Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                             ! "   "              ! #                      $                    %               " "  &       "#$% &'($ ' (   "      "   )** $  +,  )'*'+  $,-'.- .&    &"   % ! .  .$ ) * / /$# 0 1 #+,+ ' )     & )  0    % 1  $# (. 2/, /+# '   $  .2 /*             (   3445-+,,6 3# $4 14$%/+5#3 ' )  & &   "       "       &   (  7   8  40,(* 5/4(/#+/ ' (    " 92 :  &   "      3#($,(3 5(#0&'(( ' %  %            +,,; .&    &"  % %  /  /          (   &    " (  ;,, $ 2. / ('  # # - !!!     / 6  %             1&    &    0 &    &  ! "   " 7         3;6, - +,,,                     !     ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● EKKI er ljóst hversu langt ráðgjafar suður-afríska tryggingafélagsins Old Mutual voru komnir í áreiðanleika- könnun sinni á Skandia en henni lauk mjög snögglega þegar stjórn Skandia neitaði að mæla með tilboðinu. Fram að því höfðu ráðgjafar Old Mutual að- gang að bókum Skandia en um leið og stjórnin neitaði var þeim lokað. Ástæðan er sú að yfirtaka er álitin fjandsamleg ef stjórn félagsins sem á að taka yfir neitar að mæla með til- boðinu. Frá þessu er greint á vefmiðli Dagens Industri. Verði kaupin að veruleika fá ráðgjaf- arnir engu að síður um 75 milljónir punda í sinn hlut en samkvæmt til- boðsáætlun Old Mutual sem nú hefur verið birt á vefsíðu félagsins fá ráð- gjafar 2,4% af heildarandvirði tilboðs- ins. Langstærstan hluta mun Deutsche Bank fá. Áreiðanleika- könnun lokið ● NORRÆNI fjárfestingarbankinn hefur lánað pólska raforkufyrirtækinu BOT Elektrownia Belchatów S.A. 120 milljónir evra, nærri 8 milljarða króna, til fjármögnunar á nýjum 833 mega- vatta rafal. Lánið verður einnig notað til að endurnýja búnað, m.a. til að draga úr mengun svo að starfsemin uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 1,6 milljarðar evra eða um 118 millj- arðar króna. Lánið er eitt það stærsta sem Norræni fjárfestingarbankinn hefur nokkru sinni veitt. BOT Elekt- rownia Belchatów S.A. er stærsti raf- orkuframleiðandi Póllands og fram- leiðir um 20% allrar raforku í landinu. Lánar pólsku raforkufyrirtæki ÁRNI Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris, hefur tekið við stjórnarfor- mennsku í Marel af Friðriki Jó- hannssyni. Segir í frétt frá Marel að á undanförnum vikum hafi orðið umtalsverðar breytingar á eignarhaldi Marels. Eignarhlutur Burðaráss hf., sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfesting- arfélag ehf. aukið sinn hlut verulega og á nú tæplega 30% í félaginu. Í til- kynningu frá Marel er haft eftir Árna Oddi Þórðarsyni að Eyrir horfi til langs tíma og ætli að styðja við frekari vöxt félagsins. Þá er haft eftir Friðriki Jóhanns- syni, fráfarandi stjórnarformanni að Eyrir sé að mestu í eigu tveggja ein- staklinga sem eigi mikla hagsmuni í Marel og við þessar aðstæður sé mikilvægt að þeir taki frumkvæði í rekstri félagsins. Árni Oddur stjórn- arformaður Marels Árni Oddur Þórðarson SVAFA Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group. Ábyrgðarsvið hennar er að samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Svafa mun verða staðgengill for- stjóra og talsmaður hans og mun áfram verða hluti af framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Hóf störf árið 2004 Meginábyrgðarsvið Svöfu verða að stýra daglegum rekstri höfuð- stöðva Actavis, vera talsmaður og staðgengill forstjóra samstæðunn- ar innan fyrirtækisins jafnt sem utan, eftir því sem þörf krefur og fylgja eftir rekstraráætlun- um deilda og dótturfélaga. Hún annast einnig þróun skipulags og ferla, stýrir inn- leiðingu nýrra fyrirtækja í samstæðuna og sam- hæfir vinnu framkvæmdastjórnar Actavis Group og framkvæmda- teymis samstæðunnar. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs. Hún er doktor í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science. Hún er með M.Sc.-gráðu í starfsmanna- og boðskiptafræði frá Florida Institute of Techno- logy og einnig með BA-gráðu í stjórnmálafræðum og fjölmiðlun frá Háskóla Íslands. Svafa starfaði áður í EMEA- stjórnendateymi Deloitte ráðgjafar í Evrópu og var einn eigenda og framkvæmdastjóri ráðgjafar hjá IMG Deloitte á Íslandi. Svafa er lektor í rekstrarhagfræði við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur stýrt stjórnenda- þjálfun í Bandaríkjunum og Bret- landi. Svafa aðstoðarforstjóri Actavis Svafa Grönfeldt ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,4% og er 4.485 stig. Bréf Jarðborana hækk- uðu um 2,9%, bréf Atorku um 1,8% og bréf Actavis um 1,7%. Bréf Mar- els lækkuðu um 1,1%, bréf Lands- bankans lækkuðu um 0,9% og bréf FL Group um 0,7%. Viðskipti í Kauphöllinni námu 8,1 milljarði króna. Mest voru viðskiptin með íbúðabréf, fyrir 5,8 milljarða króna, en viðskipti með hlutabréf námu 1.341 milljón. Mestu hlutabréfaviðskiptin voru með bréf Actavis Group hf. fyrir 561 milljón króna. Jarðboranir hækka um 2,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.