Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
LANDIÐ
Kópasker | „Þetta kom á óvart. Það
voru átta tilnefndir, allt stórlaxar
hér,“ segir Anna Lára Jónsdóttir en
hún og systir hennar, Bryndís Alda,
fengu afhent hvatningarverðlaun
Öxafjarðarhrepps sem veitt voru í
fyrsta skipti á menningarhátíð sveit-
arfélagsins á dögunum. Þær systur
sjá um félagsstarf meðal eldri borg-
ara, í Mörk á Kópaskeri.
Markaðs- og menningardagur
hefur verið haldinn á Kópaskeri í
nokkur ár. Menningarnefnd sveitar-
félagsins ákvað að veita hvatning-
arverðlaun í fyrsta skipti og auglýsti
eftir tilnefningum. Átta voru til-
nefndir og voru Anna Lára og Bryn-
dís Alda valdar úr. Ástæðan fyrir
valinu er frammistaða þeirra í starfi.
Þær þykja annast vel eldri borg-
arana sem þangað koma og aðsókn-
in er meiri en á flestum stöðum sam-
bærilegum.
Eldri borgarar á Kópaskeri koma
nær daglega í Mörk en þar er heitur
matur í hádeginu og miðdagskaffi,
handavinna og ýmislegt gert til
dægrastyttingar. Á miðvikudögum
og föstudögum er meira um að vera
og þá koma fleiri, meðal annars
eldri borgarar úr sveitinni, sjúkra-
þjálfari annast leikfimi og farið í
íþróttir í íþróttahúsinu.
„Við búum í litlu þorpi og fólkið
sem býr hér á Kópaskeri á yfirleitt
auðvelt með að komast hingað. Viss
kjarni kemur daglega. Fólkið í sveit-
inni á lengra að sækja en margir
þaðan koma tvo daga í viku en þá er
meira um að vera,“ segir Anna Lára.
Þótt forstöðukonurnar séu dug-
legar að skipuleggja eitt og annað
kemur fólk líka til að hitta annað
fólk, eða eins og Anna Lára orðar
það: Maður er manns gaman.
Starfið í Mörk er á vegum dval-
arheimilisins Hvamms á Húsavík
sem Öxafjarðarhreppur á aðild að.
Systurnar hafa unnið í félagsstarfi
eldri borgara í fimm ár. Anna Lára
er í fullu starfi en Alda í hlutastarfi.
Þegar mætingin er sem best er
heldur þröngt um starfið í Mörk og
systurnar hafa því lengi talað fyrir
því að húsplássið verði aukið. Anna
Lára segir að nú hafi verið ákveðið
að byggja nýtt hús yfir starfsemina
og fagnar hún því. Vonast hún til
þess að byrjað verði á fram-
kvæmdum með vorinu.
Systur fengu hvatningarverðlaun
fyrir starf með eldri borgurum
Viss
kjarni
kemur
daglega
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Hvatning Anna Lára og Bryndís
Alda Jónsdætur tóku við hvatning-
arverðlaunum Öxarfjarðarhrepps.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Bolungarvík | Franski listamál-
arinn Alains Jeans Garrabé fær inn-
blástur til sköpunar í Bolungarvík
þar sem hann vinnur að list sinni. Í
því sambandi ræðir hann bæði um
stórbrotna náttúru og kynngimagn-
að fólk. Hann hefur nú opnað mál-
verkasýningu í veitingastaðnum í
kjallaranum í Einarshúsinu við
Hafnargötu í Bolungarvík.
Á sýningunni eru 13 olíumálverk
sem öll eru til sölu. Fjölmenni var
við opnun sýningarinnar þar sem
gestir nutu listarinnar, veitinga og
hlýddu á harmonikkusnillinginn
unga, Helgu Kristbjörgu Guð-
mundsdóttur, leika frönsk og ís-
lensk lög.
Alains lagði stund á listnám í
heimalandi sínu, fyrst Toulouse í
Suður-Frakklandi og síðar í háskóla
í París með listir sem sérgrein.
Að loknu námi starfaði hann við
kennslu bæði í Frakklandi og í
Þýskalandi. Frá árinu 1992 hefur
hann helgað sig málaralistinni.
Var að leita að mínum stíl
Sumarið 1995 kom Alains fyrst til
Íslands og hreifst strax af hinum
tæru litum íslenskrar náttúru.
