Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 42

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 42
42 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „UPPÁHALDSJÓLASKRAUTIÐ finnst ekki,“ segja þau hjón að- spurð hvaða hlutir skipa sérstakan sess í huga þeirra þegar jólin eru í nánd. „Það er búið að fylgja okkur alla daga síðan við hófum búskap á Íslandi, vinir okkar í Þýskalandi bjuggu það til og gáfu okkur, lík- lega 1977. Það hefur sett nokkurn svip á okkar jól; þegar það er kom- ið upp í glugga eru jólin komin. Þetta eru klippimyndir sem eru límdar á rúðu í stofunni og sýna myndir úr jólaguðspjallinu. Þær voru sérstaklega búnar til fyrir okkur og ekki hægt að kaupa nýj- ar. Það eru margir hlutir með minningar sem tengjast jólunum.“ Hörður og Inga Rós bjuggu í Þýskalandi í sex ár, þau segja að- ventutímann þar yndislegan. „Jólaskrautið þar er hengt upp í byrjun aðventu og jólamarkaðir setja svip á borgir og bæi. Það var róleg stemning, mikið af teboðum og svoleiðis og það er sú stemning sem við höfum reynt að halda í,“ segir Hörður Annað jólaskraut sem þeim er kært er „krippan“. Það er þýskur jólapýramídi sem segir jólasöguna. „Það eru sex kerti neðst á pýra- mídanum og ef maður kveikir á þeim snýst hann í hringi í kringum Maríu og Jósef við jötuna. Hann er keyptur í Þýskalandi, við vorum þá fátækir stúdentar og eyddum sparnaðarpeningunum í að kaupa þennan handsmíðaða pýramída sem var þá rándýr.“ Á borðinu hjá þeim stendur lítið jólaþorp úr tré, það er líka handgert frá Þýska- landi og segir Inga Rós þau hafa gaman af ekta þýsku jólaskrauti. „Áður fyrr settum við jólaskrautið yfirleitt ekki upp fyrr en á Þor- láksmessu en við höfum slakað á í því og erum að setja það smátt og smátt upp í desember.“ Lifandi ljós á lifandi heimili Í einum glugganum á heimili þeirra hangir mikill og fallegur að- ventukrans. „Það er gömul hefð heiman frá mér að gera aðventukr- ans. Við bjuggum þennan til sam- an; ég, Hörður og Áskell sonur okkar. Við notum alltaf sömu gjörðina, sem við vefjum greni ut- an um og skreytum mismunandi ár frá ári. Við tökum hann svo niður þegar jólatréð kemur í stofuna,“ segir Inga Rós. Það er nóg að gera hjá Herði og Ingu Rós í desember enda er það mikill tónleikatími. „Þegar það er svona mikið að gera hjá okkur vilj- um við hafa notalega og rólega stemningu heimavið.“ Þau kveikja á kertum og segja það vera sálu- hjálparatriði. „Þegar ég er heima verð ég að hafa kveikt á kertum, það er lifandi heimili með lifandi ljósum,“ segir Inga Rós. Hörður bætir við að þau séu einfaldlega bara svona kertafólk. „Við kveikj- um helst á kertum strax á morgn- ana með morgunmatnum, það veit- ir okkur ró og styrk í gegnum daginn.“ Þrátt fyrir að hafa svona mikið að gera segjast þau ekki lenda í jólastressinu. „Við höfum nú dreg- ið nokkuð í land með suma hluti sem við gerðum áður,“ segir Hörð- ur. Inga segir að það hafi verið til siðs í sinni fjölskyldu að fara syngjandi með gjafir út um allt. „Við systurnar fórum saman á að- fangadag og manni fannst jólin vera komin þegar við stóðum á tröppunum hjá fólki, sungum jóla- lög og afhentum gjöf. Þegar við Hörður giftumst héldum við áfram með þetta en svo hefur þessi siður dottið niður undanfarin ár, því miður.“ Tvær messur á aðfangadag Þar sem Hörður er organisti í Hallgrímskirkju er mikið að gera hjá honum á aðfangadag enda tvær messur í kirkjunni þann daginn. „Á aðfangadag förum við alltaf í báðar messurnar í Hallgrímskirkju og höfum gert það síðan Hörður varð organisti þar. Við erum svo heppin að börnin hafa alltaf komið með okkur. Fyrri messan byrjar klukkan sex, eftir hana förum við heim og borðum. Seinni messan hefst klukkan hálftólf og þegar hún er búin förum við heim og opnum gjafirnar. Þá er klukkan kannski orðin eitt um nótt og við sitjum í stofunni langt frameftir á jólanótt,“ segja þau hjón. Spurð út í hvort þau haldi fast í hefðir um jólin segir Hörður: „Okkur finnst ekki aðalatriðið að það megi engu breyta en okkur finnst heldur ekki neitt aðalatriði að breyta. Raunin er sú að maður sækir í að halda í hefðirnar um jól- in.“ Þau segja jólin alltaf vera til- hlökkunarefni enda dásamlegur tími til að eiga með fjölskyldunni. „Fólk á að njóta jólanna og njóta þess sem það er búið að vera að undirbúa.“ Hörður segir þó nokkra eftirsjá í því að fólk skuli ekki syngja meira saman í heimahúsum um jólin. „Söngurinn er skemmtilegur og ýt- ir undir samheldni. Mér finnst mikið vanta á heimili þar sem ekki er hljóðfæri til að hlaupa í þegar fólk vill syngja saman, en auðvitað er þetta mjög persónubundið.“ Inga Rós og Hörður voru að eignast sitt þriðja barnabarn sem von er á heim frá Hollandi um jól- in. „Við eigum tvær dætur sem búa núna báðar í Hollandi og svo eigum við einn fimmtán ára son.“ Börnin þrjú hafa fetað í fótspor foreldranna og eru öll í tónlist. Þau verða ekki öll í kotinu um jólin því önnur dóttirin verður í Hollandi. Á aðfangadag borða þau alltaf hangikjöt, sérstakt sveitalæri frá ættingjum Harðar í Bárðardal. „Svo förum við í tvö glæsileg jóla- boð á jóladag og annan í jólum,“ segja þessi hamingjusömu hjón og gefa lesendum uppskrift að smá- kökum sem þau baka oft fyrir jól- in.  JÓLIN | Halda upp á jólaskraut sem minningar eru bundnar við Kertaljós til sáluhjálpar Morgunblaðið/Þorkell Aðventukransinn hangir úti í glugga og veitir birtu og yl í skammdeginu. Morgunblaðið/Þorkell Inga Rós og Hörður í notalegri stemningu með jólapýramídann og þýska jólaþorpið. Yfir fallegu húsi við sjóinn hvílir mikil ró, þar má sjá kertaljós í glugga og heyra tónlist óma. Í húsinu búa hjónin Hörður Áskelsson orgelleikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Ingveldur Geirs- dóttir ræddi við þau um jólahátíðina. Eggjahvítukökur (Gott er að fjórfalda uppskrift- ina til að fá ágætan skammt.) 1 eggjahvíta ½ b sykur ½ b kókósmjöl ½ b kornflögur ¼ b smátt brytjað suðusúkku- laði ½ tsk vanilludropar Eggjahvítan er þeytt, sykri blandað í, þeytt áfram um stund. Öllu blandað varlega saman með sleikju. Látið með teskeið á vel smurða og hveiti- stráða plötu. Bakið við vægan hita, 130-150°c í 15–20 mínútur. DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.