Morgunblaðið - 12.10.2005, Page 2

Morgunblaðið - 12.10.2005, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jul iusvi f i l l . i s K o s n i n g a s k r i f s t o f a V e g m ú l a 2 s í m i : 5 3 3 1 2 2 0 BEIÐ HNEKKI Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að trúverðugleiki embættisins hafi beðið hnekki vegna þess að Hæstiréttur vísaði 32 af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu frá dómi vegna verulegra ágalla á ákærunni. Það geti tekið langan tíma að vinna upp þann álitshnekki sem embættið hefði orðið fyrir en hann bendir jafn- framt á að málið hafi ekki enn fengið efnislega niðurstöðu fyrir dóm- stólum. Óttast sjúkdóma Fyrstu flutningabílarnir með mat- væli komu til Muzaffarabad, héraðs- höfuðborgar í pakistönskum hluta Kasmír, í gær en borgin hrundi að heita má öll til grunna í jarðskjálft- anum síðastliðinn laugardag. Kom til ryskinga er hungrað fólkið barð- ist um bitann en þúsundir manna hafa flúið borgina gangandi í von um að komast þangað sem þeir geta fengið aðstoð. Talið er að milljónir manna hafi misst heimili sitt og hafast enn flest- ir við úti undir berum himni. Sækir á fólkið hungur, þorsti og kuldi og ótt- ast er að skæðir sjúkdómar geti komið upp á meðal þess. Opin- berlega er fjöldi látinna nú um 35.000 en margir búast við að end- anleg tala verði miklu hærri. Skýringa þörf Dómur Hæstaréttar í Baugsmál- inu er mikill áfellisdómur yfir ákæruvaldinu og vekur upp ýmsar spurningar að mati Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Á fundi með blaðamönnum fagnaði hann því að ríkissaksóknari hefði tekið við 32 ákæruliðum af 40 af rík- islögreglustjóra, en sagði skýringa þörf á framgöngu ákæruvaldsins. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/33 Viðskipti 16/17 Minningar 34/39 Erlent 18/19 Brids 39 Minn staður 20 Myndasögur 42 Akureyri 21 Dagbók 42/45 Höfuðborgin 22 Víkverji 42 Suðurnes 22 Staður og stund 44 Landið 23 Leikhús 46 Daglegt líf 24/25 Bíó 50/53 Menning 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Viðhorf 30 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,               TÍU flóttamenn frá Kólumbíu komu til landsins í gær og eru nú í Reykjavík og munu fljótt hefja að- lögun að íslensku samfélagi. Í hópnum eru þrjár konur og börn á aldrinum 1 til 14 ára. Flóttafólkið flúði heimaland sitt vegna borgarastyrjaldar til Ekva- dor en að mati Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna var fólkið ekki talið öruggt þar. Því var biðlað til íslenskra stjórnvalda um að veita fólkinu landvist að sögn Atla Viðars Eggertssonar hjá Rauða krossi Ís- lands. Konurnar í hópnum hafa ver- ið skilgreindar sem „konur í hættu“. Nú tekur við 12 mánaða aðlögun fólksins að íslensku samfélagi. Í því ferli aðstoðar starfsfólk velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar og Rauði krossinn. Fólkinu er útvegað húsnæði og innbú auk þess sem ís- lenskir stuðningsaðilar heimsækja fólkið reglulega til að aðstoða það í aðlöguninni. Þetta felur í sér að fólkinu er leiðbeint með siði og venj- ur í íslensku samfélagi og því sýnt skólar, þjónustustofnanir, verslanir o.s.frv. Að sögn Atla Viðars hefur þetta móttökufyrirkomulag gagnast mjög vel og vakið athygli á Norð- urlöndum. Fullorðna fólkið í hópnum mun hefja íslenskunám og þau börn sem eru á skólaaldri byrja í skóla. Á þessu ári hefur 31 flóttamaður fengið landvist hér á landi. Þar af eru 24 frá Kólumbíu og 7 frá Kos- ovo. Tekið á móti tíu flótta- mönnum frá Kólumbíu Ljósmynd/Víkurfréttir Jaime og Hordan frá Kólumbíu komu brosandi til landsins í gær. Nú munu þeir hvíla sig eftir langt ferðalag en byrja í íslenskum skóla bráðlega. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær karl og konu frá Sri Lanka í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi þegar þau komu til landsins 7. október sl. Drengur á unglingsaldri sem ferð- aðist með þeim var einnig með fals- að vegabréf en sökum aldurs var hann ekki ákærður. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli var látið líta út fyrir að um væri að ræða hjón með barn á ferðalagi en fram kom í málinu að fólkið væri ekki skylt og hefði í raun ekki hist fyrr en skömmu fyrir ferðina frá París til Íslands. Talið er að konan hafi dvalið að mestu leyti í Frakklandi, maðurinn í Þýskalandi og Frakklandi en drengurinn á Ítalíu. Fölsunin fór þannig fram að skipt var um mynd- ir í vegabréfunum. Fólkið var með fleiri skilríki, þar á meðal ökuskírteini sem voru föls- uð með sama hætti og í vegabréfi „móðurinnar“ var nafn drengsins. Þau viðurkenndu brot sín hjá lög- reglu. Þegar fólkið hefur afplánað dóm- inn má gera ráð fyrir að því verði vísað úr landi. Drengurinn er í um- sjón barnaverndaryfirvalda og verið er að afla upplýsinga um foreldra hans. Gunnar Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, sótti málið og Sveinn Andri Sveinsson hrl. var til varnar. Dæmd fyrir fölsuð vegabréf „Fjölskyldan“ hittist í fyrsta skipti í París ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjórnar- fundi í gær að tillögu utanrík- isráðherra að veita framlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Pakistan vegna jarðskjálftanna að upphæð 300.000 Bandaríkja- dala eða jafnvirði 18,5 milljóna íslenskra króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, segir að upphæðinni verði skipt á milli verkefna Rauða krossins, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta í morgun og hjálparstofn- anirnar muni fá fjármunina í hendur eins skjótt og auðið er. Fjöldi hjálparsamtaka legg- ur nú fólki á hamfarasvæðun- um lið með öflun hjálpargagna s.s. lyfja sem bráðvantar víða. Þegar hefur safnast um ein og hálf milljón króna í söfnun Rauða kross Íslands. 18,5 millj- ónir til Pakistan GUÐNI Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, var viðstaddur mikla hestahátíð í Finnlandi um síðastliðna helgi þar sem íslenski hesturinn var sérstaklega kynntur á heimsmeist- aramóti stökkhesta. Tilgangurinn með kynningunni var frekari mark- aðssetning hestsins en heimsmeist- aramótið er sýnt í yfir fjörutíu lönd- um. Að sögn Guðna vakti íslenski hesturinn verðskuldaða athygli eins og hvarvetna þar sem hann er kynnt- ur en Finnunum fannst hann sér- staklega vel til þess fallinn að vera fjölskylduhestur. Guðni átti jafnframt fund með for- ystumönnum finnska reiðsambands- ins sem höfðu mikinn áhuga á frekari samskiptum við íslenska seljendur hestsins og viðskiptum í kjölfarið. „Þeir gera sér grein fyrir því að það eru 20 þúsund íslenskir hestar í Dan- mörku, 30 þúsund í Svíþjóð og á milli 60 og 70 þúsund í Þýskalandi og því er Finnland eins og ónuminn akur,“ segir Guðni en um tvö þúsund ís- lenskir hestar eru skráðir í Finn- landi. Hann telur tækifærið gott fyr- ir íslenska búgarða og sölumenn hestsins og býst við að fljótlega verði skipuð sendinefnd sem komi hingað til lands til að kynna sér hestinn bet- ur og komast í viðskiptasambönd. Á heimsmeistaramótinu sinnti Guðni frekari erindum því hann af- henti ásamt Jóni Baldvini Hanni- balssyni, sendiherra í Finnlandi, ungri og efnilegri finnskri stúlku, sem að sögn Guðna kann vel til verka á íslenska hestinum, námstyrk frá Icelandair sem felur í sér þriggja mánaða námsdvöl á Íslandi. Hún mun kynna sér aðstæður og vinnu- brögð á íslenskum hestabúgörðum en að auki fá að kynnast landi og þjóð. Íslenski hesturinn vakti mikla athygli á sýningu í Finnlandi um liðna helgi Miklir möguleikar fyrir sölumenn íslenska hestsins Ljósmynd/Ásdís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.