Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 10

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starf íslensku friðargæsluliðanna ínorðurhluta Afganistans fólst aðmeginhluta í eftirliti með öryggis-ástandi og stöðugleika, að sögn stjórnanda íslensku friðargæslusveitarinnar. Um 90% af tímanum hefðu farið í að styðja við staðarlögregluna og sýna fram á að hún hefði stuðning ISAF. Íslensku friðargæsluliðarnir klæddust her- búningum, báru vopn og voru stundum kall- aðir til ef afganskir lögreglumenn töldu ástæðu til að sýna fram á að þeir hefðu stuðn- ing ISAF, alþjóðlegs friðargæsluliðs Atlants- hafsbandalagsins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, stjórnandi sveitarinnar telur engu að síður að umræða um að verkefni sveitarinnar hafi verið hernaðarlegs eðlis sé á villigötum, nær væri að líkja störfum sveitarinnar við eftirlit lögreglu. Ásgeir hefur mikla reynslu af lögreglustörf- um á ófriðarsvæðum. Hann starfaði m.a. í 2½ ár í alþjóðalögreglu Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, þar af var hann eitt ár yfirmaður allra öryggis- og sérsveita alþjóðalögreglunnar sem auk annars höfðu það hlutverk að handtaka eftirlýsta stríðsglæpamenn. Ásgeir tók frá upphafi þátt í undirbúningi fyrir starfsemi íslensku friðargæslunnar í vestur- og norðurhluta Afganistan og fór auk annarra í könnunarleiðangur þangað í janúar á þessu ári. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann að aðstæður í Afganistan hefðu því ekki komið sér á óvart og verkefnin í engu verið frábrugðin þeim sem hann bjóst við að þurfa að sinna þegar hann hélt aftur utan sl. haust. Um öryggisgæslu fyrir sendinefndir, sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, sagði hann að hann hefði tekið þetta verkefni að sér þar sem hann hefði sérþekkingu á þessu sviði, sem sérsveitarmaður í sérsveit ríkislög- reglustjóra og frá þeim tíma sem hann starfaði í Kosovo. Ásgeir sagði að hér á landi hætti sumum til að gera of mikið úr kunnáttu hermanna er- lendra ríkja í Afganistan. Staðreyndin væri sú að yfirleitt væri um að ræða menn um tvítugt sem hefðu lokið nokkrum árum af herskyldu og hefðu takmarkaða innsýn í eðli eftirlits- starfa, m.a. sökum þess hve ungir þeir væru. Íslensku friðargæsluliðarnir hefðu verið á „betri aldri“, þ.e. þeir væru einfaldlega lífs- reyndari en flestir hermannanna og hefðu auk þess haft betri bakgrunn og tækjabúnað en aðrar sambærilegar sveitir. Að margra mati hefði íslenska sveitin verið hæfari til að sinna sínum verkefnum en þær sveitir sem skipaðar voru hermönnum. Sýndu fram á stuðning ISAF Önnur íslensk friðargæslusveit hefur verið að störfum í vesturhluta landsins. Áður en ís- lensku friðargæsluliðarnir héldu utan í haust ræddu fulltrúar utanríkisráðuneytisins um að þeir mynduðu tvær hreyfanlegar eftirlits- sveitir (Mobile observation teams), skamm- stafað MOT, og að meginhlutverk þeirra væri að leggja mat á þörfina fyrir hjálparstarf. Seinna kom í ljós að slíkar sveitir eru einnig nefndar hernaðarlegar eftirlitssveitir (Milit- ary observation teams) og sagði Ian Ridge, sem er undirofursti í breska hernum að hlut- verk þeirra væri klárlega hernaðarlegt og fæl- ist m.a. í því að vera úti í afskekktari byggðum til að sýna heimamönnum að ISAF væri á staðnum til að gæta öryggis. Ásgeir kvaðst vera ósammála því að hlut- verkið væri hernaðarlegt. Hann sagði að starf sveitanna fælist fyrst og fremst í eftirliti, áþekku löggæslu, og skipting í hernaðarlegar eða hreyfanlegar sveitir færi að mestu eftir því hvort þær væru skipaðar hermönnum eða öðrum. Allar þessar sveitir hefðu unnið sam- bærileg störf og telur Ásgeir raunar að starfið henti miklu betur þjálfuðum lögreglumönnum en hermönnum. Studdu staðarlögregluna Eins og fyrr segir líkir Ásgeir starfinu við eftirlit löggæslu. Hann sagði að meðlimir í sveitinni hefðu talað við allskonar fólk og setið fjölda funda og með því reynt að leggja mat á ástandið, aðallega með tilliti til öryggis og stöðugleika en einnig með tilliti til þarfar fyrir hjálparstarf. Hvarvetna hefði þeim verið vel tekið. Til stóð að um áramótin kæmi þróun- arfulltrúi til liðs