Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 58
58 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hafnarstræti 19 Sími 551 1122
Góðar jólagjafir
Rennd peysa
með hettu
12.190 kr.
Teppi
20% afsláttur
4.536 kr.
Rúnaspil
2.650 kr.
Salt og pipar
2.650 kr.
Ísmolar
2.980 kr.
NÝLEGA sögðu fjölmiðlar frétt-
ir af umfangsmiklum fram-
kvæmdum sem væru fyrirhugaðar
í miðbæ Akureyrar.
Þær eru í grundvall-
aratriðum byggðar á
verðlaunatillögum
sem keyptar voru eft-
ir verðlauna-
samkeppni þar sem
margar athyglisverð-
ar hugmyndir bárust
og voru afhentar bæj-
arfélaginu að gjöf frá
einkaaðilum á liðnu
sumri. Verði þær
hugmyndir sem
kynntar hafa verið að
veruleika er um al-
gerlega nýjan og
glæsilegan miðbæ að
ræða. Miðbæ með
blandaðri byggð; bú-
setu, þjónustu og
menningarstarfsemi.
Þarna er um stóra
og mikla framkvæmd að ræða sem
hlýtur að þurfa að vinna á nokkuð
löngum tíma. Tímalengdir frá ára-
tug allt upp í öld hafa verið nefnd-
ar í mín eyru. Trúlega mun tíma-
lengdin liggja einhvers staðar þar
á milli og vonandi nær áratugnum
en öldinni. Framkvæmdahraðinn
mun þó að öllum líkindum haldast
í hendur við aðra uppbyggingu á
Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu.
En hvað er það sem þarf að
gera? Í fyrsta lagi þarf að sameina
sveitarfélögin á svæðinu. Í ljósi
nýafstaðinna sameiningarkosninga
mun það taka einhvern tíma og
einnig er líklegt að ekki takist að
sameina allt Eyjafjarðarsvæðið í
eina heild, a.m.k. ekki með frjálsri
aðferð. Sameining þess í tvö eða
jafnvel þrjú sveitarfélög gæti orðið
kostur og veruleg umbreyting frá
því sem nú er. Öflugt sveitarfélag
hefur mun meira rými til þess að
styðja við atvinnulífsbyltingu með
ýmsu móti en sundruð sveit-
arstjórnarmenning þar sem hvert
smábyggðarsamfélag horfir á sínar
eigin tær og túngarð. Þessu til
vitnis er m.a. uppbyggingin á
Austurlandi sem ekkert hefði orðið
af hefðu sveitarfélögin á svæðinu
ekki verið sameinuð í aðdragand-
anum.
Fyrir nokkrum dögum horfði ég
á húsmuni og tæki tölvufyrirtækis
í nágrenni mínu flutt í gáma. Tæki
og tól framsækins sprotafyrirtækis
sem náð hefur árangri á alþjóð-
legum markaði. Mér er tjáð að fyr-
irtækið sé að flytja starfsemi sína
úr landi vegna þess að for-
ráðamönnum þess bjóðist mun
betra starfsumhverfi annars stað-
ar. Ég hef ekki kannað til hlítar í
hverju það felst, hugsanlega í
skattaívilnunum og tilboðum um
hagstæðari starfsaðstöðu á ein-
hverjum sviðum. Þetta hlýtur að
leiða hugann að því hvaða tækifæri
við eigum gagnvart fyrirtækjum í
þessari stöðu. Að frátöldum sæ-
strengsvandræðum, þar sem
skurðgröfur og skoskar hagamýs
fást við að aftengja Ísland frá um-
heiminum með nánast reglubundn-
um hætti, og okri á gagnaflutn-
ingum til og frá landinu geta
fyrirtæki sem vinna að framleiðslu
rafræns efnis, hvort sem um tölvu-
leiki eða annað er að ræða, verið
nánast hvar sem er í heiminum
þar sem þeim bjóðast samkeppn-
ishæf starfsskilyrði. Af hverju geta
sveitarfélög með sín atvinnuþróun-
arfélög úti um land ekki reynt að
laða starfsemi af þeim toga til sín?
Trúlega fyrst og fremst vegna
þess að þau eru fá-
menn og veikburða.
Litlu sveitarfélögin út
um landið, sem ekki
njóta launaskriðs og
hækkandi fast-
eignaverðs, eru mörg
hver erfiðar rekstr-
areiningar sem eiga
fullt í fangi með að
sinna lögboðnum
skyldum af þeim
tekjum sem sam-
félagið skapar þeim
eftir lögbundnum
tekjustofnum.
