskju. Með öryggi afburðateiknara og málara tekst henni oft að fanga þetta óútskýran- lega sem gerir verk að list. Til Kenýa, burt frá stýringu „listaheimsins“ Eftir mikið starf með sýningahald og ýmis opinber verkefni ásamt miklu starfi í þágu félagsmála mynd- listarmanna var eins og komið að tímamótum. Í leit að einhverju ekta og öðrum sjónarhornum á tilveruna fór Ulla Rantanen að stunda ferðalög á mjög fjarlægar slóðir. Hún fór í nokkrar ferðir til Kenýa og hefur nú á síðast- liðnum 10 árum búið þar hálft árið og fær þar fjarlægð á finnskan nútíma og listaheim. Hún segist ekki þola þá stöðu að það séu aðrir en listamenn- irnir sem stýra gildum og vali á því hvað sé sett fram, að listamaðurinn sé undirokaður. Hún telur að mark- aðsvæðingin nái orðið yfir allt og að peningahyggjan sé kæfandi, raun- veruleg gildi eigi undir högg að sækja. Rantanen er mikið niðri fyrir enda hafa verk hennar líka ætíð sýnt hreinskilni og kröftug átök við við- fangsefnið. Fyrir Afríkuferðirnar voru verk Rantanen oft innblásin af drama- tískri náttúru og mörg hver af kynn- um hennar af Íslandi, svörtum sönd- um og nöktu landi. Þau þróuðust í meiri og meiri einföldun og fjölluðu oft um uppsprettuna eða djúpið sem horft er inn í. Á vinnustofu Rantanen í Helsing- fors stendur nú ein af þessum eldri myndum. Stórt málverk af svörtum dular- fullum kassa sem geymir svart djúp. Þar spegluðust nú í glerinu ný verk úr seríunni „Afrískar helgimyndir“. Hún segist vilja reyna að túlka hið sammannlega og reyna að færa manneskjuna eða persónuna í Afríku nær okkur á norðurslóðum og reyna að leggja þannig sitt af mörkum til að vinna gegn rasisma. „Allir á sama báti“ — frá Kína? Tennishöllin er ný menningarmið- stöð í miðborginni í fyrrverandi íþróttahúsi. Þar eru sýningarsalir, fjölnotasalir og einnig Kulturernas Museum (Safn menningarheim- anna). Þar var stór sýning á sam- tímaljósmyndum frá Kína. Kínversk myndlist hefur tekið miklum breytingum síðastliðin 10– 15 ár. Möguleikar listamanna til að sýna hvað sem þeir kjósa að setja fram hafa opnast og stuðningur op- inberra aðila við frjálsar listir hefur aukist talsvert. Þema þessarar stóru ljósmynda- sýningar byggist á fjölbreytni nú- tímans í Kína. Margir listamann- anna fjalla um skilgreiningar á einstaklingnum í samfélaginu, mót nýrra tíma og gamalla siða. Sumir nota áhrif frá fornum menningar- heimi og heimspekihefð er þeir fjalla um nýja tíma hinna geysihröðu breytinga í samfélaginu og öll þau sí- vaxandi tengsl við umheiminn sem nú eiga sér stað. Þarna var að finna mörg verk sem fjalla um djúpar pæl- ingar, sýndar í mynd á mjög frum- legan hátt, oft talsvert dramatískan og nístandi. Oft er þar einhver blær sem verður framandi og nýstárlegur fyrir Evrópubúa hvort sem það er vegna bakgrunns sem er framandi eða nýrrar hugsunar. Áleitnar spurningar um heiminn Margar spurningar verða áleitnar við skoðun þessarar kínversku sýn- ingar og mörg verkanna eru gríp- andi. Má þar nefna gólfverk sem sýningargestir ganga á eftir Lin Shu-min, eins konar flísagólf með innfelldum hólógrafískum portrett- um af fólki sem virðist gægjast þar upp móti sýningargestinum (en hólógrafísk ljósmynd gefur sterka þrívíddarskynjun). Stór mynd eftir Wu Tien Chang, „Allir á sama báti“, er áhrifarík á írónískan hátt og ein fjölmargra mynda þessarar sýningar sem vekur spurningar um landamæri og mis- munandi rétt og möguleika fólks en líka um heiminn okkar, hvort hann sé stór, lítill eða hvort tveggja. Helsingfors og leitin í listinni Helsingfors með fjölskrúð- ugt mannlíf og fjölbreytta menningu hefur margt að bjóða ferðalangi, margt sem vekur spurningar og umhugsun. Jóhanna Bogadóttir var þar á ferð. Allir á sama báti eftir Wu Tien Chang. Gólfverk með hólógrafískum portrettum eftir Lin Shu-min. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Höfundur er myndlistarkona. Afrískur tónlistarmaður í göngugötu í Helsingfors. Ulla Rantanen við afrískar helgimyndir. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Speglun nýrra verka í eldra verki Ullu Rantanen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.