Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ný kennslumynd
í hestamennsku
eftir Eyjólf Ísólfsson
tamningameistara
er komin.
Þessi mynd er sjálfstætt
framhald af fyrri mynd
Eyjólfs.
Markviss kennsla um
tamningu og þjálfun sem
nýtist öllu hestafólki.
Eyjólfur kynnir myndina
í Ástund laugardag og
sunnudag
milli kl. 15:00 og 17:00.
Allir velkomnir
Háaleitisbraut 68, s. 568 4240
astund@astund.is www.astund.is
Jólagjöf
hestamannsins
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ
kynnti á miðvikudaginn skýrslu
samkeppnisyfirvalda á Norð-
urlöndum um matvælaverð og sam-
keppni á matvörumarkaði. Þennan
sama dag skrifa Hall-
dór Benjamín Þor-
grímsson hagfræð-
ingur og Tryggvi Þór
Herbertsson hagfræ-
ðiprófessor grein í
Morgunblaðið sem ber
yfirskriftina „Yfirgef-
um G10“. Spyrja má
hvort þessi tímasetn-
ing sé tilviljun. Í mál-
flutningi beggja þess-
ara aðila er eitt og
annað að finna sem
kallar á að fleiri sjón-
armiðum og stað-
reyndum séu gerð skil.
Byrja má á einni lítilli leiðréttingu
á grein Tryggva og Halldórs en G 10
ríkin eru ekki lengur tíu talsins.
Búlgaría er stokkin fyrir borð og
skipar sér nú í flokk með ESB sem
væntanlegur kandídat á aðild að
bandalaginu. En niðurstaða þeirra –
og fleiri – er sú að Íslendingum væri
betur borgið með því að gefa inn-
flutning á búvörum frjálsan. Þarna
er þó t.d. hvergi minnst á það að
hlutfall útgjalda til matvælakaupa
samkvæmt vísitölu neysluverðs er
lægra á Íslandi en í flestum löndum
Mið- og Suður-Evrópu.
ESB leggur tolla á innfluttar
búvörur
Áðurnefnd G10 ríki flytja inn um
13% af heildarinnflutningi landbún-
aðarvara í heiminum. Þetta er langt
umfram það sem ætla
mætti í hlutfalli af íbúa-
fjölda þeirra. Flestar
matvörur eru auk þess
fluttar til Íslands án
tolla og/eða magntak-
markana. Nánar til-
tekið eru 373 vöru-
flokkar af þeim 1604 í
tollskrá sem teljast
landbúnaðarvörur án
heimilda til að leggja á
tolla (eða 23% af öllum
landbúnaðarvörum).
Fyrir aðra 232 vöru-
flokka í viðbót eru
heimildirnar 1–19% (14,5% af öllum
landbúnaðarvörum). Í þessum flokk-
um er m.a. að finna þær vörur sem
skipta fátækari þjóðir helst máli í
heimsviðskiptum s.s. sykur, korn-
vörur og hveiti, og eru verulegur
hluti af útgjöldum íslenskra neyt-
enda þegar að matvöruinnkaupum
kemur.
Það er heldur ekki svo að ESB
leggi ekki á tolla eða beiti ekki
magntakmörkunum á innflutning til
að vernda landbúnað í aðildarlönd-
unum. Nærtækt dæmi um það eru
tollkvótar fyrir íslenskt lambakjöt.
Ef við flytjum til ESB meira magn
en þau 1.350 tonn sem þar hefur ver-
ið samið um, ber það fulla tolla.
Tollar hjá ESB
hafa áhrif á verðlag
Rifja má upp áhrif ESB-aðildar
Eistlands á sykurverð. Sykurpólitík
ESB er umdeild og eitthvert heit-
asta málið í landbúnaðinum ytra.
Þegar Eistland varð aðili að ESB
tvöfaldaðist verð á sykri. Það er því
villandi að láta liggja að því, eins og
Samkeppniseftirilitið gerir (og sjá
má m.a. í viðtali við forstjóra þess í
Blaðinu 15. desember) að Ísland og
Noregur leggi innflutningshömlur á
búvörur sem hin Norðurlöndin búi
ekki við. Vissulega er vöruflæði þar
á meðal á búvörum frjálst innan
ESB en sambandið leggur líka á ytri
tolla á fjölmarga vöruflokka og notar
tollkvóta til að takmarka markaðs-
aðgang. Þetta á líka við um Banda-
ríkin en útflutningur á íslensku skyri
til Bandaríkjanna byggist t.d. á
markaðsaðgangi í gegnum tollkvóta.