við sveitina og teymið og sagði Ásgeir að þá hefði upplýsingaöflun vegna uppbyggingar- og hjálparstarfs eðlilega aukist. Ásgeir sagði að um 90% af starfinu hefðu falist í að styðja staðarlögregluna á hverjum stað og sýna fram á að ISAF stæði við bakið á henni. Ef talið var að spenna væri að aukast í tilteknum þorpum eða svæðum hefðu þeir far- ið á staðinn til að sýna fram á stuðning við staðaryfirvöld og lögreglu. Það hefðu þeir gert einfaldlega með nærveru sinni. Einnig hefðu þeir fylgst með framvindunni. Aðspurður hvort í þessu hafi falist að sveitin hefði gripið til vopna ef ráðist yrði á lögregluna sagði Ás- geir að þeir hefðu átt að vera „óþekkt stærð“ í augum þeirra sem lögreglan hafði áhyggjur af. Þeir hefðu einnig verið í góðri aðstöðu til að þrýsta á að afgönsk stjórnvöld sendu aukið lögreglulið á staðinn eða afganska hermenn. Það hefði verið alveg klárt að þeir áttu ekki að beita valdi. Þá hefðu þeir aldrei farið í beinar lögregluaðgerðir, s.s. að elta menn uppi, hand- taka eða ráðast inn í hús. Herbúningar urðu fyrir valinu Aðspurður hvort hann teldi að lýsing hans á starfi sveitarinnar væri í ósamræmi við þá við lýsingu sem hefði komið fram af hálfu ráðu- neytisins, sagðist Ásgeir ekki telja að svo væri. Hann teldi að umræða um hugsanlegt hernaðarlegt eðli verkefnisins réðist að miklu leyti af því að íslensku friðargæsluliðarnir klæddust herbúningum. Til samanburðar benti hann á að í Kosovo hefðu íslenskir sér- sveitarlögreglumenn tekið þátt í leit að eft- irlýstum stríðsglæpamönnum og séð um flutn- ing á þeim á milli staða. Vopnabúnaður hefði verið sambærilegur og þetta hefðu verið hættulegri störf en þau sem um var að ræða í Afganistan. Hugsanlega hefði verið betra ef íslenska sveitin hefði verið í lögreglubúningum en herbúningarnir hefðu orðið fyrir valinu að kröfu yfirmanna hjá uppbyggingarsveitum ISAF. Ásgeir er lögreglumaður og hefur titil aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann var sá eini í sveitinni sem hafði hlotið sérsveitarþjálfun áður en til þessa verkefnis kom. Gunnar Schram, settur yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli, var hans næstráðandi í sveitinni. Fleiri voru lög- reglumennirnir ekki en að auki voru í sveitinni þrír slökkviliðsmenn, einn vélvirki og einn bif- vélavirki. Aðspurður hvort ekki hefði verið þörf á fleiri sérsveitarmönnum, sagði Ásgeir að hans persónulega skoðun væri sú að hlutfall sér- sveitarmanna í sveitinni hefði mátt vera hærra og það hefði raunar verið skoðað, áður en sveitin hélt utan, að fjölga þeim. Á hinn bóginn hefði verið nauðsynlegt að í sveitinni væri vel þjálfaður neyðarflutningamaður og góður við- gerðarmaður en slíka menn gæti verið erfitt að finna innan sérsveitarinnar. Þá hefði staðið til, hefði orðið framhald á verkefninu í norður- hlutanum, að fjölga sérsveitarmönnum þegar næsti hópur yrði sendur út. Spurður hvaða þjálfun friðargæsluliðarnir hefðu hlotið sagði Ásgeir að þeir hefðu fengið undirbúningsþjálfun í fyrrasumar og síðan hefði tekið við sex vikna þjálfun í Noregi. Taldi hann að þjálfunin hefði verið fyllilega nægj- anleg. Hafa yrði í huga að þeir hefðu ekki þurft herþjálfun, heldur eingöngu nægilega þjálfun til að geta bjargað sér kæmu hættu- legar aðstæður upp. Þá hefði reynsla hans af sérsveitarstörfum vegið þungt. Gætu ekki sætt sig við mannfall Ásgeir metur það alls ekki svo að verkefnið í norðurhlutanum hafi verið Íslendingum ofviða eða þarna hafi verið farið út fyrir ákveðin mörk hvað varðar þátttöku Íslands í alþjóð- legum friðargæsluverkefnum. Ísland væri að sjálfsögðu í annarri stöðu en ríki sem hefðu her og að hans mati gætu Íslendingar ekki sætt sig við að íslenskur friðargæsluliði biði bana í átökum. Það þýddi á hinn bóginn ekki að verkefnið í Afganistan hefði verið misráðið, þvert á móti ættu Íslendingar að einbeita sér að sambærilegum verkefnum. Þeir hefðu mik- ilvæga sérþekkingu fram að færa, m.a. í sam- göngum, og vísaði til sérútbúnu jeppanna sem hefðu reynst margfalt betur en nokkur önnur farartæki eftirlitssveitanna. Alltaf væri hætta á árás á friðargæsluliða, svæði þar sem þörf væri á friðargæsluliði