Morgunblaðið - 11.10.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 11.10.2005, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,11% og er 4.467 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 3,3 milljörðum, þar af 2,9 milljörðum með bréf Straums Burð- aráss fjárfestingarbanka. Bréf Mosaic Fashions hækkuðu um 3,45%, bréf Icelandic Group um 1,56% og bréf Marels um 0,78%. Bréf Atorku lækkuðu um 1,72% og bréf Straums Burðaráss fjárfesting- arbanka um 1,55%. Úrvalsvísitalan hækkar              42, , 1226 (7 0   0" 8B + '(/' #! 5  +$'(/' #! ; ) '(/' #! ;C'(/' #! "5' ' #! D   ' #! 9  ( ' #! 3 /7 )'5 ' #! 3$) ' #! C  'D   ' #! *  ' #! D;' #!  -&5 1 ';1#! ' #! > ' #! ' -7 /  " 8( '(/' #! ; -  'D   ' #! " -/ ' #! EB  B'(/' #! *( B'; ( ' #! := ' #! F)'#  /' #! GH;'8 B'G ( - 0)) ) - $ ' #!   $ ' #! 8"- *   9,:, ;  '% #  ' #! C  4-'D   ' #!'' 1#I )''  ' +#! 0#' #! 9 &;   )" EJ%K 4  + !+         &    &  &    &  & & & & & & & 5  )'#1 # '+ !+  & & & & & & & & & & & & & & & & & & & & & & & & L'&MN & L' MN L'&MN & & L'& MN L' MN & L'MN L' MN & L'&MN & L'&MN & & & L'  MN & L'&MN & & & & & & & & "  + /  )  0 ('4'(' ) A 3 /'''''''''  !  !  !   !   ! & !  & !  !  ! !  & ! ! !  & ! ! & & & ! & & &                                                   /'4'76 !'! 80"!'O'8 )   ;$ + /      &  &  &  &   & & &  & & & 80"!&''' ) '#$ ( ! ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI BRESKA smásölukeðjan Somer- field mun líklega hafna yfirtökutil- boði frá eignarhaldsfélagi Rober Tchenguiz, Apax Partners og Barclays Capital, ef tilboðið verður undir 200 penní á hlut. Eignarhaldsfélagið hefur legið yf- ir bókaldi Somerfield frá því að þeir lögðu fram tilboð upp á 205 penní fyrir sjö mánuðum. The Guardian greinir hins vegar frá orðrómi þess efnis að hópurinn hyggist lækka til- boðið, en blaðið segir ólíklegt að Somerfield gangist við lægra boði. Ein meginástæða fyrir hiki fjárfest- anna er sögð vera skuld félagsins við lífeyrissjóði upp á 112 milljónir punda sem er mun hærra en hóp- urinn hafði gert ráð fyrir í upphafi. Tilboðsfresturinn mun líklega renna út nk. föstudag eftir að Somer- field fór fram á við yfirtökuráðið að endanlegur frestur („put up or shut up“) yrði komið á. John von Spreck- elsen, forstjóri Somerfield, segir að aldrei hafi verið um nauðungarsölu að ræða og bendir á nýlegar end- urbætur á rekstri félagsins. Tilboð Tchenguiz og félaga miðar hins vegar við fasteignverðmæti fé- lagsins en ekki breytt rekstrar- áform. Hópurinn hefur aldrei ábyrgst að tilboðið muni standa. Somerfield hafnar líklega yfirtöku ● STRAUMUR-Burðarás Fjárfesting- arbanki á 4,58% hlutafjár í sænska tryggingafélaginu Skandia. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir Ragnari Þórissyni sem er fjárfestingastjóri hjá bankanum. „Eftir samruna Straums og Burðar- áss á félagið alls 46.983.500 hluti í Skandia en það jafngildir 4,58%,“ segir Ragnar við Reuters. Hann bæt- ir þó við að félagið hafi hvorki keypt né selt hluti eftir sameininguna sem bendir til þess að Straumur hafi átt 0,98% hlut í Skandia en hlutur Burð- aráss var 3,6%. Félagið er þó enn sem fyrr næst stærsti hluthafinn því eignastýringafyrirtækið Fidelity á 5%. Aðspurður segir Ragnar að verði þess óskað komi til greina að fulltrúi félagsins taki sæti í kjörnefnd Skandia en þá getur félagið haft áhrif á skipan stjórnar félagsins. SB á 4,58% í Skandia ● Í DAG voru gefin út erlend skulda- bréf í íslenskum krónum fyrir alls 5 milljarða króna af hálfu lánasýslu Austurríkis og Deutsche bank. Út- gáfan telur nú alls um 80 milljarða króna og