Morgunblaðið - 12.10.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.10.2005, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Pakistan. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „ÞETTA hafði auðvitað áhrif á allt líf hérna og síðan varð ansi hressi- legur jarðskjálfti á föstudaginn,“ sagði Jón Þór Ólafsson, starfsmað- ur Enex, við Morgunblaðið en hann hefur verið í El Salvador á vegum fyrirtækisins undanfarinn tæpan mánuð. Hitabeltisstormurinn Stan hefur geisað þar síðustu dagana og kost- að sextíu manns lífið í El Salvador og hundruð manna í Mexíkó og Mið-Ameríku allri. Jón Þór sagði að óveðrið væri yfirstaðið nú að einhverju leyti. Það væri að minnsta kosti hlé á rigningunni í bili. Síðan hefði jarðskjálftinn riðið yfir á föstudag þegar þeir hefðu verið nokkrir saman á fundi í San Salvador, höfuðborg landsins, og það hefði allt hrist og skolfið. Jarðskjálftinn hefði verið 6,2 á Richter-kvarða og átt upptök sín í grennd við eldfjall ekki langt í burtu. Jón Þór sagði að um sextíu manns hefðu farist í hamförunum í landinu. Vegir hefðu lokast vegna aurskriðna og fallinna trjáa, hús eyðilagst og veðrið haft mikil áhrif á allt daglegt líf. Allt á floti þar því ræsi eru ekki endurnýjuð Jón Þór sagði að mikið hefði verið reist af húsum í landinu, en ræsi ekki verið endurnýjuð að sama skapi, þannig að þau tækju ekki við svona úrkomu eins og þyrfti. Því færi allt á flot. Lands- lagið væri hæðótt og því færu göt- urnar sem lægstar stæðu í kaf. Jón Þór sagðist vera í þokkalegu hverfi en áhrifin væru mun meiri þar sem fátæktin væri mest. Þann- ig hefðu um 40 þúsund manns orð- ið að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna og koma hefði þurft fólk- inu fyrir í skólum og einnig að ein- hverju leyti í kirkjum. Jón Þór sagði aðspurður að ekki hefði mikill vindur fylgt þessari úrkomu. Það væri eiginlega aldrei vindur í El Salvador. Þetta væri hins vegar úrkomu- mesti tími ársins á þessum slóðum og fyrstu sex dagana í október í ár hefði rignt meira en allan október- mánuð í fyrra. Jörðin væri orðin gegnsósa og hætt að taka við og fólk rennblotnaði á því að hlaupa milli húsa. Jón Þór vinnur að undirbúningi jarðvarmavirkjunar í El Salvador á vegum fyrirtækisins Enex. Margir hafa dáið í El Salvador vegna hitabeltisstormsins „Hefur auðvitað áhrif á allt líf hérna“ Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LANDSFUNDUR Sjálfstæð- isflokksins hefst á morgun, 13. október, í Laugardalshöllinni með setningarræðu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bú- ist er við um 1.200 fulltrúum á landsfundinn að þessu sinni, sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Dagskrá landsfundarins verður með hefðbundnu sniði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjálf- stæðisflokknum. Rætt verður um stjórnmálaályktanir landsfundarins á föstudag og starfsemi Sjálfstæð- isflokksins. Ráðherrar flokksins munu og sitja fyrir svörum. Þá munu 25 starfshópar fjalla um hina ýmsu málaflokka. Starfi þeirra lýk- ur á laugardag þegar ályktanir verða afgreiddar. Afgreiðsla álykt- ana og umræður halda áfram á sunnudag. Kosning formanns, varafor- manns og miðstjórnar fer fram á sunnudag og verður landsfundi slit- ið síðdegis þann dag með ræðu ný- kjörins formanns. Búist við um 1.200 landsfund- arfulltrúum OFURÖLVI maður um fimm- tugt ógnaði fólki með stórum hnífi í fjölbýlishúsi í Breiðholt- inu í gærmorgun, en hann bank- aði upp á hjá fjölskyldu um kl. 6 og ruddist inn. Hjón sem búa í íbúðinni könnuðust ekki við manninn og vörnuðu honum inn- göngu. Dró hann þá upp hníf og ógn- aði fólkinu með