Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur verið áberandi frétta- efni í alþjóðlegri fjölmiðlun þann daginn sem þetta er skrifað, að árs- skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna í heim- inum birti á ný válegan boðskap um neyð þeirra í fátæku lönd- unum. Aðalfram- kvæmdastjóri UNI- CEF, Ann Veneman, leggur réttilega á það áherslu, að allar þjóðir verði að taka þátt í átaki um að létta þær hörmungar. Og það á vissulega einnig við um okkur Íslendinga. Það er ekki rétt, svo sem oft var sagt, að smæð íslensks þjóðfélags gagnvart þessum hrikalega vanda geri okkar framlag svo lítils virði að við megum teljast undanþegin ábyrgð. Mér sýn- ist reyndar að undirtektir við UNI- CEF sýni þann hugsunarhátt að ekki séum við stikkfrí í alþjóða- samfélaginu. Ég er stoltur af því hve UNICEF hefur verið vel tekið á þeim 2–3 árum sem landsnefndin okkar hefur starf- að. Það á einkum við vegna mikillar þátttöku fólks í heimsforeldrisverk- efninu okkar og vegna viðbragða fyr- irtækja um fjáröflun. Við styðjum í senn almenna starfsemi UNICEF en þó einkum verkefni í Gíneu Bissá, Vestur-Afríkuríki í hópi þeirra 6 fá- tækustu í heimi. Okkur til góðra ráða í samstarfinu við starfsstöð UNICEF þar, er yfirlæknir mið- stöðvar heilsuverndar barna í Reykjavík, dr. Geir Gunnlaugsson, en hann hefur tvívegis starfað um árabil í þessu landi mikillar ör- birgðar þar sem ung- barnadauðinn (undir 5 ára) er 203 af 1.000. Hjá okkur er þessi tala 3 af 1.000. Þetta er hjá þeim með því hæsta og hjá okkur það lægsta sem um getur í heiminum. Mér er það minnisstætt, þegar við vorum að senda fyrstu 10.000 dollarana þang- að, að dr. Geir sagði: Vitið þið að þessi upphæð breytir nótt í dag fyrir þá sem hennar njóta? Og eru ekki 650.000 kr. hálfgerð skiptimynt í fjármálaheimi okkar Íslendinga? Fyrirtækin Baugur Group, FL Group og Fons ákváðu að leggja hvort um sig 15 millj. kr. árlega í þrjú ár til þess forgangsverkefnis UNICEF sem er menntun stúlkna í Gínea Bissá. Þá efndu fyrirtækin til fjáröflunarkvöldverðar þar sem fólk tók áskorun velgjörðarsendiherrans Sir Rogers Moore betur en nokkur hefði getað vonað og lagði til 90 millj. kr. með gleði og góðum hug. Því fé verður einkum varið til að bæta úr sérstökum næringarskorti vegna joðskorts í fæðunni. Mér þykir fyrir því að þetta söfn- unarátak hafi verið í umræðu til að véfengja tilganginn eða sproksetja gefendur. Það er allsendis óverðugt. En hitt skil ég jafnvel og næsti mað- ur að við séum forviða á því hvað þjóðfélagsþegnar og íslensk fyr- irtæki geta áorkað í mann- úðarmálum og þróunaraðstoð. Við erum á réttri braut og höldum ótrauð áfram. UNICEF og Ísland Einar Benediktsson fjallar um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og söfnunarátak samtakanna ’Síðasta söfnunarátakUNICEF Ísland hefur vakið umtal og sumpart mjög ósanngjarna gagnrýni.