segir í Hálffimmfréttum greiningardeildar KB banka að það sé um þrefalt meira en áætlanir deildarinnar um innflæði vegna stór- iðju á þessu ári. Segir deildin ljóst að allir hvatar séu fyrir hendi að áfram- hald verði á útgáfunni þar sem nafn- vaxtamunur við útlönd sé 7,7% og almennt gert ráð fyrir því að krónan haldist sterk næstu 6–12 mánuði. Segir í Hálffimmfréttum að ekki muni draga úr útgáfunni fyrr en hagn- aður útgefandans minnkar með því að nafnvaxtamunur við útlönd minnki frá því sem nú er, eða gengisáhætta endafjárfestisins aukist. Erlend skuldabréf ná 80 milljarða markinu ● GENGIÐ hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf, sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf, Olíuverzlun Ís- lands hf. og Skeljungur hf. Kaupandi er Ísmyndir ehf, sem eru í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar, stjórnarformanns Saxhóls ehf. og Arnar Arnarsonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Gasfélagsins ehf. Að sögn kaupanda er um að ræða einkar spennandi tækifæri með mikla framtíðarmöguleika. Rekstur Gasfélagsins ehf. er sagður hafa gengið vel, en mikil aukning hefur verið í gasnotkun hér á landi. Í frétta- tilkynningu segir að lögð verði áhersla á að halda í starfsfólkið sem unnið hefur hjá fyrirtækinu und- anfarin ár. Fyrirtækjasvið MP fjárfesting- arbanka annaðist söluna, en fyr- irtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráð- gjafi kaupenda. Gasfélagið selt BÍLANAUST hf. hefur fjárfest í þremur fyrirtækjum í Bretlandi á undanförnum vikum. Samanlögð velta fyrirtækjanna er um 1,2 millj- arðar króna og stefnir Bílanaust á að kaupa fleiri bresk fyrirtæki. Öll þrjú fyrirtækin eru í sölu og dreifingu á iðnaðarvörum, en iðn- aðarvörur eru skilgreindar sem verkfæri, festingavörur, öryggis- vörur, hreinlætisvörur og efnavör- ur. Félögin verða sameinuð undir einni yfirstjórn með höfuðstöðvar í Northampton. Bílanaust hefur þeg- ar tekið við rekstri tveggja félag- anna en það þriðja og það stærsta verður afhent nk. föstudag en það veltir um 1 milljarði króna. Rekstur félaganna verður undir nafninu AT Toolcentre Ltd. Velta upp á 4,3 milljarða Umfang þessa rekstrar er um 1,2 milljarðar króna á ári og hefur hagnaður félaganna verið um 100 milljónir króna á ári. Starfsmenn í Bretlandi eru um 75 talsins. Bíl- anaust naut aðstoðar Íslandsbanka við fjármögnun kaupanna. Að sögn Hermanns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Bíla- nausts, verður samstæðan eftir þessi kaup byggð upp á þremur megin stoðum; sölu og dreifingu á varahlutum, sölu og dreifingu á hjólbörðum og iðnaðarvörusölu í Bretlandi. Segir Hermann áætlað að um það bil 25% af tekjum og hagnaði samstæðunnar komi frá starfseminni í Bretlandi eftir þessi kaup. Hann segir kaupverðið trún- aðarmál en að um umtalsverða fjár- festingu sé að ræða. „Áætlun fé- lagsins fyrir árið 2006 er í vinnslu en reiknað er með að velta félagsins verði um 4,3 milljarðar króna og hagnaður tæpar 400 milljónir.“ Hermann segir að leitað verði frekari fanga með kaup á svipuðum fyrirtækjum í Bretlandi á næsta ári og hafi Miðlöndin svokölluðu verið skilgreind sem helsta markaðs- svæðið. „Við stefnum á að innan tveggja ára verði starfsemi okkar í Bretlandi orðin jafn mikil og á Ís- landi og að veltan á hvoru markaðs- svæði verði þá á fjórða milljarð króna.“ Hermann segir starfsemi bresku fyrirtækjanna nokkuð frábrugðna meginstarfsemi félagsins á Íslandi. Iðnaðarvörudeild félagsins sé þó um 10% af veltu þess á Íslandi. „Við þekkjum vel til í iðnaðarvörum og í Bretlandi er meiri hagnaðarvon í iðnaðarvörum en varahlutum og þess vegna var þessi leið valin. Heimamarkaðurinn var einfaldlega orðinn of lítill og við sáum ekki fyr- ir okkur að geta stækkað meira hérlendis. Auk þess þótti okkur skynsamlegt að fjárfesta erlendis á meðan krónan er sterk og um leið náum við meira jafnvægi í eigna- safnið okkar. Þegar krónan síðan gefur eftir verðum við komnir með viðnám í erlendu starfseminni.“ Hafa keypt hjólbarðafyrirtæki Hermann segir að helmingurinn af veltu fyrirtækisins á Íslandi sé nú vegna sölu varahluta en helm- ingurinn af hjólbarðastarfsemi. Bíl- anaust hefur síðastliðið ár keypt fyrirtæki hér á landi sem selja og þjónusta hjólbarða. „Félagið var ekki nógu stórt til að nýta þær dreifileiðir sem það hefur yfir að ráða. Við keyptum því Ísdekk, sem er stærsta heilsölufyrirtæki lands- ins á sviði hjólbarða. Eftir það fór- um við að þreifa fyrir okkur með smásöluhlutann og keyptum í kjöl- farið Gúmmívinnustofuna, Hjól- barðahöllina og Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar. Þar með höfum við fullmótað aðkomu okkar að hjól- barðamarkaðnum. Auk þess keypt- um við nýverið hlut í Nítró ehf. sem er áhugavert fyrirtæki með mót- orhjólavörur,“ segir Hermann. Bílanaust kaupir þrjú bresk fyrirtæki Morgunblaðið/Árni Torfason Fjórðungur Að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Bílanausts, er áætlað að um það bil 25% af tekjum og hagnaði samstæðunnar komi frá starfseminni í Bretlandi eftir kaupin. Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is TM Software hefur fest kaup á hollenska hugbúnaðarfyrirtæk- inu Falcon Automatisering BV sem sérhæfir sig í hugbúnaðar- lausnum fyrir heilbrigðisgeir- ann. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá TM Software en þar segir jafnframt að kaupin séu liður í þeirri stefnu fyrir- tækisins að „styrkja stöðu sína í Evrópu með áherslu á Benelúx- löndin“. TM Software hefur frá árinu 2001 markaðssett hugbúnaðar- lausnir fyrir heilbrigðisgeirann á Evrópumarkaði undir nafninu Theriak og er haft eftir Axel Ómarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Evrópu, að sam- legðaráhrif með Falcon séu um- talsverð í öllum þeim löndum sem TM Software selur hug- búnaðarlausnir sínar. Falcon var stofnað árið 1988 og hefur fyrirtækið 64 við- skiptavini. Kerfi þess eru í notk- un hjá um helmingi sjúkrahúsa í Hollandi. TM Soft- ware kaup- ir hollenskt fyrirtæki FÉLÖGIN Meiður Holding S.á.r.l. og Bakkabræður S.á.r.l. verða leyst upp í framhaldi af endurskipulagn- ingu á eignum Exista ehf, sem mun eiga sér stað á morgun, 12. október. Stjórn Exista ehf. hefur ákveðið að þá muni hollenskt eignarhaldsfélag, Exista B.V. taka yfir eignir Exista ehf. en hollenska félagið er að fullu í eigu Exista ehf. Það sem flyst yfir á hönd hollenska félagsins er 16,98% hlutur í Kaupþing banka hf, 21.68% hlutur í Flaga Group hf og 29,1% hlutur í Bakkavör Group hf. Með þessu móti verður Exista B.V. beinn eignaraðili að öllum hlut- um félagsins í Bakkavör Group hf., Kaupþing banki hf. og Flaga Group hf. Exista B.V. á einnig 45% hlut í Skipti ehf, sem keypt hefur Símann. Stærstu eigendur Exista ehf. eru Bakkabræður Holding (59%), KB banki (19%) og hópur 7 sparisjóða sem eiga samtals 22% hlut. Erlendur Hjaltason, forstjóri Ex- ista ehf., sagði í samtali við Morg- unblaðið að endurskipulagningunni væri ætlað að einfalda uppbyggingu félagsins, framtíðarfjármögnun og styðja við frekari vöxt. Uppstokkun hjá Exista :  P QG'     M M ;0% .8R     M M J8J'  F*R      M M 3;R :      M M EJ%R' .(S'9(     M M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.