væri í eðli sínu varasamt og það væru í raun meiri líkur á að ráðist yrði á óvopnaða friðargæsluliða en vopnaða. „Mér finnst að það þurfi að koma skýrt fram að þetta verkefni sem við tókum þátt í skipti greinilega miklu máli fyrir fólkið á svæðinu. Alls staðar þar sem við komum var okkur mætt af miklum velvilja og greinilegt að mikl- ar væntingar um betri tíð eru bundnar við nærveru okkar og annarra friðargæsluliða í Afganistan,“ sagði Ásgeir. Stjórnandi friðargæslusveitarinnar í norðurhluta Afganistan telur störf hennar ekki hernaðarleg Um 90% af starfinu fólust í stuðningi við staðarlögregluna Ásgeir Þór Ásgeirsson á fundi með lögreglumönnum og þorpshöfðingjanum í Andkhoy. Meg- inhluti starfs sveitarinnar fólst í að styðja staðarlögregluna og sýna fram á stuðning ISAF. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PAUL H. Müller, aðal- forstjóri Alusuisse frá árinu 1976 til 1983 og fyrrverandi stjórnarmað- ur í félaginu, er látinn, 87 ára að aldri. Dánardægur hans var hinn 2. desember 2005 í Kuesnacht í Sviss. Müller var annar tveggja helstu hvata- manna þess að Alusuisse reisti álverksmiðju á Ís- landi á sjöunda áratugn- um og dvaldi mikið á Ís- landi vegna samninga- gerðar og uppbyggingar fyrirtæk- isins. Paul H. Müller gegndi ásamt Em- anuel R. Meyer, stjórnarformanni Alusuisse, lykilhlutverki hjá fyrirtæk- inu á miklum breytingatímum. Þeir Müller og Meyer gerðu Alusuisse að einu stærsta álfyrir- tæki heims sem einnig átti hagsmuna að gæta í námugreftri og hrá- efnisvinnslu, efna- vinnslu og verkfræði- þjónustu. Þeir félagar urðu síðar að takast á við erfiðleika af ýmsu tagi, m.a. vegna orku- kreppunnar, sem ollu mörgum álfyrirtækj- um búsifjum á árunum 1970 til til 1983. Pauls H. Müllers verður minnst sem stjórnarmanns sem vann af trúfesti við hlið Meyers að miklum framförum í áliðnaði á heimsvísu á hröðu vaxt- arskeiði greinarinnar. Paul H. Müller var um árabil í stjórn fyrirtækisins Iceland Spring Water, Íslenskt ferskvatn hf. Andlát PAUL H. MÜLLER HREINN Elíasson list- málari lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 15. desember sl., sjötíu og tveggja ára að aldri. Hreinn fæddist 19. sept- ember 1933 í Reykjavík. Hreinn var sonur hjónanna Sigríðar Vikt- oríu Einarsdóttur hús- freyju og Elíasar Guð- mundssonar skipstjóra. Hann var þriðji í röð átta systkina og ólst upp á Akranesi frá 6 ára aldri. Hreinn stundaði nám við Bændaskólan- um á Hólum 1952-1953. Myndlistarnám hóf hann 1954 í Myndlistarskóla Reykjavíkur, síðan í Handíða- og myndlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hann í Hamborg og Glasgow. Hann hélt hátt á annan tug einkasýn- inga, flestar á Akra- nesi auk samsýninga í Reykjavík og víðar. Hann var valinn fyrsti bæjarlistamaður Akraness 17. júní 1992. Hreinn var frum- kvöðull í útflutningi á reiðhestum, mest til Þýskalands og lagði þar með grunninn að frægð íslenska hests- ins á erlendri grundu. Frá og með árinu 1978 helgaði hann sig alfarið mynd- listinni. Á nýársdag 1954 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Rut Sig- urmonsdóttur frá Kolkuósi og eign- uðust þau sex börn sem öll eru á lífi. Andlát HREINN ELÍASSON UMSÓKNARFRESTUR um embættihéraðsdómara, sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness, rann út 9. desember sl. Dóms- málaráðherra skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2006 að telja. Umsækjendur eru fimm: Alma V. Sverrisdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík, Arnfríður Einarsdóttir, skrif- stofustjóri í Héraðsdómi Reykjavík- ur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól, Bergþóra Sigmundsdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslu- mannsins í Reykjavík, Pétur Dam Leifsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og Sandra Baldvinsdóttir, lögfræð- ingur á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Umsóknir ásamt gögnum verða nú sendar dómnefnd samkvæmt 4. mgr. 12. gr. laga um dómstóla sem fjallar um og lætur dómsmálaráð- herra í té rökstudda umsögn um um- sækjendur. Fimm umsóknir um embætti héraðsdómara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.