Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 32
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri auglýsir prófkjör Ákveðið hefur verið að efna til prófkjörs, þann 11. febrúar nk., um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar þann 27. maí 2006. Hér með er auglýst eftir prófkjörsframbjóðendum. Framboð skal bundið við einn flokksbundinn einstakling. Að hverju framboði skulu standa 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn í sveitarfélaginu Akureyri. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en sex (6). Framboðsfrestur er til og með kl. 17:00 þann 16. janúar nk. (póststimpill 16. janúar gildir). Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og upplýsingum um frambjóðendur, til formanns kjörnefndar, Önnu Þóru Baldursdóttur, Eikarlundi 10, 600 Akureyri. Eyðublöð vegna framboðs (stuðningsyfirlýsing og upplýsingar um frambjóðendur) má nálgast hjá formanni kjörnefndar, hs. 462 7720, gsm 899 8348 og formanni fulltrúaráðs, Birni Magnússyni, hs. 462 5886, gsm 861 2886. Frekari upplýsingar er að finna á vefritinu Íslendingi, www.islendingur.is og heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is Um prófkjörið vísast til reglna um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sjá www.xd.is Nánari upplýsingar gefur formaður kjörnefndar. F.h. kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, Anna Þóra Baldursdóttir formaður. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri Vestmannaeyjar | Bekkurinn var þétt setinn á hinum árlegu jólatónleikum kórs Landakirkju sem haldnir voru í kirkjunni í fyrrakvöld. Einsöngvarar voru þau Geir Jón Þórisson og Helga Jónsdóttir en einnig komu fram Sæþór Þorbjarn- arson og Kristín Halldórs- dóttir. Á myndinni má sjá Guð- mund Guðjónsson, organista Landakirkju, og Geir Jón Þór- isson söngvara sem betur er þekktur af starfi sínu sem yf- irlögregluþjónn í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurgeir Sungið af innlifun í Landakirkju Kór Suðurnes | Akureyri | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þótt aðventan sé erilsöm hjá flestum er hún samt dálítið öðruvísi í sveitinni en á höfuðborgarsvæðinu. Rólegra yfirbragð, ekki þessi tryllingur í umferðinni og læti í búðunum. Í stað þess að bíða á rauðu ljósi skerum við út laufabrauð og bökum smá- kökur og margir útbúa jólagjafirnar og jólakortin sjálfir. Hekla, prjóna og sauma og fá út úr því mikla gleði.    Nú spretta upp ný fjós í sveitinni eins og gorkúlur. Eru þessar nýbyggingar svo stórar og flottar að ætla mætti að bændur væru að reisa samkomuhús eða íþrótta- hallir. Eina sem minnir á gömlu fjósin er lyktin, hún bregst ekki, og svo auðvitað kýrnar sjálfar þegar þær eru fluttar inn í dýrðina. Bóndi hér í sveit, Pétur Guð- mundsson í Stóru-Hildisey, hefur nýlokið við að reisa sér fjós sem ku verða stærsta fjós á landinu. María og Jósep hefðu sennilega átt auðvelt með að fá gistingu í þessari glæsilegu byggingu hefði Jesú fæðst í Landeyjunum árið 2005.    Fjögur ungmenni, allt nemar við Við- skiptaháskólann á Bifröst, hafa und- anfarið unnið að rannsókn á hagkvæmni þess að reisa verslunarmiðstöð á Hvols- velli. Niðurstöður könnur sem þau gerðu benda til þess að hagkvæmt geti verið að reisa slík hús. Nú er bara að vita hvort ein- hver treystir sér í verkið því víst er að það myndi styrkja byggðina og atvinnu- starfsemi myndi tvímælalaust eflast á svæðinu.    