Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 53 MENNING HÖFUNDUR byrjar formála sinn á því að útskýra bókarheitið Engjafang. Það var heyfang, sem skilið var eftir við teiginn í hey- skaparlok. ,,Það átti að tákna þakkarfórn til almættisins fyrir heyfeng sumarsins … Þættirnir í þessari bók eru allir skrifaðir eftir að komin voru sláttulok og farið að hausta í ævi höfundanna. Því ber að lesa þá með það í huga. Þeir eru – auk þess að vera skrif- aðir sér til dægrastyttingar – fangið, sem skilið er eftir á teign- um, þakklætisvottur til sam- ferðafólksins á langri leið og til landsins, sem fóstraði okkur og geymir ræturnar.“ Þetta var vel mælt. Og hver er þá höfundurinn? Magnús heitir hann og er Kol- beinsson, fæddur árið 1921, lengi bóndi í Stóra-Ási í Hálsasveit, stórbýli, kirkjustað og rausn- argarði. Menn taki eftir að sagt var höfundar. Það helgast af því, að aftarlega í bók eru nokkrar frá- sagnir eftir föður höfundar, Kol- bein Guðmundsson, járnsmið og bónda í Stóra-Ási og bændatal með æviskrám, sem tekið var sam- an af Þorsteini Þorsteinssyni frá Húsafelli, sem auk þess hefur að öðru leyti aðstoðað við útgáfuna. Þessi bók er löng og efnismikil og hefur margt að geyma. Fyrri hlutinn ber heitið Horfin Hálsa- sveit. Nágrenni æsku minnar. Farið er á alla bæi sveitarinnar (að ég held), fimmtán talsins, fyrir utan Stóra-Ás. Höfundur hefur þann hátt á að minnast þess er hann kom fyrst smádrengur á við- komandi bæ. Hann lýsir aðkomu að bænum, staðháttum, húsaskip- an, segir frá ábúendum. Þetta er yfirleitt breið frásögn og víða komið við. Að sjálfsögðu eru þess- ar frásagnir mislangar. Löng er frásögnin um Húsafell, þann merka stað, enda frá mörgu að segja, bæði um stað og fólk. Sam- skipti Stóra-Ássmanna við Hús- fellinga munu löngum hafa verið mikil. Þá kemur að Stóra- Ási og er það eins og við mátti búast lang- lengsta umfjöllunin. Inn á milli smákafla um fólk og fram- kvæmdir, atvinnu- hætti, land, skepnur, réttarferðir o.s.frv. er skotið stuttum þáttum um nágranna. Er þar skrifað um á annan tug manna og kvenna og er þar margar stór- góðar persónulýsingar að finna. Raunar eru persónulýsingarnar nokkurt sérkenni þessarar bókar. Fer ekki á milli mála hvaða eiginleika höfundur metur mikils: að vera dýravinur, barn- góður, hjálpsamur, greiðvikinn og örlátur. Ætli þetta segi ekki nokkuð um hann sjálfan? Síðan er vikið meira að persónulegum málefnum höf- undar, þó að ekki fari mikið fyrir slíkum hlutum í þessari bók, enda er hún ekki ævisaga. Alllangur kafli er um skíðaiðkun og skíða- ferðir. En höfundur virðist hafa iðkað þá íþrótt allnokkuð á yngri árum. Þá koma ferðafrásagnir bæði á hestum og gangandi. Eru þeir stórfróðlegir. Ein ferð er norður á Blönduós um Gríms- tunguheiði, önnur kringum Lang- jökul, sú þriðja yfir Heljardals- heiði. Ein er yfir Siglufjarðarskarð og sú síðasta yfir Hestsskarð, en þá stóð höfundur á áttræðu og má kallast hraustlega gert að fara í fjallgöngu á þeim aldri. Ekki skyldi gleyma langri og mikilli bíl- ferð allar götur austur í Herðu- breiðarlindir með mörgum skemmtilegum útúrkrókum. Eins og fyrr segir eru hér nokkrar frásagnir skrifaðar af föð- ur höfundar. Þar segir hann frá æskuárum. Síðan eru minning- arþættir frá Arnarvatnsheiði, vetr- arveiði í vötnum þar, svaðilförum og ýmsu öðru. Einnig segir hann frá sögulegum fjárrekstri fyrir Ok og til Reykjavíkur. Að lokum eru birt nokkur bréf sem fóru á milli Kolbeins og vina hans og ná- granna. Er þá komið að síðasta þætti bókar: Bændatali [Stóra-Áss] með æviskrám eftir Þor- stein Þorsteinsson. Bændatalið nær aftur til ársins 1590. Eru 42 bændur skráðir á 280 árum. Þarna er drjúg matarhola handa þeim sem hnýsnir eru í ætt- fræðisökum. Við fljótan lestur sýnist mér að sama ættfólk hafi lengstum verið viðloðandi þessa miklu jörð (51 hdr. 1922). Bókinni lýkur með nafnaskrá. Þeim sem lesið hef- ur þessa lýsingu mína getur ekki dulist að hér er mikið efni saman komið og víða komið við. Hér hef- ur greinilega gáfaður maður og ágætlega pennafær um vélt. Mál- far hans er sérstaklega hreint og fallegt og frásögn hans lifandi. Fyrir þá sem áhuga hafa á fyrri tíðar fróðleik er þessi vel skrifaða bók mikið hnossgæti. Það má svo sem eitthvað finna að ef menn eru á þeim buxunum (t.a.m. end- urtekningar, vísað til mynda sem ekki finnast, skipulag mætti vera eitthvað betra og örnefnaskrá hefði ég kosið mér). En meira er um vert hversu hlýr andi er yfir allri frásögninni, birta, heilbrigð lífsgleði og þrótt- ur. Varla kemur annað fyrir en vel sé talað um fólk (og þá ekki síður um dýr). Nágrenni virðist hafa verið afar gott og hjálpsemi gagnkvæm. Þessi bók er hollur og fræðandi lestur. Merkisrit úr Hálsasveit BÆKUR Þjóðlegur fróðleikur Magnús Kolbeinsson tók saman, 310 bls. Reykjavík 2005 Engjafang Magnús Kolbeinsson Sigurjón Björnsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Á eigin vegum um jólin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 05 89 12 /2 00 5 Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðileg jól. 50 50 600 • www.hertz.is Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir Jólatilboð Toyota Corolla frá 3.571 kr. á dag Toyota Rav4 frá 4.471 kr. á dag Toyota Land Cruiser frá 5.071 kr. á dag Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging). Verð miðast við 7 daga leigu. Tilboð gildir til 15.01.2006 Sjá nánar á hertz.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.