Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 63
UMRÆÐAN
Í ÁR eru liðin 100 ár síðan keppt
var fyrst á skíðum á Íslandi. Har-
aldur Sigurðsson segir í bók sinni
,,Skíðakappar fyrr og nú“ á blaðsíðu
101: ,,Árið 1905 riðu þeir á vaðið
Fljótamenn og Siglfirðingar og
efndu til fyrsta skíðamóts á Íslandi.
Mót þetta var haldið að Barði í Fljót-
um, og voru helstu
hvatamenn þess séra
Jónmundur Hall-
dórsson á Barði og
Guðmundur Dav-
íðsson, bóndi á Hraun-
um. Keppt var í
,,brekkurennsli“ af
Barðshyrnu og niður á
jafnsléttu. Keppendur
voru 20 talsins, og
stóðu þrír þeirra
brekkuna, þeir Ólafur
Gottskálksson frá
Fjalli í Sléttuhlíð, er
varð fyrstur, en næstir
honum urðu, Árni
Hallgrímsson og
Þórður Jóhannsson.
Dómarar á mótinu
voru Jónmundur
Halldórsson, Bene-
dikt Jónsson og
Ólafur Jónsson.
Verðlaunin sem
Ólafur hlaut voru 25
krónur og þóttu það
hin höfðinglegustu
sigurlaun.“
Þessi atburður er á margan hátt
tímamótaviðburður. Í fyrsta lagi
sýnir þetta hin mikla kraft alda-
mótakynslóðarinnar og jafnframt
hugrekki og nýjungar, sem áður
höfðu ekki verið til staðar hér á
landi. Ísland var að vakna og öflugir,
framsæknir stórhuga menn um allt
land að láta til sín taka. Íþrótta-
hreyfingin var að verða til. Má hér
minna á þátt Helga Valtýssonar rit-
höfundar, en hann pantaði allmörg
skíði frá Noregi á árunum 1904-
1906. (Sjá Skíðakappa fyrr og nú,
blaðsíðu 101-102.) Og
var einn af forystu-
mönnum um skíða-
íþróttina í Reykjavík
og Hafnarfirði. Magn-
að er að sjá hve margir
eldhugar í þjóðlífi Ís-
lendinga komu nálægt
þessari íþrótt fyrstu
árin.
Til gamans fyrir þá
sem ekki vita það, þá
hafa fjölmargir afkom-
endur Ólafs Gott-
skálkssonar á Siglufirði
verið í röð fremstu
skíðamanna landsins
allt fram á þennan dag.
Ég vil nota þetta tæki-
færi til að óska skíða-
mönnum um allt land
til hamingju með 100
ára afmæli skíðamóta á
Íslandi og þá sér-
staklega Fljótamönn-
um og Siglfirðingum.
Keppni á skíðum
á Íslandi 100 ára
Hreggviður Jónsson skrifar í
tilefni þess að í ár eru liðin 100
ár síðan keppt var fyrst á skíð-
um á Íslandi.
’ Magnað er aðsjá hve margir
eldhugar í þjóðlífi
Íslendinga komu
nálægt þessari
íþrótt fyrstu ár-
in.‘
Hreggviður Jónsson
Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. hcjons@gmail.com
GREIN í Morg-
unblaðinu 12. desem-
ber sl. eftir einn þing-
mann Sjálfstæðis-
flokksins vakti athygli
mína og ég las hana
gaumgæfilega. Þing-
maðurinn vekur at-
hygli á því hversu illa
ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokksins og Fram-
sóknarflokksins hefur
farið með gamla fólk-
ið.
Hann bendir bæði á
svívirðilegar skatta- og skerðing-
arreglur sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur komið á og beinast gegn
gamla fólkinu.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
greinir ennfremur frá því að rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi
brugðist gamla fólkinu í að byggja
upp hjúkrunarheimili
og að kerfið hafi út-
hýst afa hans þegar
heilsu hans fór hrak-
andi.
Nú er það svo að
umræddur þingmaður
hefði vel getað veitt
lausn á framan-
greindum málum
brautargengi með at-
kvæði sínu á Alþingi,
t.d. hefði það verið
leikur einn í atkvæða-
greiðslu um fjárlög en
þar lagði stjórnarand-
staðan fram tillögur til úrbóta sem
stjórnarliðar felldu hverja af ann-
arri.
Það er greinilegt að þingmað-
urinn hefur samviskubit yfir vond-
um verkum ríkisstjórnarinnar. Þó
ristir það ekki dýpra en svo að
hann mætti ekki í atkvæða-
greiðslur um fjárlögin þrátt fyrir
digurbarkalegar yfirlýsingar um að
hann hygðist styðja þá tillögu
stjórnarandstöðunnar að efna
samning sem ríkisstjórnin gerði við
öryrkja í Þjóðmenningarhúsinu, en
sveik sem frægt er orðið.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
gagnrýnir sjálfan sig
Sigurjón Þórðarson gerir at-
hugasemd við skrif þingmanns
Sjálfstæðisflokksins
Sigurjón Þórðarson
’Það er greinilegt aðþingmaðurinn hefur
samviskubit yfir vond-
um verkum ríkisstjórn-
arinnar.‘
Höfundur er alþingismaður.
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is