Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 21
Ljóðagerðin er eftirlæti Ljóðabókin Eitt vor enn er átt- unda ljóðabók Gylfa. Hann hefur ort ljóð síðan hann var lítill drengur. „Ljóðagerðin hefur verið snar þáttur í mínu lífi. Þótt ég sé kunn- astur fyrir ævisögur og viðtalsbæk- ur, hefur ljóðagerðin alltaf verið mitt eftirlæti,“ segir hann. „Ef einhver hefði sagt við mig þegar ég var ungur að ég ætti eftir að skrifa svona margar viðtalsbæk- ur og ævisögur, þá hefði ég hlegið. Þær eru orðnar 30. Skáldskapurinn var eitt og allt og ég ætlaði mér að verða ljóðskáld eingöngu. Ljóða- bækur seljast hins vegar lítið sem ekkert svo ég sá fljótt að það gengi ekki. Ég valdi mér þess vegna það starf sem er næst ritstörfum, nefni- lega blaðamennsku. Löngu síðar fór ég að gefa út bækur,“ segir hann. Í stofunni á Hlíðarveginum hjá Gylfa og eiginkonu hans, Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, er huggulegt að drekka kaffi og rifja upp gamla daga. 27 ára ritstjóri á Alþýðublaðinu „Ég stundaði blaðamennsku í 30 ár. Sá tími var geysilega skemmti- legur og fjölbreyttur. Á Alþýðu- blaðinu kynntist ég útgáfu dagblaðs og öllum þeim hamagangi sem því fylgir. Ég var 27 ára gamall þegar ég varð ritstjóri blaðsins. Einnig var ég ritstjóri tveggja vikublaða, Fálk- ans og Vikunnar. Það var líka afar skemmtilegt. Að lokum var ég rit- stjóri Samvinnunnar, sem er mán- aðarblað. Ég kynntist því ólíkum tegundum af blöðum.“ Aðspurður hvaða tegund miðils hann hafi kunnað best við, svarar Gylfi að skemmtilegast hafi verið að vinna á dagblaði. „Það var erfiðast en skemmtileg- ast. Langviðburðaríkasta tímabilið var á Alþýðublaðinu. Á þessum tíma gáfu stjórnmálaflokkarnir út blöðin og það var eilíft basl. Fjárhagserf- iðleikarnir voru botnlausir,“ segir hann og bætir sposkur við: „Sér- staklega var erfitt að vinna á Al- þýðublaðinu og Þjóðviljanum. Það voru fátækustu blöðin.“ Barátta að koma blaðinu út Gylfi segir það hafa verið baráttu dag hvern að koma blaðinu út. „Blaðið var „sett“ eftir miðnætti, oft ekki fyrr en eitt eða tvö um nótt- ina. Eitt sinn þegar vakt lauk heyrði ég setjara þvo sér um hendurnar og tauta þessa setningu sem ég get ekki gleymt: „Sigur vinnst að lokum – og blaðið kemur út!“ Þetta lýsir vel baráttunni sem við stóðum í,“ segir Gylfi og hlær. Hann bendir á að miklar breytingar hafi átt sér stað í blaðamennsku meðan hann stundaði hana. „Það var dýrt að hafa myndir í blöðunum. Búa þurfti til sérstök myndmót og grafa myndirnar í sink. Ekki mátti hafa nema að jafnaði tvær í hverju blaði. Þetta var af fjár- hagsaðstæðum,“ segir hann og bæt- ir við að þetta hafi breyst með „off- set-tækninni“. Þá mátti nota myndir ótakmarkað og í framhaldinu jókst til dæmis að tekin væru viðtöl við fólk. „Will you buy me an icecream?“ Þóranna, eiginkona Gylfa, færir meira kaffi. Meðan tæmt er úr boll- unum reikar hugurinn aftur til bernskuáranna. „Ég er í raun alinn upp við óvenjulegar aðstæður. Þegar ég var 2 ára flutti ég í hús sem hét því virðulega nafni Skálholt. Það stóð við Kaplaskjólsveg. Húsið var um- lukið grænu túni og stóð úti í sveit. Einn góðan veðurdag kom banda- ríski herinn, girti húsið af og byggði Camp Knox allt í kring. Ég er þann- ig í raun alinn upp innan girðingar! Það var bæði gott og vont sem maður hafði af hernum. Í kampnum var ísbúð og ef maður eignaðist fimm kall fór maður og hékk í girð- ingunni. Gengi einhver hjá spurði maður hvort hann gæti keypt fyrir mann ís. Þetta voru fyrstu orðin sem ég lærði í ensku: „Will you buy me an icecream?“ Sá sem keypti ís- inn tók síðan sjaldnast við neinum peningum,“ segir Gylfi og hlær. Hann bætir við að þegar herinn yf- irgaf kampinn hafi fjölskyldan hlakkað til að endurheimta túnið græna í kringum húsið. Þá hafi kampurinn hins vegar fyllst af fólki. „Ramminn í minni bernsku er eiginlega saga þjóðarinnar í hnot- skurn. Fyrst er það sveitin, síðan hernámið og þá flutningar til bæj- arins. Frá Skálholti flutti ég 12 ára gamall í Mávahlíðina. Þá var ég þeg- ar byrjaður að skrifa.