Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ C arl Jörgensen fæddist 19. októ- ber 1900 í Dan- mörku; í Hyllinge, litlum bæ á Suður- Sjálandi, við Næstved. Hann hóf nám í mjólkur- fræði 1. maí 1916 og starfaði á ýms- um mjólkurbúum í Danmörku, en 1926–27 lauk hann námi við Lade- lund-landbúnaðar- og mjólkurfræði- skóla. Þar kynntist hann Jónasi Kristjánssyni frá Akureyri og tókst með þeim góð vinátta. Þegar Jónas hélt heim til Íslands aftur, en hann varð fyrsti mjólkurbússtjóri KEA, sagði Jörgensen við hann meira í gríni en alvöru, að ef þá vantaði mjólkurbússtjóra uppi á Íslandi, þá skyldi Jónas bara skrifa! Jörgensen segir, að dag nokkurn hafi hann svo fengið bréf frá Jónasi, „þar sem hann spyr mig, hvort ég gæti hugsað mér að koma til Íslands og gerast mjólkurbússtjóri á nýju mjólkurbúi, sem byggja ætti á Suð- urlandi, nánar tiltekið á Selfossi. Ég var nú búinn að gifta mig, en þar eð kona mín gat vel hugsað sér að fara með mér til Íslands skrifaði ég Jón- asi að ég gæti vel hugsað mér að koma til Íslands og taka að mér mjólkurbússtjórastöðuna á þessu nýja mjólkurbúi. Það var snemma árs 1929. Nokkru seinna heimsótti mig þáverandi símamálastjóri (Guð- mundur Hlíðdal – innskot fj), sem stjórnin hafði beðið að athuga hvern- ig honum litist á mig. Honum hefur sýnilega litist vel á mig. Ég var þá yf- irmjólkurfræðingur á stóru mjólk- urbúi, Bramdrudam, í nánd við Kold- ing.“ Af bréfaskriftum Guðmundar Hlíðdal og stjórnar Mjólkurbús Flóamanna; Eiríks Einarssonar bankastjóra á Selfossi, Dags Brynj- ólfssonar bónda í Gaulverjabæ og Sigurgríms Jónssonar bónda í Holti, Stokkseyri, má ráða, að Guðmundur hafi rætt við fleiri kandídata en Jörg- ensen og átti hann að tryggja búinu þann sem hann teldi álitlegastan. Stjórn MBF skrifaði svo Jörgensen og kvaðst vilja ráða hann sem mjólk- urbússtjóra og fól stjórnin honum að gera tilboð í vélar og fleira. Þetta gerði Jörgensen og segist hafa heim- sótt þrjár verksmiðjur sem fram- leiddu vélakost fyrir mjólkurbú. 1.240 kg fyrsta daginn Jörgensenhjónin, Carl og Marie Nielsigne, fædd Hansen, lögðu upp í Íslandsferð með frumburðinn Niels Jörgen 5. júní 1929 með eimskipinu Íslandi. Jörgensen segir svo frá komunni til Íslands: „Þar tók Guðmundur Hlíðdal á móti mér og sendi mig með „Stein- dóri“ til Selfoss. Þar tók á móti mér Steinsen verkfræðingur, sem hafði eftirlit með byggingu mjólkurbúsins og Flóaáveitunnar. Hann hafði út- vegað mér herbergi í Tryggvaskála og þar bjó ég þar til íbúðin í mjólk- urbúinu var tilbúin. Byggingar voru að hluta til tilbúnar, en það voru 25 manns í stöðugri vinnu, sem ég þurfti að hafa eftirlit með, meðan gengið var frá leiðslum, frágangi á lóðinni og ýmsu öðru.“ Carl Jörgensen mætti á sinn fyrsta fund með mjólkurbús- stjórninni í Tryggvaskála 21. júní 1929. Þar var farið yfir þau tilboð, sem hann kom með frá Danmörku. Jörgensen segir svo frá: „Um sumarið fóru svo vélarnar að koma og með þeim tveir menn frá véla- verksmiðjunni. Þeir áttu að setja upp vélarnar. Ég hafði í samráði við stjórnina farið yfir öll tilboðin og orð- ið samkomulag um að fyrirtækið Paasch& Larsen, Petersen í Horsens seldi vélarnar. Hinn 5. des- ember gátum við svo tekið á móti mjólk frá framleiðendum. Ef ég man rétt voru það 1.240 kg í allt.“ Jörgensen segir, að mörg ljón hafi verið á veginum til uppbyggingar ný- tízku mjólkurbús á stað, sem þá var dálítið afskekktur, og í landi, þar sem mjólkurframleiðslan var skemmra á veg komin en í heimalandi hans. Mjólkin barst á óreglulegum tímum til búsins og tók það Jörgensen lang- an tíma að koma aðdráttunum og þar með rekstrinum í fastar skorður. Jörgensen kunni ekkert til skyr- gerðar, þegar hann kom að Flóa- búinu. Hafði hann íslenzka konu sér til leiðbeiningar fyrst í stað, en skyr- gerðin óx hratt og vildi Jörgensen þá stækka skyrgerðarhúsið, sem var gert. Gunnar Jónsson frá Núpi lýsir skyrgerðinni á þessum árum: „Þar voru fyrst 90 lítra ferköntuð ker sem var hleypt í og svo var hellt úr þeim að morgni upp í skyrsíurnar. Síðan voru þarna grindur og striga- klæði lögð yfir grindurnar og skyr- inu hellt upp á þetta. Síðan var þessu pakkað saman og sett lóð upp á til þess að pressa það, svo síaðist betur úr því. Seinna voru svo fengin stærri ker sem hægt var að kæla mjólkina í og láta renna úr niðrá síurnar.