Kaupmáttur launa er
mismunandi eftir löndum
Villandi er líka að tala um hátt
verðlag án þess að tengja það öðrum
hagstærðum s.s. launum og kaup-
mætti. Það virðist t.d. stundum
gleymast í umræðum um mat-
vælaverð hér á landi og samanburð
við ESB, að þjóðartekjur á mann eru
Matvælaverð og alþjóðavið-
skipti með búvörur
Erna Bjarnadóttir skrifar um
matvælaverð
Erna Bjarnadóttir
SAMKVÆMT nýrri
könnun norrænna
samkeppniseftirlita er
verð á matvörum á Ís-
landi 42% hærra en í
löndum ESB, vöruval
minna og samþjöppun
á matvörumarkaði
meiri.
Það að matvæli á Ís-
landi séu 42% dýrari
en í löndum ESB er
ekki ný frétt. Menn
hafa lengi vitað það,
a.m.k. þeir sem ferðast
til annarra landa eða
fylgjast með könn-
unum um mat-
vælamarkaðinn. Það
sem kemur þó sífellt á
óvart – og er í raun
fréttin – er að stjórn-
völd skuli ekki gera
neitt til þess að
minnka þetta bil. Sam-
tök ferðaþjónust-
unnar, sem tala m.a.
fyrir hönd veitinga-
húsa, hafa margoft
bent á þennan mismun
og kallað eftir úrbót-
um en rekstrarumhverfi íslenskra
veitingahúsa er eitt hið alversta sem
þekkist á byggðu bóli þar sem skatt-
ar á áfengi slá hér líka heimsmet. Ís-
lensk ferðaþjónusta er í harðri sam-
keppni á alþjóðamarkaði og skiptir
þá miklu að matarverð sé sam-
keppnishæft. Þetta háa matarverð
er í dag alvarleg samkeppnis-
hindrun.
Það er deginum ljósara að það er
fullkomlega á ábyrgð stjórnvalda að
matvæli á Íslandi eru svo dýr. Það
væri hægt að skýra örlítið hærra
verð með smáum markaði en nor-
ræna skýrslan segir okkur að meg-
inástæða þessa mikla mismunar sé
aðgangshindranir á búvörum, sem
er ákvörðun stjórnvalda, og þar á
eftir samþjöppun á matvörumark-
aði, og mér þótti viðskiptaráðherra
ekki sýna upplýsingum um það mál í
umræðum á þingi ný-
lega mikinn áhuga.
Árið 2002 ályktaði
Alþingi að fela ríkis-
stjórninni að kanna
matvælaverð á Íslandi í
samanburði við helstu
nágrannalönd og kanna
jafnframt hugsanlegar
ástæður mismununar.
Forsætisráðuneytið fól
þá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands að
annast rannsóknina og
var skýrsla lögð fram
sumarið 2004. Þar var
skýrt frá því að mat-
arverð á Íslandi hefði
árið 2001 verið 50%
hærra en að meðaltali í
ESB-löndunum. Fram
kom í þeirri skýrslu að
sá stuðningur sem ís-
lenskur landbúnaður
nýtur hefði á und-
anförnum árum verið
metinn til 12–13 millj-
arða. Eitthvað er því
bogið við allt þetta
kerfi.
Þessari fyrri skýrslu
um matvælaverð var fálega tekið og
hún lítið rædd. Það var helst á
mönnum að skilja að það væri ekk-
ert að marka þessa skýrslu því hún
mældi verð sem væri þriggja ára
gamalt. Gott og vel. Nú er komin ný
skýrsla sem menn geta ekki stungið
undir stól og minnir okkur óþyrmi-
lega á þetta sjálfskapaða ástand sem
íslenskir neytendur búa við.
Samtök ferðaþjónustunnar skora
á stjórnvöld að bretta upp ermar og
vinna að því að íslenskir neytendur,
þ.m.t. veitingahús, geti keypt mat-
væli á svipuðu verði og gerist hjá
öðrum þjóðum.
Dýrar matvörur –
ábyrgð
stjórnvalda
Erna Hauksdóttir skrifar um
matvælaverð á Íslandi
Erna Hauksdóttir
’Það sem kem-ur þó sífellt á
óvart – og er í
raun fréttin – er
að stjórnvöld
skuli ekki gera
neitt til þess að
minnka þetta
bil.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
DÆMI um misskilning eða mis-
túlkun á tölum er þegar ráðamenn
sýna töflur úr
Norrænu tölfræðihandbókinni,
NOSOSCO sem nú er nýkomin út
fyrir árið 2003 á ensku: „Social
Protection in the Nordic countries
2003“. Íslenski hlutinn er unninn
af Hagstofu og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu.
Þannig er tafla nr. 7.5 í bókinni
oft sýnd um tekjur einbúa og sam-
búðarfólks sem við töku lífeyris
2003 hefur aldrei haft atvinnu-
tekjur. Fyrir einstaklinga á Ís-
landi sem búa einir eru þetta
raunar aðeins 314 eða 1,2% ellilíf-
eyrisþega sem þetta fengu, þó það
komi ekki fram í Norrænu töl-
fræðibókinni, því þeir fá óskertar
bætur almannatrygginga (sjá stað-
tölur TR bls. 36 neðanmálsgrein).
