Morgunblaðið - 12.10.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 37
MINNINGAR
Það var í janúar 1967 að sex starf-
andi tryggingastærðfræðingar stofn-
uðu félag til að stuðla að framgangi
fræðigreinar sinnar hér á landi. Er-
lendur var einn þeirra. Hann tók alla
tíð virkan þátt í starfi félagsins og var
tvisvar formaður þess, síðast árin
1996–1999, en átti oftar sæti í stjórn.
Hann annaðist samskipti við systur-
félög og erlenda samstarfsaðila um 10
ára skeið. Erlendur tók þátt í starfi
tryggingastærðfræðinga á erlendum
vettvangi og eignaðist þar góða vini.
Hann starfaði að málefnum vátrygg-
inga alla tíð og veitti Vátryggingaeft-
irlitinu forstöðu frá stofnun þess 1974
allt þar til það rann inn í Fjármálaeft-
irlitið við stofnun þess árið 1999. Er-
lendur hafði mikinn metnað fyrir
hönd stofnunarinnar og fræðigreinar
sinnar. Hann stundaði starf sitt af
ástríðu og vann bæði af kappi og
forsjá. Ég kynntist Erlendi þegar
hann réð mig til Vátryggingaeftirlits-
ins þegar ég kom heim frá námi 1987.
Þar áttum við gott og náið samstarf í
átta ánægjuleg ár. Erlendur átti fleiri
áhugamál en þau sem tengdust starfi
hans og menntun. Hann lék ágætlega
á píanó, hlustaði mikið á tónlist og
sótti tónleika. Hann var einnig áhuga-
samur um stjórnmál og félagsmál al-
mennt, einkum mannréttindamál.
Tryggingastærðfræðingar kveðja
nú góðan félagsmann og vin. Fyrir
þeirra hönd votta ég fjölskyldu Er-
lendar innilega samúð okkar.
Ragnar Þ. Ragnarsson.
Það eru orðin allmörg ár frá þeim
degi sem Erlendur Lárusson gerði
sér ferð á skrifstofu Íslandsdeildar
Amnesty International og bauð fram
krafta sína. Á sinn hægláta og hóg-
væra hátt sagðist hann hafa nokkuð
rýmri tíma en oft áður og vildi gjarn-
an verða að liði í starfsemi deildarinn-
ar. Það leið ekki á löngu þar til hann
var orðinn öflugur þátttakandi í starf-
inu. Auk þess að vera virkur í hóp-
astarfi voru honum falin ýmis trún-
aðarstörf fyrir deildina og sat hann
um árabil í stjórn hennar. Fag-
mennska og mikil nákvæmni ein-
kenndu Erlend Lárusson í öllum hans
störfum. Honum var málstaður Am-
nesty International mikils virði en
fyrir kom að honum þótti samtökin
ekki nógu afgerandi í afstöðu sinni.
Skoðanir hans voru oft róttækar og á
stundum hefði hann viljað ganga mun
lengra í ýmsum málum en umboð
Amnesty International heimilaði.
