Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
sæ
3
Me
tsö
lul
ist
i M
bl.6.
12
. -
12
. 12.
Skáldv
er
k
2. p
ren
3. p
ren
tun
koEKKI
MISSA AF
ÞRIÐJA TÁKNINU!
„Snjöll“ – „Fersk rödd“ – „Frábær frumraun“
„Æsispennandi og óvenjuleg“
— Brot úr umsögnum um Þriðja táknið—
STÓRTÍÐINDI
í útrás íslenskra bókmennta.
17 tungumál
- yfir 100 lönd
ALLMARGIR hafa lagt Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur lið á yfir-
standandi ári í tilefni af 75 ára af-
mæli Vigdísar Finnbogadóttur í apr-
íl og að í ágúst voru liðin 25 ár frá því
að hún tók við embætti forseta fyrst
kvenna í heiminum. 15. desember sl.
afhenti Helga Thors f.h. KB banka
stofnuninni styrk að upphæð þrjár
milljónir króna, en Helga á sæti í
stjórn styrktarsjóðs stofnunarinnar.
Styrknum á að verja til að und-
irbúa framtíðarætlunarverk stofn-
unarinnar um að koma á fót alþjóð-
legri miðstöð tungumála með
gagnabanka með stafrænum upplýs-
ingum um tungumál og menningu.
Sú starfsemi yrði liður í því að stór-
efla tungumálarannsóknir og stuðla
að varðveislu tungumála í heiminum
sem mörg eru í bráðri útrýmingar-
hættu. Tilgangurinn með miðstöð-
inni er einnig að efla og stórbæta að-
stöðu til tungumálakennslu.
Hinn 22. nóvember sl. færðu hjón-
in Sigríður Th. Erlendsdóttir og
Hjalti Geir Kristjánsson Styrktar-
sjóði Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur 500.000 krónur að gjöf. Í bréfi
sem fylgdi gjöfinni stendur m.a.: „Að
baki gjöfinni eru einkum þær ástæð-
ur að okkur fannst afar vel til fundið
að efna til Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur og höfum fylgst með
störfum stofnunarinnar frá upphafi.
Enn fremur finnst okkur tungumála-
kunnátta svo mikilvæg fyrir okkur
Íslendinga að við viljum leggja af
mörkum til að auka þekkingu okkar
á erlendum tungumálum, og gildir
þá einu hvort um er að ræða rann-
sóknir, bókmenntir, útgáfustörf eða
notagildi tungumála í atvinnulífinu.“
Vigdís Finnbogadóttir, formaður
stjórnar Styrktarsjóðs stofnunar-
innar, segir að styrkir á borð við
þessa hafi mjög mikla þýðingu og
sýni að fólk ber traust til hennar.
„Stofnunin er með miklar áætlanir á
prjónunum að gera okkur gildandi
bæði hér heima og í öðrum löndum,“
segir Vigdís. „Hér heima sem stofn-
un til að vekja athygli á því hversu
mikilvægt er að læra tungumál.
Tungumálin eru lykillinn að heimin-
um, eins og ég hef áður sagt. Styrkir
sem þessir færa okkur nær mark-
miðinu.“
Styrkar stoðir
Styrktarsjóður Stofnunar Vigdís-
ar Finnbogadóttur var stofnsettur
22. janúar 2003 og eru Háskóli Ís-
lands og Kaupþing banki hf. frum-
stofnendur sjóðsins. Markmið hans
er að renna styrkum stoðum undir
starfsemi stofnunarinnar og stuðla
að vexti hennar og viðgangi. Sjóð-
urinn mun veita fjárframlög og ann-
an stuðning við rannsóknir á erlend-
um tungumálum og einnig styrkja
útgáfu ritverka á fræðasviðum stofn-
unarinnar og þróun kennslugagna í
erlendum tungumálum.
Þeir sem leggja sjóðnum lið fram
til 15. apríl 2006 munu teljast til
stofnenda hans skv. skipulagsskrá.
Sjá nánar um sjóðinn og starfsemi
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
á heimasíðu hennar: www.vigdis.hi-
.is.
Margir hafa stutt Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helga Thors frá KB banka afhendir Vigdísi Finn-
bogadóttur styrk bankans til Styrktarsjóðs Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur. Helga á sæti í stjórn Styrkt-
arsjóðsins og Vigdís er formaður hennar.
Ljósmynd/Eggert Þór Bernharðsson
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, ásamt hjón-
unum Sigríði Th. Erlendsdóttur og Hjalta Geir Krist-
jánssyni sem gáfu Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur 500 þúsund krónur á dögunum.
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært 18 ára pilt fyrir til-
raun til manndráps á Menningarnótt með því að stinga
annan pilt tvívegis í bakið með hnífi. Atvikið átti sér stað í
miðbænum og voru áverkar fórnarlambsins lífshættu-
legir og fylgdi sárunum mikil blæðing. Ákæran var þing-
fest í héraðsdómi á fimmtudag og bar ákærði fyrir sig
sjálfsvörn. Hann er einnig sakaður um aðra hnífaárás
sömu nótt á jafnaldra sinn og telur ríkissaksóknari þann
verknað vera sérstaklega hættulega líkamsárás. Fórn-
arlambið var stungið einu sinni í bakið rétt fyrir neðan
herðablað. Ákærði bar fyrir sig gáleysi í það skiptið.
Hann er einnig ákærður fyrir að hafa rotað 16 ára pilt
með skóflu þann 1. febrúar við Fjölbrautaskólann í
Garðabæ.