Fimm árum síðar settist hann að í
Bolungarvík og hefur komið þar
upp vinnustofu. Aðspurður hvers
vegna myndlistarmaður tekur sig
upp frá Frakklandi til að vinna að
listsköpun sinni í fámennu sjáv-
arþorpi á Íslandi sagði Alains að
hann hefði strax hrifist af landi og
þjóð. Eftir fyrstu heimsókn sína til
landsins lagði hann sig fram um að
kynnast landi og þjóð. Hann segist
til dæmis hafa lesið Heimsljós og
fleiri ritverk Halldórs Laxness og
svo hafi kvikmyndin Börn náttúr-
unnar haft mikil áhrif á hann, ekki
síst sú mikilfenglega náttúra sem
þar ber fyrir augu.
„Ég var að leita að mínum stíl í
listinni og eftir vetursetu á Ísafirði
árið 2000 komst ég að því að þetta
væri það umhverfi sem veitti mér
þann innblástur sem mér er nauð-
synlegur til að vinna og þróa þann
stíl sem ég vildi nota í listtúlkun
minni. Það er mikilvægt hverjum
listamanni að vera listsköpun sinni
trúr og ná að dvelja í því umhverfi
sem gefur honum mesta möguleika
á að rækta hana,“ segir Alains og
bætir við:
„Hér fæ ég innblásur til listsköp-
unar minnar, bæði úr umhverfinu
og ekki síður úr kynnum mínum af
mannlífinu. Fólkið hér um slóðir
sem margt hvert á ættir að rekja til
Hornstranda er ekki síður kynngi-
magnað og kraftmikið en sú náttúra
sem það hefur alist upp í.“
Sýning Alains í Kjallaranum
stendur til áramóta og er opið alla
daga frá kl 15 til 18 og um helgar, á
meðan veitingarstaðurinn er opinn.
Franskur listmálari hefur sest að í Bolungarvík
„Hér fæ ég innblástur
til listsköpunar“
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Opnun Alains Jeans Garrabé fékk Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur til
að leika við opnun málverkasýningar sinnar í kjallara Einarshúss.
Eftir Gunnar Hallsson
„NÚ ER verið að ýta úr vör merki-
legri nýjung í vísindastarfi okkar Ís-
lendinga,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, á opn-
unarhátíð í Háskólanum á Akureyri
í gær í tilefni tímamótaviðburða í
uppbyggingu og þróun asískra
fræða.
Í upphafi næsta árs hefst kennsla í
kínversku og kínverskum fræðum
við Símenntunardeild Háskólans á
Akureyri og þá var einnig formlega
stofnað Asíuver Íslands, ASÍS, vett-
vangur fyrir rannsóknir og fræðslu
á sviði asískra fræða á Íslandi, en að
því standa Háskólinn á Akureyri og
Háskóli Íslands, en gert er ráð fyrir
að aðrar íslenskar menntastofnanir
hafi hug á að gerast aðilar að verinu.
Það mun beita sér fyrir að samhæfa
og efla sérþekkingu fræðimanna á
Íslandi um þjóðir, málefni og að-
stæður Asíu, m.a. með ráðstefnu-
haldi, útgáfu og að byggja upp sam-
skipti aðildarstofnana við erlendar
og þar með asískar stofnanir.
Kennsla í kínversku hefst nú eftir
áramót og verður fyrst um sinn boð-
ið upp á þrjú námskeið, kínversku
fyrir byrjendur, kínverska nútíma-
menningu og viðskipti í Kína, en í
nánustu framtíð mun framboð nám-
skeiða aukast. Markmiðið er að
bjóða upp á sameiginlegt B.A. nám í
Háskóla Íslands og Háskólanum á
Akureyri í Austur-Asíufræðum, en
slíkt verkefni á sér ekki fordæmi í
samstarfi skólanna. Boðið verður
upp á námið sem fjarnám sem verð-
ur aðgengilegt sem víðast um landið.
Forseti Íslands gat þess að ferð
sem hann ásamt föruneyti, m.a.
fulltrúum háskólanna í landinu,
hefðu farið í til Kína í maí síðast-
liðnum hefði verið árangursrík. Ein-
lægur vilji væri til þess að meðal
þjóðanna beggja að taka upp aukið
samstarf á ýmsum sviðum. Hann
sagði Íslendinga margt hafa að
sækja til Kína, ekki bara viðskipti
heldur t.d. líka samstarf við fræði-
og vísindamenn, en æ fleiri ungir
Kínverjar sæktu sér háskóla-
menntun, bylting hefði orðið á hvað
það varðar. „Kínverjar hafa líka
margt að færa okkur,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Auk hans fluttu ávörp eða erindi á
hátíðinni Wang Xinshi, sendiherra
Kína á Íslandi, Ólafur Egilsson,
sendiherra Íslands í Kína árin 1998–
2002, Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
Mikael M. Karlsson, deildarforseti
félagsvísinda- og lagadeildar Há-
skólans á Akureyri, og Ragnar Bald-
ursson, sérfræðingur um kínverska
heimspeki og menningu. Þá und-
irrituðu Arngrímur Jóhannsson,
flugstjóri, og fulltrúar frá Avion og
Íslandsbanka, stuðningsyfirlýsingu
við nám í kínversku og kínverskum
fræðum. Kristín Ingólfsdóttir, rekt-
or Háskóla Íslands, og Þorsteinn
Gunnarsson undirrituðu samstarfs-
samninga um Asíuver Íslands og um
sameiginlegt nám háskólanna í
Austur-Asíufræðum.
