Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 49
MINNINGAR
vera beinskeyttur og vera ekki með
neinar málalengingar.
Diddi dýravinur gæti líka verið
hans einkennisorð. Það var gaman að
koma með hundana í heimsókn til
hans. Hann hafði ákveðnar skoðanir
á hverjum og einum en allir fengu
þeir að bragða á því besta úr ísskápn-
um. „Þeir eru bara svangir hjá þér!“
Ég hafði gefist upp á að reyna að út-
skýra að það væru þeir ekki, heldur
höfnuðu þeir ekki fyrsta flokks
mannagóðgæti á móts við hundamat.
En maður kippti sér ekki upp við
þessar athugasemdir.
Fyrr á þessu ári, þegar við fjöl-
skyldan lögðum land undir fót tók
Diddi dýravinur að sér að gæta
grennsta hundsins sem hann gerði og
það með trompi. Hundurinn Sindri
kom sílspikaður til baka.
Svona þekki ég Didda.
Í sumar ákvað Diddi að ráðast í
stórframkvæmdir við húsið sitt Mel-
gerði 28, sem í huga manns er hús þar
sem margar æskuminningarnar
vakna og það fer um mann hlýr
straumur þegar maður hugsar til
staðarins.
En hverjum hefði svo sem dottið
það í hug að nokkrum áratugum eftir
að húsið var byggt af afa Jóhannesi,
sem mér þótti mikið til koma, myndi
eiginmaður minn, Helgi, standa vakt-
ina með Didda.
Helgi segir frá: „Í ellefu ár hef ég
verið viðloðandi fjölskyldu Hönnu, en
aldrei haft tök á kynnast Didda eins
og ég fékk tækifæri á í sumar. Við
ræddum um heima og geima, hafið og
dýrin. Þrátt fyrir aldursmuninn náð-
um við Diddi vel saman, mér fannst
mikið til hans koma sem persónu og
ég fann sjálfan mig að mörgu leyti í
honum.“
„Ég er löngu búinn að hella upp,“
kvað oftast í Didda þegar ég renndi
að hlaði. Diddi var A-maður fram í
fingurgóma. En ég kaus að sofa litlu
lengur. En allt hafðist þetta að lokum
við söguðum steypu, fylltum í
sprungur og gáfum húsinu nýjan
glans.
Kæri Diddi, nú er komið að leið-
arlokum, við þökkum fyrir góðar
samverustundir.
Hvíl í friði.
Við fjölskyldan í Akurholti vottum
Siggu frænku, Ernu systur, Halla,
Guðmundi og Jóhönnu okkar dýpstu
samúð.
Hanna Björk og Helgi Vattnes.
Vinur minn og félagi til fjölda ára,
Guðmundur Ragnarsson, skipstjóri
og veiðieftirlitsmaður, er látinn.
Jarðarför hans fór fram þriðjudaginn
4. október frá Fossvogskirkju. Hann
er undarlegur sá örlagavefur sem al-
mættið spinnur okkur, þeir þræðir
geta verið af ýmsum toga, bæði góðir
og slæmir. Ég hef notið þess fyrir
þeirra tilstilli, að leiðir okkar Guð-
mundar hafa legið saman í a.m.k.
fjörutíu ár, þökk sé Siggu Ernu bróð-
urdóttur minni sem kynnti okkur
Guðmund þá ungan mann glæsilegan
sjómann og skipstjóra.
Áhugasvið okkar Guðmundar lágu
víða saman, hann var forvitinn, fjöl-
fróður, vel lesinn og áhugasamur um
flest. Hann átti gott frímerkjasafn
sem um tíma var honum mikið áhuga-
efni. Þannig var um margt, margt
fleira sem vakti athygli hans. Tæki
eitthvað huga hans og áhuga var
hann ekki í rónni fyrr en hann hafði
gert því að fullu skil eða brotið til
mergjar og var þá ekkert til sparað.