Aðrir fá minna, því bætur byrja
strax að skerðast á Íslandi um
45% frá fyrstu krónu sem lífeyr-
isþegi fær í lífeyri eða tekjur.
Þetta er alls ekki svo um hin
Norðurlöndin. Við lítum hér á
greiðslur til ellilífeyrisþega í Dan-
mörku og Svíþjóð til samanburðar,
en þar fá flestir og stundum allir
ellilífeyrisþegar þessar bætur.
Í samanburðinum í ofangreindri
tölfræðihandbók, lítur svo út, að
fyrir þá sem búa einir, hafi Íslend-
ingarnir fjórðu hæstu bæturnar
eftir tekjuskatta miðað við kaup-
máttarjafnvægi í evrum (PPP í
evrum - þ.e. kaupmáttur krón-
unnar í öðru landi). Ísland er á
eftir Dönum, Svíum og Norð-
mönnum í röðinni, en fyrir ofan
Færeyjar og Finna. Þetta segir
nokkra sögu um kerfið t.d. í Dan-
mörku og Svíþjóð en er fjarri lagi
að gefa lýsandi mynd af ástandinu
á Íslandi fyrir bótaþega (sjá töflu).
Þannig eru bornar saman bætur
fyrir örlítinn hóp á Íslandi (1,2%
þeirra) við stóran hluta ellilífeyr-
isþega á hinum Norðurlöndunum –
svo það lítur þannig út að hér sé
ástandið bara ágætt – þó það sé
alls ekki svo.
Ísland
Lögð hefur verið sérstök
áhersla á að hækka bætur fyrir
þessa örfáu ellilífeyrisþega 67 ára
og eldri, sem engar aðrar tekjur
hafa á Íslandi sérstaklega með
samkomulagi eldri borgara og full-
trúa ríkisstjórnar frá nóvember
2002. Þetta hefur þó ekki tekist
betur en svo að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna þessa litla hóps hef-
ur hækkað um 22,6% frá lágtekju-
uárinu 1995 samkvæmt tölum frá
heilbrigðis- og tryggingarráðu-
neyti (en hækkað mun minna frá
árinu1988), á sama tíma og kaup-
máttur ráðstöfunartekna heim-
ilanna hefur aukist um 60%, ef
marka má nýlegar yfirlýsingar
forsætisráðherra. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna þeirra ellilífeyr-
isþega sem einhvern lífeyrissjóð
hafa eða atvinnutekjur hefur
hækkað mun minna en þessara
314 aðila og raunar lækkað fyrir
stóra hópa frá árinu 1988.
En hvað með aðra ellilífeyr-
isþega en þessa 314 einstaklinga
(1%)? Þeir eru ekki með í þessum
norræna samanburði. Lítum á
annað dæmi:
Skerðingar og skattar hér á
landi valda því að fyrir hverjar
10.000 kr sem aflað er heldur elli-
lífeyrisþeginn aðeins eftir frá um
3.300 kr (33%) og allt niður í um
1.500 kr (15%). Því er lítill sem
enginn hvati til að vinna í þannig
kerfi og jafnlítið verður úr tekjum
frá lífeyrissjóðum.
Villandi norrænn saman-
burður á ellilífeyri
Ólafur Ólafsson, Pétur Guð-
mundsson og Einar Árnason
fjalla um samanburð á ellilíf-
eyri á Norðurlöndunum
Einar Árnason Ólafur ÓlafssonPétur Guðmundsson
Tafla 7.5 (fyrri hluti töflu). NOSOSCO2005. Tölur fyrir árið 2003
Tekjur einbúa við töku lífeyris sem aldrei hefur
haft atvinnutekjur við töku ellilífeyris, 2003.
Danmörk Færeyjar Finnland Ísland 1) Noregur Svíþjóð
Einbúar DKK DKK EUR ISK NOK SEK
Grunnlífeyrir 4.517 4.169 493 20.630 4.738 7.017/6.852 2)
Uppbót 4.547 3.126 – 76.521 3.759 -
Húsnæðis uppbót 1.544 – 272 – – 4.423
Samtals fyrir skatt 10.608 7.295 765 97.151 8.497 10.440
Eftir skatt 8.243 6.923 765 86.071 8.497 8.788
E. skatt í PPP í
evru 828 696 632 758 770 806
1) Á Íslandi fá menn uppbót sem nemur ISK 17.667 fyrir einbúa.
2) Lágmarksgrunnlífeyrir gr. til fólks fætt fyrir 1937 / eða árið 1938 og síðar.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn