Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 43

Morgunblaðið - 12.10.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 43 DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is Matvæladagur MNÍ verður haldinn áGrand hótel í Reykjavík föstudag-inn 14. október. Allt frá árinu 1993hefur Matvæla- og næringarfræða- félag Íslands, MNÍ, haldið ráðstefnu um miðjan október þar sem fjallað hefur verið um ýmis málefni sem snerta matvæli. Reynt hefur verið að halda daginn á þessum tíma árs til að minna á Alþjóðafæðudaginn sem er 16. október. Efni dagsins hefur oft verið málefni sem efst er á baugi hverju sinni. Að þessu sinni er yfirskrift- in „Stóreldhús og mötuneyti“, viðfangsefni sem snertir alla á einn eða annan hátt. „Stór hluti þjóðarinnar fær sína aðalmáltíð í mötuneytum. Börnin fá mat í skólum og leik- skólum og fjölmargir fá mat úr mötuneytum vinnustaða eða kaupa tilbúinn mat,“ segir Guð- rún Elísabet Gunnarsdóttir, formaður MNÍ. Tilgangur félagsins með Matvæladeginum er að auka umræðu um það efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. „Á ráðstefnunni að þessu sinni verða tveir er- lendir fyrirlesarar þær Mary-Ann Sörensen frá Danmörku og Sara-Mari Jonsson í Svíþjóð sem báðar hafa mikla reynslu í rekstri stóreldhúsa. Síðan fáum við spennandi innlegg frá ýmsum sem koma að rekstri mötuneyta á einn eða ann- an hátt. Valentína Björnsdóttir hjá Móður nátt- úru kallar erindi sitt „Gott veganesti“ og Olga Mörk Valsdóttir hjá Sláturfélagi Suðurlands kallar erindi sitt „Hollt í hádeginu“. Jórlaug Heimisdóttir hjá Lýðheilsustöð og Ólafur Sæ- mundsson næringarfræðingur fjalla um skóla- matinn og Guðný Jónsdóttir frá Sóltúni segir okkur hvað gert er fyrir eldri borgara á þessu sviði. Að lokum heyrum við um heilsuátak í ÍSAL hjá henni Hildi Atladóttur í erindi sem hún kallar „Fyrirbyggjandi viðhald“. Dagurinn verður að þessu sinni því hinn veglegasti og mikið af áhugaverðu efni sem snertir öryggi og næringarinnihald matvælanna og líkamlega og andlega heilsu þjóðarinnar,“ segir Guðrún El- ísabet. Á Matvæladaginn verður „Fjöreggið“ einnig afhent sem Matvæla- og næringarfræðafélagið veitir fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Ávallt liggur nokkur spenna í loftinu áður en að verðlaunaafhendingunni kemur en að sögn Guð- rúnar er þetta hinn veglegasti verðlaunagripur sem Samtök iðnaðarins gefa og er hannaður og framleiddur af Gleri í Bergvík. Ráðstefnan verður sem fyrr segir föstudag- inn 14. október á Grand hótel í Reykjavík og hefst skráning klukkan 12.30 en búist er við að ráðstefnan standi fram til klukkan 17. Ráð- stefnan og er öllum opin og aðgangseyrir er 4.000 kr. Ráðstefna | Fjallað um stóreldhús og mötuneyti á Matvæladeginum 2005 á Grand hótel Viðfangsefni sem snertir alla  Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir tók við formennsku í Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, MNÍ, síðast- liðið vor. Félagið var stofnað árið 1981 þegar fyrstu matvælafræð- ingarnir útskrifuðust frá Háskóla Íslands og eru félagsmenn í kring- um 200 talsins. Guð- rún er matvælafræð- ingur frá Háskóla Íslands og vinnur sem ráðgjafi hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf. Hún er fædd og uppalin á Reykjavíkursvæðinu, gift og á þrjá syni. Flugvöllurinn frægi! ENNÞÁ kljást menn um staðsetn- ingu nýs flugvallar í Reykjavík. Sýn- ist hverjum sitt og fáir virðast öðr- um sammála. Flugvöllur get- ur ekki verið pólitískt fyr- irbæri, hann þarf að vera staðsettur með hagkvæmni fyrir flugið sjálft í huga; aðflugshætti, vinda og veður al- mennt. Eitt er það þó, sem mér kem- ur spánskt fyrir sjónir; af