Sum áhugamál hans tóku fljótt af
en önnur lifðu með honum til æviloka.
Þannig var það með alla ræktun,
hvort heldur grasrækt, trjágróður
eða blóm. Guðmundur var mikill fag-
urkeri sem hafði glöggt auga fyrir
umhverfi sínu, var umhyggjusamur
og ólatur og bar garðurinn, heimilið
og húsið í Melgerði þess glöggt vitni.
Heimili þeirra Sigríðar Ernu eigin-
konu hans var löngum eins og fé-
lagsmiðstöð, öllum opin og ekkert
sparað til að allir fyndu sig velkomna.
Bæði menn og dýr löðuðust að Guð-
mundi sem ekkert aumt mátti sjá og
ekki var til það hundkvikindi sem
ekki vildi allt leggja í sölurnar til að
njóta athygli hans.
Guðmundur hóf ungur sjómanns-
feril sinn með Ragnari föður sínum.
Síðar hóf hann útgerð á eigin vegum
með kaupum á gæfufleyinu Fróða
sem hann gerði út með góðum ár-
angri, því þar fór saman gjörhugull
og gætinn sjómaður og fiskinn skip-
stjóri. Elsti sonur minn Rúnar var
ungur svo lánsamur aðeins 13 ára
gamall að gerast léttmatrós hjá Guð-
mundi sem reyndist honum sannur
fóstri í þrjár sumarvertíðir, það var í
þá tíð þegar unglingum var leyft að
vinna.
Þegar Guðmundur hætti útgerð
hóf hann starf sem einn af fyrstu
starfsmönnum veiðieftirlits sjávarút-
vegsráðuneytisins sem síðar var
breytt í Fiskistofu. Guðmundur þótti
athugull og farsæll eftirlitsmaður og
voru oft falin af hálfu ráðuneytisins
vandasöm og erfið verkefni sem ekki
var á allra færi að framkvæma, því
oft var við stórlynda útvegsmenn og
skipstjóra að fást. Reyndi þá oftar en
ekki á karlmannslundina, kjarkinn
og lagni í samskiptum sem Guð-
mundur stóð undir, kannski vegna
þess að sjálfur var hann enginn
aukvisi, bæði stórlyndur en skyn-
samur og fylginn sér ef svo bar undir.
Guðmundur var glæsimenni í út-
liti, svipsterkur og fríður sýnum.
Einstaklingur sem sannarlega bætti
mannlífið þar sem hans naut, þess
ber best vitni sá stóri vinahópur sem
hann átti.
Guðmundur var mikill fjölskyldu-
maður og þeim sem til þekktu aug-
ljóst hve traust sambúð hans og Sig-
ríðar Ernu var. Samband sem reist
var á traustum grunni virðingar, ást-
úðar og umburðarlyndis. Ein mesta
gæfa og gleðigjafi Guðmundar var
fósturdóttir hans, Erna Rós, Halli
eiginmaður hennar og börn þeirra.
Það er mikill söknuður sem fyllir
brjóst þeirra og barnabarnanna
þessa dagana, sem nú sjá á eftir
besta afa í heimi.
Það er margs að minnast frá ára-
tugalöngum samverustundum. Ég
vil nota tækifærið og þakka Guð-
mundi þær stundir sem við áttum
saman þó aldrei tækist mér að eiga
samleið með honum í pólitíkinni. Þar
vorum við alla tíð á öndverðum meiði
en virtum hvor annan þrátt fyrir það.
Að lokum votta ég Sigríði Ernu, dótt-
ur þeirra, tengdasyni og barnabörn-
um, bróður hans og öðrum aðstand-
endum og vinum samúð mína á
sorgarstund.
Gunnar Gunnarsson.
Þökkum samkennd og vinarhug vegna andláts
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓNU DAGBJARTSDÓTTUR,
Brekku,
Núpasveit.
