Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EF BÖRN eða ungmenni grímu- klæðast og ræna sjoppu varðar það við lög, ekki satt? Ef foreldrar kaupa ljóta innflutta grímu- búninga, telja vera skemmtun og leiki við hæfi barna sinna að klæðast þeim í nátt- myrkri í lok október, berja að dyrum hjá fólki og hóta skemmd- ar-/hermdarverkum sé ekki farið að kröfum þeirra, ætti slíkt að varða siðferðiskennd, finnst mér. Við skulum ekki einu sinni eiga íslenskt orð yfir þetta athæfi. Lágkúruleg ómenning Svona hótanir um ofbeldi eru lág- kúruleg ómenning. Hvers vegna er- um við að lepja hana upp? Sumum kann að finnast hrekkir og skemmd- arverk vera saklaus skemmtun – en ekki mér. Við erum með þessu að ala upp hryðjuverkamenn. Ég get ekki glaðst yfir hótunum um ofbeldi í ábataskyni. Nú skulum við „stela“ tyllideg- inum okkar til baka! Í lok október – á árshjólinu beint á móti sumardeginum fyrsta á hörpu – er forn hátíðisdagur – á gormánuði á undan frera/ýli. Líklega er „allhallowmas“ afbök- un af honum. Við skulum hefja þennan forna tyllidag til vegs á ný – menn- ingarlega fallegan. Við skulum smella honum á 31. október. Höldum vetr- arkomugleði og ljósahátíð á þessum ævaforna fal- lega hátíðisdegi – sem búið er að af- skræma. Ég skora á börn, foreldra, ná- granna, borgarráð, bæjastjórnir, kennara, alla, að taka upp heilbrigða skemmtan. Að gleði sé gleði. Allir sem vettlingi geta valdið mæti til þjóðlegrar fjölskyldugleði í byrjun skammdegis á norðurslóðum. Vetur konungur og snædrottningin Og tökum hlýlega (klædd) á móti vetri konungi þegar hann kemur heim í norðrið úr sumarfríi sínu á suðurhveli. Vetur konungur á víst rétt á 26 vikna sumarfríi, en hann tekur það oft ekki allt. Hann er svo heimakær hér hjá okkur. Mér þykir hann líka svolítið óskipulögð vættur. Kannski er snædrottningin með honum á ljósagleði. Mjöllin okkar hvít er birta vetrarins. Snædrottn- ingin skreppur aðeins á fjallatoppa og jökla í sumarfrí, og á það til að skella sér til byggða á skjön við 26 vikna orlofið. Ljósahátíð og vetrarkomu- gleði í stað hermdarverka Guðrún Kristín Magnúsdóttir skrifar gegn „halloween“-hátíð á Íslandi ’Við skulum hefja þenn-an forna tyllidag til vegs á ný – menningarlega fallegan.‘ Guðrún Kristín Magnúsdóttir Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður. SUÐURMÝRI – FRÁBÆR EIGN Gríðarlega fallegt 181 fm parhús á tveimur hæðum. Húsið er einstaklega vandað að allri gerð. Allur frágangur að utan er til fyrirmyndar og er húsið nánast viðhaldsfrítt með litaðri álklæðningu og steinuðum veggjum. Falleg verönd með steinflísum og vönduðum skjólveggjum. Að innan er húsið einkar glæsilegt og vel skipulagt, enda allt hannað af innanhúsarkitekt. Samstætt tréverk er í öllu húsinu og allt sérsmíðað. Mjög vandaðar flísalagnir á böðum. Einstaklega falleg innbyggð lýsing og mikið lagt í allt rafmagn. Jón Gretar Jónsson, sölumaður/GSM 840 4049 Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteingasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is DOFRABERG - HF. - 2JA HERB. - LAUS Mjög góð 70 fm 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu og vel staðsettu fjölbýli í Set- bergshverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í for- stofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi, her- bergi og geymslu. Gólfefni er parketdúkur og flísar. Góðar suðursvalir. Verð 14,9 millj. Laus strax. ÁLFASKEIÐ - HF. - 3JA HERB. - LAUS Glæsileg 87,5 fm íbúð með sérinngangi á 3. hæð í góðu nýmáluðu fjölbýli. Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, tvö herbergi, sjónavarpshol, baðherb. og geymsla. Stórar s-svalir. Parket og flísar. Stutt í nýjan skóla og leikskóla. Verð 17,0 millj. 110764 KALDAKINN - HF. - 3JA HERB. Mjög falleg 83,7 fm efri hæð í tvíbýli ásamt 28 fm bílskúr, samtals um 111,7 fm. Íbúðin er með sér inngangi og í mjög góðu ástandi. For- stofa, hol, eldhús, stofa og borðstofa, baðherb., herb., hjónaherb. og geymsla. Sam. þvottahús og forstofa m/útgangi í garð. Gólf- efni eru að mestu parket og flísar. Fallegur gróinn garður. Góður bílskúr með rafmagni. Upplýsingar gefur Þorbjörn Helgi, sölumaður. VESTURHOLT - HF. - 3JA HERB. Glæsileg fullbúin 80 fm neðri sérhæð í sér- lega fallegu nýlegu tvíbýli. Eignin er með sér- inngang og skiptist í forstofu, þvottahús, barnaherbergi, gang, baðherbergi, svefnher- bergi , eldhús, stofu og geymslu. Glæsilegar innréttingar og tæki. Gólfefni er parket og flísar. Afgirt verönd í sérgarði. Tvö hellulögð bílastæði. Glæsileg eign. Allt fyrsta flokks. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 20,5 millj. ASPARHVARF - KÓP. - SÉRHÆÐ Glæsileg efri hæð í tvíbýli með sérinngangi, 134,3 fm, ásamt stæði í bílageymslu, vel staðsett á frábærum útsýnisstað í austurhlíð- um Vatnsendahvarfs. Hæðin stendur hátt og er mikið og fagurt útsýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk og allt að Hengilsvæðinu, Vífilsfelli og Bláfjöllum. Anddyri, gangur, gestasnyrting, hol, eldhús, stofu, borðstofa, hjónaherb., tvö barnaherb., baðherb., geymsla og þvottahús. Hæðin er í dag fullbúin með glæsilegum eik- arinnréttingum, vönduðum tækjum og eikar- parketi og flísum. Tilbúin til afhendingar. Nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi. DOFRABERG - HF. - SÉRHÆÐ Glæsileg neðri sérhæð. Íbúðin er á jarðhæð og er 80 fm m/sérinngangi. Tvö svefnherb., stofa, borðstofa, baðherbergi, eldhús, þvottahús og forstofa. Þetta góð eign sem vert er að skoða. Verð 21,9 millj. STRANDGATA - HF. - NÝTT Glæsilegar 3ja herb. íbúðir í þessu vandaða húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Íbúðirnar eru til afhendingar fljótlega tilbúnar undir tréverk og húsið fullbúið að utan. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunham- ars. Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Fréttasíminn 904 1100 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.