Hann setti ætíð skoðanir sínar fram á
skýran og rökfastan hátt og naut
hann mikillar virðingar innan deild-
arinnar. Ýmsar nýjar samþykktir
sem samtökin hafa gert hefðu fallið
honum vel í geð. Hann bjó yfir góðri
kímnigáfu sem gat á köflum verið ansi
beitt og með auknum kynnum við
hann lærðist að meta skarpar og
ígrundaðar athugasemdir hans. Eins
og oft vill verða með félaga í Amnesty
International eru það margskonar
hæfileikar fólks, líka þeir sem ekki
eru augljósastir, sem geta nýst í starf-
inu. Þannig var um tónlistaráhuga
Erlendar, hann bjó yfir miklum tón-
listarhæfileikum og var sjálfur ágæt-
ur píanóleikari. Við undirbúning ár-
legra tónleika deildarinnar á
alþjóðlegum mannréttindadegi var
ætíð gott að geta leitað til hans þegar
kom að verkefnavali og vali á flytj-
endum. Gott vald hans á íslensku og
þekking á öðrum tungumálum leiddi
til þess að hann tók að sér ýmis þýð-
ingaverkefni og var færni hans á þeim
vettvangi einstök. Eitt af þeim fjöl-
mörgu verkefnum sem hann vann
fyrir deildina mun um ókomin ár nýt-
ast ungu fólki hér á landi. Hér um
ræðir vandaða þýðingu hans á hand-
bók fyrir kennara sem ber heitið
,,Fyrstu skrefin“. Hann þýddi bókina
úr ensku af mikilli kostgæfni og það
framlag hans er ómetanlegt. Bókin er
nú þegar notuð af kennurum víða um
land til að kynna mannréttindi fyrir
börnum og unglingum. Erlendur
lagði ætíð áherslu á að þekking á
mannréttindum væri ein af forsend-
um þess að verja fólk fyrir brotum á
slíkum réttindum. Fráfall Erlendar
er mikill missir og verður hans
minnst fyrir óbilandi þrautseigju í
baráttunni fyrir auknum mannrétt-
indum. Um leið og honum er þakkað
gott og einstakt samstarf og góð
kynni þessi ár er það með söknuði
sem við kveðjum Erlend nú að leið-
arlokum. Eftirlifandi eiginkonu og
öðrum aðstandendum eru sendar
dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Íslandsdeildar Am-
nesty International
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir,
Kristín J. Kristjánsdóttir.
Stórt skarð var höggvið í raðir fá-
menns hóps íslenzkra trygginga-
stærðfræðinga við fráfall Erlendar
Lárussonar. Hann var einn stofnenda
félags okkar 1968 og gegndi tvívegis
stöðu formanns í alls 6 ár auk ýmissa
annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Starfsvettvangur Erlendar var á sviði
vátryggingarmála; í fyrstu sem
starfsmaður vátryggingafélaga en á
árinu 1973 tók hann að sér það verk-
efni að undirbúa stofnun Vátrygg-
ingaeftirlitins. Hann varð síðan for-
stöðumaður þess allt til þess að
eftirlitið var lagt niður við stofnun
Fjármálaeftirlitsins árið 1999 sem tók
þá við verkefnum þess. Ég tel að það
hafi verið mikið happ að fá Erlend til
þessa starfs en við það nutu ýmsir
eiginleikar hans sín vel. Erlendur var
mjög nákvæmur maður og samvisku-
samur, skipulagður í störfum, ósér-
hlífinn og ákaflega vinnusamur. Hann
lagði mikla áherzlu á fagmennsku í
öllum störfum eftirlitsins og þá ekki
sízt að því er varðaði hans eigið fag,
tryggingastærðfræðina.
Það lætur að líkum að forsvars-
menn vátryggingafélaganna voru
ekki alltaf sammála einstökum að-
gerðum eftirlitsins, sérstaklega á
fyrstu árunum, en ég er sannfærður
um að Erlendur hafi notið trausts
flestra ef ekki allra forsvarsmanna fé-
laganna þegar fram liðu stundir enda
þótt ágreiningur væri á stundum um
leiðir eða áherzlur. Forsvarsmenn fé-
laganna höfðu á sínum tíma átt frum-
kvæði að því að þrýsta á um lagasetn-
ingu um eftirlit með
vátryggingarstarfseminni enda eng-
um ljósara en þeim hversu mikilvægt
það er að vátryggingafélög séu fjár-
hagslega traustar stofnanir sem geti
staðið við skuldbindingar sínar. Þetta
var hið sameiginlega markmið þess-
ara aðila. Erlendur hafði þó nokkur
samskipti í starfi sínu við marga
starfsmenn vátryggingafélaganna og
einnig kenndi hann við Trygginga-
skóla Sambands íslenskra trygginga-
félaga. Hann aflaði sér virðingar
þessa fólks vegna þekkingar sinnar
og hjálpsemi við leiðsögn ef eftir var
leitað. Erlendur átti mikið og gott
samstarf við systurstofnanir eftirlits-
ins erlendis, sérstaklega á Norður-
löndunum, og naut trausts og virð-
ingar kollega sinna þar.