hverju er þessum aðiljum, sem vilja yfirtaka Vatnsmýrina, ekki boðið að reisa sínar byggingar uppi á Miðdals- heiði? Háskóli mundi örugglega sóma sér vel í þessu umhverfi, hátt uppi, mátulega langt frá höfuðborg- inni og þar sem nemendurnir hefðu náttúrufriðinn til að leggja stund á sín fög. Ef þessi staður er svona ákjósanlegur fyrir flugvöll, þá hlýtur hann að vera jafngóður fyrir önnur mannvirki. Ef flytja þarf flugvöllinn, þá er Álftanesið örugglega betri kostur, jafnvel þótt flytja þyrfti for- setann sjálfan um set. Gæti jafnvel verið fýsilegra að hafa hann nær bænum. Eins og landsmenn hafa lát- ið í sér heyra, þá er þetta mál ekki eingöngu mál höfuðborgarinnar heldur allrar landsbyggðarinnar. Björn B. Sveinsson, Hamarstíg 23, Akureyri. Verslað með æru og dyggðir ÉG VERÐ að játa að ég veit ekki hvað Hannes Hólmsteinn sagði, enda vissara að hafa það ekki eftir, ef maður á þá á hættu málssókn í Bretlandi fyrir vikið. Hannes segist jú aðeins hafa haft eftir það sem aðr- ir sögðu. Ef ummælin hafa átt sér stað á opinberum vettvangi í Bretlandi og skaðað þar viðskiptahagsmuni kær- andans þykir mér ekki óeðlilegt að hægt sé að sækja málið þar. Að er- lendur dómstóll rétti í brotum Ís- lendinga á Íslandi finnst mér frá- leitt. Fyrir margt löngu minnir mig að einhverjir frammámenn hafi lögsótt blaðamann fyrir að kalla þá hórur. Af því tilefni setti ég saman eftirfar- andi kviðling og læt hann fylgja hér til íhugunar: (Lag: Grænlandsvísur) Tungan hefur aldrei verið orðafá en ekki nema lítið af þeim brúka má. Af sauryrðum þarf lítið til að særa æru manns, síðan drengskapurinn fór á skattskýrsluna hans. Nú man ég ekki orðið par orðið sem að notað var um meyjarnar í minni byggð sem mæðrum sínum vöktu hryggð og þágu fé af þeim sem meiddu þeirra dyggð. Þórhallur Hróðmarsson, Hveramörk 4, Hveragerði. 70 ÁRA afmæli. Í gær, 11. októ-ber, varð sjötug Helga Svandís Helgadóttir, Ljósalandi 3, Bolung- arvík. Hlutavelta | Vinirnir Aníta Sævars- dóttir, Harpa Haraldsdóttir og Breki og Brynjar Arndal héldu nýlega tvær tombólur fyrir utan Nóatún í Hamra- borg. Þau söfnuðu alls 3.362 kr. sem þau afhentu Kópavogsdeild Rauða krossins. Þeim var umhugað um að peningarnir færu í að aðstoða veik og bágstödd börn í útlöndum. Baráttugleði. Norður ♠DG6 ♥Á ♦42 ♣G1097532 Frakkinn Jean-Marc Roudinesco hélt á spilum norðurs og barðist hetju- lega í sögnum. Vestur Norður Austur Suður Mari Roudinesco Perron Stoppa -- Pass Pass 1 spaði 3 grönd 4 lauf Pass Pass 4 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá Ólympíumótinu í tví- menningi 1978 og svo vildi til að Roud- inesco og Stoppa voru að keppa við samlanda sína, Mari og Perron. Roud- inesco passaði í byrjun, en ákvað svo að fórna í fjögur lauf yfir þriggja granda stökki vesturs, enda þóttist hann vita að Mari væri með þéttan sjö-spila tígul og fyrirstöðu í spaða. En Mari lét ekki slá sig út af laginu og reyndi fjögur grönd yfir fórninni. Roudinesco valdi að verjast þar, en hvar kom hann út? Eða með kunn- uglegra orðalagi – hvert væri útspil lesandans? Norður ♠DG6 ♥Á ♦42 ♣G1097532 Vestur Austur ♠K9 ♠1073 ♥D ♥1098653 ♦ÁKD9763 ♦G10 ♣ÁD4 ♣K8 Suður ♠Á8542 ♥KG742 ♦85 ♣6 Roudinesco hlammaði niður hjarta- ásnum og Stoppa fylgdi lit með sjö- unni, sem Roudinesco túlkaði sem hlið- arkall og skipti yfir í spaðadrottningu. Stoppa tók slaginn og þakkaði makker hjartanlega með KG. Einn niður. Útspilið er rökrétt. Vestur segist eiga sjölit í tígli og fyrirstöður í spaða og laufi, sem þýðir að hann á varla mik- inn styrk eða lengd í hjartalitnum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Dagskrá: Fyrir hádegi Kl. 9.15 Eygló