Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 61 fjöllun um frægt fólk í okkar sam- félagi í dag er orðin að skrípaleik. Kona eins og Monica Lewinsky er fræg og er boðið á Óskars- verðlaunaafhendinguna, en af hverju hún er fræg er ekki mik- ilvægt í samhenginu. Svo virðist sem að það skipti ekki neinu máli hvað fólk geri, það er í lagi að verða frægur að endemum, síðan þegar fólk er orðið frægt þá verður það sjálfkrafa að stjörnum og myndir af því notaðar í fjölmiðlum til þess að selja betur,“ segir Zellweger og er mikið niðri fyrir. Og hún heldur áfram: „Sjálf bý ég ekki lengur í Hollywood, en það var orðið ólíft fyrir mig þar. Ég bý núna einhversstaðar í Texas, og ég vil ekki upplýsa hvar!“ segir hún og hlær. „Ég á erfitt með alla þá athygli sem fylgir því að vera svona fræg. Fólk sem öskrar þegar það sér mig og blaðaljósmyndarar sem fylgja mér hvert fótmál er eitthvað sem hræðir mig. Ég skil stundum ekki hvaðan þörfin fyrir frægð og viðurkenningu kemur, þráin til þess að annað fólk dáist að manni. Ég skil vel að fólk hljóti viðurkenningu fyrir vel unnin störf, leikkona eins og Meryl Streep, leikarar eins og Al Pacino og Robert de Niro eiga allt gott skilið, en í dag þá er frægð orðin að einhverju allt öðru en fyrir kannski 10, 15 árum.“ Vinnan á tökustað „Þetta er slæma hliðin á starf- inu,“ heldur hún áfram, „en góða hliðin er sú að mér líkar vel við það sem ég er að gera þegar ég er í vinnunni. Ég fæ að vinna með fólki sem kann sitt fag og það eru ekki aðeins aðrir leikarar eða leik- stjórar sem ég hitti á vinnustaðn- um. Vinna á tökustað er erf- iðisvinna; það þarf smiði til þess að smíða leikmyndina, rafvirkja til þess að sjá um rafmagnið, kokka til þess að elda fyrir mannskapinn, og svo mætti telja áfram. Ég elska andrúmsloftið á tökustað og finnst virkilega gaman þegar ég er þar. Síðan, auðvitað, er starf leikara að miklum hluta til fólgið í því að skapa persónu. Það ferli er oft langt og erfitt og þá er gott að vinna með góðum leikstjórum sem geta aðstoðað mig við að laða fram þær hliðar sem persónan þarfnast. Howard var sjálfur leikari svo hann getur gefið góð ráð.“ Í Cinderella Man leikur Zellweg- er persónu sem var til í raun og veru. Hún segir að því fylgi meiri ábyrgð heldur en þegar persóna er sköpuð frá grunni. Ábyrgðin er gagnvart því fólki sem þekkti til Mae Braddock, segir Zellweger. „Mitt eigið líf og líf Mae Brad- dock eru gerólík. Ég er heppin, ég er rík kvikmyndastjarna, en Mae var fátæk þriggja barna móður, gift hnefaleikakappa sem átti í erf- iðleikum með að sjá fyrir fjölskyld- unni. Þrátt fyrir þetta þá er ým- islegt sem er líkt með mér og henni, og það er á þann hátt sem ég reyni að nálgast persónu henn- ar, svo hún verði sannari, ef svo mætti að orði komast, í myndinni.“ Að þeim orðum töluðum þá rennur tíminn með leikkonunni út. Hún stendur á fætur og þakkar pent fyrir sig og ég sömuleiðis. Hún fer út úr herberginu ásamt aðstoðarfólki sínu, á leið í næsta viðtal, en dagur kvikmyndastjörnu á kvikmyndahátíð er þéttskipaður. Líf Zellweger og Mae Braddock er harla ólíkt. ÞAÐ HEFUR trúlega farið framhjá fáum borg- arbúum að undanfarna viku hefur staðið yfir Al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Að sögn að- standenda hafa viðtökurnar verið afar góðar, uppselt hefur verið á fjölda sýninga auk þess sem gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um margar sýningarmyndanna. Í kvöld verða endursýndar þrjár af vinsælustu myndum hátíðarinnar. Margar myndanna komu til greina enda var aðsókn góð, að sögn aðstand- enda. Að lokum var sú ákvörðun tekin að sýna kvikmyndirnar Heilögu stúlkuna, Strengi og Nikifor minn. Í kvöld fer jafnframt fram verðlaunaafhending í Regnboganum klukkan 18. Þar mun borgarstjóri veita verðlaunin uppgötvun ársins fyrir hönd dómnefndar. Dómnefndin er skipuð pólska leik- stjóranum Pawel Pawlikowski, norska kvik- myndagagnrýnandanum Dag Sodtholt og Krist- ínu Jóhannsdóttur, kvikmyndagerðarmanni og skólameistara Kvikmyndaskóla Íslands. Verð- launin eru ætluð ungum og upprennandi leik- stjórum sem eru að gera sínar fyrstu myndir. Sig- urmyndin verður svo sýnd á mánudagskvöld klukkan 20. Fulltrúi Baugs mun þá veita verðlaun fyrir þá mynd sem þótti best að mati áhorfenda, en áhorf- endur geta kosið sér mynd á vefsíðu hátíðarinnar þangað til í dag. Að verðlaunaafhendingu lokinni verður óvissu- bíó í Regnboganum. Þar verður frumsýnd ný mynd. Enginn veit um hvaða mynd er að ræða fyrr en sýningarmaðurinn rúllar filmunni í gegn. Áhugasamir eru hvattir til að mæta snemma. Nikifor minn var ein af vinsælustu myndunum á kvikmyndahátíðinni en hún verður endursýnd í kvöld. Kvikmyndir | Alþjóðlegri kvikmyndahátíð senn að ljúka Óvissusýning og verðlaunaafhending www.filmfest.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.