“ Skyrið seldist ekki allt jafnóðum. Margir bændur vildu fá bæði súrt og gamalt skyr og minnist Gunnar þess, að þegar skyrið var orðið margra mánaða var það sett á tunnur og verpt yfir það með ostavaxi til að loka því. Varð bjargálna á íslenzku Carl Jörgensen þótti ákveðinn húsbóndi og harður í horn að taka ef því var að skipta. Starfsmennirnir bjuggu á búinu og hafði kona hans, sem kölluð var Mie, þá í fæði og þjón- ustu. Reyndist hún enginn eftirbátur bónda síns í dugnaði og hagsýni. Sigurgrímur Jónsson segir Jörg- ensen hafa reynzt mikinn verkstjóra, hann hafi kunnað vel til verka og inn- leitt verklag sem stóðst tímans tönn. Jörgensen eyddi miklum tíma í að ræða við bændur sem sendu mjólk í lakari gæðaflokkum. Hann var þá ósveigjanlegur og sagði: „Prufan hefur þegar talað sínu eigin máli.“ Jörgensen fann sárt til þess, hvað tungumálið stóð honum í vegi, og varð sér því úti um einkatíma í ís- lenzku og náði því „að bjarga sér svona nokkurn veginn“. Í aðalfund- argerð mjólkurbússtjórnarinnar 11. febrúar 1931 segir, að framkvæmda- stjórinn hafi flutt ræðu á íslenzku. Orð fór af vinnuhörku í mjólkur- búinu. Jörgensen leit vel eftir og ent- ust menn þar illa framan af. Gunnar Jónsson frá Núpi var fyrsti Íslend- ingurinn sem entist þar og fékk með- mæli Jörgensens. Gunnar minnist þess að þeir hafi að sumrinu þurft að vakna fyrir klukkan fjögur til þess að afgreiða bíla og svo var unnið fram á kvöld, þannig að vinnudagurinn lagði sig á sautján, átján tíma. Í samtali nú segir Gunnar, að Jörgensen hafi ver- ið góður húsbóndi, strangur og ákveðinn og reynst þeim vel, sem nenntu að vinna. „Mér líkaði vel við hann,“ segir Gunnar. „Hann var sjálfum sér samkvæmur. Dönunum líkaði hins vegar ekki eins vel við hann, en hann rak þá umsvifalaust sem voru eitthvað ósáttir við verk- stjórn hans. Einhverjir Íslendingar fengu líka að taka pokann sinn!“ Gunnar heimsótti Jörgensen í Danmörku eftir að hann fór þangað aftur og tók hann þá á móti sínum gamla lærisveini með kostum og kynjum. Sjálfur minnist Jörgensen þess að vinnutíminn í mjólkurbúi Flóamanna hafi ekki verið neinir átta tímar. Og það var unnið alla daga, virka daga sem helgardaga. Sögur fara af því, að menn hafi unnið sér það til hvíldar að leggja sig inni í ostaklefanum til þess að verða ekki á vegi Jörgensens, sem hefði þá umsvifalaust fengið þeim eitthvað nýtt að gera. En í ostaklefann hug- kvæmdist Jörgensen ekki að líta til að leita uppi starfsmenn sína! Jörgensen kallaði sig venjulega Jörund í kunningjahópi og nefndu vinir og kunningjar hann jafnan því nafni. En stjórnsemi Jörgensens borgaði sig fyrir mjólkurbúið, sem dafnaði með hverju árinu. Mætast stálin stinn Árið 1931 var Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri á Selfossi kosinn í stjórn MBF og formaður hennar. Segja má að þar sem Egill og Jörgensen voru hafi mætzt stálin stinn. Samstarf þeirra gekk þó snurðulaust lengi vel, en Jörgensen segir Egil hafa verið ráðríkan og vilj- að vera með puttana um of í mál- efnum mjólkurbúsins, bæði faglega og fjárhagslega, en bæði búrekstur og bókhald hafi verið á hendi bú- stjórans. Þannig hafi komið brestir í samstarfið og kólnað á milli þeirra. „Einu sinni lenti okkur saman. Ég man nú ekki lengur orsökina en hún var víst þó nokkur. Ég hafði mína skoðun og hann sína og báðir vorum við þá stífir. Og ég hef mína mein- ingu um að þegar Egill vildi koma mér að Mjólkurstöðinni í Reykjavík þá bjó það undir hjá honum að hann vildi losna við mig úr Flóabúinu.“ Það varð úr að stjórn MBF lánaði Carl Jörgensen „um nokkurn tíma“ Myndirnar eru fengnar úr Flóabúinu Mjólkurbú Flóamanna fullbyggt 1930. Skyrgerðarmaðurinn danski Fyrsti bústjóri Mjólkurbús Flóamanna, Carl Jörgensen, varð fyrstur manna til að framleiða íslenzkt skyr í útlöndum. Freysteinn Jóhannsson gluggaði í feril Jörgensens. ’Sögur fara af því, aðmenn hafi unnið sér það til hvíldar að leggja sig inni í osta- klefanum til þess að verða ekki á vegi Jörgensens, sem hefði þá umsvifalaust feng- ið þeim eitthvað nýtt að gera.‘ Skyrgerðin. 90 lítra járnker, sem undanrennu var hleypt í. Grindur með bökkum við vegginn fjær en síugrindur til hægri. Carl Jörgensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.