Asíuver stofnað við HA og unnt að hefja nám í kínversku
Merkileg nýjung í
vísindastarfi okkar
Morgunblaðið/Kristján
Samningar Skrifað var undir samninga um kennslu í kínversku og kín-
verskum fræðum og formlega stofnsetningu Asíuvers Íslands.
Ísstyttur | Þrír matreiðslumenn
ætla að skera út ísstyttur á Ráðhús-
torgi í dag, laugardag, kl. 15.00.
Þeir voru að undirbúa sig í gær í
húsnæði Brims og halda svo vinnu
sinni áfram í dag og ætla svo að
lýsa verkin upp.
GERT er ráð fyrir umtalsverðri þétt-
ingu byggðar í tillögu að aðalskipulagi
Akureyrar 2005–2018, sem bæjaryf-
irvöld hafa sent Skipulagsstofnun.
Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði
innan núverandi byggðar undir
íbúðabyggð eftir því sem kostur er,
segir m.a. í greinargerð. Fyrst og
fremst er litið til ónotaðra svæða og
svæða sem hætt eru að þjóna upp-
haflegu hlutverki sínu á viðeigandi
hátt eða þarfnast endurnýjunar. Ráð-
gert er að byggja 500–600 íbúðir og
þar af um 300 íbúðir á miðbæjarsvæð-
inu, m.a. á Akureyrarvellinum.
Bent er á að með nýtingu slíkra
svæða til íbúðabyggðar verði þjón-
ustukerfi bæjarins betur nýtt. Enn-
fremur má nýta uppbyggingu þess-
ara reita til þess að bæta skörðótta og
víða gisna bæjarmynd, auka gæði um-
hvefisins, bæði hvað snertir bæjar-
mynd og veðurfar. Í tillögunni er gert
ráð fyrir 5–6 einbýlishúsalóðum við
Miðholt, fjölbýlishúsi með bíla-
geymslum í kjallara við Skarðshlíð,
sérbýlishúsum á Melgerðisás austan
Þórssvæðis og þá er gert ráð fyrir 5
íbúðum í sérbýlishúsum við Drangs-
hlíð ofan Glerárskóla.
Einnig er gert ráð fyrir nýrri
íbúðabyggð við Krossanesbraut, sér-
býlishúsum við Vestursíðu, 4–5 ein-
býlishúsum til viðbótar við Kletta-
borg og í Lundarhverfi er gert ráð
fyrir stækkun íbúðarhverfis að götu-
stæði Miðhúsabrautar. Þá er gert ráð
fyrir svæði fyrir námsmannaíbúðir
við Hlíðarbraut og á háskólasvæðinu.
Þétting byggðar í tillögu
að aðalskipulagi
Ráðgert að
byggja 500–
600 íbúðir
NÍU gefa kost á sér í forvali
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar á Akureyri. For-
valið mun fara fram laugardag-
inn 28. janúar 2006 milli klukkan
10 og 18, í húsnæði VG á Ak-
ureyri, Hafnarstræti 98.
Þau níu sem gefa kost á sér
eru:
1. sæti: Baldvin H. Sigurðsson
1. sæti: Valgerður H. Bjarnadótt-
ir
1.–3. sæti: Dýrleif Skjóldal Ingi-
marsdóttir
2. sæti: Wolfgang Frosti Sahr
2.–3. sæti: Jón Erlendsson
3.–4. sæti: Baldvin Esra Ein-
arsson
4.–6. sæti: Kristín Sigfúsdóttir
5.–6. sæti: Jóhannes Árnason
6. sæti: Lilja Guðmundsdóttir
Kosningarétt í forvalinu hafa
allir skráðir félagsmenn í VG, 16
ára og eldri með lögheimili í Ak-
ureyrarkaupstað. Hægt er að
skrá sig í félagið fram til lokunar
kjörstaðar.
Til að tryggja jafna stöðu
kynjanna á listanum munu
fulltrúar af gagnstæðu kyni
skipta tvö efstu sætin sem og
hver tvö sæti þar á eftir. Í forval-
inu verða valdir sex efstu fram-
bjóðendur á lista flokksins fyrir
næstu sveitarstjórnarkosningar.
Níu í
forvali VG
♦♦♦