‘ Einar Benediktsson Höfundur er stjórnarformaður íslensku landsnefndarinnar fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF. AÐ UNDANFÖRNU hafa fjöl- margir aðilar bent á þá staðreynd að netaveiðar í ám eru tímaskekkja. Ýmis rök hafa verið nefnd til sögunnar og hefur þar vegið einna þyngst, skýrsla Atvinnuþróun- arfélags Suðurlands, um efnahagslegan ávinning stangveiði og netaveiði. Skýrslan tekur af öll tvímæli um framtíð netaveiðinnar, enda hlutlaus opinber stofnun sem gerir vandaða úttekt á mál- inu. Niðurstaða skýrsl- unnar er á þá vegu að með afnámi netaveiða á vatnasvæði Ölfusár & Hvítár, má tífalda arðsemi af lax- veiðum. Skýrslan sýnir og undir- strikar að netaveiðin deyfir allan hvata til markaðssóknar og rækt- unarátaks á svæðinu. M.ö.o. hamlar netaveiðin allri framþróun í ferða- þjónustu tengdri stangveiði á einu allra glæsilegasta og víðfeðmasta vatnasvæði Evrópu. Í þessu ljósi vil ég nefna að um helmingur allra tekna bænda í Borgarfirði kemur til vegna stangveiðinnar! Um eignarréttinn Nýverið varpaði ég fram nýju sjónarhorni á umræðuna sem ég birti hér opinberlega fyrsta sinni. Ég tel að með lagasetningu þar sem netaveiðar í íslensku straumvatni verði bannaðar, sé ekki verið að ganga á eignarréttinn. Hér er ein- ungis um veiðarfærastýringu að ræða. Í gegnum tíðina hafa ýmis veiðarfæri verið bönnuð í íslenskum ám eða eins og segir í núgildandi lög- um um lax og silungsveiði. „Eigi má veiða fisk með krók eða sting eða í háf.“ Í raun hefur nýting vatna og straumvatna verið háð veið- arfærastýringu um langt skeið. T.a.m. hefur lengd og staða neta- lagna tekið breytingum í gegnum tíðina. Ef bændum og landeigendum verður ekki heimilað að stunda neta- veiðar, er þó áfram lagalegur réttur þeirra að stunda stangveiði í sama straumvatni og selja laxinn hæst- bjóðanda, rétt eins og hefur verið gert í gegnum árin með netaveiddan lax. Einnig myndast sá spennandi möguleiki fyrir netabændur að nýta veiðiréttinn til útleigu en eins og áð- ur sagði ákváðu bænd- ur í Borgarfirði að feta þá leið með góðum ár- angri. Ég hef leitað mér álits lögfróðra manna og telja þeir þessa nálgun gjörbylta málinu. Máli mínu til rökstuðnings vil ég nefna að fjölmörg veið- arfæri eru ekki heimil til notkunar í hafinu í kringum okkur. Þurfa því sjómenn og útgerð- armenn að gangast við margflókinni og sí- breytilegri veiðarfærastýringu í störfum sínum. Ofveiði Í 27. grein laga um lax- og silungs- veiði segir eftirfarandi: „Nú þykja ákvæði þessara laga um friðun og veiðitæki eigi veita fiskstofni vatns nægilega vernd gegn ofveiði, og er veiðimálastjóra rétt með samþykki veiðimálanefndar að fækka föstum veiðivélum í því vatni.“ Greinina má túlka á þá vegu að veiðimálastjóri og veiðimálanefnd búi yfir því valdi að fækka föstum veiðivélum í vatni s.s. netalögnum. Ég spyr því hvernig stendur á því að netaveiðar eru heimilar í Ölfusá og Hvítá yfir þann tíma sem stærstu laxagöngurnar ganga upp árnar? Liggur það ekki í augum uppi að fjöldi netalagna, sem ná hver um sig yfir 2⁄3 af breidd árinnar (leyfilegt skv. núgildandi lögum), geta stuðlað að hættulegri ofveiði? Lesandanum til frekari upplýsingar skal þess get- ið að laxinn gengur iðulega upp árn- ar nálægt bakka, sérstaklega þegar um straumhart jökulvatn er að ræða. Netin geta teygt sig út í ána frá báðum bökkum. Ég vil sjá nýja setningu í lagabálkinn sem orðast svo „Eigi má veiða fisk með krók, sting, háf, lagnetum eða króknet- um.