“ 10 ára bókaútgefandi Gylfi var innan við 10 ára þegar hann hóf að stunda ritstörf. „Þá samdi ég bækur og ljóð og hand- pikkaði þetta á ritvél,“ segir hann. Þóranna skýtur inn í að Gylfi virðist hafa haft peningavit sem lítill drengur en það hafi horfið með ár- unum. „Hann heftaði það sem hann skrifaði nefnilega saman og seldi fjölskyldumeðlimum,“ segir hún glettin. Gylfi brosir. „Þannig var að mér var gefin lítil, svört Erica ritvél og þá gat ég farið að framleiða bækur. Ég vélritaði og notaði kalkipappír til að búa til fleiri eintök,“ segir hann og bætir hugs- andi við að með því að leggja fyrir sig ritstörf þyki sér augljóst að hann hafi verið á réttri hillu í lífinu. Hann segir ritstörf vera áráttu í fjölskyld- unni og að hann sjálfur sé sjötti ætt- liðurinn sem gefi út bækur. – Þannig að það hefur ekki komið á óvart þegar þú sýndir snemma áhuga? „Nei, nei. En móðir mín hafði miklar áhyggjur. Hún sagði að skáld væru alltaf svo óhamingjusöm!“ Forsetar og frumkvöðlar Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Gylfi skrifaði ljóð og bækur á Erica ritvélina ungur að aldri. Hann verður sjötugur á næsta ári og helg- aði líf sitt bókaskrifum eftir þrjá áratugi í blaðamennsku. Hann ritaði til að mynda ævisögur fyrstu þriggja forseta Íslands, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns. Hann gaf út ævisögu Steins Steinars og fyrra bindi hennar var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. Margar bækur Gylfa fjalla um ævi kvenna, aðallega kvenna sem voru á undan sinni samtíð, til dæmis Jó- hönnu Egilsdóttur verkalýðsfor- ingja og Huldu Jakobsdóttur sem var fyrsta konan til að verða bæj- arstjóri á Íslandi. „Á þessum árum var ekki mikið fjallað um jafnrétt- ismál, þannig að þetta var upplagt,“ segir hann. Ritstörf eru árátta Gylfi viðurkennir að óhemju vinna sé að skrifa ævisögur sem byggist alfarið á heimildavinnu. Hann segir margar þeirra eiga sér langan að- draganda, til dæmis bækur hans um Stein Steinarr. „Ég var búin að vera með Stein Steinarr á heilanum síðan í mennta- skóla svo ég var búinn að sanka að mér heilmiklu um hann þegar ég loks byrjaði að skrifa bókina. Mér fannst Steinn svo heilagur að ég ætlaði varla að voga mér að hefja skrifin. Jú, ritstörfin og heimildar- vinnan geta vissulega tekið allan minn tíma,“ segir hann. Þóranna bætir eldsnöggt við: „Já, en Gylfi hefur líka aldrei verið í golfi eða veiði eða neinu!“ Gylfi brosir og segir einlægur að ritstörfin séu honum allt. Þetta sé golfið og þetta sé veiðin. Þetta sé allt saman. „Ritstörf eru árátta. Maður er ekki fyrr búinn að ljúka við eina bók en maður er farinn að velta fyrir sér þeirri næstu. Að fást við ritstörf er ólæknandi árátta. Þetta er eilíf bar- átta við stílbrögð. Það er kannski liður í því að halda stöðugt áfram, að vita hvort maður geti ekki gert að- eins betur.“ krabbameini sigridurv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 21 Hve auðvelt var ekki með orðgnótt og skáldlegu hugarflugi að yrkja um dauðann á meðan hann var órafjarri og annarra böl En þegar hann birtist og blóðkornastyrjöld braust út í æðum mínum lögðu orðin á flótta vesælir liðhlaupar lafhræddir við kvöl Konan í lífi mínu kemur til mín daglega Ég bíð eftir henni langar andvökunætur ofsjóna og myrkurs Þegar hún birtist: Hvílíkur fögnuður hvílík gleði! Meinið er: hún þjáist meira en ég Ógleði er fallegt orð yfir flökurleika – alltof fallegt Ég get ekki legið ég get ekki setið ég get ekki staðið ég get ekki gengið ég get ekki rakað mig ég get ekki borðað Ég get ekki einu sinni fundið lykt af mat Ég get ekki gert neitt nema andað og látið mig dreyma um mína gömlu og góðu heilsu stekk fram úr rúminu um miðja nótt þeysist niður í eldhús og er í þann veginn að háma í mig mat þegar ég vakna og skynja aftur ógleðina og uppköstin sem vofa yfir mér Draga djúpt inn andann halda niðri í sér andanum Sneiðmynd af meini Ókind með arma langa hefur hreiðrað um sig í hraustum líkama mínum Verður unnt að fjarlægja hana með flugbeittum hnífum fimra læknishanda eða skyldi hún sofna af undralyfjum nútímans og bjartsýni ríkja í baráttu góðs og ills um lífsneista minn? Dagsbrún í desember örmjó gul ljósrönd (Skyldi hún verða eldhaf á albjartri Jónsmessunótt?) Hríðin skefur kistur í hvítri auðn rafmagnslínur: krossar svo langt sem augað eygir Myndir birtast mér frá bernskutíð við orgelspil sem hljómar í fjarska Úr hugarmyrki að morgni rís stysti dagur ársins í stofu 13 B með flóðljósum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.