Inga Þórhildur Ingimundardóttir, Baldvin Halldór Sigurðsson,
Jón Ingimundarson, Björg Guðmundsdóttir,
Rafn Ingimundarson, Elín Alma Artúrsdóttir,
Magnús Ingimundarson, Stefanía Vigdís Gísladóttir,
Guðmundur Ingimundarson, Unnur Benediktsdóttir,
Dagbjartur Bogi Ingimundarson,
Guðbjörg Ingimundardóttir, Páll Sveinsson
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
BESSA BJARNASONAR
leikara.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13G á
Landspítalanum við Hringbraut.
Margrét Guðmundsdóttir,
Kolbrún Bessadóttir, Pétur Jóhannesson,
Bjarni Bessason, Guðrún E. Baldvinsdóttir,
Ivon S. Cilia, Kristín B. Jóhannsdóttir,
Victor G. Cilia, Solveig Óladóttir,
María Dís Cilia,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar
og tengdamóður,
GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR,
Gilsstreymi,
Lundarreykjadal.
Sesselja Hannesdóttir, Helgi Hilmarsson,
Helgi Hannesson, Margrét Kristjánsdóttir,
Torfi Hannesson,
Einar Hannesson, Sigríður Rafnsdóttir,
Sigríður Hannesdóttir,
Helga Hannesdóttir, Einar Ole Pedersen
og fjölskyldur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR BJÖRGVINSDÓTTUR,
elliheimilinu Grund,
áður Meðalholti 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir ti starfsfólksins á Grund fyrir
hlýju og umönnun.
Erla Björg Guðjónsdóttir, Dagfinnur Ólafsson,
Guðbjörg Svala Guðjónsdóttir, Ólafur Hauksson,
Sigurður Viðar Guðjónsson, Anna Fugaro,
Jón Kristinn Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hugheilar þakkir sendum við öllum, sem sýndu
okkur samúð við fráfall okkar elskulega
SIGGEIRS ÓLAFSSONAR
bifreiðastjóra og sölumanns,
Flétturima 36.
Guð blessi ykkur öll.
Ester Haraldsdóttir,
Vignir Þór Siggeirsson, Katrín Jónsdóttir,
Haraldur B. Siggeirsson, Margrét Á. Jóhannsdóttir,
Ólafur Karl Siggeirsson,
Guðlaug Edda Siggeirsdóttir, Helgi Hafþórsson,
barnabörn og systkini hins látna.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
(Árskógum 2, Reykjavík).
Starfsfólki Skógarbæjar færum við okkar innilegustu þakkir fyrir góða
ummönnun.
Ásgerður Þórðardóttir, Gunnar Karlsson,
Guðlaug Þórðardóttir,
Friðgeir Sörlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum af alhug ykkur, sem hafið í orði og verki, með fyrirbæn og
aðhjúkrun, stutt
séra ÁRNA BERG SIGURBJÖRNSSON
í sjúkdómsraun hans, vottað honum liðnum virðingu og þakkir og okkur
dýrmæta samúð.
Sá Guð, sem var styrkur hans, blessi ykkur öll.
Lilja Garðarsdóttir,
Harpa Árnadóttir, Björn Zoëga,
Magnea Árnadóttir, Hákon Guðbjartsson,
Garðar Árnason, Heiða Katrín Arnbjörnsdóttir,
Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Stigahlíð 28,
Reykjavík.
Sérstakr þakkir til starfsfólk Hólabæjar á hjúkrun-
arheimilinu Skógarbæ.
Þórhildur Jóhannesd. Sutherland, Larry Sutherland,
tengdabörn og barnabörn.
Innlegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, systur
og mágkonu
STEINUNNAR MARÍU STEINDÓRSDÓTTUR
píanókennara,
Sólheimum 25,
Reykjavík.
Björn Vignir Sigurpálsson, Kristín Ólafsdóttir,
Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson,
Jón Sigurpálsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Rúnar Steindórsson, Jakobína Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.