Morgunblaðið - 11.10.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.10.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Sighvatur BirgirEmilsson var fæddur í Hafnarfirði 29. júní 1933. Hann andaðist á heimili sínu í Franklinveien 13 í Larvik í Noregi aðfaranótt laugar- dagsins 1. okt. síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Emil Jóns- son, f. 27. okt. 1902, d. 30. nóv. 1986, verkfræðingur og bæjarstjóri í Hafnar- firði, vita- og hafnarmálastjóri, al- þingismaður og ráðherra til margra ára, og kona hans Guð- finna Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 18. febr. 1894, d. 6. okt. 1981. Föð- urforeldrar Birgis voru Jón Jóns- son múrarameistari í Hafnarfirði, f. 25. sept. 1865, d. 24. júlí 1941, og kona hans Sigurborg Sigurðardótt- ir húsfreyja, f. 29. júní 1865, d. 11. des 1949, en móðurforeldrar voru Sigurður Jónsson bóndi í Kolsholti í Flóa, f. 20. okt. 1856, d. 8. febr. 1913, og kona hans Guðrún Vigfús- dóttir húsfreyja, f. 28. febr. 1857, d. 27. maí 1947. Systkini Birgis eru: 1) Ragnar, arkitekt, f. 1923, d. 1990. Kona hans var Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona, f. 1921, d. 2002. Börn þeirra eru: Sigurborg, kenn- ari og fyrrum sjónvarpsþula, bú- sett í Stokkhólmi, f. 1948, og Emil Jón, röntgenlæknir, f. 1960. 2) Vil- borg, f. 1928, búsett í Bandaríkj- unum. Maður hennar (látinn) Fred- rich Bonyai, f. 1924. Börn þeirra eru: Merry, sérkennari, f. 1953, og Michael Jón, tryggingafulltrúi, f. 1957. 3) Jón, rafvirkjameistari, f. 1929, var kvæntur Arnþrúði Jó- hannsdóttur, f. 1938, d. 1994. Synir þeirra eru Guðmundur Emil, vél- virkjameistari, f. 1964, og Örn, vél- virki, f, 1966. 4) Sigurður Gunnar f. 1931, viðskiptafræðingur, fyrrv. dal 1976–1979. Hafði á hendi auka- þjónustu í Miklabæjarprestakalli júní–ágúst 1977, og í Barðs- og Knappsstaðasókn frá okt. 1984 – okt. 1985. Skipaður sóknar- prestur í Ásaprestakalli í Skaftár- tungu frá 1. ágúst 1985. Hann fékk lausn frá embætti 1. júlí 1989 og tók að sér aukaþjónustu í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli frá febr. til maí 1986 og í mars og apríl 1987 og í Víkurprestakalli í okt. 1986. Var afleysingaprestur í Norður- Noregi frá 15. júní 1989 til 1. des. 1990 og einnig í Lesja í Guðbrands- dal á sama tíma. Hann var sókn- arprestur í Luroy í Helgeland í Norland frá 1990–1994 og í Enger- dal í Austurdal í Heiðmörk frá jan. 1994 til sept. 1995. Birgir var af- leysingaprestur í Hedrum í Larvik sumarið 1997 og hafði þar á hendi stundakennslu í íslensku 1997– 1999 og afleysingar í prestsþjón- ustu öðru hverju síðar. Jafnframt afleysingum starfaði hann fyrir Kirkens S.O.S. (sálusorgun í síma) til 1998 er hann fór á eftirlaun. Birgir starfaði í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og var í stjórn þess um skeið. Hann var í stjórn Bindindisfélags Kennara- skóla Íslands 1953–1954 og í stjórn Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar 1959–1969. Hann átti sæti í barna- verndar- og sáttanefndum í Hóla- og Skaftártunguhreppum og for- maður stjórnar Lestrarfélags Hólahrepps, sat í stjórn Lions- klúbbsins Höfða á Hofsósi og Lions- klúbbsins Fylkis á Kirkjubæjar- klaustri. Birgir átti sæti í stjórn Heiðarbæjar, dvalarheimilis aldr- aðra á Kirkjubæjarklaustri. Eftir Birgi birtust ljóð og greinar í blöð- um og tímaritum. Hann var rit- stjóri Örvar-Odds (skólablað) 1953–54. Hinn 30. júlí 1983 kvæntist Birg- ir Önnu Einarsdóttur Skaaten, f. 9. okt. 1942. Hún er organisti og djákni og lauk cand.mag.-prófi árið 2000 og er nú starfsmaður norsku kirkjunnar. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Birgis verður gerð í Lar- vik í Noregi í dag. fulltrúi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Kona hans er Guð- finna Björgvinsdóttir, f. 1937. Börn þeirra eru: Guðmundur Em- il, stýrimaður, f. 1959, Björgvin, stýrimaður, f. 1963, og Ingvar, lögfræðingur, f. 1971. 