Samskiptin við Erlend utan starfs-
vettvangsins voru okkur hjónunum
mjög ánægjuleg. Hann var alvörugef-
inn maður en á góðri samverustund
var hann léttur í lund og viðræður við
hann um hin ýmislegustu málefni
voru áhugaverðar og skemmtilegar.
Æðruleysi hans í glímunni við sjúk-
dóm þann er dró hann til dauða var
aðdáunarverð en sama æðruleysi
sýndi hann er sjón hans dapraðist fyr-
ir nokkrum árum. Við Kristín erum
þakklát fyrir kynnin af Erlendi Lár-
ussyni og við vottum eiginkonu hans
svo og sonum hans og bróður og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð.
Bjarni Þórðarson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
KARVEL ÖGMUNDSSON
fyrrv. útgerðarmaður,
Bjargi,
Ytri-Njarðvík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
föstudaginn 30. september.
Kveðjuathöfn verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. októ-
ber og hefst hún kl. 14.00.
Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 15. októ-
ber kl. 14.00. Sætaferð verður til Hellissands frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 9.00 á laugardagsmorgun.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið Lands-
björg.
María Karvelsdóttir,
Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir,
Þórunn Karvelsdóttir,
Ögmundur Karvelsson, Sigurlína Björgvinsdóttir,
Sólveig Karvelsdóttir, Sigurður Pálsson,
Eggert Karvelsson, Sædís Hlöðversdóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GEIRMUNDUR SIGURÐSSON,
Austurströnd 8,
Seltjarnarnesi,
lést fimmtudaginn 6. október.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 14. október klukkan 13.00.
Fanney Ófeigsdóttir,
Ófeigur Geirmundsson, Anna Margrét Ögmundsdóttir,
Baldur Geirmundsson, Anne B. Hansen,
Birna Geirmundsdóttir, Ólafur Þ. Bjarnason,
Sigurður Geirmundsson, Hrafnhildur Helgadóttir,
Sverrir Geirmundsson, Arndís Sveina Jósefsdóttir,
Geirmundur Geirmundsson, Jóna Stefánsdóttir,
Haukur Geirmundsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavík.
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
8. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn
14. október kl. 11:00.
Anna Guðrún Davíðsdóttir,
Linda María Davíðsdóttir, Randy Anderson,
Lísa Björk Davíðsdóttir, Giuseppe Franco
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNBJÖRN JÓNSSON,
Hraunvangi 7,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 13. október kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á MND-
félagið, sími 565 5727.
Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson,
Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir,
Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir,
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson,
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson,
Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og
frændi,
JÓN REYNIR ÞÓRARINSSON,
Bárugötu 19,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala við Hringbraut laugar-
daginn 1. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur þakka öllum sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát
hans og útför.
Unnur Jónsdóttir
og fjölskylda.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR GÍSLASON
vélstjóri,
til heimilis
á dvalarheimilinu Grund,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 9. október.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 17. október klukkan 13.00.
Hermann Gunnarsson,
Sigrún Gunnarsdóttir Nielsen, Jeppe Nielsen,
Ragnar Gunnarsson, Ásgerður Karlsdóttir,
Kolbrún Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR PÁLMADÓTTIR,
Patreksfirði,
lengst búsett í Fjarðarstræti 38
Ísafirði,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn
14. október kl. 14.00.
Höskuldur Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Einar Róbert Árnason,
Oddur Guðmundsson, Kolbrún Pálsdóttir,
Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, Gunnar Valur Jónsson,
Anna Guðmundsdóttir, Benedikt Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DYLJÁ GRÓA STEFÁNSDÓTTIR,
Patreksfirði,
áður Kleppsvegi 140,
Reykjavík,
lést á heimili dóttur sinnar mánudaginn 10. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Eyjólfur Karlsson, Steinunn Sveinsdóttir,
Sigríður Karlsdóttir, Erlendur Kristjánsson,
Stefán Karlsson,
Karl Ólafur Karlsson, Ólöf Guðný Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.