“ Eina leyfilega veiðarfærið í ís- lensku straumvatni er veiðistöng skv. skilgreiningu á veiðistöng. Svo getum við heimilað undantekningar fyrir önnur veiðarfæri vegna vís- indarannsókna eða aðsteðjandi hættu sjúkdóma o.s.frv. Vinnum með bændum Í því moldvirði sem skapast vegna umræðunnar um neta- og stangveiði má aldrei gleyma að bændur hafa byggt sín bú kynslóð eftir kynslóð. Þeir hafa notið straumvatnsins og nýtt það eftir mætti í gegnum ár- hundruð. Fyrir þær sakir skil ég vel að erfitt geti verið að kveðja gamlar hefðir. Því má spyrja hvort heimila eigi netaveiðar eina ákveðna helgi yfir sumartímann? Með slíkri und- anþágu er hefðin virt og sagan fær sín notið. Hugsanlega gætu bændur haldið slíka helgi með hátíðarbrag þar sem ferðaþjónustan gæti unnið náið með bændum og helgin yrði bæði aðdráttarafl ferðamanna sem og árlegt tilhlökkunarefni bænda og annarra. Ég hvet bændur til að láta af þessum hefðum og líta til fram- tíðar. Ég hvet bændur til að sætta sig við breytta tíma og opna á tæki- færi sem laxinn getur skilað til hér- aða og samborgara. Í dag er stang- veiði gífurlega vinsælt áhugamál meðal þjóðarinnar. Frá því sem áður var, hafa áhugamál almennings í amstri og hraða nútímans, sífellt meira gildi. Gengur upptaka neta ekki á eignarréttinn? Gunnar Örn Örlygsson fjallar um um efnahagslegan ávinning stangveiði og tímaskekkju netaveiði ’Stangveiðin skilar ídag milljörðum króna inn í íslenskt samfélag og tel ég orðið löngu tímabært fyrir alla hagsmunaaðila, stjórn- málamenn sem aðra, að virða stangveiðina, með því að leyfa henni að vaxa og dafna í breyttu umhverfi til framtíðar. Netaveiðin er tíma- skekkja.‘Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður í þingflokki sjálfstæðismanna. AÐ MORGNI 10. desember samþykktu 157 aðildarríki Kyoto- bókunarinnar að hefja samninga- viðræður um verulegan samdrátt í losun iðnríkja sem aðild eiga að bókuninni og skal samningum lok- ið í tíma til að næsta skuldbinding- artímabil bókunarinnar geti hafist um leið og því fyrsta lýkur árið 2012. Ríki á borð Kína, Indland, Suður-Afríku, Argentínu, Brasilíu og Mexíkó lýstu vilja sín- um til aðgerða innan marka Kyoto- bókunarinnar þó þau hafni losunarmörkum fyrir gróðurhúsa- lofttegundir eftir 2012. Þess í stað munu þessi ríki taka á sig skuld- bindingar um að hlut- fallsleg aukning í út- streymi gróðurhúsaloftteg- unda verði minni en aukning í hagvexti þeirra. Einnig var samþykkt í Montreal 5 ára áætlun um að- stoð við fátæk ríki við að aðlagast breyttu loftslagi. Niðurstaðan í Montreal er mikill sigur fyrir um- hverfisverndarhreyfinguna og hún eflir til muna alþjóðlegt samstarf á vettvangi Kyoto-bókunarinnar. Samþykktar voru reglur um fram- kvæmd bókunarinnar, áætlun um samningaviðræður um mun meiri samdrátt í útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda eftir 2012 og ríki sem ekki eiga aðild að Kyoto-sáttmál- anum – einnig Bandaríkin – sam- þykktu að taka þátt í viðræðum á vettvangi Loftslagssamnings Sam- einuðu þjóðanna. Það styrkir mjög Kyoto-bókunina, að alþjóða- samfélagið lét Bandaríkjastjórn ekki aftra sér frá að hefja samn- ingaviðræður líkt og þau eru skuldbundin til samkvæmt 3. grein, 9. tölulið Kyoto-bókunar- innar. Samþykkt Montreal-umboðsins er einnig afar mikilvæg fyrir þró- un