Þorgeirsdóttir; Kynning á Shiatsu. Kl. 9.30 Lilja Oddsdóttir; Lithimnu og hvítugreining, að lesa í línur augans. Kl. 9.45 Vigdís Steinþórsdóttir og Hafdís Garðarsdóttir; Máttur hugans. Kl. 10.15 Líney Helgadóttir; Kynning á urtaveigum. Kl. 10.45 Selma Júlíusdóttir; Hvað er Aromatherapy? Kl. 11.00 Jón Bragi Bjarnason; Penzím, mild, náttúruleg og árangursrík aðferð fyrir græðara. Kl. 11.20 Ríkharður Mar Jósafatsson; Nálastungur og gagnsemi þeirra. Kl. 11.35 Sigrún Sól Sólmundsdóttir og Eygló Benediktsdóttir; Kynning á svæða- og viðbragðsmeðferð. Eftir hádegi Kl. 13.00 Ragnheiður Guðnadóttir; Kynning á Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðarforminu. Kl. 13.15 Erla Ólafsdóttir; Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð í vatni. Kl. 13.25 Steinþór Sigurðsson; Saga Medica, íslenskar lækningarjurtir. Kl. 13.45 Birna Imsland; Hómópatía, þitt val. Kl. 14.00 Haraldur Magnússon; Stoðkerfið, skrifstofan og æfingar. Kl. 14.35 Ingibjörg Sigfúsdóttir; Ábyrgð á eigin heilsu. Kl. 14.55 Guðbrandur Einarsson; Kynning á heilsunuddi. Kl. 15.10 Erla Stefánsdóttir; Álfafyrirlestur. Kl. 15.30 Susanne Nordling; Kynning á NSK og framtíðarhorfur. Kl. 15.50 Nils Erik Volden; Norrænt rannsóknarverkefni. Kl. 16.20 Pallborðsumræða um stöðu óhefðbundinna meðferða á Norðurlöndunum. Kl. 17.00 Fundarstjóri lokar ráðstefnunni. Allir velkomnir Ráðstefna laugardaginn 22. október 2005 í tengslum við 5 ára afmæli Bandalags íslenskra græðara Ráðstefnan er milli kl. 9.00 og 17.00 í Ráðstefnusal Hótel Sögu miðaverð kr. 1.500. Ólafur Þór Jónsson; varaformaður BIG setur ráðstefnuna Fundarstjóri Ragnheiður Guðnadóttir Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is TÓNAHÁTÍÐIN í Þjórsárveri verð- ur haldin í fimmta sinn dagana 13.– 15. október nk. Hátíðin er orðinn ár- viss viðburður í tónlistarlífi Sunn- lendinga og hefur orðið vinsælli með hverju ári. Hátíðin skipar stóran sess í gróskumiklu menningarlífi í Vill- ingaholtshreppi en á fyrri Tónahátíð- um hafa komið fram fjölmargir kunn- ir skemmtikraftar. Eins og undanfarin ár er hátíðin nú þriggja kvölda tónleikaröð með landsþekktum listamönnum og fjöl- breyttri tónlist. Fimmtudagskvöldið 13. október verður með léttu klassísku yfirbragði en þá verða tónleikar með Davíð Ólafssyni bassa og Stefáni Helga Stefánssyni tenór. Undirleikari verð- ur Kurt Kopecki, hljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar. Á söngskrá eru m.a. ítalskar tarantellur, lög úr söng- leikjum, Vínarljóð, Elvis, íslensk sönglög og það besta úr evróvisjón. Á föstudagskvöldið verða feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson, harm- onikkuleikari og tónskáld, og Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir sópran með tónleika. Þau stjórna einnig söng- kvöldi, þar sem gestir í sal geta tekið undir í söngnum. Hátíðinni lýkur svo laugardags- kvöldið 15. október með tónleikum Ragnheiðar Gröndal. Ragnheiður er í dag ein vinsælasta söngkona landsins og handhafi íslensku tónlistarverð- launanna. Með aðstoð hljómsveitar mun hún flytja lög af fjölbreyttu tagi, m.a. vísnatónlist, jazz og blús. Forsala aðgöngumiða er hafin, og eru miðar seldir í Hljóðhúsinu í Kjarnanum á Selfossi og hjá umsjón- armanni Þjórsárvers. Einnig er tekið á móti pöntunum í síma 862 2345. Hægt er að kaupa miða á hvert kvöld og einnig kort sem gildir á allri hátíð- inni. Tónahátíðin í Þjórsárveri Morgunblaðið/Kristinn Ragnheiður Gröndal heldur lokatónleika Tónlistarhátíðar í félagsheim- ilinu Þjórsárveri á sunnudagskvöldið. Nánar um Þjórsárver og Tónahá- tíðina á heimasíðunni www.thjors- arver.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.