Stofnun Háskólans á
Akureyri er ein öfl-
ugasta byggðaaðgerð
sem unnin hefur verið
hér á landi frá upp-
hafi. Starfsemi hans
hefur haft mikla þýð-
ingu og þá ekki aðeins fyrir Ak-
ureyri og Eyjafjarðarsvæðið held-
ur um allt land þangað sem
starfsemi hans teygir anga sína.
Engu að síður kom krafa um veru-
legan niðurskurð á rekstr-
arfjármunum skólans fram á
haustdögum. Stjórnvöld stóðu fyrir
þessum niðurskurði á öflugasta ný-
sköpunarsviði á landsbyggðinni á
sama tíma og gríðarleg þensla er á
öllum sviðum á höfuðborgarsvæð-
inu en kyrrstaða og afturför víða
utan þess. Í stað þess að skera
starfsemi Háskólans á Akureyri
niður með þessum hætti ættu
stjórnvöld að sjá til þess að efla
hann enn frá því sem nú er og við-
halda hinni öflugu byggðaaðgerð
með þeim hætti.
Enn er nóg af umhverfisvænum
orkuforða í landinu og því óhætt
að hraða þeim stóriðjufram-
kvæmdum sem er hægt að vinna
að án þess að teyma atvinnulífið
um of í einn farveg. Ein þeirra
framkvæmda er bygging stóriðju á
Norðurlandi. Í því efni eiga Ey-
firðingar ekki að gefa neitt eftir.
Jaðarsjónarmið eiga ekki að ráða
mannvirkjagerð og uppbyggingu af
þeim toga. Það er staðreynd að
miðbyggðirnar eru best fallnar til
þess að varðveita og efla byggð.
Áhrif öflugra byggðakjarna dreif-
ast út til jaðranna eins og greini-
lega hefur komið fram umhverfis
höfuðborgarsvæðið að undanförnu.
Byggðamál hafa lengi einkennst
langt um of af einhvers konar jað-
arhugsun og árangurinn orðið eftir
því. Bygging öflugs byggðakjarna
með margbreytilegu atvinnu-,
mennta- og menningarlífi á bökk-
um Eyjafjarðar ásamt opnun
fjarðarins um jarðgöng til austurs
og vesturs sem færa myndi Skag-
firðingum og Þingeyingum góða
hlutdeild í þeirri uppbyggingu er
það eina sem forðað getur und-
anhaldi og tryggt áframhaldandi
öfluga byggð og mannlíf á Norður-
landi til lengri tíma. Slíkur kjarni
gæti einnig tryggt að miðbæj-
arsvæðið á Akureyri verði ekki
byggingarsvæði um mannsaldur
eða meira, eigi að uppfylla metn-
aðarfullar hugmyndir og tillögur
um endurbyggingu þess.
Öflugur
byggðakjarni
Þórður Ingimarsson
fjallar um þróun Akureyrar
Þórður Ingimarsson
’Í fyrsta lagiþarf að sameina
sveitarfélögin á
svæðinu. ‘
Höfundur er blaðamaður.
ÉG STEND í stappi við próf-
arkalesara þessa dagana, eins og oft
áður. Ég vil fá að skrifa Jörð en ekki
jörð þegar ég skrifa um reikistjörn-
una Jörð. Prófarkales-
arar strika rækilega
yfir J-ið og setja j í
staðinn. Ég veit að þeir
gera þetta af stakri
samviskusemi því að
það er alveg sama í
hvaða orðabók er litið,
alls staðar er jörð
skrifuð með litlum staf,
líka þegar orðið er not-
að sem heiti á hnett-
inum sem fóstrar okk-
ur.
Rök
Það tjáir ekki að deila við dóm-
arann, prófarkalesarar fara bara eft-
ir reglum. En ætli væri hægt að fá
reglunum breytt? Þau rök sem sett
hafa verið fram fyrir því að skrifa
heiti reikistjörnunnar Jarðar með
litlum staf eru helst þessi:
1. Það er hefðbundin íslenska að
skrifa jörð þótt verið sé að fjalla um
hnöttinn í heild sinni, rétt eins og ver-
ið sé að skrifa um jörð í merkingunni
jarðvegur eða bújörð.
2. Óþarft er að skrifa nafn Jarðar
með stórum staf því að það er jafnan
haft með ákveðnum greini, jörðin.
