Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 43                                                                                                                      !!                                 !             #$           „AÐ VERA góður í hnefatafli var jafnmikilvægt og að vera góður glímukappi, samkvæmt lýsingu Jarls Rögnvaldar Kala á því hvað göfugur víkingur þarf til að bera. Víkingarnir forfeður okkar spiluðu margskonar borðspil sem okkur finnst full ástæða til að vekja aftur til lífsins. Hnefatafl er alveg ótrú- lega skemmtilegt og reynir á útsjón- arsemi og klókindi. Þetta er alls ekki flókið en eftir því sem fólk spilar oft- ar, þeim mun færara verður það. Við spiluðum hnefatafl í allan fyrravetur til að kynnast því sem best,“ segja þau grafísku hönnuðirnir Ari Svav- arsson og Ágústa Malmquist sem hönnuðu og gáfu út hnefatafl nýlega. „Við vorum búin að ganga með þá hugmynd í maganum í mörg ár að gefa út hnefatafl og fyrir tveimur ár- um fórum við svo af stað með rann- sóknarvinnu, lásum okkur til og grúskuðum í gömlum handritum og nú er þetta loks fullskapað.“ Íslenskt á að vera íslenskt Þau Ari og Ágústa hafa unnið lengi við auglýsingar og gera það enn, meðfram nýju fyrirtæki sínu. „Okkur langaði til að gera eitthvað nýtt svo við ákváðum að stofna okk- ar eigið fyrirtæki, sem heitir Lyng og er hug- og handverkstæði. Við ætlum að einbeita okkur að gjafa- vörum bæði fyrir Íslendinga og ferðamenn sem hingað koma, og við ætlum okkur líka að framleiða minjagripi fyrir ferðalanga. Við leit- um fyrst og fremst í menningararf- inn að hugmyndum. Við ætlum að nálgast hlutina á nýjan hátt og við leggjum áherslu á að allt sem við gerum sé unnið hér heima á Íslandi. Við viljum að ferðamenn sem versla hjá okkur fái rammíslenska vöru, en séu ekki að kaupa íslenska minja- gripi sem eru kannski búnir til í Kína.“ Auk hnefataflsins hafa þau hannað og framleitt rúnaspil og líka spárúnir í poka en hvort tveggja er byggt á germönsku rúnunum 24. Handunnar rúnir Gerð spáspilanna og rúnanna krafðist rannsóknarvinnu, ekki síður en hnefataflsgerðin og þar komust þau hjónin að ýmsu. „Í Germaniu sem var skrifuð af rómverska sagna- ritaranum Takitus, er líst hvernig forfeður okkar Germanir voru sífellt að spá í framtíðina. Þá skáru þeir rúnirnar í aldintré og köstuðu þeim svo á hvítan klút, þar sem dregin var rún. Þess vegna höfðum við þessar rúnir úr tré og höfðum léreftspok- ann utan um þær hvítan, en hann má nýta sem dúk.“ Rúnirnar handunnu þau hverja fyrir sig en litlu víkingana í hnefa- taflinu steyptu þau sjálf og lögðu sig fram um að ná fram áferð sem líktist annars vegar tré og hinsvegar beini. Þau segja þetta aðeins vera byrj- unina á því sem koma skal frá Lyng. „Við erum með ótal hugmyndir á borðinu og erum þegar farin af stað með að vinna sumar þeirra.“  JÓL | Hnefatafl og fleira fornt Við erum hálfgerðir spilabrjálæðingar Morgunblaðið/Golli Ari og Ágústa við hnefataflið góða. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Á heimasíðunni www.lyng.is er hægt að sjá í hvaða verslunum hnefataflið, rúnaspilin og rúnirnar fást. DAGLEGT LÍF Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu kr. 6.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.