Og svo ein sönn saga í lokin. Í skóla nokkrum hefur undanfarið verið minnst 200 ára ártíðar danska skáldsins H.C. Andersens. Á bókasafninu var mikið um dýrðir og myndir og verkefni um skáldið prýddu þar veggi. Nemandi í 1. bekk sem átti leið á safnið virti fyrir sér verkefnin og sagði svo við bókavörðinn: Ég er nú al- veg búinn að fá nóg af þessum Andréssen, er ekki kominn tími til að skipta yfir í Jesú, hann á jú líka afmæli! Úr bæjarlífinu RANGÁRÞING EYSTRA EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR FRÉTTARITARA Impra, nýsköpunarmiðstöð, braut-skráði 46 konur í vikunni af nám-skeiðinu Brautargengi. Braut- skráningin fór fram á sama tíma á Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og á Sel- fossi í gegnum fjarfundabúnað. Selfoss- hópurinn er á myndinni. Fimmtán konur af Suðurlandi sóttu námskeiðið sem haldið er fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og stunda eigin atvinnu- rekstur. Auk kvennanna af landsbyggð- inni sóttu 20 konur af höfuðborgarsvæð- inu námskeiðið. Mikil fjölbreytni var í þeim verkefnum sem unnin voru á náms- tímanum og má sem dæmi nefna ferða- þjónustu, auglýsingastofu, nám- skeiðahald og skóla, verslun, ýmsar netverslanir, matvælaframleiðslu og verktakafyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Í fréttatilkynningu segir að glöggt hafi komið í ljós að konur hafi fullan hug á að nýta þekkingu sína og reynslu við að byggja upp atvinnutækifæri fyrir sig og aðra í sinni heimabyggð og hafa margar kvennanna hafið rekstur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brautargengiskonur útskrifaðar Félag ljóðaunnendaá Austurlandi gafnýlega út ljóða- bókina Í hélu haustsins eftir Helga Seljan. Í til- efni af útkomu bók- arinnar kastaði Helgi fram stöku og er rangt farið með hana í blaðinu í gær. Hún er rétt svona: Þetta er alveg á yztu mörkum og asskolli verð ég feiminn, þegar ég andans asnaspörkum ota framan í heiminn. Steindór Andersen lýsti sjálfum sér í hringhendu á skemmtun sem haldin var á Næsta bar: Hylur Steindór hárið vel hefur reyndar skalla, með hálfa greind í höfuðskel sem hýsir leynda galla. Hálfdán Theódórsson kvikmyndatökumaður tróð upp með Steindóri og fékk engu skárri út- reið: Hann er sláni hávaxinn heimskur kjáni og tregur heitir Dáni hálfvitinn heldur bjánalegur. Af andans asnaspörkum pebl@mbl.is Eyjafjörður | Fjórar kýr á bænum Fells- hlíð í Eyjafirði hafa borið tveimur kálfum hver á rétt rúmlega einum mánuði. Kemur þetta fram á vef Bændasamtakanna. Elín Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð, var glöð í bragði þegar fulltrúi bondi.is ræddi við hana. Hún sagði að vissulega væri hér um happdrættisvinning að ræða eins og staðan væri um þessar mundir hjá kúa- bændum þar sem bæði vantar nautakjöt og mjólk. Elín segir þau enga skýringu hafa á þessari miklu frjósemi nema þá ef vera skyldi að þau gáfu kúnum fiskimjöl. Fjórar kýr með tvíburakálfa Sólheimar | Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík hélt árleg litlu jól á Sólheimum í Grímsnesi en klúbburinn hefur haldið þessari hefð hátt í fjóra áratugi. Var snæddur hátíðarmálsverður með heimilisfólkinu í boði Sólheima áður en jólaskemmtun var haldin í íþróttahúsinu. Sungu Lionsmenn og gestir þeirra, Ragn- ar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson, auk þess sem Ómar Ragnarsson skemmti. Hljómsveit á vegum Ægismanna spilaði undir og séra Bernharður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla, hélt hugvekju. Ægir hélt litlu jólin á Sólheimum ♦♦♦ Hálendið | Landfræðileg miðja Íslands er við Illviðrahnjúka, rétt norðan við Hofs- jökul. Landmælingar Íslands hafa reiknað þetta út í kortahugbúnaði stofnunarinnar. Fram kemur á vef Landmælinga, lmi.is, að stundum hafi verið spurst fyrir um miðju Íslands. Með því að nota strandlínu IS 50V-gagnagrunnsins sé hægt að láta kortahugbúnað finna þennan punkt. Hann er með staðsetninguna 64°59’11.4" N og 18°35’12.0" V, eða 519507m A og 498558m N í ISN93 Lambert-vörpun. Tekið er fram að eyjar landsins voru ekki teknar með. Miðja landsins er rétt norðan við Hofsjökul ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.