Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurRagnarsson fæddist í Reykjavík 6. janúar 1932. Hann lést á Land- spítalanum 28. september. For- eldrar hans voru hjónin Anna Mik- kalína Guðmunds- dóttir, f. 16. júní 1909 á Bólstað í Súðavíkurhreppi, d. 23. apríl 1993 í Reykjavík, og Ragnar Þorkell Guðmundsson, f. 7. desember 1908 á Ísafirði, d. 19. mars 1969 í Reykjavík. Alsystkini Guð- mundar eru: Kristjana Ragnars- dóttir, f. 24. október 1930 í Reykjavík, d. 6. maí 1990 í Reykjavík, Ragnar Ásgeir Ragn- arsson, f. 21. júní 1936 í Reykja- vík, Sveinjón Ingvar Ragnars- son, f. 1. febrúar 1944 í Reykjavík, d. 8. janúar 1993 í Reykjavík. Hálf- bróðir Guðmundar, samfeðra er Birgir Ragnarsson, f. 13. mars 1949 í Reykjavík. Hinn 17. apríl 1965 kvæntist Guð- mundur Sigríði Ernu Jóhannesdótt- ur, f. 10. janúar 1942. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Gunnars- son, f. 25. ágúst 1917, d. 25. júlí 1982, og Kristín Karlsdóttir, f. 18. júlí 1919, d. 21. apríl 1994. Kjördóttir þeirra er Erna Rós Kristinsdóttir, f. 12. júlí 1971, gift Haraldi Smára Gunnlaugs- syni, f. 4. október 1971. Börn þeirra eru: Guðmundur Karel og Jóhanna Karen. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna, frá Fossvogskapellu hinn 4. október. Elsku hjartans Diddi minn. Ég á svo bágt með að trúa því að nú sért þú farinn og mér finnst svo skrýtið að heyra ekkert í þér eða sjá þig renna upp að húsinu í stutta heimsókn. Síðustu dagar hafa verið mjög erf- iðir og tekið á, en þú vildir ekki gef- ast upp. Ég er glöð að ég náði að kveðja þig á minn hátt og segja þér það sem mér lá á hjarta. Mér þykir afskaplega vænt um þig. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei kallað þig pabba, hef ég aldrei verið neitt annað en dóttir þín og þú pabbi minn. Þegar við Halli áttum von á okkar fyrsta barni varðstu himinlifandi, svo fékkst þú nafna, Guðmund Karel. Hann varð í miklu uppáhaldi hjá þér, og undraðist ég oft þá þolinmæði sem þú sýndir með því að leika við hann tímunum saman, einungis til að skemmta litla afadrengnum. Þú eign- aðist mikinn aðdáanda. Hann dýrk- aði afa sinn. Jóhanna Karen var einnig sólar- geislinn þinn en hún var á sama hátt og Gummi heilluð af afa sínum. Það leið ekki sá morgunn í barneignar- leyfunum að þú kæmir ekki í kaffi til að kíkja á okkur. Við sátum og rædd- um um allt milli himins og jarðar. Við kynntumst á nýjan hátt og tengsl okkar efldust enn og frekar. Þú vildir aldrei mikla athygli út á við og það kom mér mjög á óvart þegar þú stóðst upp í brúðkaupinu mínu og hélst ræðu – ég hefði aldrei trúað að þú myndir gera slíkt og ég man að ég hugsaði að þetta myndi Diddi ekki gera fyrir neinn nema mig. Þú sagðir mér að þetta væri í fyrsta og síðasta sinn sem þú stæðir í ræðupúlti. Þetta var mér óskaplega kært! Það voru kannski ekki margir sem kynntust þér sem hinum mjúka manni. En þeirri hlið á þér fékk ég svo sannarlega að kynnast. Þú hvatt- ir mig til að gera það sem ég vildi í líf- inu, hvað sem það væri, og studdir ætíð mínar ákvarðanir, hverjar sem þær voru. Það kemur margt upp í hugann á svona stundu, en minningarnar um þig eru ótalmargar og mun ég deila þeim með börnunum mínum um ókomna tíð. Diddi, ég kveð þig með trega og tárum. Þín Erna Rós. Elsku Diddi minn. Mig langar að segja svo margt á þessari stundu. Ég ætla hins vegar ekkert að vera að því, alveg eins og þú vildir hafa það. Ég sakna þess innilega að sjá þig ekki lengur, mér finnst óraunverulegt að þú sért farinn. Þú veittir okkur fjöl- skyldunni gleði og góða aðstoð við lífsins störf. Ég lærði margt af þér sem ég á eftir að nýta mér og kenna börnum mínum á lífsleiðinni. Ég þakka hjartanlega fyrir að fá að kynnast þér. Þinn tengdasonur, Haraldur. Elsku afi Diddi. Þú ert búinn að vera mér mjög góður. Þú ert einn af bestu mönnum sem ég hef þekkt. Mér líður voðalega illa því þú hefur verið mér svo góður í átta ár. Mér þykir voðalega vænt um þig og ömmu. Ég reyndi að vera eins góður og ég gat við þig á meðan þú varst veikur, mig langaði að þér liði betur. Ég á svo margar minningar um okkur saman og ég á margar myndir af okkur Gummunum sem ég get skoðað þegar ég er að hugsa um þig. Þegar kennaraverkfallið var í fyrra varstu alltaf að passa mig eins og svo oft áður og við horfðum á allar James Bond myndirnar saman og við vorum alveg sammála um hvaða Bond væri bestur. Ég lofa þér að passa ömmu og vera eins góður við hana og ég get. Mér þykir leitt að þú hafir dáið en ég vona að þér líði vel uppi í himnaríki hjá mömmu þinni og pabba og systkinum. Ég elska þig voðalega heitt, afi minn. Þinn afastrákur, Guðmundur. „Hva?? Eru ekki fleiri hamborg- arar?“ „Jú, Diddi minn, þetta er allt að koma.“ Ekki seinna en strax var hans einkenni. Hann átti það til að GUÐMUNDUR RAGNARSSON Við Eva vorum harmi lostin yfir skyndilegu andláti ná- ins vinar okkar Þor- steins Gylfasonar sem við dáðum mjög. Það er svo erfitt að trúa því að hann sé ekki lengur meðal okkar. Samband okkar við Þorstein auðgaði líf okkar. Víðtæk þekking hans á mörgum ólíkum sviðum, frjó hugrenningatengsl, samfara ná- kvæmri tjáningu, skörp greind hans og síðast en ekki síst hlýja hans, ÞORSTEINN GYLFASON ✝ Þorsteinn Gylfa-son fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1942. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi 16. ágúst síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Dómkirkj- unni 23. ágúst. manngæska og vin- átta voru nokkrir af þeim mörgu þráðum sem bundu huga okk- ar og hjarta Íslandi og Íslendingum. Þorsteinn var heim- spekingur, ljóðskáld og sannur fjölfræðing- ur. Vináttu okkar má rekja til þess að ég bauð honum að skrifa grein um sköpun í safnrit sem ég hafði efnt til. Grein Þor- steins var dæmigerð fyrir hann. Hann valdi efni sem var allsendis ólíkt efni allra hinna höf- undanna. Ritgerð hans er gersemi. Í einni af síðari heimsóknum okk- ar Evu til Íslands, komum við Þor- steinn fram á opnum umræðufundi þar sem hann lagði fyrir mig spurn- ingar um ýmis þau efni sem ég hef ritað um. Skoðanaskipti okkar voru áköf, spurningar okkar og svör flugu á milli eins og í fjörugum boltaleik. Samræður okkar og bréfaskipti sannfærðu mig um að á Íslandi og sannarlega hvað Þor- steini viðkom, er ekki um að ræða tvo menningarheima, heldur einn. Í einni af síðustu heimsóknum mínum hafði Þorsteinn einmitt ný- lega gefið út þriðju bók sína með þýðingum á erlendum ljóðum, frá löngu liðnum tíma til nútíðar. Falleg útgáfa á tveim tungum, bók sem ég tel að ekki væri grundvöllur fyrir að gefa út í Svíþjóð nú á dögum. Við fórum í stærstu bókaverslunina í Reykjavík þar sem Þorsteinn var að lesa nokkrar þýðinga sinna fyrir fullum sal. Eftirtekt, fullkomin ein- beiting og algjör samstilling mynd- aði lifandi þríhyrning milli orða skáldsins, áheyrenda og þýðandans. Ég held að kvöldstund eins og þessi geti einungis átt sér stað á Íslandi. Að lokum. Jafnframt því að vera óhemju fróður, tala fagurt mál sem hefði verið samboðið prófessor í heimspeki við Oxford eða Harvard var Þorsteinn fyrst og fremst Ís- lendingur, heill og óskiptur. Ég spurði hann hvernig hann hefði þrek til að skrifa umfangsmiklar bækur, eins og þá síðustu um Descartes, á íslensku? Hvers vegna ekki að skrifa þær á ensku? Vegna þess að ég er prófessor í heimspeki á Íslandi og verkefni mitt er fyrst og fremst að skrifa fyrir íslenska nemendur, svaraði hann. Þetta og miklu meira var Þor- steinn í okkar augum. Við munum minnast hans svo lengi sem við lif- um og sendum innilegar samúðar- kveðjur til ástvina þessa merka manns. Georg og Eva Klein prófessorar í krabbameins- rannsóknum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA BENJAMÍNSDÓTTIR frá Katastöðum, Núpasveit, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október kl. 15.00. Hjördís Óskarsdóttir, Örn B. Ingólfsson, Jóhanna Óskarsdóttir, Sigurður Í. Ámundason, Anna Jóna Óskarsdóttir, Lárus Lárusson, Óskar Óskarsson, Erna Elísdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður og fyrrv. forstjóri Olíufélagsins hf., lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 30. sept- ember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. október kl. 11.00. Málfríður I. Vilhjálmsdóttir, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Jóhanna Rósa Arnardóttir, Arnar Sch. Thorsteinsson, Harpa Guðfinnsdóttir, Sverrir Sch. Thorsteinsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Svavar Brynjúlfsson, Erna Dís Brynjúlfsdóttir, Valur Tómasson, Katrín Sigríður Sch. Thorsteinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR, Dalbraut 14, áður til heimilis að Hringbraut 89, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjarta- vernd. Margrét Guðjónsdóttir, Hörður Kristjánsson, Arnór Steingrímur Guðjónsson, Frank Arnold Wijshijer, Auður Ólína Svavarsdóttir, Þórir Hrafn Harðarson, Haukur Þór Harðarson, Nanna Ólína A. Arnórsdóttir, Vilhjálmur Svavar A. Arnórsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EARNEST HENSLEY, Þverholti 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 29. september. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 11. október kl. 14.00 María Hensley, Helga Jónsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Jón Þorri Jónsson, Doróthea Jónsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Rúnar Guðni Kellog og fjölskyldur. Þökkum innilega samhug og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR ljósmóður, síðast til heimilis á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Guðmundur, Petra, Anton, Bjarnveig og Magnea Þóra Ingvabörn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, og afi, RAGNAR ÞORSTEINSSON vörubifreiðastjóri, Efstasundi 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 11. október kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Guðrún H. Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Ragnarsson, Kristborg Níelsdóttir, Hafdís Ragnarsdóttir, Pétur V. Hallgrímsson, Halldóra B. Ragnarsdóttir, Karl Grant, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.