honum, en hníf- urinn var með 17,5 cm blaði, að sögn lögreglunnar. Íbúunum tókst að koma manninum út án mikilla átaka og hringja á lög- reglu. Þegar lögregla kom á vettvang lá maðurinn á gólfi inni í stigaganginum. Hann var með skurð á höfði og var blóðugur og telur lögregla að hann hafi fallið og skorið sig á brotinni bjór- flösku sem fannst við hlið hans, en ekki er vitað hvort hann féll þegar honum var komið út úr íbúðinni eða eftir það. Maðurinn var fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sárum hans, en að því loknu var hann fluttur í fangageymslur. Réðst inn til ókunnugra með hníf á lofti KYNNING á nýjum tillögum varð- andi hljóðvist vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Arnarnesi að bæjarmörkum Hafnarfjarðar verð- ur haldin í dag í Flataskóla í Garðabæ. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi, segist vonast til að við- unandi niðurstaða sé fengin í málið fyrir alla hlutaðeigandi og fram- kvæmdaleyfi vegna tvöföldunar- innar verði gefið út í framhaldinu. Bæjarstjórn Garðabæjar frest- aði á sínum tíma að gefa út fram- kvæmdaleyfi vegna tvöföldunar- innar. Jónas sagði að þeir væru nú komnir með tillögu varðandi hljóð- vistina, sem væri á því stigi að þeir teldu tímabært að kynna hana. Hún hefði verið unnin í samráði við íbúana og bæjarstjóri Garðabæjar hefði komið að málinu síðasta sprettinn. Þeir teldu að það væri orðin það góð sátt um málið að það væri óhætt að kynna það og það kæmi þeim fremur á óvart ef ekki yrði hægt að gefa út framkvæmda- leyfi í framhaldinu. Það þyrfti þá eitthvað óvænt að koma upp á sem breytti því. Hlaðinn grjótveggur Jónas sagði að samkvæmt tillög- unni væru hljóðmanirnar brattari en áður hefði verið áformað og gætu því verið lægri en fyrri til- lögur gerðu ráð fyrir. Hlaðinn yrði brattur grjótveggur að austan- verðu við veginn og þar sem hann væri nær umferðinni en áður þyrfti hann ekki að vera eins hár og fyrri hljóðmön. Ráðgert er að tvöfalda Reykja- nesbrautina frá Fífuhvammsvegi og að Kaplakrika í Hafnarfirði eða þann hluta vegarins sem ekki er þegar búið að tvöfalda. Jónas sagði að ef framkvæmdaleyfið fengist stæðu vonir til þess að hægt yrði að hefjast handa eftir áramótin og þeir stefndu enn að því að fram- kvæmdum yrði að mestu lokið næsta haust, þó tíminn sé orðinn mjög knappur til þess. Kynningarfundurinn verður haldin eins og áður sagði í Flata- skóla í dag og hefst klukkan 17.30. Ný tillaga að hljóðvist vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is TÖFLUM á vef Hagstofu Íslands um búferlaflutninga árið 2004 hefur verið breytt. Tæknileg mistök liggja að baki röngum upplýsingum sem birtust á vef Hagstofunnar hinn 14. febrúar 2005. Samkvæmt eldri töl- um voru skráðar 65.576 breytingar á lögheimili í þjóðskrá. Í reynd voru breytingar 66.869. Í 56.699 tilvika (í stað 55.613) var um að ræða búferla- flutninga innanlands, 5.350 (í stað 5.199) fluttust til landsins og 4.820 (í stað 4.764) frá landinu. Breytingar á tölum um búferlaflutninga koma fram í allflestum sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Morgunblaðið/Þorkell Búferlaflutn- ingar leiðréttir úrufræði til að skoða dýralífið við Tjörnina í Reykjavík. Auk fuglanna má eins og allir vita finna þar síli sem eru vinsæl til veiða. Farið var svo með afraksturinn úr ferðinni aftur upp í skóla þar sem hann var skoðaður með tilliti til fræðibókanna. NOKKRIR kátir krakkar úr Vesturbæjarskóla fengu að njóta veðurblíðunnar í vikunni þegar ákveðið var að nýta kennslustund í nátt- Afrakstur sílaveiða við Tjörnina Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.