Þetta sé því ekki eiginlegt sérnafn,
ekki sé hefð fyrir því að sérnöfn séu
með ákveðnum greini.
3. Þeir sem skrifa Jörð eru að
enskuskjóta íslenskuna.
Mótrök
Ofannefnd rök eru harla léttvæg.
1. Hefðbundinni íslensku hefur oft
verið breytt. Skemmst er að minnast
setunnar (z) sem var kippt út úr
skrifaðri íslensku með einu penna-
striki enda getur kröftugur mennta-
málaráðherra breytt íslenskri staf-
setningu með auglýsingu.
2. Fjölmörg sérnöfn eru notuð með
ákveðnum greini. Geng-
ið er um Laugaveginn
og ekið eftir Hring-
brautinni og engum
dettur í hug að nota lág-
staf í nöfnum þessara
gatna, þótt með við-
skeyttum greini séu,
enda heita þær þessum
nöfnum.
3. Að skrifa Jörð þeg-
ar átt er við hnöttinn
eru alls ekki ensk áhrif,
þótt enskir noti stóran
staf í sinni útgáfu þessa
orðs, heldur segir mál-
tilfinning og rökhugsun að um sé að
ræða sérnafn, að hnötturinn heiti
Jörð. Er ekki Jörðin ákveðinn staður
í veröldinni? Sandkorn í óravídd him-
ingeimsins. Hvernig á kennari sem
er að kenna börnum nöfn reikistjarn-
anna að útskýra eftirfarandi rithátt:
Merkúríus, Venus, jörð, Mars, Júpí-
ter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og
Plútó? Krakkarnir spyrja auðvitað af
hverju nafn Jarðar sé eina nafn reiki-
stjörnu sem ekki er skrifað með
stórum staf. Hverju á kennari að
svara? Ef hnötturinn heitir ekki
Jörð, hvað heitir hann þá?
Sérnöfn með stórum staf
Samkvæmt orðabók Eddu er sér-
nafn „nafn á tilteknum einstaklingi
(eða eintaki) e-ar tegundar“. Ekki er
hægt að segja annað en að Jörðin sé
tiltekið og mjög sérstakt eintak him-
inhnattar. Þrátt fyrir mikla og kostn-
aðarsama leit í áratugi hafa geimvís-
indamenn ekki fundið nokkurn
sambærilegan stað í veröldinni. Jörð-
in er einstök, svo að þó ekki væri ann-
að en til að sýna henni virðingu sem
slíkri væri eðlilegt að skrifa nafn
hennar með stórum staf.
Í auglýsingu um íslenska stafsetn-
ingu (nr. 132/1974 og 261/1977) segir í
5. gr. að bein sérnöfn skuli rituð með
stórum staf. Til sérnafna eru t.d. talin
„eiginheiti dýra og dauðra hluta“ (a-
liður), örnefni, s.s. staðaheiti (b-
liður), og samnöfn sem eru notuð sem
örnefni (c-liður). Ekki er annað að sjá
en að heiti Jarðar geti fallið undir
sérhvern þessara liða, að Jörð sé eig-
inheiti ákveðins himinhnattar, að
Jörðin sé ákveðinn staður í him-
ingeimnum og sé því örnefni og skrif-
ist með stórum staf, jafnvel þótt orðið
sé einnig samnafn.
Áskorun til
menntamálaráðherra
Nú er bara eftir að skora á
menntamálaráðherra að taka af skar-
ið. Hún þarf ekki annað en að taka til
sín Auglýsingu um íslenska stafsetn-
ingu og bæta tveimur orðum inn í
hana t.d. í b-lið 5. gr. þar sem talin
eru upp örnefni sem skrifa á með
stórum staf. Þá hljóðaði greinin svo:
b. Örnefni, t.d. landaheiti, staða-
heiti, bæjanöfn, nöfn gatna, nöfn
landshluta, heimsálfa og him-
inhnatta, goðfræðileg staðaheiti, t.d.
Ísland; Esja; Reykjavík; Hóll; Ein-
imelur; Jökuldalur; Vestfirðir; Evr-
ópa; Jörð; Nóatún.
Hnötturinn Jörð
Sigrún Helgadóttir skorar
á menntamálaráðherra ’ Ef hnötturinn heitirekki Jörð, hvað heitir
hann þá?‘
Sigrún Helgadóttir
Höfundur er kennari, náttúrufræð-
ingur og námsefnishöfundur.
Fréttir í tölvupósti