5) Guðrún, hjúkrun- arfræðingur, f. 1936. Maður hennar er Sig- urður Ívar Sigurðs- son, vélfræðingur, f. 1929. Börn þeirra eru: Guðfinna, matreiðslumeistari, f. 1960, Emil Lárus, heilsugæslu- læknir, f. 1961, og Kristján, við- skiptafræðingur, f. 1963. Birgir stundaði nám í Kennara- skóla Íslands og lauk kennaraprófi 1954 og stúdentsprófi frá sama skóla 1969. Að því búnu innritaðist hann í guðfræðideild Háskóla Ís- lands og varð cand theol 31. maí 1976. Hann stundaði nám við prestaskólann í Logumkloster í Danmörku sumarið 1984 og starfs- nám (praktikum) við Menighets- fakultetet í Ósló 1987 og lauk það- an prófi í norskri kirkjusögu og kirkjurétti til starfsréttinda presta í Noregi. Sótti námskeið við Norsk Lærerakademi í Björgvin veturinn 1988 og við Fríkirkjuna í Krist- iansand og fór í náms- og kynnisför til Bandaríkjanna sama ár. Birgir var kennari við Barna- skóla Hafnarfjarðar árin 1954– 1959, starfsmaður á Vita- og hafn- armálaskrifstofunni 1959–1962, kennari við Kópavogsskóla 1962– 1965, bankaritari í Útvegsbanka Ís- lands í Reykjavík 1965–1968 og bréfberi í Reykjavík 1969–1970. Hann var settur sóknarprestur í Hólaprestakalli í Hjaltadal frá 1. okt. 1976 og vígður 3. sama mán- aðar. Var jafnframt stundakennari við Barnaskólann á Hólum í Hjalta- Um miðjan sjötta áratuginn kynnt- ist ég Sighvati Birgi Emilssyni. Báðir vorum við á æskuskeiði, ungir menn og kennarar og urðum starfsfélagar við sama skólann og fór strax vel á með okkur. Birgir var hæglátur mað- ur og launfyndinn og hafði gott skop- skyn. Hann var hófsamur til orðs og æðis og lagði jafnan gott til mála; var sanngjarn og sáttfús ef eitthvað bar á milli. Á því stutta skeiði ævinnar sem við áttum samleið og samstarf þurfti oft lítið til að vekja kátínu og gleði og frá þessu tímabili á ég góðar minn- ingar. Um þessar mundir var Birgir einbúi í Dvergasteini við Suðurgötu, húsi afa síns og ömmu sem þá voru bæði látin. Dvergasteinn var lítið timburhús með hlöðnum grjótgarði kringum lóðina; var greinilegt að afi hans hafði lagt metnað í verkið því það var unnið af hagleik og útsjón- arsemi. Þarna höfðu gömlu hjónin ræktað kartöflur og kál, rabarbara og aðrar matjurtir eins og títt var meðal fólks á fyrri helmingi tuttugustu ald- ar. Birgir hafði áhuga á þessu gamla húsi og vildi gera því til þarfa eins og honum var unnt. Þá var upprunnin málningarbyltingin svonefnda og mikil litagleði henni samfara, einkan- lega hjá ungu fólki. Birgir vildi hressa upp á innviði hússins með nýjum og ferskum litum og fékk mig til aðstoð- ar. Saman máluðum við þessi litlu íveruherbergi í allsráðandi litagleði með regnbogalitum og þeim svarta að auki! Við vorum orðnir leiðir á þess- um ljós-gulbeika lit sem alls staðar dómíneraði hvar sem komið var. Okk- ur fannst nú samt, að nokkrum tíma liðnum, að við hefðum gengið helst til langt í litagleðinni og fundum að þessir sterku litir nutu ekki vinsælda, en þeir virust örva umræðuþörf og umræðugleði hjá gestum og gang- andi og hafði Birgir lúmskt gaman af þessu tiltæki. Við Birgir áttum á þessum okkar yngri árum samleið og samstarf í fé- lagsskap ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og urðum báðir þátttak- endur í stjórn. Það var gróska í félag- inu og starfið einkenndist af áhuga og krafti. Námskeið voru haldin og er mér sérstaklega minnisstætt eitt þeirra sem fjallaði um jafnaðarstefn- una og einstaklinginn. Gylfi Þ. Gísla- son var fyrirlesarinn og fór á kostum í kennslu sinni. Þetta atvik var ferskt í minni okkar beggja er við rifjuðum það upp þá við hittumst hér heima í síðasta sinn vorið 2004. Birgir var afar trygglyndur maður en fremur seintekinn og flanaði ekki að neinu. Hann hafði mikinn áhuga á þjóð- legum fræðum og vísnaskáldskap. Á þessum tíma þótti það aðal slíkra manna að taka í nefið og lét Birgir ekki sitt eftir liggja. Smám saman kom í ljós að kennslustörfin áttu ekki vel við hann og honum fannst hann vanmetinn í starfinu og tók að leita sér leiða út úr því. Varð það að ráði, að allnokkrum árum liðnum, að hann gerðist aftur nemandi í sínum gamla skóla og lauk þaðan stúdentsprófi og hóf síðan guð- fræðinám í Guðfræðideild Háskóla ís- lands. Þessi stefnubreyting varð hon- um til mikillar gæfu og lífsfyllingar. Ég kynntist Birgi ekki sem presti og sálusorgara og átti þess ekki kost að sitja messu hjá honum. Þótt áratugir séu nú liðnir frá okkar fyrstu kynnum og brottför hans úr Firðinum héldum við alltaf sambandi, ýmist með bréfa- skriftum eða samtölum í síma. Það brást ekki að fyrir hver jól fékk ég bréf frá Birgi, ævinlega skrifað á rautt bréfsefni með heillaóskum og heimspekilegum hugleiðingum um lífið og tilveruna. Nú verða þau ekki fleiri rauðu bréfin hans Birgis. Ég votta Önnu konu hans, sem staðföst stóð við hlið hans á vegferðinni og var honum í senn drifkraftur og hjálparhella, mína innlegustu samúð, sömuleiðis systkinum hans og öðru frændliði. Ég bið Alföður að blessa minningu séra Sighvats Birgis Emilssonar. Snorri Jónsson. Andlát frænda og vinar bar skjótt að. Ekki eru ýkja margar vikur síðan ég og fjölskylda mín áttum ánægju- lega daga hjá þeim hjónum sr. Sig- hvati Birgi og Önnu í Larvik. Þá var horft fram á veginn og verið að ganga frá kaupum á nýrri íbúð á fögrum stað við sjóinn. Ekki var að spyrja að gestrisninni hjá þeim sæmdarhjónum og þessir ágústdagar á Vestfold lifa í minningunni. Guðfinna, móðir sr. Sighvats Birg- is, og sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson, afi minn, voru systkini og þau systk- inin voru ekki fleiri. Þrátt fyrir skyld- leikann tókust ekki kynni með okkur fyrr en báðir voru vaxnir úr grasi. Það var þegar ég hóf guðfræðinám í Háskóla Íslands haustið 1970 að ég hitti þennan góða frænda sem tók mér svo vel. Saman fetuðum við svo gegnum námið og lukum embættis- prófi vorið 1976. Svo sérkennilega vildi til að meirihluti þeirra sem út- skrifaðist þetta vor gerðist langdvöl- um prestar í Noregi því sá þriðji, Skírnir Garðarsson, á nú enn lengri prestsþjónustu að baki í Noregi held- ur en sr. Sighvatur Birgir. Sr. Sighvatur Birgir var traustur vinur og einkar gestrisinn eins og þau hjón bæði. Hann vildi alltaf fremur vera veitandi en þiggjandi. Hann var ljúfmannlegur í framgöngu en hafði sterka sannfæringu í ýmsum málum. Kristindómurinn og boðun trúarinn- ar, „klárt og kvitt“ var honum mikið alvörumál. Gamansemina vantaði þó ekki og frændi minn var einstaklega fljótur að kasta fram stöku með góð- látlegri glettni um atvik líðandi stundar hvort sem hann sjálfur eða aðrir áttu hlut að máli. Bókamaður var hann og einlægur ljóðaunnandi. Þau hjónin hafa verið samhent en það var frænda mínum mikil gæfa að eignast sína góðu konu sem verið hef- ur hans trausti lífsförunautur síðari hluta ævinnar. Önnu votta ég samúð mína og systkinum og öðrum ástvin- um sr. Sighvats Birgis og bið þeim blessunar Guðs á komandi dögum. Góðan frænda kveð ég með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir samfylgd og vináttu liðinna ára. Vigfús Ingvar Ingvarsson. SIGHVATUR BIRGIR EMILSSON Elskuleg mágkona mín, KAMILLA BRIEM frá Melstað, Grettisgötu 74, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 1. október sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 11. október, kl. 11.00. Soffía S. Briem. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, UNNAR JÓNSSON, Bröttugötu 4, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 6. október. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugardaginn 15. október kl. 14. Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir, Sigfús Atli Unnarsson, Brynjar Smári Unnarsson, Gunnar Ingi Unnarsson, systkini og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis í Arahólum 4, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 8. október. Hjörtur Erlendsson, Ólöf Smith, Ingibjörg Erlendsdóttir, Matthías Sturluson, Guðmundur Erlendsson, Kristín Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOLVEIG JÓNSDÓTTIR frá Hofi á Höfðaströnd, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést sunnudaginn 9. október. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 14. október kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ásdís Ásbergsdóttir, Jón Ásbergsson, María Dagsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN EINARSSON, Grænugötu 12, Akureyri, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala við Hring- braut aðfaranótt laugardagsins 8. október. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Kristján Magnússon, Einar Kristjánsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Árvök Kristjánsdóttir, Ársæll Kristjánsson, Dóra Kristjánsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þ. Snædal, Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.