markaðar fyrir losunarheim- ildir og fjárfestingar í þróun- arríkjum í hreinni tækni sem síðan má nýta til frádráttar los- unarheimildum iðnríkja. Ítrekað var bent á að þróun slíks mark- aðar væri háð framtíð Kyoto- bókunarinnar. Bush einangraður Stjórn Bush forseta er einöngr- uð í ósveigjanlegri afstöðu sinni og mistókst enn einu sinni að eyði- leggja Kyoto-ferlið. Í Bandaríkj- unum hafa nærri 200 borgir, 9 fylki og fjölmörg fyrirtæki sett sér markmið um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Bandalag þróunarríkja Evrópusambandsins, Japan og Kanada styrktist á með- an Bandaríkin einöngruðu sig með því að neita að tala við sendi- nefndir annarra ríkja og ganga af fundi aðfaranótt 9. desember. Nor- egur og Ísland studdu málflutning Evrópusambandsins, Evrópu, Jap- an, Kanada og fjölmargra þróun- arríkja sem tóku þá afstöðu að halda yrði áfram án Bandaríkja- stjórnar. Vaxandi hreyfing innan Bandaríkjanna myndi að lokum draga Bandaríkin að samninga- borðinu. Stjórn Bush forseta er gersam- lega andvíg hvers kyns umræðum um samdrátt í útstreymi gróð- urhúsalofttegunda. Á hinn bóginn var ein- angrun Bandaríkj- anna slík að banda- ríska samninganefndin neyddist að lokum til að skrifa upp á sam- þykkt um viðræður á vettvangi Loftslags- samningsins, þess sem Kyoto-bókunin er gerð við. Ríkisstjórn Kanada lagði mjög mikla vinnu og metnað í undirbúning loftslags- þingsins í Montreal og forseti þingsins, Stephane Dion, um- hverfisráðherra Kan- ada, á mikið hrós skil- ið fyrir frammistöðu sína. Hættulegar lofts- lagsbreytingar Æ fleiri rannsóknir gefa til kynna að snúa verði við þróuninni næstu 10–15 ár; að raunverulegur samdráttur í útstreymi gróð- urhúsalofttegunda hefjist fyrir 2020; halda verði meðaltalshækkun hitastigs jarðar innan við 2°C til að koma megi í veg fyrir hættu- legar breytingar á loftslagi jarðar. Í þessu sambandi er vert að minna á orð Halldórs Þorgeirs- sonar, sem vinnur hjá skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna í Bonn, en hann sagði í við- tali við BBC4 hinn 18. nóvember sl: „Ljóst er að vegna mikillar los- unar koltvísýrings út í andrúms- loftið er innistæða fyrir frekari hitnun andrúmsloftsins og það er ákaflega mikilvægt að gripið verði til aðgerða strax til að draga úr hættu á alvarlegum afleiðingum.“ Orð Halldórs Þorgeirssonar endurómuðu í ávörpum nær allra ráðherra á þinginu. Ekki einu sinni Bush-stjórnin reynir lengur að véfengja þann vanda sem við er að etja. Eftir stendur að rík- isstjórnir heims eiga enn eftir að samþykkja róttækar aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda. Framlag íslensku sendinefnd- arinnar í Montreal gefur tilefni til að ætla að Ísland muni ekki láta sitt eftir liggja. Ríkidæmi okkar og tækniþekking veitir okkur tækifæri til að taka forustu sé pólitískur vilji til þess innan stjórnarráðsins og meðal fyr- irtækja. Meðal almennings er vax- andi skilningur og stuðningur við nauðsynlegar aðgerðir. Niðurstaða loftslagsþings- ins í Montreal Árni Finnsson segir frá nið- urstöðum loftslagsþings Árni Finnsson ’Meðal almenn-ings er vaxandi skilningur og stuðningur við nauðsynlegar aðgerðir.‘ Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.