Þá er pilturinn einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með
því að hafa ítrekað haft kynmök við stúlku sem þá var 12
og 13 ára og að hafa átt myndir af stúlkunni og þeim sam-
an, sem sýndu hana á kynferðislegan og klámfenginn
hátt. Hann játaði þessi atriði en neitaði að hafa dreift
myndunum eins og hann er einnig ákærður fyrir.
Krafist er refsingar yfir ákærða og nema skaðabóta-
kröfur fórnarlambanna tæpum 4 milljónum króna. Þar af
er bótakrafa stúlkunnar 1 milljón kr. og piltsins sem
stunginn var tvisvar 2,5 milljónir kr.
Ákærður fyrir manndráps-
tilraun og kynferðisbrot
FJÓRIR lögreglumenn sem komu fyrstir á vettvang Viðeyjarslyssins 9.
september þegar skemmtibáturinn Harpa fórst við Skarfasker, fengu
björgunarviðurkenningu Lögreglufélags Reykjavíkur í gær. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra var fenginn til að afhenda viðurkenn-
inguna á 70 ára afmæli Lögreglufélags Reykjavíkur. Lögreglumenn-
irnir fjórir fóru út á gúmbjörgunarbát lögreglunnar og fundu þrjá
skipbrotsmenn við erfiðar aðstæður í myrkri, kulda og talsverðum
öldugangi.
Á afmæli Lögreglufélags Reykjavíkur voru einnig heiðruð afmæl-
isbörn innan lögreglunnar og þeir lögreglumenn sem lokið hafa störf-
um.
Morgunblaðið/Júlíus
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ásamt lögregluþjónunum sem heiðraðir voru við björgunarfrek. F.v. Eiríkur
Stefán Einarsson, Friðrik Brynjarsson, Arnór Eyþórsson og Bogi Sigvaldason.
Viðurkenning fyrir
björgun í Viðeyjarslysi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær tvo menn á þrítugs-
aldri af ákæru fyrir tilraun til
smygls á rúmlega 136 grömmum af
amfetamíni hingað til lands frá Dan-
mörku.
Annar mannanna var hins vegar
dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir
vopnalagabrot og hylmingu í
óskyldu máli.
Í dómi segir að annar ákærðu
sagðist hafa keypt amfetamínið í
Danmörku, búið það til flutnings og
komið því fyrir í geymsluhólfi á járn-
brautarstöðinni í Kaupmannahöfn
fimmtudaginn 9. september. Sagðist
hann hafa keypt það fyrir með-
ákærða og afhent honum lykil að
geymsluhólfinu. Sá maður sagðist
hins vegar hafa farið til Kaup-
mannahafnar að beiðni hins sak-
borningsins í því skyni að sækja
tösku í farangurshólfið á braut-
arstöðinni. Hann hafi ekki vitað hvað
ætti að vera í töskunni þótt hann
grunaði að það gætu verið fíkniefni.
Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað
gera ætti við töskuna í framhaldinu
því að einu fyrirmæli hans hafi verið
að hringja í hinn manninn þegar
hann væri kominn á hótel með
töskuna.
Sá sem átti að sækja töskuna
greip hins vegar í tómt því lögreglan
í Kaupmannahöfn hafði komist á
snoðir um málið og fjarlægt töskuna.
Þegar Íslendingurinn sá að skáp-
urinn var tómur spurðist hann fyrir
um hólfið í afgreiðslu brautarstöðv-
arinnar og var handtekinn skömmu
síðar.
Í dómi segir að báðir ákærðu hafi
mótmælt því eindregið að hafa haft
einhverja vitneskju um flutning am-
fetamínsins til Íslands. Að mati
dómsins taldist framburður þeirra
ekki fela í sér neina sönnun þar um.
Þótti sök þeirra ekki sönnuð og voru
þeir því sýknaðir. Ásgeir Magnússon
héraðsdómari dæmdi málið. Verj-
endur voru Sveinn Andri Sveinsson
hrl. og Brynjar Níelsson hrl. Sækj-
andi var Daði Kristjánsson, fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík.
Sýknaðir af ákæru fyrir smygl
EIN fjölmennasta Íslendingaguðs-
þjónusta á Brelandseyjum í manna
minnum var haldin í Sænsku kirkj-
unni í Lundúnum 11. desember sl,
þ.e. þriðja sunnudag í aðventu. Hátt
á fjórða hundrað manns sótti mess-
una. Það var séra Sigurður Arn-
arson sem flutti aðventuhugleið-
ingu og fór með bæn og bless-
unarorð. Barnastarf kirkjunnar
hefur eflst til muna á skömmum
tíma og til marks um það tóku um
fjörutíu börn þátt í helgileik sem
fluttur var við þetta tækifæri. Und-
ir lok messunnar voru sungnir jóla-
sálmar og leiddi íslenski kirkjukór-
inn í Lundúnum sönginn undir
stjórn Margrétar Sigurðardóttur.
Að lokinni helgistundinni var
haldið jólaball Íslendingafélagsins í
safnaðarsal kirkjunnar. Veislu-
borðin voru hlaðin heimabökuðum
kræsingum sem fóru vel með
kaffinu. Kórinn söng og var dansað
í kringum jólatréð að íslenskum sið.
Fljótlega birtust jólasveinar og
ekki þótti spilla fyrir að þeir töluðu
íslensku og gáfu börnunum íslenskt
góðgæti. Safnaðarnefndin stóð í
fyrsta sinn fyrir sölu á bókum frá
Skálholtsútgáfunni og seldist helm-
ingurinn af lagernum upp á nokkr-
um mínútum en bækur á vegum út-
gáfunnar munu í framtíðinni verða
seldar eftir messur.
Fjölmenn
Íslendinga-
messa í
Lundúnum